Ný uppfinning: Blýantur

Ný uppfinning hefur litið dagsins ljós: Blýanturinn.

Velgengni þessarar uppfinningar er ekki óumdeild. Hún hefur vissulega náð í allar búðir. Það er hægt að kaupa blýant fyrir smápeninga nánast hvar sem er. Þó virðist enginn kæra sig um þá. 

Þeir sem tala fyrir hönd blýantsins benda á að hann virki á hvaða þurra pappír sem er. Þó þurfi pappírinn að vera stamur, en yfirleitt er það ekki vandamál. Þeir benda á að það sem er skrifað með blýant haldist við ýmis skilyrði. Skrif með blýant eru endanleg á meðan enginn leggur á sig mikla vinnu og þurrkar þau út með sérstöku gúmmíi.

Andstæðingar blýants segja að hann sé ekki nútímalegur. Upplýsingar frá blýant berast ekki beint inn í miðlæga gagnagrunna. Það er of mikil vinna að láta manneskjur lesa skrif blýants. Betra sé að tölvur geri allskonar, þ.e. þar til þær hrynja.

Ég er stuðningsmaður blýantsins og vona að þessi uppfinning haldi velli. Þetta er persónuleg skoðun, ekki pólitísk. Þó vona ég að pólitíkusar taki hana upp.


mbl.is „Þetta er óásættanlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér þætti fróðlegt að vita hvað þessi tölvuvæðing og viðhaldið kostar. Af fyrri málum að dæma þá eru tölvufyrirtæki með blanko tékk á hið opinbera fyrir allskonar tölvukerfi sem gera að mest það sem vandræðalaust var áður að gera í höndum. Man eftir einhverjum skandal uppá nokka milljarða í hugbúnað og viðhald á kerfi sem aldrei virkaði. Seljandin aldrei krafinn sjálfsagðrar ábyrgðar á varningi sínum. Slíkur hégomi á ekki við gagnvart ríkinu. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2018 kl. 05:50

2 identicon

Við erum með dýrt skólakerfi.Eitt dýrasta í Evrópu. Laun kennara og árangur nemenda er ekki í samræmisvið útgjöld og viðveru nemenda. . það er hægt að fituskera mikið í rekstrinum. skólaskylda er óþarflega mikil og hægt að kenna lestur reikning og skrift með markvissari hætti  .12-15 tíma grunnur á viku fyrir nemenda 6-12 ára . Umframkennsla geta nemendur átt kost á , gegn gjaldi.

hordur (IP-tala skráð) 10.3.2018 kl. 15:18

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég man alltaf að afi gamli fæddur 1888 var alltaf með blýant stubb í vestisvasanum. Kann gaf út 5 ættfræðirit og sat öllum frístundum á landsbókasafninu og skrifaði á blað snepla og skráði svo í bækur. 

Valdimar Samúelsson, 10.3.2018 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband