Gallup snýr sér við í gröfinni

Hann er stanslaus, þessi áróður. Allir þessir rykföllnu fjölmiðlar virðast fá eitthvað handrit sem þeir þylja upp yfir okkur. Þeir sem anda í vitlausa átt eru stimplaðir, útilokaðir eða rægðir. Þeir sem þykjast eiga vísindin virkja tæknirisana til að þrýsta sínum áróðri efst í leitarvélar. Fólk lætur blekkjast og byrjar að klaga nágranna sína, reka undirmenn sína og baktala fjölskyldumeðlimi sína fyrir að syngja ekki í kór.

Þetta getur varla versnað, er það?

Jú, þetta getur versnað. Lítil vísbending um slíkt leynist í lítilli og saklausri frétt um forsetakosningar í Brasilíu sem nú fara fram:

Bol­son­aro, sem er 67 ára, hlaut fleiri at­kvæði en bú­ist var við og endaði með 43,2%.

Fyr­ir kosn­ing­arn­ar, sem fóru fram í gær, var Lula spáð 50% at­kvæða og Bol­son­aro 36%.

Fleiri atkvæði en búist hafði verið við. Svo munar átta prósentustigum. Og bara tveir í framboði í raun.

Hvað klikkaði?

Einu sinni voru skoðanakannanir alveg meingallaðar. Hvítir menn í jakkafötum hringdu í vini sína sem voru með síma og spurðu hvað þeir ætluðu að kjósa. Aðrir kjósendur - ekki hvítir menn í jakkafötum - reyndust vera á öðru máli. Niðurstaðan var stórkostlegt misræmi á milli skoðanakannana og kosningaúrslita. Maður að nafni Georg Gallup sá hvað var á seyði og ákvað, ótrúlegt en satt, að búa til úrtakshópa sem endurspegluðu mun betur kjósendahópinn og viti menn - spáði mun betur en aðrir!

Síðan eru liðnir margir áratugi.

Svo hvað klikkaði í Brasilíu?

Ekkert, mögulega. Menn völdu kannski úrtakshópa sem hentuðu fyrirfram gefinni niðurstöðu, bjuggu til svokallaða skoðanakönnun og vonuðust til að dapurlegar sigurlíkur hins óvinsæla gætu haldið kjósendum hans frá því að rífa sig úr sófanum og mæta kjörstað.

Það klikkaði, augljóslega.

Hvað getum við lært af þessu? Og fleiri slíkum tilvikum?

Jú, að það er stundum og jafnvel oftar og oftar ekkert að marka skoðanakannanir, og bætast þær þá við listann með fréttum holræsamiðlanna (e. main stream media) og yfirlýsinga kjörinna fulltrúa sem vonast eftir klappi á bakið frá ókjörum erlendum embættismönnum. Slæm skoðanakönnum getur virkað letjandi og það vita þeir sem hanna þær. 

Lýðræði í hnotskurn, kannski. Eða atlaga að lýðræðinu svo þínar skoðanir skipti minna og minna máli. 

Dæmi hver fyrir sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband