Dómstólaleiðin?

Dómstóll í Berlín hnekkti í dag reglum borgaryfirvalda sem bönnuðu börum og veitingastöðum að hafa opið á næturnar.

Þetta er ekki einsdæmi. Þegar yfirvöld í einu fátækasta ríki heims, Malawi, ætluðu að svelta íbúa sína inni með lokunum var mótmælt kröftuglega og lokunaráformin loks knésett fyrir dómstólum.

Ætli dómstólaleiðin til að hnekkja lokunum væri fær á Íslandi?

Það má efast. Stjórnarskráin er troðfull af bakdyrum þar sem ákvæðum stjórnarskrár má fleygja út af allskyns ástæðum. En kannski mætti reyna. Ef ekki núna þá seinna. Þegar næsta veira skýtur upp kollinum er sennilega búið að veita yfirvöldum svo mikið svigrúm til að gera hvað sem þeim sýnist að enginn mun láta sér bregða. Það er hættulegt. Fordæmalausir tímar? Kannski. Fordæmi komin? Tvímælalaust.

Nú fyrir utan að íslenskir dómarar standa sjaldan í lappirnar þegar á reynir. 

En hver veit?


mbl.is Dómstólar halda börum opnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Hvers vegna geisar Covid faraldurinn út um allan heim utan upprunalandsins, Kína, þar sem hann virðist hafa lognast út af?  

Kannski felst svarið í harkalegum aðferðum kínverskra yfirvalda við að kæfa faraldurinn niður.

Ekki ætla ég að mæla þessum aðferðum lögregluríkisins bót, en ef það ómögulega skeði að heimsbyggðin tæki sig saman um að fylgja öllum tilmælum um smitvarnir út í ystu æsar, í þrjár til fjórar vikur, þá yrði veikinni útrýmt skömmu eftir það.

Það eru nefnilega þeir sem setja sig upp á móti þessum tilmælum eða hunsa þau sem viðhalda faraldrinum, kannski um ófyrirsjáanlega framtíð. 

Hörður Þormar, 16.10.2020 kl. 21:10

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Líklega er eina leiðin til að útrýma pestinni algerlega sú að loka fólk inni í að minnsta kosti mánuð, alls staðar. Það þyrfti þá að gerast um alla heimsbyggðina. Ef það er rétt að engin leið sé að ná hjarðónæmi með neinum ráðum er þetta eina leiðin. Annars herjar pestin einfaldlega aftur og aftur og það er alveg mögulegt að hún geri það. Þetta er kvefveira og fólk fær kvef aftur og aftur. En munurinn á þessari veiru og venjulegum kvefveirum er að þessi drepur rúmlega einn af hverjum þúsund. Ef þetta er sviðsmyndin má reikna með að árlega deyi um 10 milljón manns úr þessari pest í heiminum.

Spurningin er hins vegar sú hversu margir myndu deyja yrði sú leið farin að loka öllu og loka alla inni í mánuð, jafnvel lengur. Með þessari aðferð yrðum við að sætta okkur við dauða hundruða milljóna meðan verið væri að útrýma sjúkdómnum. Erum við tilbúin að sætta okkur við það?

Og að lokum, er það yfirleitt raunhæft að öll ríki heims séu tilbúin til að fara þessa leið, eða að þau séu hreinlega fær um það? Ég efast stórlega um að það sé raunhæft.

En þetta er svartasta sviðsmyndin. Það bendir enn sem komið er allt til þess að fólk nái ónæmi gagnvart þessari pest og að ónæmið hverfi ekki. Á endanum muni því myndast hjarðónæmi gagnvart pestinni, með eða án aðstoðar bóluefna þegar og ef þau koma. Og þá er bersýnilegt að það er illskást að það ónæmi náist sem fyrst. Því lengra sem líður, því fleiri deyja af afleiðingum sóttvarnaraðgerðanna.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.10.2020 kl. 10:08

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

En, allavega. Indland, sem ég hafði miklar áhyggjur af í vor, hætti einfaldlega bullinu í sumar. Það var bara opnað aftur og ákveðið að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti. Og það hefur fullt af fólki smitast. Vinnufélagi minn fékk þetta um síðustu helgi. Hann er slappur, en það er að lagast. Og það hafa í rauninni sárafáir dáið þar hlutfallslega. Gamla fólkið var sent út í sveit upp til hópa. Barrington-leiðin í rauninni, bara ekki rekin af stjórnvöldum heldur almenningi, sem á Indlandi er upp til hópa umtalsvert skynsamari en almenningur á Vesturlöndum.

Eini vandinn er að landið er ennþá lokað meira og minna fyrir öllum ferðamönnum. Svo ég hef ekki komist þangað í haust eins og til stóð. Verð að láta Skype duga.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.10.2020 kl. 22:47

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hárrétt Þorsteinn, hef engu við það að bæta, nema þessari mynd hér fyrir neðan sem sem sýnir að Indverjar tóku rétta stefnu.

ind11

 

Benedikt Halldórsson, 18.10.2020 kl. 06:22

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Benedikt,

Vísa í https://ourworldindata.org/coronavirus fyrir það sem ég skrifa núna.

Indland virðist nú hafa toppað í lok ágúst í heildarfjölda látinna á dag og um miðjan júní í það sem kallast "case fatality rate". Hvað ætli deyi margir Indverjar á dag í venjulegri flensu í venjulegu árferði? Hundruð milljóna manns sem búa þétt saman, oft við bág kjör og lítinn aðgang að heilbrigðisþjónustu. Það vantar samhengi. 1000 á dag er kannski stór tala, kannski lítil, í landi með 1,3 milljarð íbúa. 

Sjálfir kalla Indverjar COVID-19 "rich man's disease" og segja að það sé bara ríka fólkið sem er að deyja.

Geir Ágústsson, 20.10.2020 kl. 06:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband