Samhengi

Ég ætlaði að setja niður nokkur orð um nýjustu viðburði í Úkraínu en rambaði svo á frettin.is og sá þar frétt sem setur allt í ljómandi gott samhengi og ég hef engu við það að bæta.

Að setja hluti í samhengi er, sjáðu til, ekki endilega það sama og að taka málstað annars frekar en hins. Ég hef ítrekað verið ásakaður um að styðja Pútín, vilja dauða gamalmenna og annað gott fyrir að kalla á eftir samhengi. Sagður vilja reka fleyg í umræðuna og þannig þjóna hagsmunum einræðisherra. Það venst og fer stundum að láta mér líða eins og það sé verið að hrósa mér, en lýsir hugarfari þeirra sem vilja bara að allt sé slétt og fellt á yfirborðinu. Að allir lyfti upp hendi á ákveðinn hátt - eða bretti upp ermi til að afhjúpa upphandlegg - þegar maður í einkennisbúningi eða með ákveðinn titil keyrir framhjá.

Við furðum okkur oft á því hvernig meginþorri almennings á fyrri tímum gat stutt hræðileg fyrirbæri eins og geldingar þroskaheftra, aðskilnað þeldökkra frá samfélaginu, þrælahald og lögbundna kúgun kvenna. En lítum okkur nær! Biðjum um samhengi, leyfum röddum að heyrast og ræktum með okkur svolitla tortryggni þegar öllum er sagt að vera með sömu skoðun. Til dæmis á limlestingum barna, sem er nýjasti skugginn á samfélagi okkar - hin nýja bókstarfstrú sem enginn má standa gegn.

Er það galin hugmynd? Eða er mikilvægara að syngja í kór?

Að styggja ekki þrælahaldarana, aðskilnaðarsinnana, bandaríska lyfja- og vopnaframleiðendur og síst af öllu sprautuhjúkkurnar?

Vonandi ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mikilvægasta er að hvert okkar og eitt læri að hugsa og efli með sér gagnrýna hugsun.  Besta aðferðin til þess er að kynna sér hvert mál frá ólíkum hliðum og hagsmunum.  Landakort er oft gott að horfa á til að átta sig á afstöðumynd.

Mér finnst það ekki vera að biðja um mikið, en það er með nokkrum ólíkindum hvað margir láta sér nægja að vera bjöllusauðir, fylkja sér í jarmandi heilaleysið.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.10.2022 kl. 21:49

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Árásin á þessa brú var ekki hryðjuverk. Ef nágranni þinn ræðst inn til þín, rekur þig út, slær eign sinni á hús þitt, byggir gang á milli húsanna yfir til hans eigin íbúðar, þá er það ekki eyðilegging, ef þú ferð fram á að gangurinn sé rifinn niður.

Það kallast einfaldlega að gera upptækt þýfi. Á sama hátt höfðu Rússar engan rétt til að reisa þessa brú á landi og í landhelgi sem þeir eiga ekki og stálu. Auk þess notuðu þeir hana í hernaðarlegum tilgangi.

Ekki segja mér að það sé eitthvað að marka þessar Mikka Mús kosningar um að sameinast Rússlandi, í Krím frekar en í Donbass-héröðunum. Er ekki í stuði fyrir brandara núna, ef ykkur væri sama.

Theódór Norðkvist, 11.10.2022 kl. 11:03

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Hér er ekki til umræðu hver mátti byggja brú og hver má sprengja óbreytta borgara í loft upp til að losna við hana heldur einfaldlega að í stóra samhenginu þá var alveg viðbúið að eyðilegging á brú myndi fela í sér hefndaraðgerðir. Í lítilli sápukúlu var á einum degi sprengd rússnesk brú og í annarri sprengt úkraínskt tengivirki fyrir rafmagn, en standi maður utan við sápukúlurnar þá sér maður að eitt leiddi af hinu. Það er allt og sumt - það eina sem maður ætlast til að fréttamenn segi frá.

Hvort Krím eigi að vera aftur hluti af Rússlandi eins og hún var fyrir 1954 eða hvort færsla einhvers aðalritara Kommúnístaflokksins á landamærum stjórnsýslueininga eigi að standa um alla eilífð er einfaldlega allt önnur umræða.

Geir Ágústsson, 11.10.2022 kl. 11:25

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvaða brúarsprengingar voru Rússar að hefna fyrir í hryðjuverkaloftárásunum á Kænugarð og víðar í febrúar, mars og apríl?

Theódór Norðkvist, 11.10.2022 kl. 11:42

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eða eins og Þorgeir Ljósvetningagoði sagði á sínum tíma: Hverju reiddust goðin, er það hraun er vér nú stöndum á rann?

Theódór Norðkvist, 11.10.2022 kl. 11:43

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Ef þú spyrð Pútín þá segir hann: Við réðumst bara á innviði fyrir hernað að því marki sem nákvæmni vopna okkar dugir til og ljósin voru allan tímann kveikt hjá almenningi og brýr þeirra og borgaralegir innviðir ósnertir. Við erum að reyna stöðva aðför úkraínska yfirvalda að rússneskumælandi fólks í Austur-Úkraínu sem er búið að brytja niður síðan árið 2014.

En þetta vissir þú.

Og líka að brú sem Pútín vígði persónulega yrði ekki sprengd án afleiðinga.

Geir Ágústsson, 11.10.2022 kl. 12:12

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Pútín getur líka sagt að jörðin sé flöt, það væri álíka mikill sannleikur og annað sem hann hefur haldið fram, þar á meðal þetta sem þú telur upp.

Theódór Norðkvist, 11.10.2022 kl. 14:36

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Ef æsingarmenn eins og þú fengjuð að ráða þá væri fyrir löngu búið að senda rússneska sprengjuflotann yfir Kíev og jafna borgina við jörðu. En hann hefur ekki verið ræstur, sem betur fer. Vonum að það það haldi áfram og að þessi brjálaði hershöfðingi sem leikur nú lausum hala með rússnesk flugskeyti verði kallaður heim þrátt fyrir að harðlínumenn í Moskvu pressi nú á Pútín að trappa verulega upp í hernaðaraðgerðum.

Geir Ágústsson, 11.10.2022 kl. 15:14

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef þér líður betur með að uppnefna mig í staðinn fyrir að koma með mótrök, þá þú um það, en þá sé ég lítinn tilgang með að halda þessum umræðum áfram.

Theódór Norðkvist, 11.10.2022 kl. 15:23

10 identicon

Hvað varð um ásakanir Donald Trumps í garð Joe Binden um vafasama viðskiptagjörninga þeirra Binden feðga í Úkraínu?  

Gufaði það málefni upp eða .... hvað?

Jóhannes (IP-tala skráð) 11.10.2022 kl. 18:00

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Mótrök gegn því að Pútín telji Jörðina flata eru þau að hann hefur ekki sagt neitt slíkt. En ég hlýt að hafa misskilið þig þegar ég hélt að þú værir hlynntur því að ráðast á brú. Biðst þá bara afsökunar á því.

Geir Ágústsson, 11.10.2022 kl. 18:18

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Allt í góðu, en nú virðist þú ekki alveg hafa lesið nógu vel það sem ég skrifaði, kæri vinur.cool

Ég sagði hvergi að Pútín hefði sagt jörðina flata. Ég sagði að EF HANN MYNDI SEGJA það, væri ekki minni sannleikur í því, en öðru sem hann hefur haldið fram.

Það er ágætt hjá þér að greina frá því hvað maðurinn hefur sagt (jafnvel hryðjuverkamenn eru ekki sekir fyrr en sekt telst sönnuð, en það styttist í það.)

Jafnlengi og þú munt greina frá því, mun ég samt greina frá því hvað fyrirsláttur og afsakanir Pútíns fyrir hryðjuverkum sínum, eru mikil fjarstæða og væru hlægilegar, væri hann ekki að drepa tugþúsundir, þar á meðal sína eigin hermenn.

Fyrir þann eina ávinning að fá heimsbyggðina upp á móti sér (nema örfá nátttröll eins og Lukaschenko og Kadyrov.) Þessir þrír eru allir staddir á 17. öld og eiga hver annan skilið sem félaga.

Theódór Norðkvist, 11.10.2022 kl. 19:47

13 identicon

Theódór er farinn að hljóma eins og fréttamaður á RÚV.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 12.10.2022 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband