Sumt blandast vel saman, annað ekki

Einu sinni voru Vesturlönd fátæk og án velferðarkerfa. Síðan urðu þau rík en enn án velferðarkerfa. Að lokum tóku þau upp velferðarkerfi en héldu áfram að vera rík (hættu bara að verða jafnhratt ríkari og áður).

Fátæk ríki laða ekki til sín innflytjendur. Þau halda áfram að vera einsleit í fátækt sinni. Rík ríki án velferðarkerfa gera það ef það er nóg af vinnu að fá. Innflytjendur renna þá hratt út á atvinnumarkaðinn, blandast þeim sem þar eru fyrir og kapphlaupið snýst um að framleiða verðmæti.

Rík ríki með velferðarkerfi laða líka til sín innflytjendur en í miklu meiri mæli en þau án velferðarkerfa og einnig aðra tegund innflytjenda. Velferðarkerfin eru fjárfrek og krefjast hárra skatta og því lítið rými fyrir hagkerfið að vaxa jafnhratt og í frjálsara umhverfi. Úrval starfa fyrir innflyjendurna er takmarkað. Þeir fara á bætur. Þeir læra á kerfið, ekki tungumálið og samfélagið. 

Það er alveg hægt að blanda fullt af innflytjendum inn í samfélag rétt eins og það er hægt að þykkja graut með sósuþykkni. Persónulega er ég t.d. á þeirri skoðun að því fleiri Pólverjar flytjast til ákveðins svæðis, því betur vegnar því. 

Vandamálin byrja þegar menn blanda ósamrýmanlegu innihaldi við gamla uppskrift. Ef þú hellir stórum skammti af múslímum ofan í úthverfasamfélag í Bretlandi uppskerðu gettó, einangrun, sérstaka dómstóla sem starfa óháð landslögum og jafnvel andúð á því samfélagi sem tók við hinu nýja hráefni. Ef þú hellir stórum skammti af hvítum mönnum inn í Afríkuríki uppskerðu sjúkdómafaraldra, kúgun á innfæddum með valdi og þvingað trúboð. 

Það myndi leysa mörg vandamál að leggja niður velferðarkerfið, lækka skatta og láta fólk tryggja sig gegn áföllum á markaðsforsendum. Afæturnar nenna ekki að setjast að í slíku samfélagi. Þeir koma sem vilja, og þeir aðlagast sem vinna. 

En það dettur engum í hug. 


mbl.is Innflytjendur séu ekki gestir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svifryk kostar alla landsmenn fjárútlát og öndunarerfiðleika en það kostar eiganda bíls með nagladekk ekkert aukalega að spæna upp malbikið

Eru þeir sem aka um á bíl með nagladekk þá ekki afætur í samræmi við þína skilgreiningu?

Grímur (IP-tala skráð) 10.3.2018 kl. 18:30

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkin eru mesta innflytjendaland heimsins, byggt af öllum þjóðum veraldarinnar, einnig frá múslímaríkjunum.

Og bandaríska þjóðin er fjölmenningarsamfélag.

Þar að auki er fáránlegt að halda því fram að milljónir múslíma í til að mynda Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi búi þar allir í gettóum.

Og tyrkneskir innflytjendur eiga stóran þátt í velgengni Þýskalands.

Þorsteinn Briem, 10.3.2018 kl. 21:20

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Top 10 countries with the largest total number of immigrants:

United States – 46,627,102 (14.3% of country total and 19.8% of world total)

Germany – 12,005,690 (14.9% of country total and 4.9% of world total)

Russia – 11,643,276 (7.7% of country total and 4.8% of global total)

Saudi Arabia – 9,060,433 (31.4% of country total and 3.9% of world total)

United Kingdom – 8,543,120 (11.3% of country total and 3.7% of world total)

United Arab Emirates – 7,826,981 (83.7% of country total and 3.4% of world total)

France – 7,784,418 (11.1% of county total and 3.1% of world total)

Canada – 7,284,069 (20.7% of country total and 3.1% of world total)

Australia – 6,763,663 (27.7% of county total and 2.8% of world total)

Spain – 5,852,953 (14% of country total and 2.8% of world total)

Þorsteinn Briem, 10.3.2018 kl. 21:33

4 identicon

Þetta er rétt hjá þér, Geir. Ólíkt öðrum innflytjendum, t.d. Pólverjum og fólki frá Rómönsku Ameríku verða múslímar aldrei hluti af fjölmenningarsamfélagi því að þeir neita að aðlagast en vilja að fólkið í gestgjafalandinu aðlagist þeim. Því að það er þetta sem Kóraninn fyrirskipar og allir múslímar fylgja kóraninum út í yztu æsar.

Ísland á ekki að veita neinum hæli sem er frá islömsku ríki. Ég efst um að nokkur múslímskur innflytjandi hér á landi sé í alvöru vinnu. Engar múslímskar konur vinna úti því að þeim leyfist það ekki skv. sharia-lögum.

Fyrir löngu las ég að palestísku "flótta"konurnar sem settust að á Akranesi hefðu þverneitað að vinna í fiskvinnslu og að þær séu enn á bótum.

Pétur D. (IP-tala skráð) 10.3.2018 kl. 21:42

5 identicon

Fáránleikin hja öllum sem svona tala  og gera ser ekki grein fyrir Island er eins og ein gata i Brussel að stærð og mannfjölda  ..ER SORGLEGT  !!...og þetta leyfist ekki utanaðkomandi fólki að segja einu sinni ...þvi eftir 10 ár með sama framhaldi ...ER Ekkert Island  ..þESS VEGNA VIÐ SEM ENN HÖFUM GLÓRU AUÐVITAÐ BERJUMST Á MÓTI  ....HITT ER ´OEÐLILEGT ..AÐ GERA ÞAÐ ekki !     VIÐ verðum aldrei borin saman við stórþjóð  ,Það er ekki samanburðarhæft !! 

rhansen (IP-tala skráð) 10.3.2018 kl. 21:43

6 identicon

Ekki gleyma reykingamönnum með kransæðastíflur og önnur heilsufarsvandamál Grímur. Þræðingar eru ekki ókeypis. Eða offitusjúklingum með sína lífstílssjúkdóma, sykursýki og ég veit ekki hvað annað, mikill kostnaður! og svo þarf fólk sem mætir í World Class 3x í viku að borga fyrir þetta með sinum sköttum, ósanngjarnt!. Eða þá sem eiga gamla díselbíla, þvílík mengun, ég er á rafmagnsbíl!

M.t.t. að þessir hópar eru yfir höfuð til á Íslandi er í raun og veru enginn munur á skattgreiðanda sem er búinn að borga skatta að meðaltali í 25 ár af 50 ára starfsævi og á önnur 25 ár eftir og innflytjenda sem hefur ekki gert það og kemur til með að þurfa í þónokkurn tíma.

Jón (IP-tala skráð) 10.3.2018 kl. 22:47

7 identicon

Fjölmenning þýðir allt nema heima menningin fær að blómstra. Eigin menningu er afneitað í þágu fjölmenningar.

Gamli kall (IP-tala skráð) 11.3.2018 kl. 01:28

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Það má blanda ýmsu saman og fá góða niðurstöðu, bara ekki olíu og vatni.

Geir Ágústsson, 11.3.2018 kl. 07:31

9 identicon

Heyrðu, Jón: Aðferðin sem þú notar í athugasemd þinni er kölluð "strámannarökfærsla" og er auðvelt að skjóta í kaf.

Umræðan fjallar um það hvaða innflytjendur geta og vilja aðlaga sig þjóðfélaginu og leggja sitt af mörkum með vinnuframlagi og þekkingu, og hverjir vilja það ekki vegna illskeyttrar hugmyndafræði byggðri á mismunun og fáfræði sem þeir fylgja og sem verða þannig byrði á samfélaginu alla ævi.

Ég vona að þú skiljir það.

Pétur D. (IP-tala skráð) 11.3.2018 kl. 09:05

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Listinn frá Steina er samt athyglisverður og sýnir vel að það er auðvelt að ruglast með því einu að líta á tölurnar.

Þarna segir að í Þýskalandi, Frakklandi og fleiri slíkjum ríkjum er hlutfall innflytjenda um 10-15%. Margir innflytjendur eru vinnandi, búa meðal innfæddra og auðga menningu, samfélag og nágrenni sín. Aðrir búa í fátækrarhverfum sem lögreglan treystir sér ekki inn í lengur. Og bæði ríki dæla nú þúsundum af innflytjendum inn í ríki sín. Vonum það besta fyrir þeirra hönd.

Í Sameinðu arabísku furstadæmunum horfir sagan öðruvísi við. Þar eru allir innflytjendur ódýrt vinnuafl sem nýtur takmarkaðra réttinda og vinnur fyrir hungurlús (sem er þó hærri en það sem þeim býðst í heimalandinum). Megnið af launum þessara innflytjenda er sent úr landi til fjölskyldna í heimalandinu. Þessir innflytjendur eiga enga von um að verða hluti af samfélaginu og njóta þar réttinda. Þeir eru bara leiguliðar sem vita að þeir munu bara fá að skrimta. Þetta er allt önnur innflytjendastefna en sú vestræna.

En eins og ég segi, það er hægt að blanda allskonar fólki saman með góðum árangri: Íslendingum og öðrum Norðurlandabúum, Íslendingum og Pólverjum, Íslendingum og Kanadamönnum osfrv.

En ekki stórum hópum trúaðra múslíma við umburðarlynda vestræna íbúa með kristnar rætur. Það er pottur fullur af vatni og olíu: Innihaldsefnin munu ekki blandast. 

Geir Ágústsson, 11.3.2018 kl. 09:52

11 identicon

Ef að kapitalismi ætti að vera "sannur" eins og Geir sækist eftir, allir ættu borga fyrir allt, þá væri hann löngu farinn á hausinn vegna afvegaleidds skaða sem hann veldur.

Þannig að það þarf ekki að hugsa lengi til að átta sig á að þessi gjaldþrota leið sem Anarcho Capitalistar eins og Geit leggja til hefur aldrei verið fær og verður það aldrei. Þetta er bara klassískt "fake news" eins og Trump mundi orða það :)

Nú er Geir verkfræðingur, að eigin sögn. Hann ætti að vera löngu búinn að fatta þetta, eða hvað? Þetta fær mann til þess að spyrja sig hverskonar manneskja er Geir? Er hann meðvitað búinn að vera ljúga að fólki á opinberum vetvangi í mörg ár gegn betri vitund? Eru slíkir menn líklegir til þess að leiða einhvern? Nei, þeir eru rollur sem kunna ekki að hugsa sjálfstætt.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 11.3.2018 kl. 15:08

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Borga ekki allir nú þegar fyrir klósettpappír og framlög til Mæðrastyrksnefndar?

Geir Ágústsson, 11.3.2018 kl. 15:45

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Annars er það ekki svo að neikvætt svifryk frá nagladekkjum eða jákvætt útsýni af blómabeði nágrannans (svokallaðir "externalties" á tungutaki hagfræðinnar) gjaldfelli frjáls samskipti og viðskipti og réttlæti ofbeldi af hálfu ríkisvaldsins. Það er kannski efni í nýjan pistil (sem fjallar ekki um ríkisniðurgreidda fólksflutninga).

Geir Ágústsson, 11.3.2018 kl. 16:18

14 identicon

Eru þetta gestir eða innflytjendur? Alveg örugglega ekki flóttamenn. Myndskeiðið sýnir afríska múslíma rústa ítölsku höfuðborginni í boði Fjórða ríkisins (ESB). Villimennska.

https://www.facebook.com/VofEurope/videos/477142542667237/

Pétur D. (IP-tala skráð) 14.3.2018 kl. 23:01

15 identicon

Pétur, takk fyrir að benda á strámanninn minn án þess að útskýra það nánar, ég hef ekki hugmynd um hvað þú átt við og efast um að þú skiljir athugasemdina mína.

Vona að þú skiljir það.

Grímur (efsta athugasemd) ber saman íslenska skattborgara og alla innflytjendur. Þessi samanburður stendst ekki skoðun alveg sama hversu íslendingar spæna upp miklu svifryki, þeir hafa borgað skatt allt sitt vinnandi líf, ekki innflytjendur sem koma hér með trúarlega ásýnd á heiminn sem mun alltaf vera á skjön við vestræna menningu og gildi og vænta líka mikils af velferðarkefinu í leiðinni.

Þetta á að sjálfsögðu ekki við alla sem koma til landsins, Geir úskýrir þetta vel, það eru margir hópar sem aðlagast íslensku samfélagi vel, aðrir ekki, það eru engin strá í þessum rökfærslum að mínu mati, en ef þú telur svo vera máttu vinsamlega útskýra það.

Jón (IP-tala skráð) 15.3.2018 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband