Fyndnir Íslendingar

Einu sinni horfði ég í einhverjum mæli á spjallþætti þar sem frægir eða næstum því frægir mættu og spyrill spurði léttvægilegra spurninga og allir kátir. Inn á milli voru fyndnar greiningar á viðburðum vikunnar eða dagsins, tónlistaratriði og þess háttar. Saklaus skemmtun sem gat jafnvel verið fræðandi.

broskrossÉg hef fyrir löngu yfirgefið að horfa á þetta fyrirkomulag af viðtalsþáttum en lét mig þó hafa það að renna hratt í gegnum seinasta þátt Gísla Marteins á RÚV eftir að hafa lesið um viðbrögð við ákveðnu atriði þar.

Tilfinningar mínar eru blendnar. Mér stökk á tvö eða þrjú bros í yfirferð Gísla á fréttum vikunnar og fannst vera skotið í allar áttir þar, sem er gott. Um leið tók ég eftir nokkrum fréttum sem var ákveðið að fjalla ekki um, enda snýst fréttamennska í dag oft um að fjalla ekki um ákveðin mál heldur að hreinlega láta eins og þau séu ekki til staðar.

Ekkert af því sem var rætt við gesti hans skipti máli en kannski gaman fyrir marga að sjá Jón Gnarr á skjánum að tala um súkkulaðiát.

Svo kom efni viðbragða við þættinum: Fréttamaður gerður út til að afhjúpa vanþekkingu almennings á því hvað páskarnir fjalla um, með stanslausum útúrsnúningum. Fréttamaður er kannski rangnefni, en gott og vel. Mætti með kross á öxlunum í upptökusalinn og verslunarmiðstöð, með bros á vör, sem er kannski yfirlýsing á ákveðinni vanþekkingu í sjálfu sér, en hið minnsta á skilningsleysi á inntaki páskanna. 

Áhorfið á þennan þátt var yfir það heila staðfesting á því að ég er ekki að missa af neinu. Ég sé ekki á eftir tímanum sem fór í að stíga fæti í þennan poll því hann fór í að fullvissa mig um að val mitt á því hvar ég eyði tíma mínum er á réttri leið. 

Ég þakka því fyrir mig, og segi bless við þátt Gísla Marteins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég horfi frekar á grasið gróa an RÚV.
Ef svo ber undir getur verið góð skemmtun að horfa á vatn gufa upp, eða málningu þorna.
Tímanum betur varið.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.3.2024 kl. 19:55

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Eða ráða krossgátu flest betra en að horfa og hlusta á GM. Hvað ætli hann sé neð í laun hjá RÚV og ætli hann sé æviráðinn??

Sigurður I B Guðmundsson, 24.3.2024 kl. 21:51

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

--Hann er sofnaður.

--Ha.

--Vinur þinn.

Sigurður Óli sat í stólnum og hraut lágt.

--Það er sjónvarpið, sagði Erlendur. Það getur svæft tröll.

Arnaldur Indriðason, Dauðarósir.

Wilhelm Emilsson, 24.3.2024 kl. 23:58

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég lét verða af að horfa á einn þátt nýlega þar sem veðurfréttamaður villtist viljandi inn í settið hjá Gísla,það meiddi engan og Hrafn gerði vel að leika mistökin sem áttu sér stað í flutningi veðurfrétta degi áður.

Helga Kristjánsdóttir, 25.3.2024 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband