Rússar hljóta að hafa gert það!

Í svolitlum orðaskiptum á samfélagsmiðlum hljóp í fangið á mér eftirfarandi gullmoli þegar ég spurði aðila nokkurn hvort hann teldi Rússa hafa sprengt upp eigin eignir og tekjulindir í Eystrasalti (og á þá auðvitað við Nordstream 1 og 2 rörin):

reyndar e[r] það svo heimskulegt skemmdarverk að það hljóta að vera Rússar

Bravó! Umræðu lokið!

Síðan bætir þessi mikilvirki greinandi alþjóðastjórnmála við, í góðum samfélagsmiðlaumræðustíl (að væna alla sér ósammála um að vera með lága greindarvísitölu):

Svo reyna þeir að taka snúninginn á auðtrúa fólki að það hljóti að vera USA í samvinnu við skandinava. Ég veit ekki hvaða iq þarf til að trúa þessari skýringu en sumir virðast samt gera það Kreml til mikillar ánægju.

Gott og vel. Þessu er auðvelt að svara með staðreyndum: Yfirlýsingar bandarískra stjórnmálamanna í mörg undanfarin ár, hótanir Biden í febrúar, viðskiptaþvinganir bandaríska öldungadeildarþingsins gegn kjörnum fulltrúum í Þýskalandi, samkeppni rússneska gassins í rörunum við það á fljótandi formi frá Bandaríkjunum og ásetning um að knésetja Rússa efnahagslega þótt Evrópa sökkvi í leiðinni.

En er það til nokkurs? Er maður ekki bara með lága greindarvísitölu fyrir að telja ólíklegt að nokkurt ríki sprengi upp eigin innviði og tekjulindir? Að það hljóti einfaldlega að vera svo heimskulegt að það hljóti að vera framið af Rússum!

Svona er umræðan því miður, ansi oft. Ég tek sjálfsagt í þessu skítkasti sjálfur þótt ég reyni að passa mig. Kalla til dæmis ekki nokkurn mann greindarskertan fyrir að vera mér ósammála (væri sennilega ekki í orðaskiptum við þá sem ég teldi ekki vera greinda, með undantekningum vissulega). Væni kannski fólk um að kunna ekki staðreyndir, vera með lokaðan huga, reiða sig um of á einsleitar heimildir, nenna ekki að kafa dýpra en framhjá stuttum veffréttum, vera auðtrúa, vilja falla í kramið hjá öðrum og þora því ekki að víkja frá hinni viðteknu línu, og fleira af því tagi.

En að eitthvað sé svo heimskulegt að það hljóti að vera Rússum að kenna - það sá ég ekki fyrir. Það er nýtt (fyrir mér) og sýnir að það er alltaf rými til að taka umræðuna á enn lægra plan en hún er núna. Neðar en „ég trúi öllu sem RÚV segir“ og „ég trúi engu sem RÚV segir“. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlýtur líka að vera öllum augljóst

að Rússar sprengdu upp brúna sem tengir

Rússland við Krímskagann.

Það getur bara ekki annað verið en vestrænir stórfjölmiðlar (heilaþvottastöðvarnar) komist að þeirri niðurstöðu.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.10.2022 kl. 19:05

2 identicon

Önnur samsæriskenning fyrir þá sem ekki kaupa þá fyrri:

Eignarhaldið er jafnt milli Gasprom og vestrænna fyrirtækja, þannig að eignatjón var jafnt á báða bóga. Nær ekkert gas flæddi um þessar leiðslur, þannig að ekki var um neitt sérstakt tekjutap að ræða fyrir Rússa. Auk þess sem greitt er inn á frysta reikninga sem gagnast Rússum lítið. Evrópa færist stöðugt fjær þörf fyrir Rússneskt gas og ólíklegt mátti telja, eftir að Rússat tóku að loka fyrir flæði án tilætlaðs árangurs, að gas mundi nokkurn tíman flæða í einhverjum mæli aftur um lagnirnar þó friður kæmist á. Úrelt og gagnslaus leiðsla sem ekkert átti eftir annað en vera tekin upp og sett í endurvinnslu var skemmd. Þarna var því um pólitíska aðgerð að ræða en ekki efnahagslega.

Rússar ráða umræðunni heimafyrir og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af umræðu þar. Þjóðverjum og Bandaríkjamönnum er fullkunnugt um hvað þeir hafa sjálfir sagt og hversu auðvelt væri að kenna þeim um og skapa óeiningu og sundrung ef þeir skemma lagnirnar í laumi. Ásakanalaust hefðu Þjóðverjar og Bandaríkjamenn getað selt aðgang, sjónvarpsrétt og auglýsingar að sprengingunni eins og á boltaleik, hefðu þeir viljað leggja í þá fyrirhöfn að sprengja og séð einhvern tilgang í að sprengja lögnina. Í áróðursstríðinu er því rökrétt fyrir Rússa að sprengja, þeir tapa engu en græða aukin skrif frá fólki eins og Geir og öðrum sem eru hallir undir Putin og sérhæfa sig í að skapa óreiðu og sundrung á vesturlöndum.

En þó eitthvað við þetta mál sé rökréttara en annað og líklegra en flest þá skortir enn það sem greinir samsæriskenningar frá sannindum, sannanir. Og meðan svo er rífast hálfvitar einir um hverjum sé um að kenna.

Vagn (IP-tala skráð) 8.10.2022 kl. 21:20

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Símon Pétur,

Já, þú ert að ná þessu. Vinnureglan er: "reyndar e[r] það svo heimskulegt skemmdarverk að það hljóta að vera Rússar"

Það verður mun auðveldara að greina allar fréttir með þessi fínu gleraugu á nefinu.

Geir Ágústsson, 8.10.2022 kl. 21:21

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég heyri í kringum mig allskyns hugmyndir um hvernig mætti nýta Nordstream-leiðslurnar ef þær hætta að flytja gas frá Rússlandi. Þær gætu nýst sem geymsla, til dæmis. Nú eða það mætti tengjast inn á þær frá öðrum svæðum (t.d. Svíþjóð) og nýta að hluta í flutning á öðru en gasi. Hágæðastál og allt það.

Þér datt þetta kannski ekki í hug, og notar mögulega vinnuregluna "reyndar e[r] það svo heimskulegt skemmdarverk að það hljóta að vera Rússar" en þannig er þá hægt að skilja þessa athugasemd þína.

Eignaskipting á Norstream er svipuð á milli Gazprom og evrópskra aðila, ekki bandarískra, bara svona til að halda því til haga. Þannig að skaði fyrir bandarísk félög er enginn (nema síður sé; þau fengu skyndilega stærri markað fyrir LNG).

Geir Ágústsson, 8.10.2022 kl. 21:26

5 identicon

Geymslur skila litlum tekjum, og leiðsla á sjávarbotni óhentug geymsla jafnvel þó úr hágæða stáli sé. Og ekki græða Rússar á því að vera teknir úr sambandi svo hægt sé að dæla Sænsku vatni til Þýskalands. Fyrirtæki sem eru á alþjóðlegum mörkuðum og starfa og greiða skatta beggja vegna Atlandsála með fjölþjóðlega eigendur og hluthafa geta varla talist fjárhagslega Evrópsk þó stofnuð séu þar og halda upprunanum á lofti. Auk þess sem þar er um fyrirtæki að ræða sem hafa fjárhagslegt bolmagn til að komast að sekt og sækja bætur þegar eignir þeirra eru skemmdar. LNG kæmi svo, eins og mikið af því gasi sem notað er Bandaríkjunum, frá Kanada frekar en Bandaríkjunum. 

Rök þín, eins og oft er með rök trúaðra, hafa verið metin og léttvæg fundin.

Vagn (IP-tala skráð) 8.10.2022 kl. 22:28

6 identicon

Hver getur verið tilgangur þess að eyðileggja gasleiðslur sem, hvort sem er, verða ekki notaðar í fyrirsjáanlegri framtíð?

Um sama leyti og skemmdarverkið var framið var opnuð gasleiðsla á milli Noregs og Póllands. Getur verið að einhver hafi þarna verið að senda ákveðin skilaboð? 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 8.10.2022 kl. 23:31

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

"Geymslur skila litlum tekjum, og leiðsla á sjávarbotni óhentug geymsla jafnvel þó úr hágæða stáli sé."

Geymslur fyrir eldsneyti og orku eru mjög mikilvægar. Skortur á slíkum útskýrir af hverju vindmyllur í logni eru gagnslausar og þurfa varaafl frá öðrum orkugjöfum. Rör eru iðulega notuð til að sveiflujafna ójafnvægi í framleiðslu og eftirspurn. Geymslugeta 1600 km 1,2 breiðum rörum er gríðarleg.

"Og ekki græða Rússar á því að vera teknir úr sambandi svo hægt sé að dæla Sænsku vatni til Þýskalands."

Þeir eru með eigur sem er hægt að selja, t.d. til annarra leiða til að tengja saman orkuframleiðslu og orkunotkun, sjá t.d. bls. 13 hér þar sem blá punktalína tengir saman Tallin í Eistlandi við Norður-Þýskaland, að hluta til á nákvæmlega sama ferli og Nordstream-rörin liggja á í dag:

https://ehb.eu/files/downloads/ehb-report-220428-17h00-interactive-1.pdf

Slíkt verkefni gæti tvímælalaust notið góðs af um helmingi Nordstream-röranna, jafnvel meira. Þjóðverjar hafa líka hugmyndir um notagildi ónýttra röra. Rússar eru með verðmæti í höndunum - verðmæti sem er vissulega hægt að þjóðnýta (gegn gjaldi) en Nordstream-rörin jafnast á við hraðbraut sem má setja allskyns faratæki á og tengjast með nýjum vegum.

"Fyrirtæki sem eru á alþjóðlegum mörkuðum og starfa og greiða skatta beggja vegna Atlandsála með fjölþjóðlega eigendur og hluthafa geta varla talist fjárhagslega Evrópsk þó stofnuð séu þar og halda upprunanum á lofti."

Rússneska gasið er í samkeppni við það frá Norður-Ameríku og bandarískir aðilar hafa nýtt sér hið háa verðlag Evrópu og fært LNG-flutninga sína þangað (aðallega frá Asíu). Þessum aðilum er drullusama þótt ekki-bandarískir eigendur sjái eigur sínar eyðilagðar. Í hið minnsta svolítið fegnir að samkeppnin minnki varanlega.

"Auk þess sem þar er um fyrirtæki að ræða sem hafa fjárhagslegt bolmagn til að komast að sekt og sækja bætur þegar eignir þeirra eru skemmdar."

Telur þú virkilega raunhæft að Bandaríkin muni sætta sig við að borga sektir? Hvað eru Bandaríkin að borga fyrir skemmdarverk sín í Miðausturlöndum? Nei, ef Bandaríkin eyðileggja eitthvað þá komast þau upp með það.

"LNG kæmi svo, eins og mikið af því gasi sem notað er Bandaríkjunum, frá Kanada frekar en Bandaríkjunum."

Af hverju segir þú kæmi, svona eins og LNG frá Norður-Ameríku sé eitthvað sem er væntanlegt, frekar en að vera gullnáma akkúrat núna?

Eftir stendur að engin sannfærandi rök eru fyrir því að rússneskir kafbátar hafi siglt inn á svæði þar sem var krökkt af vestrænum herskipum til að sprengja eigur Rússlands, í stað þess bara að skrúfa fyrir og sjá til. Skerðingar á gasflutningi í gegnum Nordstream 1 voru pólitískt vopn í höndum Rússa sem er núna búið að taka af þeim. Þeir tapa á þessu, fyrst og fremst. Bandaríkin græða, bæði í peningum og uppfylltum loforðum um að stoppa þessa leið. 

Geir Ágústsson, 9.10.2022 kl. 06:53

8 identicon

Það hefur sýnt sig að Rússar stíga ekki beint í vitið sumir hverjir,t.d. æðsti klerkur rétttrúnaðarkirkjunnar er hann hélt því fram að guð hefði valið Pútín til að leiða þjóð sína á hina réttu leið og lagði blessun sína yfir stríðsrekstur Rússa. Vesalings klerkurinn hlýtur að hafa lært biblíuna á hvolfi að halda slíku fram um guðdóminn,eða var hann að vísa til guðs í víti með orðum sínum,eða sýna orð hans að kommúnisma  hugsjónin hafnar öllu æðra valdi guðs yfir manninum og maðurinn sé æðsta vald í heiminum,er fáfræðin svo mikil í huga einstakra manna.

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 9.10.2022 kl. 10:36

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er undarleg kenning að Pútin sé allt í einu byrjaður að efna loforð Bidens, sem hét því í febrúar að ef rússneski herinn réðist inn í Úkraínu myndu Bandaríkin sjá til þess að það yrði "ekkert NordStream".

Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2022 kl. 12:54

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Biden minntist reyndar bara á Nordstream 2 en ég hugsa að úr því menn eru komnir á staðinn þá muni litlu að klára dæmið. Nordstream 1 jú búin að vera þyrnir í augum Bandaríkjanna frá upphafi.

Geir Ágústsson, 9.10.2022 kl. 15:34

11 identicon

Rússum er reyndar trúandi til alls í vitleysisganginum. 

Þykjast hafa tekið við héruðum í Úkraínu hvar íbúarnir hafi kosið að fylgja Rússlandi. En sprengja svo íbúðablokkir hjá sama fólki. Eftir þeirra eigin skilningi þá eru Rússar semsagt að sprengja Rússa út úr húsum sínum af því þeir ná ekki almennilega til Úkraínumanna. 

Bjarni G. (IP-tala skráð) 9.10.2022 kl. 23:09

12 identicon

Þeir sem eru aðallega að skaða sjálfan sig er evrópusambandið þannig að þetta hljót að vera þeir.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 10.10.2022 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband