Vonandi les Pútín ekki ritgerðir á skemman.is

Undir leiðsögn Silju Báru Ómarsdóttur, prófessors í alþjóðasamskiptum, var einhverju greyins ungmenninu leyft að skrifa eftirfarandi í útdrátt á lokaverkefni sínu (feitletrun mín):

Í þessari ritgerð er skoðað hvaða ákvarðanir og leiðir NATO ríki geta farið til þess að sporna við árásargirni rússneska stjórnvalda gegn fyrrum Sovétríkjum. Skoðað verður að hvaða leyti NATO er tilbúið að koma fyrrum leppríkjum Sovétríkjanna til hjálpar þegar stórveldi eins og Rússland ógnar þeim. Sem dæmi verða tekin átökin í Georgíu árið 2008, innrás Rússa á Krím skagann 2014 og svo árásina á Úkraínu núna árið 2022. Til að skoða ólík viðbrögð NATO við innrásunum verður raunhyggja og félagsleg mótunarhyggja notuð til greiningar. Einnig verður þjóðernishyggja notuð til þess að skoða ástæður fyrir árásargirni Rússa og hugmyndin um tryggða gagnkvæma eyðileggingu verður notuð til þess að skoða afleiðingar þess að NATO-ríki taki beinan þátt í átökunum. Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að NATO-ríki geti beitt þremur aðferðum til þess að berjast gegn Rússum. Sú fyrsta er refsiaðgerðir. Önnur aðferð er að vopna og fjármagna andstöðuna gegn Rússum og hefur þessum aðferðum verið mikið beitt á þessu ári. Þriðja aðferðin er að NATO-ríki sendi herlið sitt í bein átök við Rússa sem hefur ekki verið gert hingað til. Á meðan refsiaðgerðir gegn Rússum og fjármagn til Úkraínu mun halda áfram þá er ólíklegt að NATO grípi til hernaðaraðgerða á meðan stríðið brýst ekki inn í aðildarríki bandalagsins. Þó virðist það vera eina aðgerðin sem gæti stöðvað Pútín en hann hefur gert sig ósnertanlegan og virðast refsiaðgerðir gegn Rússlandi ekki hafa mikil áhrif á ákvarðanatöku forsetans. Einnig halda rússneskar hersveitir áfram að berjast þó svo að vopn vestrænna ríkja streymi til Úkraínu. Það má búast við aukinni árásargirni frá Rússum og mun þetta einungis enda þannig að Pútín annaðhvort vinnur eða tapar og getur herlið NATO-ríkjanna sigrað hann.

Látum málfar og gæði texta liggja á milli hluta.

Þarna er verið að hvetja til ýmislegs og það rökstutt á ýmsa vegu. Meðal annars er þarna sérstaklega tekið fram að bein átök milli herliðs á vegum NATO við Rússa sé eina leiðin til að stöðva eitthvað sem er lítið á ferðinni.

Maður þakkar fyrir að Pútín les ekki ritgerðir á skemman.is nú eða nokkur annar ef því er að skipta. En það má furða sig á því að íslenskur prófessor með greiðan aðgang að íslenskum fjölmiðlum skuli hleypa svona framhjá sér. Að nota staðbundin átök við landamæri Rússlands sem átyllu til að etja hermönnum NATO gegn rússneska hernum? Mikið rosalega væri þriðja heimsstyrjöldin rækilega skollin á ef svona fólk fengi raunverulega áheyrn!

En aftur, sem huggun: Það les enginn ritgerðir á skemman.is, svo við erum hólpin í bili, eða þar til Silja Bára kemst í næsta hljóðnema.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

NATO klæjar að koma af stað kjarnorkustríð. Látið er að því liggja að Putin hyggi á kjarnorkustríð en umræðan er øll hérna megin. Stórborgir í BNA og UK eru með leiðbeiningar um hvernig skuli bera sig að í slíkum aðstæðum. Fólk er jafnvel dáldið spennt yfir að eitthvað stórfenglegt sé að fara að gerast. Hvarflar ekki að því að það geti hugsanlega verið dautt þegar fjørid stendur sem hæst. 

Ragnhildur Kolka, 5.10.2022 kl. 19:56

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Assgoti er ég orðin sein að fatta,þegar birta tók snögglega í heilanum,því oft hafði ég leitað þangað þegar minn yngsti lauk sinni ritgerð,þar sem hún var rýnd vildu sum ættmenni lesa...! Það liggur greinilega í loftinu Ragnhildur að líklega eru Natoar við það að klóra af sér skinnið í spenningi.   

Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2022 kl. 03:05

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það skýrir eiginlega útbreiddar ranghugmyndir almennings að þegar jafnvel prófessorar við Háskólann eru svo rækilega heilaþvegnir að þegar Silja Bára lýsti eftirminnilegum sigri Trumps yfir Hillary í beinni kosninga útsendingu RÚV frá Washington, þá var hún gráti nær og að einmitt þessi sama kona sé enn helsti álitsgjafi RÚV þegar kemur að Bandarískum stjórnmálum er auðvitað engu lagi líkt.

Þessi lokaverkefnis útdráttur ungmennisins, sem Geir skopast skiljanlega að er góður, en bestar eru að venju rúsínurnar tvær í pylsuendanum og þar á ég auðvitað við þær Ragnhildi og Helgu, sem að venju reka smiðshöggið á þessa hráslagalegu gagnrýni, hvor annari betri.

Jónatan Karlsson, 6.10.2022 kl. 09:10

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég hef hjálpað mjög mörgum háskólanemum með lokaverkefni sín: Uppbyggingu, hugmyndir að efnistökum, heimildavinnu og málfar, og samúð mín er öll hjá nemandanum. Þetta er oft flókið og óyfirstíganlegt verkefni fyrir fólk sem er sumt hvert að skrifa sína fyrstu ritgerð. Freistingin er sú að skrifa ritgerð fyrir leiðbeinanda sinn - spyrja hann hvað hann vilji að standi og hvernig á að rökstyðja það. Þetta sé ávísun á góða einkunn. Hef margoft séð þetta. Og þetta unga fólk í slæmri aðstöðu til að véfengja orð hins blessaða prófessors eða lektors eða hvað þeir nú eru titlaðir.

En hérna var ungum manni att fram til að boða beint og milliliðalaust stríð milli NATO og Rússlands, í boði prófessors sem kennir nemendum námskeið eins og:

STJ102G - Alþjóðastjórnmál: Inngangur
STJ318G - Bandarísk stjórnmál
ASK105F - Staða Íslands í alþjóðakerfinu
ASK306F - Utanríkisstefna

Hún væri kölluð "war hawk" í bandarískum stjórnmálum og veit sennilega ekki af því sjálf.

Geir Ágústsson, 6.10.2022 kl. 10:54

5 identicon



Sæll Geir,
Eins og þú veist þá er svo margt sem er ekki sagt frá í þessum msm- fjölmiðlum
KV.




Þorsteinn Sch. Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.10.2022 kl. 11:03

6 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Folk getur huggað sig v það, að það er ekki til.það strið i mannkynnsigunnu sem hefur unnist gegn Russum.

52 sinnum h verið raðust a Russa m tilheyrandi bloðbaði og enn eru þeir uppistandandi.

Það er oshtgfja vyggð a tilfnningarsemi ef einhver heldur að Nato rkin seu að fara sigra eitthv syrið gegn russum.

Vetðbolgan ein og ser er nu þa og þegar a keið að fara gera ut af við Nato rikin.. og ekert lat er a.. þar sem að su hæna verður auðveldl snuin ur halslipnum a reuu augnabliki og þa eftir að hænan hefur misst mattun ut af vetðbolgutolunum ..

Þetta vita Russar mjog vel..verðbolgan hefur nefnil griðanlegan eyðileggingarmatf og henni fylgir engin geislavirkni.. það vita Russar mjog vel..

Lárus Ingi Guðmundsson, 6.10.2022 kl. 11:46

7 Smámynd: booboo

Öfgavinstri klikkhaus þessi Silja Bára. Það að hún sé leibeinandi nemandans segir að hún samþykkir (og jafnvel hefur áhrif á) þær skoðanir sem eru í ritgerðinnni. 

Ég efast um að nokkuð sé minnst á að Krímskaginn hafi verið Rússneskt frá árinu 1783 og íbúar eru rúmlega 90% Rússar, og að landsvæðið hafi verið fært inn í landakort Ukrainiu af Krustjeff (sem var Ukrainumaður) árið 1954 í eihverju gríni.

Utdráttur ritgerðarinnar gefur til kynna að namedinn sé að "tikka í öll box" rétttrúnaðarskoðana í þeim tilgangi að skora stig. Getur verið að nemandinn ætli sér fram í pólitík?

booboo , 7.10.2022 kl. 11:12

8 Smámynd: Geir Ágústsson

booboo,

Ég veit ekki hvað fór fram á meðan þessi ritgerð var í smíðum. Í ritgerðinni sjálfri er líka hægt að finna ýmislegt furðulegt, t.d. (bls. 56):

"Pútín er að reyna staðfesta Rússland sem stórveldi til frambúðar, stórveldi sem þarf að taka tillit til og getur endurheimt áhrifasvæði sitt frá tímum Sovétríkjanna."

Einnig (bls. 57):

"En Pútín er ógnað af vaxandi lýðræði í Úkraínu. Hann getur ekki þolað farsæla og lýðræðislega Úkraínu á landamærum Rússlands, sérstaklega ef úkraínska þjóðin fer líka að dafna efnahagslega."

Þetta minnir á skáldsögur bandarískra yfirvalda um að árásin á tvíburaturnana hafi verið vegna andúðar Araba á frelsi og lýðræði Vesturlanda. 

En hey, háskólinn á að vera gróðrarstíga fjölbreyttra hugmynda - líka þeirra sem falla að hagsmunum þeirra sem vilja halda átökum í Úkraínu gangandi eins lengi og hægt er!

Geir Ágústsson, 7.10.2022 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband