Bloggfærslur mánaðarins, október 2022

Er kerfið að loka sjálft sig úti?

Í áríðandi pistli Ásgeirs Ingvarssonar, Gættu að því sem þú segir (á bak við innskráningarvegg, ekki áskriftarvegg), er að finna eftirfarandi lokaorð:

Líkt og René Gim­p­el kenndi ensku í fanga­búðunum ættu þeir, sem hafa áhyggj­ur af því hvaða stefnu heim­ur­inn virðist vera að taka, að kenna fólk­inu í kring­um sig að sýsla með raf­mynt­ir og nýta þá tækni sem er í boði til að sniðganga valda­mikið fólk og fyr­ir­tæki sem freista þess að sverfa að frelsi al­menn­ings.

Innblástur Ásgeirs er nýleg hótun PayPal um að sekta notendur sína fyrir skoðanir þeirra - hótun sem var dregin til baka undir því yfirskyni að um mistök hafi verið að ræða. Um þetta má lesa víða, t.d. hér (frettin.is) og hér (brownstone.org)

Lokaorð Ásgeirs fengu mig til að hugsa. Nú þénum við peninga, og þeir enda á svokallaðri bankabók. Svo virðist sem aðgengi yfirvalda sé nokkuð gott að þessum peningum. Þá má frysta, hirða og rýra með verðbólgu. Upphaflega var slíkt aðgengi réttlætt með tilvísun til hryðjuverkasamtaka, fíkniefnasala og landráðamanna en þau mörk eru óðum að víkka. Núna ná þau í raun til þín - löghlýðins skattgreiðenda sem gerir ekki flugu mein. Þér gætti dottið i hug að telja kynin bara vera tvö (en mögulega örlítið brotabrot fólks kannski vera á mörkum þeirra), sprautur óþarfar og jafnvel hættulegar, átök í Úkraínu vera staðbundið vandamál og líkama þinn vera þína eign. Afleiðingin? Mögulega sú að þú ert svipt(ur) eigum, lífsviðurværi, mannorði, vinum og sparnaði.

Fyrir skoðanir þínar. 

Ekki skoðanir sem snúast um að vilja eyða, meiða, drepa og limlesta.

Nei, bara ósköp venjulegar skoðanir.

Hvað er til ráða í slíku umhverfi?

Safna Rolex-úrum? Kaupa rafmyntir? Gull? Platínu? 

Þetta er spurning sem fer að verða nokkur áríðandi. Þú ert mögulega í rétta liðinu í dag en ekki endilega á morgun, og hvað þá? Kannski er ég í röngu liði í dag en enda í réttu á morgun, en er hægt að gera áætlanir byggðar á slíku? 

Samfélagsmiðlar eru fyrir löngu búnir að tapa öllu trausti og valkostir við þá stóru komnir á lappir og smátt og smátt að stækka. En hvenær kemur að fjármálakerfinu? Fjölmiðlum almennt? Yfirvöldum? 

Mögulega fyrr en síðar.

Sjáum hvað setur.


Evrópa semur um kaup á gasi frá innrásarríki

Mér er tíðrætt um samhengi - að skoða hlutina í samhengi en ekki bara sem röð einstaka viðburða sem tengjast engum öðrum og hljóta að skrifast á eitthvað stundarbrjálæði eða illvilja. 

Samhengi réttlætir ekkert. Það þarf ekki einu sinni að skýra neitt. Stundum er eitthvað einfaldlega stundarbrjálæði eða viðbrögð sem ná langt út fyrir eðlileg mörk. Mögulega lesum við um slagsmál í næturlífinu sem kemur svo í ljós að eru skiljanleg afleiðing af því að maður klappaði á rass kærustu annars manns. Slagsmál eru þar með ekki réttlætanleg - þau voru yfirgengileg viðbrögð við nokkru sem hefði bara átt að kalla á afsökunarbeiðni - en engu að síður skiljanlegri þegar samhengi er veitt.

Hvað um það.

Í fréttum um daginn var sagt svona frá:

Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. 

Þetta er dæmigert orðalag fyrir vestrænar fréttastofur [BBC, CNN, RÚV]: Átök á landamærunum. Báðir aðilar að saka hinn um eitthvað. Bara svolítið vopnaskak. 

En hver réðist inn fyrir landamæri hvers? Framkvæmdi innrás! Brauta á heilögum línum landamæra! Öllu óvarfærnari fréttastofa segir svona frá:

Azerbaijan carried out a wide-scale attack against targets in Armenia, an unprecedented escalation of the long-running conflict on to Armenian territory.

Allt á huldu greinilega. Hermenn Armeníu hafa greinilega verið að leika sér að því að skjóta sprengjum á nágranna sinn sem varði sig svo skiljanlega með innrás og hún þar með skiljanleg. Ekki endilega réttlætt, en skiljanleg. Lítið að frétta, hvað sem því líður. Vestrænir fjölmiðlar tala svo um svolítil átök á landamærunum. Svona er þetta jú bara hjá þessum blessuðu austantjaldsríkjum!

Bregðum okkur svo í annan fréttaheim:

Azerbaijan’s new natural gas pipeline to Europe is being heralded as a “game changer” for European energy security. ... “This pipeline is a game changer. It is a game changer for Bulgaria and for Europe’s energy security,” said President of the European Commission Ursula von der Leyen. “It means freedom. It means freedom from dependency on Russian gas.”

Frábært, ekki satt? Nýtt gasrör frá friðsælu mannelskandi nágrönnum okkar í Aserbaídsjan mun frelsa okkur frá rússnesku gasi!

Eða með öðrum orðum: Ríki sem á í svolitlum landamæradeilum við ögrandi nágranna sinn ætlar núna að selja Evrópu gas til að Evrópa þurfi ekki að kaupa gas frá vondu innrásarríki. 

Það læðist að manni sá grunur að þessi svakalega áhersla á að halda Rússum frá ákveðnum svæðum í Úkraínu og trappa upp átök þar uns stóru sprengjurnar láta sjá sig litist af einhverju öðru en ást Evrópu og Bandaríkjanna á landamærum frá tímum Sovétríkjanna.

Kannski einhverju allt öðru.


Samhengi

Ég ætlaði að setja niður nokkur orð um nýjustu viðburði í Úkraínu en rambaði svo á frettin.is og sá þar frétt sem setur allt í ljómandi gott samhengi og ég hef engu við það að bæta.

Að setja hluti í samhengi er, sjáðu til, ekki endilega það sama og að taka málstað annars frekar en hins. Ég hef ítrekað verið ásakaður um að styðja Pútín, vilja dauða gamalmenna og annað gott fyrir að kalla á eftir samhengi. Sagður vilja reka fleyg í umræðuna og þannig þjóna hagsmunum einræðisherra. Það venst og fer stundum að láta mér líða eins og það sé verið að hrósa mér, en lýsir hugarfari þeirra sem vilja bara að allt sé slétt og fellt á yfirborðinu. Að allir lyfti upp hendi á ákveðinn hátt - eða bretti upp ermi til að afhjúpa upphandlegg - þegar maður í einkennisbúningi eða með ákveðinn titil keyrir framhjá.

Við furðum okkur oft á því hvernig meginþorri almennings á fyrri tímum gat stutt hræðileg fyrirbæri eins og geldingar þroskaheftra, aðskilnað þeldökkra frá samfélaginu, þrælahald og lögbundna kúgun kvenna. En lítum okkur nær! Biðjum um samhengi, leyfum röddum að heyrast og ræktum með okkur svolitla tortryggni þegar öllum er sagt að vera með sömu skoðun. Til dæmis á limlestingum barna, sem er nýjasti skugginn á samfélagi okkar - hin nýja bókstarfstrú sem enginn má standa gegn.

Er það galin hugmynd? Eða er mikilvægara að syngja í kór?

Að styggja ekki þrælahaldarana, aðskilnaðarsinnana, bandaríska lyfja- og vopnaframleiðendur og síst af öllu sprautuhjúkkurnar?

Vonandi ekki.


Rússar hljóta að hafa gert það!

Í svolitlum orðaskiptum á samfélagsmiðlum hljóp í fangið á mér eftirfarandi gullmoli þegar ég spurði aðila nokkurn hvort hann teldi Rússa hafa sprengt upp eigin eignir og tekjulindir í Eystrasalti (og á þá auðvitað við Nordstream 1 og 2 rörin):

reyndar e[r] það svo heimskulegt skemmdarverk að það hljóta að vera Rússar

Bravó! Umræðu lokið!

Síðan bætir þessi mikilvirki greinandi alþjóðastjórnmála við, í góðum samfélagsmiðlaumræðustíl (að væna alla sér ósammála um að vera með lága greindarvísitölu):

Svo reyna þeir að taka snúninginn á auðtrúa fólki að það hljóti að vera USA í samvinnu við skandinava. Ég veit ekki hvaða iq þarf til að trúa þessari skýringu en sumir virðast samt gera það Kreml til mikillar ánægju.

Gott og vel. Þessu er auðvelt að svara með staðreyndum: Yfirlýsingar bandarískra stjórnmálamanna í mörg undanfarin ár, hótanir Biden í febrúar, viðskiptaþvinganir bandaríska öldungadeildarþingsins gegn kjörnum fulltrúum í Þýskalandi, samkeppni rússneska gassins í rörunum við það á fljótandi formi frá Bandaríkjunum og ásetning um að knésetja Rússa efnahagslega þótt Evrópa sökkvi í leiðinni.

En er það til nokkurs? Er maður ekki bara með lága greindarvísitölu fyrir að telja ólíklegt að nokkurt ríki sprengi upp eigin innviði og tekjulindir? Að það hljóti einfaldlega að vera svo heimskulegt að það hljóti að vera framið af Rússum!

Svona er umræðan því miður, ansi oft. Ég tek sjálfsagt í þessu skítkasti sjálfur þótt ég reyni að passa mig. Kalla til dæmis ekki nokkurn mann greindarskertan fyrir að vera mér ósammála (væri sennilega ekki í orðaskiptum við þá sem ég teldi ekki vera greinda, með undantekningum vissulega). Væni kannski fólk um að kunna ekki staðreyndir, vera með lokaðan huga, reiða sig um of á einsleitar heimildir, nenna ekki að kafa dýpra en framhjá stuttum veffréttum, vera auðtrúa, vilja falla í kramið hjá öðrum og þora því ekki að víkja frá hinni viðteknu línu, og fleira af því tagi.

En að eitthvað sé svo heimskulegt að það hljóti að vera Rússum að kenna - það sá ég ekki fyrir. Það er nýtt (fyrir mér) og sýnir að það er alltaf rými til að taka umræðuna á enn lægra plan en hún er núna. Neðar en „ég trúi öllu sem RÚV segir“ og „ég trúi engu sem RÚV segir“. 


Hvenær hættir Ísland í sprauturúllettunni?

Eitt af öðru eru ríki heims að henda sprautum í ruslið og takmarka mjög aðgengi fólks að fleiri slíkum. Úr substack Alex Berenson:

Only a few months ago, Australia had one of the world’s most aggressive coercion programs to force Covid vaccines on its people.

Now Australia has essentially ended its Covid vaccination program for healthy adults under 50 - and effectively banned the shots for people under 30, unless they have severe chronic illnesses.

With the change, Australia joins Denmark in curtailing its vaccine program for adults under 50.

Last week, Norway went even further, saying no one under 65 should receive additional shots unless they were at underlying risk of a severe disease course (oddly, Norway kept its recommendation for pregnant women.)

Þar sem aðgengið að sprautum er ekki skert eru þær engu að síður ekki að fara í neina handleggi og renna einfaldlega út vegna lítillar eftirspurnar. Tapið lendir auðvitað á skattgreiðendum enda búið að borga sprautukokkunum fyrir ómakið.

Ísland fer að verða ansi stæk undantekning á nýrri reglu sem heitir: Ekki sprauta aðra en þá eldri. Á Íslandi er ennþá mælt með því að sprauta niður í 5 ára aldur. Í Danmörku eru mörkin tíu sinnum hærri, og í Noregi eru þau þrettán sinnum hærri. Á sama tíma flæða upp á yfirborðið rannsóknir og gögn sem sýna fram á það sem við samsæriskenningasmiðirnir höfum sagt nánast frá upphafi: Áhættan af sprautunum er miklu meiri en af veirunni. 

Ísland spilar rússneska rúllettu með þegna sína. Sprauturúllettu. Hún þarf að enda.


Tímahylki landlæknisembættisins

Heimasíða landlæknisembættisins er eins og tímahylki. Þegar hylkið er opnað kemur allskonar úr fortíðinni í ljós. Sem dæmi eru leiðbeiningar um bóluefni á auðlesnu máli (sjá viðhengt skjal), seinast uppfært í ágúst 2021 og er ennþá vísað í.

b_þr

Tímahylkið er stráð öllum þessum fullyrðingum sem voru látnar dynja á fólki fyrir rétt rúmlega ári síðan og alveg fram yfir áramót. Gott að þær eru á auðlesnu máli!

Tökum dæmi af handahófi:

b0

b1

Hérna er væntanlega átt við bóluefni Kínverja og Rússa, nú eða þessi hefðbundnu bóluefni sem hafa verið þekkt í áratugi, en ekki mRNA-efnin sem virka á allt annan hátt (kannski ekki hægt að lýsa þeim á auðlesnu máli fyrir skjólstæðinga Þroskahjálpar). Eða hvað? Er verið að segja hérna á auðlesnu máli að Pfizer og Moderna hafi búið til efni úr sýnishornum af sjúkdómi (veiru)? Köllum það bara lygi og látum gott heita.

b2

b3

Þetta hefur auðvitað ekki staðist og var raunar vitað á tíma þessara leiðbeininga á auðlesnu máli. Ísrael var til dæmis búin að margsprauta alla án árangurs og gögnin komin fram. 

b2

b4

b5

Skiljanlega þurfti að eyða nokkrum glærum í að blása á þessar aukaverkanir og kalla þær jafnvel eðlileg viðbrögð líkamans (fólk sem fékk ekki aukaverkanir fékk þá væntanlega saltlausn). Allt þetta á auðlesnu máli. En ekkert af þessu stóðst. Sprauturnar komu ekki í veg fyrir smit - nema síður sé - og voru og eru stórhættulegar.

b6

Þetta er mögnuð söluræða. Keyptu þennan bíl en þú þarft ennþá að labba! Settu á þig þessa hanska en þú verður ennþá skítugur! En þetta virkaði.

Tímahylki eru oft skemmtileg. Menn sjá í þeim tísku og tækni fyrri tíma og brosa jafnvel aðeins að þessum gömlu tímum. En sum tímahylki eru af öðru tagi. Þau minna okkur á lygar og áróður yfirvalda. Það er ágætt, ef menn vilja læra af reynslunni.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vonandi les Pútín ekki ritgerðir á skemman.is

Undir leiðsögn Silju Báru Ómarsdóttur, prófessors í alþjóðasamskiptum, var einhverju greyins ungmenninu leyft að skrifa eftirfarandi í útdrátt á lokaverkefni sínu (feitletrun mín):

Í þessari ritgerð er skoðað hvaða ákvarðanir og leiðir NATO ríki geta farið til þess að sporna við árásargirni rússneska stjórnvalda gegn fyrrum Sovétríkjum. Skoðað verður að hvaða leyti NATO er tilbúið að koma fyrrum leppríkjum Sovétríkjanna til hjálpar þegar stórveldi eins og Rússland ógnar þeim. Sem dæmi verða tekin átökin í Georgíu árið 2008, innrás Rússa á Krím skagann 2014 og svo árásina á Úkraínu núna árið 2022. Til að skoða ólík viðbrögð NATO við innrásunum verður raunhyggja og félagsleg mótunarhyggja notuð til greiningar. Einnig verður þjóðernishyggja notuð til þess að skoða ástæður fyrir árásargirni Rússa og hugmyndin um tryggða gagnkvæma eyðileggingu verður notuð til þess að skoða afleiðingar þess að NATO-ríki taki beinan þátt í átökunum. Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að NATO-ríki geti beitt þremur aðferðum til þess að berjast gegn Rússum. Sú fyrsta er refsiaðgerðir. Önnur aðferð er að vopna og fjármagna andstöðuna gegn Rússum og hefur þessum aðferðum verið mikið beitt á þessu ári. Þriðja aðferðin er að NATO-ríki sendi herlið sitt í bein átök við Rússa sem hefur ekki verið gert hingað til. Á meðan refsiaðgerðir gegn Rússum og fjármagn til Úkraínu mun halda áfram þá er ólíklegt að NATO grípi til hernaðaraðgerða á meðan stríðið brýst ekki inn í aðildarríki bandalagsins. Þó virðist það vera eina aðgerðin sem gæti stöðvað Pútín en hann hefur gert sig ósnertanlegan og virðast refsiaðgerðir gegn Rússlandi ekki hafa mikil áhrif á ákvarðanatöku forsetans. Einnig halda rússneskar hersveitir áfram að berjast þó svo að vopn vestrænna ríkja streymi til Úkraínu. Það má búast við aukinni árásargirni frá Rússum og mun þetta einungis enda þannig að Pútín annaðhvort vinnur eða tapar og getur herlið NATO-ríkjanna sigrað hann.

Látum málfar og gæði texta liggja á milli hluta.

Þarna er verið að hvetja til ýmislegs og það rökstutt á ýmsa vegu. Meðal annars er þarna sérstaklega tekið fram að bein átök milli herliðs á vegum NATO við Rússa sé eina leiðin til að stöðva eitthvað sem er lítið á ferðinni.

Maður þakkar fyrir að Pútín les ekki ritgerðir á skemman.is nú eða nokkur annar ef því er að skipta. En það má furða sig á því að íslenskur prófessor með greiðan aðgang að íslenskum fjölmiðlum skuli hleypa svona framhjá sér. Að nota staðbundin átök við landamæri Rússlands sem átyllu til að etja hermönnum NATO gegn rússneska hernum? Mikið rosalega væri þriðja heimsstyrjöldin rækilega skollin á ef svona fólk fengi raunverulega áheyrn!

En aftur, sem huggun: Það les enginn ritgerðir á skemman.is, svo við erum hólpin í bili, eða þar til Silja Bára kemst í næsta hljóðnema.


Hvar liggja mörk þess sem má kenna Rússum um?

Kennum Rússum um! Þetta hefur lengi verið hálfgerð tíska en í hið minnsta hneigð á Vesturlöndum. En eru einhver mörk á því hvað er hægt að kenna Rússum um? Ég meina, núna er verið að kenna þeim um að sprengja eigin eigur og tekjurlindir í loft upp. Þegar ekki tekst að sýna fram á neitt slíkt er gripið til enn fjarstæðukenndari kenninga. En sem betur fer virðast fáir nema fréttaneytendur holræsamiðlanna (e. main stream media) ætla að bíta á agnið.

(Auðvitað sprengdu Bandaríkjamenn, eða strengjabrúður þeirra, upp hin rússnesku rör.)

En hvað með orkukreppuna? Það vantar jú olíu og gas í Evrópu! Allar lindir, öll rör og öll flutningaskip keyra á fullum afköstum en ennþá vantar mikið upp á að anna eftirspurn. Er það ekki Rússum að kenna? Þeir réðust jú inn í Úkraínu og samþykkja viðskiptahindranir á viðskipti við sig! Ganga jafnvel enn lengra og skrúfa fyrir kranana áður en boðaðar viðskiptahindranirnar eru lagðar á og spara þannig öðrum ómakið að skipa þeim að gera slíkt.

Nei, orkukreppan er ekki Rússum að kenna. Hún er heimatilbúinn vandi sem stafar af því að miklum fjárhæðum hefur verið varið frá því að fjárfesta í fleiri olíu- og gaslindum undanfarin ár og frekar í átt að því að reisa vindmyllur og annað slíkt. Í ágætri grein á oilprice.com segir meðal annars um þetta:

The short answer is that for the period since 2014, producers have been disincentivized to explore for or sanction the mega-project that was the mainstay of the 2000-2013 era.

op

The graph above is telling us that for a lot of reasons-low oil prices for much of the period, governmental preferences shifting to alternative energy and discouraging production of “fossil fuels,” and capital restraint by producers globally that we have under-invested in upstream supply by hundreds of billions.

Ástandið jafnast á við að bóndinn hafi plantað blómum í stað korns og sé svo hissa á að geta ekki lifað á hunangi eftir næstu uppskeru. 

Auðvitað þarf að huga að öðrum orkulindum en olíu og gasi. En geri maður það of snemma þá kemur orkuskortur. Geri maður það of seint þá kemur orkuskortur. Geri maður það mátulega hratt og með svolitlu raunsæi um þróunina til framtíðar þá gengur það mögulega vel. Það tók mannkynið (ríka hluta þess) 100 ár að skipta úr trjám í kol, og önnur 100 ár að skipta úr kolum í olíu og gas. Að ætla sér að skipta yfir í sól og vind á broti þess tíma er auðvitað galið og núna sjáum við það.

Hérna er ekki hægt að kenna Rússum um annað en að vekja þá sofandi, óviljandi en mjög markvisst. Því miður, sjálfumglöðu stjórnmála- og blaðamenn: Á þetta agn verður ekki bitið. Haldið frekar áfram að reyna selja okkur sprautur. Þeir sem trúa öllu upp á Rússa eru eflaust til í fleiri slíkar!


Mikilvægt að hagnaður af fiskeldi á Íslandi fari úr landi

Norðmenn skelltu nýlega svimandi háum skatti á norskt fiskeldi. Noregur lifir aðallega á því að selja olíu og gas og hinn nýi skattur mun engu skipta fyrir fjárhag ríkisins en kannski menn séu hér að skattleggja af hreinni hugsjón: Einhver er að hagnast á því að nýta náttúruna og skal fá að borga!

Á Íslandi spila stjórnmálamenn eftir sömu hörpu hins hreina hugsjónahjarta. Auðlindaskattar leggjast jú á alla sem breyta náttúruauðlindum í fé og hagnað. Eða ekki alla. Suma. Útvegsfyrirtækin nánar tiltekið. Ekki aðra. En gott og vel, allt saman af hreinni hugsjón.

Erlend fyrirtæki sem stunda fiskeldi á Íslandi vita auðvitað af þessu og skilja mikilvægi þess að skilja ekki eftir neinn hagnað á Íslandi. Norðmennirnir borga laun og skatta af þeim og aðföngum og þjónustu og annað gott en hagnaðinn taka þeir með sér til útlanda. Þannig verður hin hreina hugsjón - sú að skattleggja þá sem nýta náttúruna til að afla tekna - aldrei virkjuð. Skattar verða jú ekki lagðir á taprekstur. Taprekstur verður það því áfram.

Norðmenn eru rosalega góðir að búa til peninga, þeir mega eiga það skuldlaust. Eins og þeir eru skuldlausir.


mbl.is Íslendingar hagnist á auðlindaskatti Norðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gallup snýr sér við í gröfinni

Hann er stanslaus, þessi áróður. Allir þessir rykföllnu fjölmiðlar virðast fá eitthvað handrit sem þeir þylja upp yfir okkur. Þeir sem anda í vitlausa átt eru stimplaðir, útilokaðir eða rægðir. Þeir sem þykjast eiga vísindin virkja tæknirisana til að þrýsta sínum áróðri efst í leitarvélar. Fólk lætur blekkjast og byrjar að klaga nágranna sína, reka undirmenn sína og baktala fjölskyldumeðlimi sína fyrir að syngja ekki í kór.

Þetta getur varla versnað, er það?

Jú, þetta getur versnað. Lítil vísbending um slíkt leynist í lítilli og saklausri frétt um forsetakosningar í Brasilíu sem nú fara fram:

Bol­son­aro, sem er 67 ára, hlaut fleiri at­kvæði en bú­ist var við og endaði með 43,2%.

Fyr­ir kosn­ing­arn­ar, sem fóru fram í gær, var Lula spáð 50% at­kvæða og Bol­son­aro 36%.

Fleiri atkvæði en búist hafði verið við. Svo munar átta prósentustigum. Og bara tveir í framboði í raun.

Hvað klikkaði?

Einu sinni voru skoðanakannanir alveg meingallaðar. Hvítir menn í jakkafötum hringdu í vini sína sem voru með síma og spurðu hvað þeir ætluðu að kjósa. Aðrir kjósendur - ekki hvítir menn í jakkafötum - reyndust vera á öðru máli. Niðurstaðan var stórkostlegt misræmi á milli skoðanakannana og kosningaúrslita. Maður að nafni Georg Gallup sá hvað var á seyði og ákvað, ótrúlegt en satt, að búa til úrtakshópa sem endurspegluðu mun betur kjósendahópinn og viti menn - spáði mun betur en aðrir!

Síðan eru liðnir margir áratugi.

Svo hvað klikkaði í Brasilíu?

Ekkert, mögulega. Menn völdu kannski úrtakshópa sem hentuðu fyrirfram gefinni niðurstöðu, bjuggu til svokallaða skoðanakönnun og vonuðust til að dapurlegar sigurlíkur hins óvinsæla gætu haldið kjósendum hans frá því að rífa sig úr sófanum og mæta kjörstað.

Það klikkaði, augljóslega.

Hvað getum við lært af þessu? Og fleiri slíkum tilvikum?

Jú, að það er stundum og jafnvel oftar og oftar ekkert að marka skoðanakannanir, og bætast þær þá við listann með fréttum holræsamiðlanna (e. main stream media) og yfirlýsinga kjörinna fulltrúa sem vonast eftir klappi á bakið frá ókjörum erlendum embættismönnum. Slæm skoðanakönnum getur virkað letjandi og það vita þeir sem hanna þær. 

Lýðræði í hnotskurn, kannski. Eða atlaga að lýðræðinu svo þínar skoðanir skipti minna og minna máli. 

Dæmi hver fyrir sig.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband