Bloggfćrslur mánađarins, október 2022

Ókeypis andspyrna

Í hagfrćđi tala menn stundum um "externality", eđa utanađkomandi ţátt sem getur ýmist veriđ jákvćđur eđa neikvćđur. Neikvćđur ţáttur vćri nágranni ađ safna í mykjuhaug á nćstu lóđ sem sendir vonda lykt í allar áttir. Jákvćđur ţáttur vćri nágranni ađ leggja mikla alúđ í vel lyktandi rósarunna sem dćla frá sér ilmi og góđu útsýni.

Ţeir sem rífa kjaft ţegar yfirvöld eru ađ reyna selja okkur skáldsögu eru "externality" sem í fyrstu fer í taugarnar á ţeim sem vilja syngja í kór en endar oftar en ekki á ađ gagnast sama liđi ţegar ţađ nýtur ávaxtanna.

Icesave I, II og III eru dćmi um slíkar skáldsögur sem enduđu sem betur fer á ađ gagnast ţeim sem vilja syngja í kór en létu kvabbiđ í gagnrýnisröddum fara í taugarnar á sér.

Innrás Bandaríkjamanna og bandamanna inn í Írak, Líbýu, Sýrland og fleiri ríki eru skáldsögur sem flestir trúa en eru hannađar til ađ moka fé í vasa og völdum í hendur útvalinna ađila.

Seinasta veira var notuđ sem afsökun til ađ leggja samfélög manna í rúst en gagnrýnisraddir létu ekki ţagga niđur í sér og niđurstađan í dag er nokkuđ venjulegt ástand, ef örfá ríki og svćđi eru undanskilin. Ţeir sem vildu sprauta krakka og kćfa ţá međ grímum hafa dregiđ sig ţegjandi og hljóđalaust í hlé en njóta afraksturs gagnrýninnar án ţess ađ ţakka fyrir sig, jafnvel ţótt margir hafi tekiđ á sig mikinn fórnarkostnađ fyrir ađ hafa spyrnt viđ fótum.

Ţeir sem láta ekki selja sér pöddur í kvöldmatinn, nýmóđins sprautur, loftslagssönginn, greiđslugetu í samrćmi viđ hlýđni, stigmögnun hernađar í gegnum strengjabrúđur, einhliđa kröfur vogunarsjóđa, "we own the science" áróđurinn og hatur á lífsstíl miđstéttarinnar eru ókeypis "externality" fyrir hina sem klappa í takt, syngja í kór og loka svo á sér ţverrifunni ţegar réttlćtinu hefur veriđ náđ fram vegna vinnu ţeirra sem létu hrópa ađ sér, útiloka sig, reka sig og rćgja sig.

Verđi ykkur ađ góđu, klappstýrur! Ókeypis andspyrna fyrir ţig sem trúir skáldsögum og kannt ekki ađ ţakka fyrir ţig!


Frelsi til ađ vera sammála

Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var međ mjög skemmtilegt áhugamál: Ađ segja brandara um lífiđ í Sovétríkjunum. Hann lćrđi ţessa brandara af Sovétmönnum sem notuđu gríniđ til ađ ţrauka í ţrúgandi umhverfi. Úrval nokkura slíkra brandara má sjá í myndbandinu hér fyrir neđan.

Einn brandarinn er nokkurn veginn á ţessa leiđ:

Bandaríkjamađur og Sovétmađur voru ađ rífast um ágćti ríkjanna tveggja. Bandaríkjamađurinn segir: 
„Í mínu landi get ég stormađ inn á skrifstofu forsetans, bariđ í borđiđ og sagt: Mér líkar ekki viđ ţađ hvernig ţú stjórnar landinu!“
Sovétmađurinn svarar: „Ţađ get ég líka gert!“
„Er ţađ?“ svarar Bandaríkjamađurinn, hissa. 
„Já,“ svarar Sovétmađurinn. „Ég get stormađ inn á skrifstofu ađalritarans í Kremlin, bariđ í borđiđ og sagt: Herra ađalritari, mér líkar ekki viđ hvernig Reagan forseti er ađ stjórna landi sínu!“

Er ţessi brandari ekki búinn ađ eldast nokkuđ vel? Ţađ ţarf bara ađ skipta um nöfn á ađalhlutverkunum og viđ erum komin í veirutíma, Úkraínutíma og annađ gott ţar sem allir mega vitaskuld tjá sig á međan ţeir eru sammála strengjabrúđumeisturunum.

Eđa eins og góđur mađur skrifađi í fyrirsögn nýlega: „Segđu ađeins ţađ sem viđ viljum heyra, eđa viđ sviptum ţig lífsviđurvćrinu,“ og fjallar ţar um nýlegar tilraunir Paypal til ađ ţagga niđur í óţćgilegum skođunum.

En gott og vel. Leyfum ţeim ađ reyna. Ţegar fjésbókin og tvítin stíga á óţćgilega rödd ţá spretta tvćr ađrar upp í stađinn. Ţegar síđa lokar á ađgang sprettur upp önnur sem veitir ađgang. Síđur eins og Substack og Rumble eru skjól sem sífellt fleiri kunna ađ meta á tímum ţöggunar, kúgunar og atlögu ađ málfrelsinu.

Brandarar Reagan um Sovétríkin eiga skiliđ framhaldslíf. Ţeir minna okkur á ađ viđ sjálfumglöđu Vesturlandabúar erum búnir ađ gleyma sögunni og ćtlum ađ endurtaka hana.


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband