Partýið heldur áfram

Myndin hér að neðan (heimild) sýnir dauðsföll á dag í Svíþjóð, meðal fólks sem hefur greinst með COVID-19 veiruna (og dó úr henni eða vegna samverkandi þátta við aðra heilsubresti):

svithjodcovid19

Er eitthvað sjáanlegt vandamál á ferðinni?


mbl.is Partíið búið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilsan

Ég ætla ekki að gefa neinum heilsuráð en eftirfarandi virkar ágætlega fyrir mig:

  • Sofa 7-8 tíma á nóttu sem flestar nætur. 
  • Drekka vatn sem oftast.
  • 2 matskeiðar af lýsi á dag og 1 fjölvítamín.
  • Sleppa morgunmat og borða kvöldmat snemma og reyna að láta a.m.k. 16 tíma líða á milli kvöldverðar og hádegisverðar. Að fasta aðeins er hollt fyrir líkamann.
  • Borða þess á milli eitthvað sem er gott en er helst líka hollt. Venjulegur matur, í stuttu máli (með laktósa, glúten, fitu, dýraafurðum og salti).
  • Stunda einhvers konar hreyfingu sem oftast, t.d. að taka nokkrar armbeygjur daglega eða planka. Nota yfirleitt stigann og labba eða hjóla styttri vegalengdir (upp að 7 km).

Lengri er listinn ekki né flóknari. Hvernig heldur þú þínum skrokki við?


mbl.is Íslensk börn sofa mörg hver of lítið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sjálfsmorðsbylgja í fullum gangi og enginn segir neitt?

Í frétt Mannlífs kemur fram margt af því sem ég hef beðið lengi eftir að komi fram á sjónarsviðið: Aðgerðir vegna veiru eru að leiða til stórkostlegrar aukningar í sjálfsvígshugsunum og jafnvel sjálfsvígum, sérstaklega meðal yngri karlmanna.

Veiran er að blinda okkur svo mikið sýn að við sjáum einfaldlega ekki afleiðingar aðgerða gegn henni. Þær afleiðingar eru jafnvel margfalt alvarlegri en sjálf veiran. Í raun er stórfurðulegt að um þetta sé ekki fjallað víðar og með áberandi hætti. Mannlíf talar um þöggun sem er stórt orð en sennilega viðeigandi.

Það að smitast af veiru er fyrir flesta lítið mál. Það að veikjast af veiru er önnur saga. En hér segja læknar Landspítalans að vandamálið sé minna en í venjulegu flensuári. Vandamál spítalans sé skortur á úrræðum fyrir aldraða sem þurfa að komast á hjúkrunarheimili í stað þess að taka spítalarúm. Eins og alltaf!

Mín spá er sú að þegar endanlegar tölur um sjálfsvíg árið 2020 liggja fyrir, og þær bornar saman við undanfarin ár, þá verði það eins og reiðarslag fyrir almenning. Hvað gerðist? Af hverju var ekki gripið inn fyrr? Af hverju var þessu ungu fólki fórnað? Til hvers? Fyrir hvern? Eftir hvaða hagsmunamat? Af hverju?

Ótaldar eru svo aðrar afleiðingar aðgerða gegn veiru. Brottfall ungmenna úr námi verður gríðarlegt þegar á hólminn er komið og krossferðin gegn veirusmitum hefur verið aflífuð. Tölfræði hjartasjúkdóma verður skelfileg líka. Misnotkun vímuefna er að aukast. Skilnaðartíðni verður líklega meiri en í venjulegu árferði. Geðheilsa eldra fólks hrakar. Margir fá kvíða að óþörfu. Listinn er endalaus.

En aðgerðir gegn smitum skulu halda áfram að stjórna samfélaginu. Af hverju? Jú, því það er snákaolía sem er auðvelt að selja skelkuðum almenningi.


Stjórnmál án hugsjóna

Viðskiptablaðið spyr góðrar spurningar:

Höfum það í huga að sá sem lagði fram frumvarp til laga um tryggingagjald árið 1990 var Ólafur Ragnar Grímsson. Í dag er gjaldið 70-80% hærra en það var þegar Ólafur lagði frumvarpið fram. Eins og einhverjir muna fékk Ólafur viðurnefnið Skattman. Hvað eigum við að kalla þá sem nú ráða?

Til gamans má benda á myndbandið um Skattmann sem birtist í Áramótaskaupinu 1989, hér.

En þótt spurning Viðskiptablaðsins sé góð þá er ekki víst að það sé til svar við henni. Það er ekki einu sinni víst að stjórnmálamenn sem hækka skatta ætli sér að hækka skatta. Prósentur leggjast jú á heildir sem breytast í stærð og skattheimta breytist þannig auðvitað með stærð skattstofnsins. Þannig hefur hagvöxtur gjarnan í för með sér aukna skattheimtu jafnvel þótt skatthlutföll lækki eitthvað. Skattafrádrættir fara að vega minna. Niðurstaðan verður því jafnvel sú að lækkandi skatthlutföll í umhverfi efnahagsuppgangs geti aukið þá hlutdeild í verðmætasköpun samfélags sem hið opinbera - ríki og sveitarfélög - gleypir í gin sitt.

En hvernig stendur á því að skattheimta virðist sífellt klífa upp á við, samhliða vaxandi ríkisafskiptum, án þess að það sé beinlínis stefna neins nema hörðustu vinstrimanna?

Í frægri bók, Our Enemy, the State, reynir höfundur, Albert Jay Nock, að svara því hvernig ríkisvaldið heldur áfram að þenjast út jafnvel þótt það sé ekki endilega sjálfstætt markmið neins. Hitler, Stalín, Mussolini og ýmsir stjórnmálaheimspekingar lýstu því yfir að ríkisvaldið væri æðsta valdið sem ætti að ráða. Þetta segir enginn í dag en samt virðist raunin vera sú, í vaxandi mæli. Hvað má skrifa þetta á?

Nock leggur það til að ástæðan sé kannski sú að enginn hafi neinar hugsjónir. Menn eru einfaldlega farþegar á bát sem lætur strauminn bera sig áfram. Enginn reynir að synda í hina áttina. Ríkisvaldið er jú bara samansafn sífjölgandi svokallaðra jákvæðra réttinda sem sé í eðli sínu allt annað ríkisvald en heimspekingar frjálslyndisstefnunnar á 18. og 19. öld töldu heillavænlegast - ríkisvald sem eingöngu framfylgir svokölluðum neikvæðum réttindum.

Þurfa stjórnmálamenn ekki á ný að byrja tileinka sér hugsjónir og hugleiða hvert hlutverk ríkisvaldins eigi í raun að vera, í stað þess að sigla bara eins og rekaldin á straumum tískunnar?


Undirskriftalisti: Ísland fari norrænu leiðina í sóttvarnarmálum

Við undirrituð skorum á mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, að beita sér fyrir því að framhaldsskólar verði tafarlaust opnaðir og að þar fari fram eðlilegt skólahald rétt eins og í grunnskólum. Ísland er eina landið á Norðurlöndunum sem ekki er með opna framhaldsskóla og gerir þannig greinarmun á grunnskólum og framhaldsskólum. Börn og unglingar eru ekki í áhættuhópi fyrir Covid-19. Annars væru framhaldsskólar að sjálfsögðu lokaðir á hinum Norðurlöndunum líka. Um er að ræða mikilvægt lýðheilsumál og varla þarf að efast um skaðsemi núverandi fyrirkomulags sem að óbreyttu hefur alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar í för með sér á heila kynslóð ungmenna.

Að stöðva íþróttastarf barna og unglinga er heldur ekki forsvaranlegt af sömu ástæðu.

Undirskriftalisti.


Lexíur frá 2008

Þegar allt keyrði um koll árið 2008 í hinum alþjóðlega fjármálaheimi þá fóru margir að hugsa stórar hugsanir um hvað gerðist. Núna hafa menn lært sína lexíu og ekkert hrun mun nokkurn tímann koma fyrir aftur.

Rangt.

Á ZeroHedge er sagt frá nýjustu hugmyndum spekinganna hjá seðlabanka Bandaríkjanna, og pistlahöfundur sér tilefni til að nefna að þetta sé ekki frétt frá The Onion eða The Babylon Bee!

Úr pistlinum:

After singlehandedly creating the biggest asset bubble in history, where the global economy has avoided collapse (so far) thanks to some $20 trillion in Fed liquidity conduits, monetary stimulus and helicopter money (the Fed is now openly monetizing all the debt the Treasury issues in order to avoid collapse), we seems to have moved into the Onion (or is Babylon Bee) zone, because as the FT reports, senior Fed official are now calling for "tougher financial regulation to prevent the US central bank’s low interest-rate policies from giving rise to excessive risk-taking and asset bubbles in the markets."

Þá vitum við það. Menn lærðu ekkert af hruninu 2008. Ekkert um áhrif þess að halda vaxtastigi niðri með nýjum peningum. Ekkert um áhrif nýprentaðra peninga á verðlag og verðbólgu. Ekkert um áhrif skuldsettrar neyslu og eyðslu og ekkert um áhrif þess að láta risastór og fjárfrek verkefni virðist arðbær vegna lágs vaxtastigs sem er ekki byggt á sparnaði.

Ekkert.

Dapurlegt er það og vissara að búa í haginn í ljósi þess. Og lesa Ábyrgðarkverið (aftur, ef því er að skipta).


Beta drottning veit hvað hún er að gera

Elísa­bet II Eng­lands­drottn­ing fór í sína fyrstu op­in­beru heim­sókn í lang­an tíma á fimmtu­dag­inn síðasta. At­hygli vakti að hvorki drottn­ing­inn né prins­inn báru and­lits­grímu en bresk stjórn­völd hafa gefið út þau til­mæli að bera skuli grímu inn­an­dyra þar sem erfitt er að halda nánd­ar­tak­mörk­un­um.

Elísabet II er enginn vitleysingur. Hún hlýtur að hafa vitað að grímuleysi hennar vekti athygli. Hún ráðfærði sig við einhverja og ákvað að mæta grímulaus. Hún tók upplýsta ákvörðun. Hún var grímulaus í heimsfaraldri!

Kannski er hérna um að ræða einhvers konar uppreisn frá toppnum? Drottningin veit að auðvitað er hún ósnertanleg. En hún gæti veitt innblástur. Víða í Englandi hefur fólk verið að mótmæla takmörkunum og jafnvel átt í útistöðum við lögregluna. Korteri seinna mætir drottningin grímulaus í fullkomlega tilgangslausan opinbera viðburð. Var hún að segja fokk-jú?

Lífið snýst ekki bara um að halda lífi. Það snýst um svo margt annað, svo sem að njóta félagsskapar nákominna og knúsa og kyssa. Þetta skilur eldra fólkið kannski betur en það yngra, og um leið finnst því mörgu sárt að sjá yfirvöld læsa afkomendur þess inni til að bjarga sjálfu því, óspurt. 

Þegar rollur á tilteknu svæði fá gin- og klaufaveiki er þeim slátrað því þær skilja ekki tveggja metra reglur og halda áfram að hlaupa í hjörðum óháð fyrirmælum bóndans. Núna erum við rollurnar.


mbl.is Drottningin grímulaus í fyrstu heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómstólaleiðin?

Dómstóll í Berlín hnekkti í dag reglum borgaryfirvalda sem bönnuðu börum og veitingastöðum að hafa opið á næturnar.

Þetta er ekki einsdæmi. Þegar yfirvöld í einu fátækasta ríki heims, Malawi, ætluðu að svelta íbúa sína inni með lokunum var mótmælt kröftuglega og lokunaráformin loks knésett fyrir dómstólum.

Ætli dómstólaleiðin til að hnekkja lokunum væri fær á Íslandi?

Það má efast. Stjórnarskráin er troðfull af bakdyrum þar sem ákvæðum stjórnarskrár má fleygja út af allskyns ástæðum. En kannski mætti reyna. Ef ekki núna þá seinna. Þegar næsta veira skýtur upp kollinum er sennilega búið að veita yfirvöldum svo mikið svigrúm til að gera hvað sem þeim sýnist að enginn mun láta sér bregða. Það er hættulegt. Fordæmalausir tímar? Kannski. Fordæmi komin? Tvímælalaust.

Nú fyrir utan að íslenskir dómarar standa sjaldan í lappirnar þegar á reynir. 

En hver veit?


mbl.is Dómstólar halda börum opnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lést úr elli

Maður á níræðisaldri sem fær einhverja veiru eða bakteríu og deyr í kjölfarið réttlætir ekki samkomubönn, stofufangelsi á ungu fólki og takmarkanir á ferðalögum og viðskiptum. Bara til að halda því til haga.


mbl.is Sá sem lést vegna veirunnar var á níræðisaldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skál fyrir lækkandi kosningaaldri!

Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi VG-liði, er fyrsti flutningsmaður nýs frumvarps um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi.

Lækkun kosningaaldurs er freistandi fyrir vinstrisinnaða stjórnmálamenn því 16 ára einstaklingar mælast gjarnan yfirgnæfandi til vinstri. Með því að sópa þeim á kjörskrá eru vinstrimenn búnir að krækja í svolítið ókeypis fylgi.

Þetta er eina ástæðan, og raunar fer greinargerð frumvarpsins ekkert í felur með það:

"Ungt fólk hefur löngum þurft að þola lýðræðishalla hvað varðar aðkomu að vali á kjörnum fulltrúum og vægi á framboðslistum stjórnmálasamtaka."

Of fáir vinstrimenn á þingi miðað við vilja unglinganna, ekki satt?

Aðrar yfirlýstar ástæður eru bara yfirskyn. Til dæmis segir flutningsmaður að markmiðið sé að auka áhrif ungs fólks og að það styrki lýðræðið. En má þá ekki leyfa 16 ára einstaklingum að giftast? Kaupa áfengi? Keyra bíl? Verða fjárráða og sjálfráða? Ekki hef ég séð talað fyrir því að lækka aldurinn á öllu þessu, óháð því hvað skoðanakannanir meðal ungs fólks segja.

Svo nei, það er enginn að hlusta á unga fólkið. Það á bara að sópa til sín atkvæði þess og kveðja svo með bros á vör: Nei, ungi maður, þú þarft að láta einhvern annan kaupa fyrir þig áfengið, og nei þú mátt ekki flytja að heiman, og mamma þín ræður ennþá yfir peningunum þínum. En takk fyrir atkvæðið. Við vinstrimenn eru þakklátir fyrir það. Og nei þú færð ekkert í staðinn fyrir atkvæðið því þið unga fólkið kjósið áfram til vinstri, hvort sem greiðinn er launaður eða ekki.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband