Miðvikudagur, 27. mars 2024
Er verið að framleiða krabbamein?
Ég er ekki viss en er verið að reyna framleiða krabbamein þessi misserin?
Meðvitað eða ómeðvitað?
Við fengum nýlega mRNA-sprauturnar. Þær eru að reynast vera uppspretta krabbameina sem blossa hratt upp og drepa hratt.
Það er verið að reyna selja okkur át á pöddum. Það er lítið rannsakað og jafnvel uppspretta krabbameina. Þau samfélög sem hafa borðað pöddur lengi hafa gert það af illri nauðsyn. Verði slíkt át kerfisbundið er erfitt að sjá að afleiðingarnar hafi verið vel kortlagðar.
Núna er talað um að það megi framleiða kjöt á tilraunastofum. Slíkar afurðir finnast jafnvel í verslunum í dag. Er það vel kortlagt?
Ég skil vel að það borgi sig fyrir sum fyrirtæki að margir séu með krabbamein. Það borgar sig jafnvel fyrir lífeyrissjóði. En er það þar með gott mál?
Auðvitað er okkur sagt að ástæðan sé við sjálf. Við drekkum of mikið og erum of feit. En höfum við ekki alltaf drukkið of mikið og verið of feit?
Mér finnst nothæft að hugleiða þetta mál aðeins þótt ég hafi engin svör önnur en að veðja á ákveðinn lífsstíl, forðast mRNA-efnin og lágmarka lestur á fréttum RÚV. En auðvitað er lífið happdrætti, þannig séð. Sjáum hvað setur.
Miðvikudagur, 27. mars 2024
Þrjú hundruð milljónir á bálið
Þolinmæði íslenskra skattgreiðenda og kjósenda er mikil.
Á herðar þeirra hlaðast nú skuldir í vörubílaförmum til að fjármagna glingrið og glamrið hjá ríkinu og sveitarfélögunum.
Verðbólgan er ærandi.
Grunnþjónustan, sem yfirleitt er notuð sem gulrótin til að tæla fé launþega í hirslur hins opinbera, er í molum. Innviðir sömuleiðis. Og það er meira að segja að mistakast að tryggja næga hagkvæma orku.
Um leið fá allir ráðherrar að valsa um og lofa hundruðum milljóna og jafnvel milljörðum í hin og þessi hugðarefni sín.
Það væri kannski hægt að sýna einhverju samúð með réttu hugarfari. Launamaður féflettur til að halda uppi listamanni sem tekst ekki að selja neitt - jæja þá, peningurinn er að minnsta kosti inni í hagkerfinu og þegar listamaðurinn kaupir mjólkurblandað kaffi fyrir ríkisstyrkinn fær einhver eitthvað út úr því. En núna er peningunum einfaldlega hent beint á bálið: Inn í stríð, inn í hirslur erlendra stjórnmálamanna með vafasamt orðspor, í vasa samtaka sem hafa það efst á stefnuskránni að gera kosningar að aukaatriði.
Það liggur við að byrja mæla með skattsvikum - skipulögðum og umfangsmiklum - en auðvitað skil ég ekki eftir mig slík ummæli. Til vara má byrja að skoða hvað er í boði í næstu kosningum og kannski ýta við einhverjum væntanlegum frambjóðendum sem virðast líklegir til að þora að berjast frekar en bara bogna.
Eru þeir til?
Hernaðarandstæðingar fordæma vopnakaupastuðning Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 26. mars 2024
Bladamennska.is - brandari punktur is
Blaðamannafélag Íslands er búið að hleypa af stokkunum stóru kynningarátaki um mikilvægi blaðamennsku á bladamennska.is. Þarna má sjá lítil viðtöl við ýmsa þekkta blaðamenn og texta eins og:
Aukin pólarísering, upplýsingaóreiða, falsfréttir, upplýsingaofgnótt og fréttaforðun er meðal þeirra áskorana sem samfélagið stendur frammi fyrir. Hvernig hefur hlutverk blaðamanna breyst í þessu nýja umhverfi?
Hvaða bull er þetta? Öll þessi nýyrði þýða ekki neitt. Þau eru bara önnur orð yfir að við erum komin á netið og hægt að skoða mál frá fleiri sjónarhornum.
Áfram er haldið:
Aldrei hefur verið meiri þörf fyrir vandaða blaðamennsku. Aukin pólarísering og upplýsingaóreiða sýnir nauðsyn faglegrar blaðamennsku. Blaðamenn veita aðhald og greina rétt frá röngu. Íslenskir blaðamenn standa vaktina alla daga, allt árið um kring, upplýsa og spyrja krefjandi spurninga, með hag almennings að leiðarljósi.
Aukin pólarísering (sjálfur er ég hrifnari að íslenska orðinu skautun en gott og vel) og upplýsingaóreiða er í boði fjölmiðla og blaðamanna. Þeir töldu sig geta komist upp með það að eilífu að spýja yfir okkur áróðri yfirvalda og spilltra alþjóðasamtaka. Það er oft augljóst þegar blaðamenn eru að reyna draga okkur í dilka. Þeir eru sökudólgarnir, ekki bjargvættirnir.
Blaðamannafélagið ætti að flýta sér að loka þessu hlægilega átaki og læra að skammast sín en til vara að snúa því á haus og biðjast innilegrar afsökunar á vinnubrögðum félagsmanna sinna, bæði fyrr og nú.
Mánudagur, 25. mars 2024
Er búið að afnema barnæsku á Íslandi?
Ég velti því af alvöru fyrir mér hvort íslensk börn sem eru að vaxa úr grasi á Íslandi í dag eigi einhvern möguleika á að verða að heilbrigðum fullorðnum einstaklingum í nokkurn veginn andlegu jafnvægi.
Ég skrifa þetta ekki af því ég tel yngri kynslóðir vera alveg ómögulegar og miklu verr staddar en ég á mínum æskuárum. Krakkar munu alltaf þurfa að upplifa mótlæti og vonandi njóta velgengni í félagsskap jafninga, fá til skiptis góða og lélega kennara, lenda í eða ná að forða sér frá vondum félagsskap, og svona mætti lengi telja. Auðvitað eru krakkar í dag líka berskjaldaðri fyrir allskyns áreiti og slæmum áhrifum í gegnum netið (eigin netnotkun eða annarra) en fyrri kynslóðir.
Nei, áhyggjur mínar snúast að auknum áhuga fullorðinna á að brengla þau á bæði líkama og sál.
Börnum er núna sagt að þau séu mögulega fædd í röngum líkama. Þetta nær sérstaklega til barna sem síðar munu komast að því að þau eru samkynhneigðir einstaklingar, og ekki bætir úr skák ef þau eru einhvers staðar á einhverfurófinu. Lyfjaglasið opnast upp á gátt fyrir slík börn og kynþroski þeirra settur í lamasess undir þeirri röngu fyrirsögn að allt sé afturkræft, sem það er ekki.
Þeim er mokað í skemmtiþætti í sjónvarpi og látin syngja um kynlíf og áfengisneyslu undir handleiðslu frægra djammara. Góð auglýsing fyrir djammarann, vond áhrif á litla krakka.
Skólarnir eru víða hættir að kenna þeim að lesa og reikna og öll skólastig ofar grunnskóla byrjuð að kvarta undan óundirbúnum nemendum.
Þau eiga á hættu að þurfa baða sig kviknakin með fullorðnum einstaklingum af hinu kyninu. Gott og vel, ungir strákar fagna kannski því að sjá brjóst í karlaklefanum, en litlar stelpur kannski ekki eins sáttar að sjá loðið slátur í kvennaklefanum.
Þau voru gerð eins hrædd og hægt var á veirutímum á sama tíma og þeim var bannað að mæta í skóla og eiga félagslíf. Þau voru einfaldlega álitin ásættanleg fórn. Börnum fórnað fyrir gamla. Mörg börn, sem sum eru orðnir unglingar í dag, eru með varanlegt sár á sálinni í kjölfarið.
Ég legg til að fullorðið fólk á Íslandi setji sjálft sig aðeins til hliðar. Það getur verið krúttlegt að sjá 7 ára krakka syngja um áfengisneyslu með frægum djammara, en ætti að vera skemmtun sem við fullorðna fólkið getum neitað okkur um. Börn höfðu enga rödd þegar fullorðna fólkið var hrætt við veiru en ættu kannski að hafa verið eina röddin sem skiptir máli. Þau eru heilaþvegin í skólunum þar sem þau ættu að vera í námi. Þau eru sett á lyf þegar það ætti kannski frekar að ræða við þau.
Mögulega eru flestir foreldrar og flestir skólar að reyna gera sitt besta. Verja ungviðið og undirbúa það undir lífið. En baráttan er kannski svolítið töpuð þegar við umberum uppsprettur eiturs og skaða sem breiðir úr sér, oft án þess að mikið fari fyrir því.
Sem dæmi um mál sem lítið fer fyrir er aukinn þrýstingur á að gera börn á Íslandi föðurlaus. Það er sprengja sem springur í formi andlegra vandamála og glæpa í framtíðinni, eins og tölur sýna.
Það eina sem skiptir framtíð samfélags máli eru börnin. Við fullorðna fólkið eigum einfaldlega að taka þá skelli sem til þarf svo þau fái að vaxa úr grasi, andlega og líkamlega eins vel undirbúin fyrir framtíðina og hægt er.
En ekki að kenna þeim að syngja um áfengisneyslu, éta lyf, hata pabba sinn og láta skóladaginn fara til spillis.
Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 24. mars 2024
Fyndnir Íslendingar
Einu sinni horfði ég í einhverjum mæli á spjallþætti þar sem frægir eða næstum því frægir mættu og spyrill spurði léttvægilegra spurninga og allir kátir. Inn á milli voru fyndnar greiningar á viðburðum vikunnar eða dagsins, tónlistaratriði og þess háttar. Saklaus skemmtun sem gat jafnvel verið fræðandi.
Ég hef fyrir löngu yfirgefið að horfa á þetta fyrirkomulag af viðtalsþáttum en lét mig þó hafa það að renna hratt í gegnum seinasta þátt Gísla Marteins á RÚV eftir að hafa lesið um viðbrögð við ákveðnu atriði þar.
Tilfinningar mínar eru blendnar. Mér stökk á tvö eða þrjú bros í yfirferð Gísla á fréttum vikunnar og fannst vera skotið í allar áttir þar, sem er gott. Um leið tók ég eftir nokkrum fréttum sem var ákveðið að fjalla ekki um, enda snýst fréttamennska í dag oft um að fjalla ekki um ákveðin mál heldur að hreinlega láta eins og þau séu ekki til staðar.
Ekkert af því sem var rætt við gesti hans skipti máli en kannski gaman fyrir marga að sjá Jón Gnarr á skjánum að tala um súkkulaðiát.
Svo kom efni viðbragða við þættinum: Fréttamaður gerður út til að afhjúpa vanþekkingu almennings á því hvað páskarnir fjalla um, með stanslausum útúrsnúningum. Fréttamaður er kannski rangnefni, en gott og vel. Mætti með kross á öxlunum í upptökusalinn og verslunarmiðstöð, með bros á vör, sem er kannski yfirlýsing á ákveðinni vanþekkingu í sjálfu sér, en hið minnsta á skilningsleysi á inntaki páskanna.
Áhorfið á þennan þátt var yfir það heila staðfesting á því að ég er ekki að missa af neinu. Ég sé ekki á eftir tímanum sem fór í að stíga fæti í þennan poll því hann fór í að fullvissa mig um að val mitt á því hvar ég eyði tíma mínum er á réttri leið.
Ég þakka því fyrir mig, og segi bless við þátt Gísla Marteins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 23. mars 2024
Málfrelsið lifir (la libertad de expresión vive)
Einu sinni var auðvelt fyrir yfirvöld að takmarka málfrelsið og tjáningu. Það var hægt að loka útvarpsstöð eða banna prentmiðil og málið var leyst.
En núna er öldin önnur og lítil frétt segir þá sögu:
Spænskur dómstóll hefur bannað samskiptamiðilinn Telegram tímabundið vegna meintra brota á höfundarrétti nokkurra útvarpsstöðva. ...
Miðillinn virkar þó enn á spænsku landsvæði.
Þegar smáatriðunum er sleppt stendur eftir að bann yfirvalda er sennilega ígildi stjórnarskrár: Einhver orð á pappír sem enginn fer eftir í raun ef yfirvöld í fjarveru andspyrnu almennings er á annarri skoðun.
En af hverju er ekki hægt að banna Telegram? Jú, af því fyrirtækið hefur farið í gegnum ákveðið ferli til að komast að því hvernig þjónustu þess verði ekki lokað. Af heimasíðu fyrirtækisins:
Flestir forritarar á bak við Telegram komu upphaflega frá St. Pétursborg, borg sem er fræg fyrir fjölda mjög hæfra verkfræðinga. Telegram teymið þurfti að yfirgefa Rússland vegna staðbundinna upplýsingatæknireglugerða og hefur reynt fjölda staða sem bækistöð, þar á meðal Berlín, London og Singapúr. Eins og er erum við ánægð með Dubai, þó við séum tilbúin að flytja aftur ef staðbundnar reglur breytast.
**********
Most of the developers behind Telegram originally come from St. Petersburg, the city famous for its unprecedented number of highly skilled engineers. The Telegram team had to leave Russia due to local IT regulations and has tried a number of locations as its base, including Berlin, London and Singapore. Were currently happy with Dubai, although are ready to relocate again if local regulations change.
Mjög margt annað fróðlegt er hægt að lesa á sömu heimasíðu, eins og um verðlaun sem fyrirtækið heitir ef einhverjum tekst að brjóta dulkóðunina á skilaboðum á þjónustu þess.
En Telegram er ekkert einsdæmi. Raunar er hörð samkeppni um að geta kallast öruggasta skilaboðaþjónustan og sú sem er minnst viðkvæm fyrir viðhorfum ýmissa staðbundinna yfirvalda. Þessar skilaboðaþjónustur þefa uppi svæði þar sem gögn þeirra eru öruggust og síst líkleg til að verða yfirvöldum að bráð. Þau færa sig til hiklaust. Skýjaþjónustur svokallaðar vinna ekki innan ríkja heldur í öllum heiminum.
Á veirutímum skutu yfirvöld sig svo rækilega í fótinn með takmörkunum á tjáningu og málfrelsi að það verður ekki aftur snúið. Hver einasti einstaklingur með einhvers konar tæki í höndunum getur núna fundið leiðir til að kynna sér óhefta tjáningu og beita slíkri.
Eða eins og ég skrifaði í nýlegri grein á Krossgötum:
Þegar fjölmiðlar völdu á tækniöld að þagga niður í skoðunum og reyna að móta umræðuna og viðhorf fólks, flytja áróður yfirvalda gagnrýnislaust og uppnefna gagnrýnendur sem samsæriskenningasmiði þá viku þeir sjálfum sér af vellinum. Í staðinn hefur sprottið upp algjörlega nýtt umhverfi þar sem málfrelsið verður ekki hamið.
Ekki eru allar skoðanir jafngóðar, og ekki þarf að eyða tíma í þær allar, en að þær fái að heyrast er gott í sjálfu sér og verður úr þessu ekki stöðvað.
Telegram bannað tímabundið á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 23. mars 2024
Hvað er óréttlátasti skatturinn?
Allir viðskiptavinir sem kaupa vöru og þjónustu borga sama verð. Það skiptir ekki máli hvort viðskiptavinurinn er moldríkur eða bláfátækur, verðmiðinn á ostinum er sá sami fyrir alla. Skiljanlega, því þessi ostur hefur sama bragð og þjónar sama hlutverki fyrir alla.
Virðisaukaskattur fylgir sama lögmáli. Hann hækkar verð á vöru og þjónustu á sama hátt fyrir alla.
Sum tegund skattheimtu er af svipuðu tagi, svo sem útvarpsgjaldið. Skiljanlega, því áhugi fólks á RÚV er jafnlítill hjá nánast öllum.
Síðan eru það tekjuskattar. Þeim fylgja allskyns afslættir og þrep. Maður með lágar tekjur borgar engan tekjuskatt. Maður með háar tekjur borgar mjög háan tekjuskatt. Maður sem er að hækka í tekjum eftir því sem líður á starfsævi hans finnur vægi afslátta minnka og skattprósenta aukast, svona eins og maður að synda upp úr kafi finnur steypuskóna vega meira en flotholtið togar upp.
Segjum svo að þessum manni takist að fjárfesta í húseign. Þá tekur eitthvað enn verra við. Hann er búinn að borga svimandi skatta af launum sínum sem hann nýtir til að kaupa eign. Þá taka við aðrir skattar sem gera á hverju ári hlutfall eigna hans upptækt. Ekki er hann að borga fyrir þjónustu í hefðbundnum skilningi (snjómokstur, aðgang að vegum og þess háttar). Ef svo væri ætti verðmiðinn að vera til eins og á ostinum í Bónus eða útvarpsgjaldinu. Honum er sagt að borga hlutfall af ímynduðu verði eigna sinna til að fá ákveðna þjónustu.
Rán um hábjartan dag sem jafnast á við að Bónus seldi aðgang að verslun sinni gegn því að viðskiptavinurinn geti fyllt körfuna án þess að greiða meira og miða þetta aðgangsgjald við líkamsþyngd viðskiptavinarins. Ertu feitur? Þá kostar aðgangur að Bónus mikið því þú hlýtur að setja mikinn mat í kerruna. Áttu dýrt hús? Þá er snjómoksturinn dýr.
Skattar á dánarbú eru jafnvel enn svívirðilegra óréttlæti. Þá er öllu því sem viðkomandi tókst að skrapa saman í endalausri skattheimtu einfaldlega skattlagt aftur! Kannski ríkisvaldið ætti að taka þetta lengra og byrja að leita að skartgripum á líkum ofan í jörðinni.
Hver er þá óréttlátasti skatturinn? Er það eignaupptakan á lifandi fólk eða látnu? Er það virðisaukaskatturinn sem leggst þyngst á tekjulága? Er það kannski útvarpsgjaldið sem neyðir fólk til að kaupa þjónustu sem það nýtir sér ekki? Eða skattar á laun sem halda fólki niðri þótt það sé að hækka í grunnlaunum?
Auðvitað er öll skattheimta þjófnaður sem að nafninu til á að tryggja að þjófurinn sópi hjá þér götuna og stjaki í burtu þjófum þegar hann er búinn að ræna þig. En sum skattheimta er kannski verri en önnur.
Ég hef ekki komist að niðurstöðu.
Mesta hækkunin á Seyðisfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 21. mars 2024
Hvar er hinn íslenski Milei?
Í seinustu forsetakosningum kusu Argentínumenn yfir sig róttækan frjálshyggjumann, með yfirburðum. Þessi maður, Milei, lofaði með eins skýrum hætti og hægt er að hann ætlaði sér að vinda ofan af verðbólgunni, skuldasöfnuninni og spillingunni. Hann mætti á kosningafundi með vélsög til að skýra mál sitt.
Eftir að hann komst til valda hefur hann staðið við orð sín. Fjöldi ráðuneyta var helmingaður. Ríkisreknum fjölmiðli lokað. Falskt gengi gjaldmiðilsins fært nær svartamarkaðsverði hans.
Hann lofaði því hreinlega að við tæki mjög erfitt tímabil en að eftir það tæki við gott tímabil.
Núna er erfiða tímabilið að ganga yfir. Þingin eru að standa í vegi fyrir áformum hans. Dómstólar eiga við tilskipanir hans. Þessu var auðvitað búið að spá enda ekkert minna um vinstrimenn í Argentínu en annars staðar og þótt embætti forseta Argentínu sé öflugt þá eru aðrir angar ríkisvaldsins líka með áhrif.
Vangaveltur margra voru í þá áttina að það myndi takast að hægja á áformum forsetans nægilega mikið til að þau bæru ekki árangur, og að kjósendur snéru aftur til hefðbundinna sósíalista.
Núna eru 100 dagar liðnir af valdatíma Milei. Mótmæli eru mörg og stór. Milei er sakaður um að vilja útrýma samfélaginu, hvorki meira né minna.
Það gæti því komið mörgum á óvart að þrátt fyrir allt þetta þá séu vinsældir hans nokkuð stöðugar:
Við embættistöku tilkynnti Milei að ríkiskassi Argentínu væri tómur og að það væru engir peningar til. Samt hefur stuðningur við forsetann verið tiltölulega stöðugur þrátt fyrir harðar niðurskurðaraðgerðir hans og aukna fátækt í landinu. Nú síðast hafa skoðanakannanir hins vegar sýnt lítilsháttar lækkun á fylgi. Sem sagt, Milei hefur notið góðs af því að vara við og standa við loforð sitt um erfitt fyrsta ár - helmingur íbúa Argentínu er sannfærður um að fórna þurfi til að koma landinu á réttan kjöl. Hinn helmingurinn hefur hins vegar miklar áhyggjur af þessari þróun.
**********
Upon taking office, Milei announced Argentina's state coffers were empty and that "there is no money." Yet support for the president has been comparatively stable despite his harsh austerity measures and the country's rising poverty rate. Most recently, however, opinion polls have shown a slight dip in approval ratings. That said, Milei has benefited from warning about and delivering on his promise of a "difficult first year" half of Argentina's population is convinced that sacrifices must be made to get the country back on track. The other half, however, is deeply worried by these developments.
Það er sem sagt ennþá von fyrir Argentínu.
Núna vantar eins og einn Milei á Íslandi. Ekki í embætti forseta heldur forsætisráðherra, í ríkisstjórn sem lifir í raunhagkerfinu. Slíkur forsætisráðherra leggur til að loka RÚV, skera niður bætur, draga úr rýrnun kaupmáttar, fækka ráðuneytum og svona mætti lengi telja. Þegar skuldasöfnunin hefur verið stöðvuð, sem tók Milei einn mánuð, þá er hægt að safna í sjóði og nota til að fjármagna skattalækkanir, innviðafjárfestingar og velferð.
Á Íslandi ríkir öfugt ástand: Lán eru greidd með nýjum lánum á meðan nýjum útgjöldum er lofað í sífellu. Fullur unglingur á útihátíð með greiðslukort foreldra sinna gæti státað af betri fjármálastjórn.
Kannski líta núna einhverjir til Milei og hans fyrstu 100 daga í embætti og hugsa með sér að ef kjósendur fá að heyra sannleikann að þá sætti þeir sig við að herða aðeins beltið sem valkost vil að fljúga fram af bjargbrún. Sjáum hvað setur.
Að lokum nokkrir leiðinlegir fyrirvarar:
Nei, ég er ekki sammála öllu sem Milei boðar.
Nei, ég er ekki alveg án athugasemda við málflutning hans og embættisverk.
Nei, ég er ekki að safna í skegg eins og Milei.
Niðurskurður ekki í kortunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 20. mars 2024
Orðspor og Icesave
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, gefur kost á sér í embætti forseta Íslands og stefnir að því að reka virkt embætti sem veitir þinginu aðhald.
Baldur sagði að ef Alþingi myndi ganga fram af þjóðinni á einhvern hátt og virða ekki samfélagssáttmálann ætti forseti Íslands að huga að því hvort vísa ætti málinu til þjóðarinnar. Nefndi hann dæmi um það ef Alþingi gengi gegn tjáningarfrelsinu eða grundvallarmannréttindum kvenna eða hinsegin fólks.
Hefur þú heyrt annan betri?
Árið 2011 gátu Íslendingar lesið eftirfarandi frétt:
Alþjóðlegir stórfjárfestar reiða sig á mat fyrirtækjanna. Geti ríkið ekki endurfjármagnað sig á alþjóðlegum mörkuðum er fyrirséð að erfitt verði að afnema gjaldeyrishöft. Nei yrði alvarlegt áfall fyrir orðspor Íslands, segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.
Óvarlegt virðist að áætla að viðbrögð við neitun í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave eftir rúma viku verði góð þegar horft er til efnahagsumhverfis landsins og samskipta við önnur lönd. Raunar er það svo að lánshæfismatsfyrirtækið Moody?s hefur lýst því yfir að líkur séu á að lánshæfi Íslands verði lækkað í svokallaðan ruslflokk fari svo að nýjum samningi verði hafnað.
Svona talaði sérfræðingastéttin á ríkisspenanum og gerir raunar ennþá. Baldur er hluti af þeirri stétt og syngur samkvæmt fyrirmælum að ofan. Forsetaembættið mun ekkert breytast frá því sem nú er ef Baldur hlýtur það. Bara svo það sé á hreinu.
En það má þá alveg kjósa hann út af einhverju öðru en því að verða næsti ÓRG á Bessastöðum þótt slíkt sé hættuspil þegar þingið er að hegða sér eins og það gerir og óveðursskýin hrannast upp eins og annar frambjóðandi, Arnar Þór Jónsson, hefur bent á.
Baldur býður sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 19. mars 2024
Loftslagsóreiða!
Núna er flóttinn frá dómsdagsspádómum loftslagsprestanna hafinn af fullum krafti. Almenningur er farinn að gera grín að þessu, fræðimenn eru að yfirgefa vel borguð störf því þeir þola ekki hvernig niðurstöður þeirra eru rangtúlkaðar, ríki eru byrjuð að útvatna loforð sín um orkuskipti og fyrirtæki eins og olíufélög og bílaframleiðendur sömuleiðis. Gríðarlegur kostnaðurinn er farinn að verða mörgum ljós og það skiptir ekki máli hversu sterk trúin er - að geta keypt í matinn eða borgað starfsmönnum laun er alltaf í efsta sæti.
Enginn skortur er á bókum í dag sem fjalla um skaðann af herferð manna gegn hagkvæmu jarðefnaeldsneyti og hvernig sú herferð er bæði kæfandi dýr og að lokum skaðlegri en verstu dómsdagsspádómar, sérstaklega fyrir fátækari heimshluta. Vil ég mæla með þremur sem ég hef nýlega lokið við:
- Apocalypse Never: Why Environmental Alarmism Hurts Us All eftir Michael Shellenberger
- False Alarm eftir Bjorn Lomborg
- Fossil Future: Why Global Human Flourishing Requires More Oil, Coal, and Natural Gas--Not Less eftir Alex Epstein
Ríki eins og Indland og Kína reisa áfram og í miklu magni orkuver knúin kolum og gasi á meðan Evrópubúar láta taka af sér bílinn og jafnvel matinn. Raunsæ ríki, sem hafa efnast nægilega, eru að skipta úr kolum í gas og jafnvel að henda í kjarnorkuver en dettur ekki í hug að reiða sig á vindmyllur og sólarorku. Raunsæinu vex hryggur um hrygg víða, sem betur fer.
Á meðan eru Íslendingar að skipta úr hreinu rafmagni yfir í olíu, en það er önnur saga.
Það má alveg dáðst að því hvernig loftslagsprestarnir halda margir hverjir sínu striki jafnvel þótt þeir séu hænufeti frá því að gera sig að athlægi. Nýyrðasmíðin er til dæmis alveg makalaus. Fyrst átti það að vera hlýnun Jarðar en þegar hún stöðvaðist þá voru loftslagsbreytingar almennt vandamálið. Síðan var blásið í hamfarahlýnun og um leið skullu á þyngstu og köldustu vetur sem um getur á mörgum svæðum. Nýjasta nýtt er svo að tala um loftslagsóreiðu, svona eins og loftslagið hafi áður verið í röð og reglu en ekki lengur.
Kannski skila þessar endurmerkingar á gömlu innihaldi sér í einhverju. Íslenski bjórinn Boli hafði verið til í mörg ár en kallaður eitthvað annað. Nýtt nafn og nýjar umbúðir og Boli birtist á sérhverju tjaldstæði. En hérna er ekki verið að selja svalandi drykk heldur súra mjólk. Það er kominn tími til að henda henni í ruslið þar sem nú þegar liggja sóttvarnaraðgerðir veirutíma, regndansar af ýmsu tagi og vonandi sem fyrst geldingar á börnum og pólitískur rétttrúnaður eins og hann leggur sig.
Síðasti áratugur sá heitasti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)