Lexíur frá 2008

Þegar allt keyrði um koll árið 2008 í hinum alþjóðlega fjármálaheimi þá fóru margir að hugsa stórar hugsanir um hvað gerðist. Núna hafa menn lært sína lexíu og ekkert hrun mun nokkurn tímann koma fyrir aftur.

Rangt.

Á ZeroHedge er sagt frá nýjustu hugmyndum spekinganna hjá seðlabanka Bandaríkjanna, og pistlahöfundur sér tilefni til að nefna að þetta sé ekki frétt frá The Onion eða The Babylon Bee!

Úr pistlinum:

After singlehandedly creating the biggest asset bubble in history, where the global economy has avoided collapse (so far) thanks to some $20 trillion in Fed liquidity conduits, monetary stimulus and helicopter money (the Fed is now openly monetizing all the debt the Treasury issues in order to avoid collapse), we seems to have moved into the Onion (or is Babylon Bee) zone, because as the FT reports, senior Fed official are now calling for "tougher financial regulation to prevent the US central bank’s low interest-rate policies from giving rise to excessive risk-taking and asset bubbles in the markets."

Þá vitum við það. Menn lærðu ekkert af hruninu 2008. Ekkert um áhrif þess að halda vaxtastigi niðri með nýjum peningum. Ekkert um áhrif nýprentaðra peninga á verðlag og verðbólgu. Ekkert um áhrif skuldsettrar neyslu og eyðslu og ekkert um áhrif þess að láta risastór og fjárfrek verkefni virðist arðbær vegna lágs vaxtastigs sem er ekki byggt á sparnaði.

Ekkert.

Dapurlegt er það og vissara að búa í haginn í ljósi þess. Og lesa Ábyrgðarkverið (aftur, ef því er að skipta).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þess vegna erum við ekki í köldum hellum hrædd við að kvikni í strábælinu ef tveim steinum er nuddað saman. Ökum þó augljóst sé að hættan á slysum sé fyrir hendi. Tökum lán og lánum peninga þó ekki sé öruggt að staðið verði í skilum. Og tökum áhættu þó hún skili ekki alltaf ávinningi.

Það mætti vel segja að þeir einu sem ekkert lærðu af hruninu séu þeir sem halda að menn hafi ekkert lært af hruninu.

Vagn (IP-tala skráð) 19.10.2020 kl. 21:44

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ekki nóg með að við lærðum ekkert af hruninu heldur héldum við áfram í sömu átt. Ríkir hafa orðið ríkari og fátækari hafa orðið fátækari. Spillingin hefur aukizt og þessu hefur bara verið sópað undir teppið.

Þrátt fyrir að Trump sé kannski ekki mikið gáfnaljós að sumra áliti, þá held ég að það segi meira en mörg orð hvernig fjársterkir aðilar hafa grafið undan framboði hans með góðum árangri. Fjölmenningargreifarnir út um allan heim eru skíthræddir vegna þess að almenningur er farinn að vakna til meðvitundar um tengslin á milli ríkustu ættanna í heiminum, stríðsrekstri og þróunarhjálpar, fjölmenningar og jafnaðarstefnu. George Soros situr í netinu miðju með öll sín fyrirtæki og félög. Það er án efa ástæðan fyrir því að ritskoðun er beitt, á stuðningshópa og stuðningshreyfingar Trumps alveg endalaust, en maður fréttir ekki af slíkri ritskoðun og þöggun í garð stuðningshópa Joe Bidens. Þetta er óeðlilegt og bendir til fasískra vinnubragða, en ekki lýðræðislegra. Ég held raunar að einhver eftirmál hljóti að verða af þessu. Fólk er ekki alveg eins vitlaust og óupplýst og oft áður, þótt meirihlutinn sé kannski í sínum ljúfa draumi um frið og jöfnuð.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist eftir þetta hrun og þessa kreppu. Ég býst við að hinir ríku verði enn ríkari og hinir fátækustu verði enn fátækari. Svo er ég viss um að þeir finna einhverja blóraböggla til að kenna um allt saman eins og venjulega.

Ingólfur Sigurðsson, 20.10.2020 kl. 02:39

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Sem dæmi um hvað lexían ætlar að lærast seint má lesa þessa litlu grein um verðalagshöft og bann við verðhækkunum og tilraunir til að hindra þynningu gjaldmiðilsins í að leiða til verðhækkana ... í Róm til forna!

https://mises.org/library/price-fixing-ancient-rome

Það mætti halda að seðlabankar heimsins séu að lesa svona texta til innblásturs en ekki til að forðast að endurtaka gömul mistök.

Geir Ágústsson, 20.10.2020 kl. 06:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband