Er sjálfsmorðsbylgja í fullum gangi og enginn segir neitt?

Í frétt Mannlífs kemur fram margt af því sem ég hef beðið lengi eftir að komi fram á sjónarsviðið: Aðgerðir vegna veiru eru að leiða til stórkostlegrar aukningar í sjálfsvígshugsunum og jafnvel sjálfsvígum, sérstaklega meðal yngri karlmanna.

Veiran er að blinda okkur svo mikið sýn að við sjáum einfaldlega ekki afleiðingar aðgerða gegn henni. Þær afleiðingar eru jafnvel margfalt alvarlegri en sjálf veiran. Í raun er stórfurðulegt að um þetta sé ekki fjallað víðar og með áberandi hætti. Mannlíf talar um þöggun sem er stórt orð en sennilega viðeigandi.

Það að smitast af veiru er fyrir flesta lítið mál. Það að veikjast af veiru er önnur saga. En hér segja læknar Landspítalans að vandamálið sé minna en í venjulegu flensuári. Vandamál spítalans sé skortur á úrræðum fyrir aldraða sem þurfa að komast á hjúkrunarheimili í stað þess að taka spítalarúm. Eins og alltaf!

Mín spá er sú að þegar endanlegar tölur um sjálfsvíg árið 2020 liggja fyrir, og þær bornar saman við undanfarin ár, þá verði það eins og reiðarslag fyrir almenning. Hvað gerðist? Af hverju var ekki gripið inn fyrr? Af hverju var þessu ungu fólki fórnað? Til hvers? Fyrir hvern? Eftir hvaða hagsmunamat? Af hverju?

Ótaldar eru svo aðrar afleiðingar aðgerða gegn veiru. Brottfall ungmenna úr námi verður gríðarlegt þegar á hólminn er komið og krossferðin gegn veirusmitum hefur verið aflífuð. Tölfræði hjartasjúkdóma verður skelfileg líka. Misnotkun vímuefna er að aukast. Skilnaðartíðni verður líklega meiri en í venjulegu árferði. Geðheilsa eldra fólks hrakar. Margir fá kvíða að óþörfu. Listinn er endalaus.

En aðgerðir gegn smitum skulu halda áfram að stjórna samfélaginu. Af hverju? Jú, því það er snákaolía sem er auðvelt að selja skelkuðum almenningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hagsmunir lyfjafyrirtækjanna trompa hagsmuni ungs fólks í viðkvæmri stöðu. Það er nauðsynlegt að draga faraldurinn á langinn og ala á eins miklum ótta og mögulegt er til að halda markaðnum fyrir lyf og bóluefni óskertum sem lengst.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.10.2020 kl. 10:16

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég dreg ekkert úr því, en hvað vakir fyrir vammlausum embættismönnum eins og sóttvarnarlækni og landlækni sem fá ekki krónu fyrir að greiða leið lyfjarisanna? Eru þeir að fá hótanir eða minnisblöð að utan eða hvað er í gangi? 

Geir Ágústsson, 21.10.2020 kl. 10:34

3 identicon

Samsæriskenningarnar blómstra greinilega. Þið eruð þá líkast til líka á móti 5G.

Reyndar voru andlát á Íslandi færri á fyrri helmingi ársins en í meðalári. En þar sem úrtakið er smátt (Íslendingar eru ekki svo margir), þarf breytingin að vera mikil til að teljast marktæk og svo var ekki.

ls (IP-tala skráð) 21.10.2020 kl. 10:57

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Is,

Ég auglýsi hér með eftir þinni kenningu að baki meintum aðgerðum gegn einni veiru.

Það finnast margar aðrar kenningar en það sem þú kallar samsæriskenningar:

1) Að menn einblíni á eitt tré og gleymi skóginum

2) Að menn láti hræða sig

3) Að menn láti blekkja sig

4) Að menn óttist að víkja frá línunni - óttist fjölmiðla, almenningsálitið eða stöðumissi

5) Ákvörðunarfælni ráðherra

6) Eitthvað annað?

Hvar er þitt atkvæði?

Geir Ágústsson, 21.10.2020 kl. 11:35

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mjög margir læknar eru með einhverjum hætti háðir lyfjafyrirtækjunum um afkomu sína. Til dæmis er mikill fjöldi lækna hérlendis háður ÍE í formi vel borgaðrar þátttöku í alls kyns verkefnum. Og hversu líklegir eru kollegarnir til að vinna gegn þeim hagsmunum, hvort sem þeir eru ríkisstarfsmenn eða ekki?

Hagsmunir iðnaðarins hér eru augljósir og það þarf enginn að velkjast í vafa um að hann ýtir undir það eins og kostur er að hinni árangurslausu lokanastefnu verði haldið áfram.

Hvers vegna er reynt að bæla niður umræðu um aðrar leiðir? Hvers vegna eru vísindamenn sem tala fyrir skynsamlegri nálgun úthrópaðir? Hvers vegna fela leitarvélar og samfélagsmiðlar slíka umræðu? Er það einungis vegna þess að heimsbyggðin hefur gengið af göflunum, eða kann að vera að fjárhagslegir hagsmunir hafi jafnframt eitthvað með málið að gera?

Þannig var það 1967 í Bandaríkjunum þegar svínaflensa var talin hafa brotist út. Ríkisstjórn og þing voru þvinguð til að samþykkja kaup á bóluefnum fyrir alla landsmenn og að taka á sig mögulegar lögsóknir vegna efnanna. Þegar búið var að bólusetja fjórðung þjóðarinnar kom í ljós að alvarleg aukaverkun bóluefnisins var Guillain-Barré lömunarsjúkdómurinn, og að svínaflensan var aldrei nein svínaflensa heldur hermannaveiki. En lyfjaiðnaðurinn hafði sitt út úr þessu.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.10.2020 kl. 11:35

6 identicon

 Sæll Geir.

Held þér yfirsjáist með eldra fólk í þessum hópi.

Hvort sem það telst nú til harkvirðis
sem telst við 75 ára aldur eða yngra þá er vitað
að ekki vill það verða til byrði
og styttir sér því gjarna stundir.

Miðað við umræðu og viðhorf almennt til þessa hóps
þá undrar það mig af hverju það fær ekki skammbyssu að gjöf
67 ára svo ekkert vesen sé með þetta frekar.

Þess má svo geta að kærleiksrík börn í Brasilíu fyrirkoma oft
foreldrum sínum um fimmtugt enda þeim bráðnauðsyn oftast í síðasta
lagi til að ná og fá það sem helvítis gamla hyskið hefur önglað og nurlað saman.

Húsari. (IP-tala skráð) 21.10.2020 kl. 11:51

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Húsari,

Mér yfirsést ekki eitt né neitt. Ég er að benda á hitt sem yfirsést eða er ekki talið skipta máli. Það eru viðkvæmir hópar - einn besti vinur minn er t.d. á ónæmisbælandi lyfjum vegna langtímasjúkdóms - en þá má verja. Og það er verið að verja þá. Eða hefur þú séð mikið af hrumum eldri borgurum á skólalóðum horberandi krakka í frímínútum?

Núverandi nálgun má líkja við að stinga saklausa borgaranum í steininn til að verja hann fyrir ofbeldismanninum sem fær að ferðast frjáls um utan veggja fangelsisins. Það eru til aðrar leiðir til að stöðva ofbeldi.

Geir Ágústsson, 21.10.2020 kl. 12:06

8 identicon

Líklegasta ástæðan fyrir því að tilteknar nálganir eru talaðar niður og barist á móti þeim er sú að þeir sem það gera telji þessar ráðstafanir afskaplega óskynsamar og jafnvel stórhættulegar. Sé svo ber þeim sen fara með opinbert vald skylda til að berjast gegn slíkum hugmyndum.

Ég leyfi mér að reikna með að þeir sem eru að vinna í þessum málum séu að sinna því eftir bestu getu, rétt eins og aðrir sinna sinni vinnu. Að saka menn un annað er alvarlegt og menn þurfa almennileg rök til að gera það á opinberum vettvangi.

ls (IP-tala skráð) 21.10.2020 kl. 12:09

9 identicon

Ef læknar Landspítalans segja að vandamálið sé minna en í venjulegu flensuári þá eru smitvarnirnar að virka. Fá dauðsföll í umferðinni kalla ekki á færri umferðar og gangbrautarljós.

"Aðgerðir vegna veiru eru að leiða til stórkostlegrar aukningar í sjálfsvígshugsunum og jafnvel sjálfsvígum, sérstaklega meðal yngri karlmanna." Hvað fólk er að hugsa get ég ekki sagt, en um einhverja marktæka fjölgun sjálfsvíga virðist ekki vera um að ræða. Þar erum við á pari við undanfarna áratugi.

Og aðgerðir gegn smitum skulu halda áfram að stjórna samfélaginu. Af hverju? Jú, því að það að koma í veg fyrir hundruð óþarfa dauðsfalla trompar lítilfjörlegar áhyggjur Geirs.

Vagn (IP-tala skráð) 21.10.2020 kl. 12:13

10 identicon

Að sjálfsögðu er ástæða til að hafa áhyggjur af því að þessar aðgerðir (eins og allar aðgerðir af hverju tagi) hafi aukaverkanir og einhver slæm áhrif. Landlæknir hefur kannað slíkt og er að því, eins og margir aðrir sem hafa með það að gera. Má vel vera að meira megi gera í þá veruna en það er rangt að tala eins og ekkert sé gert.

ls (IP-tala skráð) 21.10.2020 kl. 12:36

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvað veit landlæknir um áhrif atvinnuleysis? Hvað veit landlæknir um áhrif á nám barna og ungmenna? Landlæknir veit einfaldlega ekkert um þetta.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.10.2020 kl. 12:41

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Skv. Man.is blés landlæknir til "skyndifundar" vegna bráðabirgðatalna lögreglu um fjölgun sjálfsvíga. Ubbs, gleymdist sú hlið á atvinnuleysi, brottfalli úr námi og félagslegri einangrun?

Geir Ágústsson, 21.10.2020 kl. 12:55

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Annars vil ég nú bara segja að þetta er góð umræða sem ætti að fara fram víðast og vera stanslaust í gangi.

Geir Ágústsson, 21.10.2020 kl. 13:07

14 identicon

Sæll Geir.

Þér yfirsést og útúrsnúningur 
þinn rétt til að segja eitthvað
ómerkilegur og ósmekklegur.

Húsari. (IP-tala skráð) 21.10.2020 kl. 13:09

15 Smámynd: Geir Ágústsson

Husari,

Þykir leitt að þú túlkir mínar ábendingar um skort á heildarhugsun svona. Ég vona bara að þú kynnir þér aðrar hliðar málsins en hina opinberu línu annars staðar.

Geir Ágústsson, 21.10.2020 kl. 13:38

16 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Geir

Þessi pistill þinn er góður og ætti að opna augu og leiða til umhugsunar um hvað sé að gerast.

Á tilteknum stað vestanhafs (man ekki hvar það var) fyrir nokkrum vikum síðan, var talað um að sjálfsvígum hafi fjölgað um 600%, það segir sína sögu.

Aðgerðir stjórnvalda, sem ég tel vera tilkomin vegna þrístings frá WHO og fylgifiskum þeirra, séu að valda mun meiri skaða en sjálf veiran. Dauðsföll vegna sjálfra aðgerðanna eru umtalsverð auk annarra hörmunga sem aðgerðirnar valda. Getur verið að tilgangurinn sé að fækka fólki???

Grímunotkun gerir ekkert nema að hindra eðlilegt súrefnisflæði til líkamans og skerða ónæmiskerfi líkamans. Ítrekuð sprittun er ekki góð fyrir húðina og getur til langframa haft aðrar óæskilegar afleiðingar. Að stía fólki í sundur með fjarlægðartakmörkunum og helst fara ekki út fyrir hússins dyr veldur félagslegum og andlegum skaða. Svona mætti lengi telja.

Eitt af því sem þeir sem komu þessu á eru búnir að átta sig á er hversu þrælsóttinn hefur náð tökum á heimsbyggðinni. Nú sjá þeir að það mun reynast auðvelt að fá langflesta til að láta bólusetja sig, án þess að fólk vita hvað í bóluefnunum er eða hversu örugg þau eru.

Mér sýnist þetta allt hafa ákveðinn tilgang sem almenningur veit ekki af og haldið verður leyndu svo fólk átti sig ekki á því að það er að verða að þrælum heims elítunnar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.10.2020 kl. 15:51

17 identicon

 Sæll Geir.

Það er hart sótt að sóttvarnarteymi Íslendinga þessa daga,úr öllum áttum.

Virðist sem standi til að knésetja það.

Þar sem gríðarlegir peningahagsmunir eru undir
þar er fjandinn oftast laus.

Þar virðist sem engum sé að treysta, hvorki mér eða þér og ekki öðrum frekar.

Allra verst er að menn svífast einskis og alls konar vitleysa fer af stað.

Sundruð þjóð er illa á vegi stödd; hún þarf að halda haus í þrengingum
og illt verk að reyna að sprengjar varnir hennar í vanda.

Vonandi á ekkert af því sem ég hef nefnt um þennan pistil þinn
og hugsanir fólks enda varlegt að taka mark á slíku.

Húsari. (IP-tala skráð) 22.10.2020 kl. 03:21

18 Smámynd: Geir Ágústsson

Húsari,

Það eru 3 leiðir til að koma í veg fyrir að rútan keyri fram af bjargbrún og stúti öllum:

1) Fá bílstjórann til að beygja

2) Fá hann til að bremsa

3) Finna annan bílstjóra 

Fyrir mér koma allir kostir til greina.

Annars er gagnrýni ekki endilega merki um sundrung. Fólk er að hlýða þótt það sé að horfa upp á börn sín detta úr skóla og búið að missa vinnuna.

Geir Ágústsson, 22.10.2020 kl. 05:33

19 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Svokölluð "samstaða" gerir ekkert annað en svæfa fólk. Fyrir nokkrum vikum treysti ég yfirvöldum. Fór að skoða allskonar gögn og sá að tölulegar staðreyndir passa ekki við hræðsluáróðurinn. 

Benedikt Halldórsson, 22.10.2020 kl. 07:10

20 Smámynd: Benedikt Halldórsson

heimur hlutfall a 

Benedikt Halldórsson, 22.10.2020 kl. 08:18

21 Smámynd: Benedikt Halldórsson

island arangur 2Engir veggir, skimun á landamærum eða grímur stöðva veiruna sem er eins og fuglinn fljúgandi.

Veiran fer sinu fram, hvað sem hver segir.

Benedikt Halldórsson, 22.10.2020 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband