Beta drottning veit hvað hún er að gera

Elísa­bet II Eng­lands­drottn­ing fór í sína fyrstu op­in­beru heim­sókn í lang­an tíma á fimmtu­dag­inn síðasta. At­hygli vakti að hvorki drottn­ing­inn né prins­inn báru and­lits­grímu en bresk stjórn­völd hafa gefið út þau til­mæli að bera skuli grímu inn­an­dyra þar sem erfitt er að halda nánd­ar­tak­mörk­un­um.

Elísabet II er enginn vitleysingur. Hún hlýtur að hafa vitað að grímuleysi hennar vekti athygli. Hún ráðfærði sig við einhverja og ákvað að mæta grímulaus. Hún tók upplýsta ákvörðun. Hún var grímulaus í heimsfaraldri!

Kannski er hérna um að ræða einhvers konar uppreisn frá toppnum? Drottningin veit að auðvitað er hún ósnertanleg. En hún gæti veitt innblástur. Víða í Englandi hefur fólk verið að mótmæla takmörkunum og jafnvel átt í útistöðum við lögregluna. Korteri seinna mætir drottningin grímulaus í fullkomlega tilgangslausan opinbera viðburð. Var hún að segja fokk-jú?

Lífið snýst ekki bara um að halda lífi. Það snýst um svo margt annað, svo sem að njóta félagsskapar nákominna og knúsa og kyssa. Þetta skilur eldra fólkið kannski betur en það yngra, og um leið finnst því mörgu sárt að sjá yfirvöld læsa afkomendur þess inni til að bjarga sjálfu því, óspurt. 

Þegar rollur á tilteknu svæði fá gin- og klaufaveiki er þeim slátrað því þær skilja ekki tveggja metra reglur og halda áfram að hlaupa í hjörðum óháð fyrirmælum bóndans. Núna erum við rollurnar.


mbl.is Drottningin grímulaus í fyrstu heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta eru mikilvæg skilaboð frá drottningunni.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.10.2020 kl. 14:37

2 identicon

Það vekur einnig athygli að hún trítlaði um svæðið án öryggisbeltis og mótorhjólahjálms. En bæði eru lögbundin við vissar aðstæður. Sögusagnir herma einnig að hún hafi fyrir heimsóknina sofið alla nóttina grímulaus. Það hljóta að vera ykkur jafn mikilvæg skilaboð frá drottningunni.

Í Bretlandi er grímuskylda við vissar aðstæður. Og þar sem þær aðstæður voru ekki fyrir hendi var engin skylda til að bera grímu. Þeim reglum sem áttu við fylgdi drottningin mjög vel. Eflaust hefði hún einnig gert það og borið grímu ef hún hefði ferðast með strætó eða staðið í þvögu við kjötkælinn í Tesco. Og jafnvel notað hjálm ef hún hefði komið á mótorhjóli.

Vagn (IP-tala skráð) 18.10.2020 kl. 16:12

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Samkvæmt áreiðanlegum heimildum smitaði hún 14 langveik börn, sem sum hver dóu tvisvar, 8 gamalmenni með ýmsa kvilla króníska og drap þau öll ítrekað, og einn sýrlenskan rappara sem trúir ekki á tilvist vírusa eða annarra örvera.

Slík er illska Betu.

Eða svo er mér sagt.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.10.2020 kl. 18:30

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það drefst örugglega öll enska þjóðin út af henni Betu áður en hún hrekkur upp af sjálf, södd lífdaga, eftir um það bil áttatíu ár.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.10.2020 kl. 19:37

5 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Skil ekki alveg þessa áherslu á grímunotkun allt í einu. Á sama tíma þarf enginn að nota hanska eins og það skipti ekki máli lengur. Alveg eins og Þórólfur sagði í vor þá getur gríma veitt falska öryggiskennd. Það er sjálfsagt að nota í strætó eða í litlum rýmum en í stórum búðum, þar sem fáir eru, er engin ástæða til að nota grímu. Það er svo auðvelt að halda fjarlægðinni.

Hættan við grímunotkun er ofnotkun og hún er mjög auðsjáanleg. Ein í bíl með grímu. Úti að ganga með grímu o.s.frv. Vandið valið þegar notið grímu enda á ekki að nota meir en 4 tíma í senn.

Það hefur aldrei verið sannað að fólk smitist við að fara út í búð. Samkvæmt þeim sem fara í sóttkví er miðað við 15 mín. í sama rými og smitaður. Er þá ekki þversögn að vera alltaf með grímu?

Rúnar Már Bragason, 18.10.2020 kl. 20:28

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er eitthvað 1984-legt við að sjá allt þetta fólk með grímur þegar maður fer út í búð. En fáránlegast er að sjá fólk akandi eitt í bíl, eða gangandi úti á götu eitt með grímu. Þegar maður sér það dregur úr trúnni á að almennur kosningaréttur sé skynsamlegur wink

Þorsteinn Siglaugsson, 18.10.2020 kl. 23:30

7 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Breska konungsfjölskyldan gerir ekkert að óathuguðu máli og er mjög meðvituð um að fólk hangir á hverju smáatriði hjá þeim og jafnvel andartaks andlitssvip þeirra. Enginn vafi að hér eru skilaboð á ferðinni og augljós þeim sem rannsakað hafa sögu fjölskyldunnar.

Guðjón E. Hreinberg, 18.10.2020 kl. 23:34

8 identicon

Sæll Geir.

Ætli drottningin þessi hafi mikið að segja

um miðjam nóvember.

Húsari. (IP-tala skráð) 19.10.2020 kl. 00:39

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég viss um að hún hafi fylgt öllum reglum - 2 metra reglu eða hvað það nú er sem gildir í UK um þessar mundir. En samt vakti grímuleysi hennar athygli! Það er athyglisvert! Fólk er greinilega orðið svo heilaþvegið af þessu grímurugli að það má ekki sjást til nokkurs manns án grímu án þess að það "veki athygli". Af hverju vekur það athygli ef enginn var að knúsast og kyssast?

Þessar grímur veita falskt öryggi. Það er nákvæmlega eins og ein athugasemd að ofan gefur til kynna: Hefði hún átt að vera með hjálm ef ske kynni að ætlaði að hoppa upp á mótorhjól og æða af stað? Nei, auðvitað ekki. Svo hvers vegna að láta það "vekja athygli" að hún hafi verið án grímu, í 2 metra fjarlægð frá öllum?

Geir Ágústsson, 19.10.2020 kl. 07:08

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Rúnar,

Nákvæmlega! Tannlæknirinn sem er ofan í andliti annarrar manneskju - já. Skurðlæknirinn með nefið í innyflum þínum? Já. En annars eiginlega bara ... aldrei!

Geir Ágústsson, 19.10.2020 kl. 07:10

11 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Elísabet drottning er snillingur, einnig móðir hennar. Í sameiningu tókst þeim að bjarga breska konungsdæminu. Bretar taka mark á drottningunni vegna þess að þeir virða hana sem manneskju. 

Benedikt Halldórsson, 19.10.2020 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband