Bloggfærslur mánaðarins, september 2021
Fimmtudagur, 30. september 2021
Tiltektarsérfræðingar
Nú bregð ég aðeins út af vana mínum og ætla að fjalla um tiltektarmál. Þau hafa verið mér mjög hugleikin undanfarna mánuði þar sem ég er að koma mér fyrir í íbúð og er með allskonar sérviskuþarfir sem þarf að uppfylla.
Tiltektarráð 1: Ekki eiga marga hluti.
Tiltekt er einföld þegar hlutirnir sem geta farið á flakk eru fáir. Ein leið til að minnka draslið er að eiga ekki mikið af kommóðum, hirslum og hillum. Allt slíkt fyllist á einn eða annan hátt af hlutum, hvort sem þú þarft á þeim að halda eða ekki.
Tiltektarráð 2: Ekki eiga mikið af húsgögnum.
Hvað situr þú á mörgum stöðum eiginlega? Þú átt eldhúsborð og þar eru stólar. Þú átt sófa. Þú átt kannski hægindastóla, skrifborðsstóla og hvaðeina. Hvað þarftu að sitja á mörgum stöðum? Húsgögn flækjast fyrir og safna ryki og hlutum. Skápar og stærri húsgögn safna ryki undir sér og á bak við sig. Fækkaðu þeim.
Tiltektarráð 3: Eigðu réttu græjurnar.
Burðast þú með þunga ryksugu á milli herbergja sem þarf að stinga í samband hér og þar á meðan þú ferðast um gólfið? Hentu þessu drasli og fáðu þér þráðlausa standryksugu. Þá líða ekki meira en 10 sekúndur frá því þú sérð þörf á að ryksuga og þar til þú ert komin(n) vel áleiðis með verkið. Allskyns klútar, blautþurrkur og slíkt leysa af hólmi bréf og jafnvel hreinsiefni og þetta fæst í öllum búðum og kostar sáralítið.
Tiltektarráð 4: Hentu fullt af drasli.
Opnaðu einn af þínum stóru skápum og hentu helmingnum í honum. Það er ekkert mál. Finndu svo einhvern sem á sendibíl til að sækja draslið og fara með á haugana. Þú þarft ekki allt þetta drasl. Láttu eins og þú sért að flytja þótt þú sért ekki að flytja og ímyndaðu þér sóunina á plássi, tíma og orku sem færi í að pakka draslinu í kassa og keyra á nýjan stað.
Tiltektarráð 5: Haltu yfirborðum auðum.
Eldhúsborð- og bekkir, hillur, borð og fletir ofan á skápum safna endalausu ryki og ættu að vera sem auðastir. Gerðu það að vana að rýma alla slíka fleti við hvert tækifæri og halda þeim auðum. Þá er líka auðvelt að þurrka af.
Það mætti ætla að ég byggi í galtómri íbúð þar sem er ekki að finna nein húsgögn, enga hluti og engin föt en svo er ekki. Ég á heima í huggulegri og heimilislegri íbúð sem er auðvelt að taka til í. Bráðum fer ég í að hreinsa úr öllum skápum sem á einhvern undraverðan hátt eru að fyllast af drasli sem ég nota ekki og veit varla að ég á. Fatahirslur fá líka heimsókn frá mér bráðum. Út með draslið. Þá er minni þörf á tiltekt.
Reglurnar sem tiltektarsérfræðingarnir fara eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 29. september 2021
Sprautaðir bera líka út veiruna
Eini sóttvarnarlæknir Íslands (a.m.k. sá eini sem tjáir sig) hefur nú fengið leyfi til að innleiða enn eina reglugerðina, sem meðal annars felur í sér eftirfarandi:
Farþegar með tengsl við Ísland þurfa ekki lengur að sýna vottorð um neikvætt Covid-próf á landamærunum en sæta sýnatöku við komuna til landsins, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki. Óbólusettir farþegar þurfa sem fyrr að sýnatöku lokinni að sæta fimm daga sóttkví og fara í PCR-próf við lok sóttkvíar.
Hvernig stendur á þessum mismunandi reglum fyrir sprautaða og ósprautaða?
Sprautaðir smitast og smita aðra, rétt eins og ósprautaðir.
Sprautaðir veikjast, rétt eins og ósprautaðir. Hversu mikið er háð mörgum þáttum. Sumir telja að sprauturnar dragi úr líkunum á alvarlegum veikindum og veiti að því leyti ákveðna vörn. Frábært fyrir sprautaða ef rétt er. Aldraðir og veikburða eru kannski betur staddir en ella með sprautur í handleggnum.
Eiga ósprautaðir að sæta sóttkví af því þeir smita meira en ósprautaðir? Slíkt er ekki stutt neinum rannsóknum.
Eiga ósprautaðir að sæta sóttkví af því þeir eru einkennalausir smitberar, ólíkt þeim sprautuðu? Slíkt er ekki stutt neinum rannsóknum.
Eiga ósprautaðir að sæta sóttkví sem eins konar refsing fyrir að láta ekki sprauta sig? Það finnst mér líklegt.
Eiga ósprautaðir að sæta sóttkví sem eins konar hvatning til að láta sprauta sig? Það finnst mér líklegt.
Eiga ósprautaðir að sæta sóttkví af því að ef þeir fengju að ganga lausum hala eins og ósprautaðir þá gæti það verið svekkjandi fyrir þá sem tóku áhættuna af sprautunum? Það finnst mér líklegt.
Sprauturnar koma ekki í veg fyrir smit, útbreiðslu eða veikindi en þær geta mögulega veitt þeim sprautuðu einhverja vernd gegn alvarlegum veikindum (eða leitt til grafalvarlegra aukaverkana, en það er önnur saga). Af því leiðir að þær eru persónubundnar sóttvarnir eins og lýsisnotkun og neysla fæðubótarefna, en ekki tól til að takast á við útbreiðslu veiru. Að ósprautaðir séu settir í sóttkví í 5 daga er því ekki liður í sóttvarnaraðgerðum heldur skilaboðasending yfirvalda til almúgans:
Fáðu sprautuna, annars!
Fella niður kröfu um veirupróf við komuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 28. september 2021
Þegar afleiðingin er kölluð vandamálið
Mörg fyrirtæki hafa farið á hausinn vegna heimsfaraldurs veiru.
Margir hafa þróað með sér áfengissýki vegna heimsfaraldurs veiru.
Ríkissjóðir um allan heim hafa safnað miklum skuldum til að takast á við heimsfaraldur veiru.
Skólabörn víða um heim hafa flosnað varanlega úr námi vegna veiru.
Heimsfaraldur veiru er mikið vandamál!
En er það svo? Er hægt að kenna veiru um öll vandræði heimsins seinustu misseri? Ekki ef marka má dánartíðni vegna hennar og veikindi flestra aldurshópa.
Er ekki frekar við hæfi að segja að aðgerðir í nafni veiru séu vandamálið? Jú, auðvitað.
En það eru ekki bara veirur sem fá hlutverk blórabögguls. Nýlega var gefin úr enn ein skýrslan um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á hitt og þetta. Skýrslan er að sjálfsögðu kolsvört:
Niðurstöður nýrrar skýrslu alþjóðasamtakanna Barnaheilla Save the Children sýna að börn fædd í dag finna töluvert meira fyrir öfgakenndum loftslagsbreytingum í samanburði við fólk fætt árið 1960.
En bíddu nú við, hvað er vandamálið? Rigning og rok? Kuldi eða hiti? Nei, fátækt!
Þar segir enn fremur að loftslagsbreytingar hafi mest áhrif á börn sem búa í fátækari löndum eða samfélögum, þar sem þau eru nú þegar í mun meiri hættu vegna vatnstengdra hörmunga, hungurs og vannæringar. Einnig séu heimili þeirra oftar viðkvæmari fyrir flóðum, stormum og öðrum ofsaveðrum. Loftlagsbreytingar ógni áratuga baráttu gegn hungri og glæpum og auki hættuna á að milljónir barna muni festast í langvarandi fátækt.
Áratugabaráttu sem vel á minnst var snúið við með veiruaðgerðum sem hafa kostað ógrynni fólks menntun sína og lífsviðurværi.
Hvað gerðu Hollendingar fyrir nokkur hundruð árum þegar hafið að byrjað að éta strandlengjur þeirra og flæða inn á land? Jú, reistu varnargarða. Hvað gera Íslendingar þegar snjóflóð ógna byggð? Jú, reisa varnargarða. Hvað gerum við þegar kólnar? Við kyndum og einöngrum hús okkar. Hvað gerum við ef það hitnar? Jú, kaupum viftur og loftkælingu.
Þetta getur fátækt fólk ekki gert. Það er berskjaldað fyrir veðri og loftslagi. Það deyr úr kulda og hita, þarf að flýja hafið og missir allt sitt ef ofanflóð taka hús þeirra.
Fátækt er vandamálið, ekki veðursfarsbreytingar.
En gott og vel: Skýrslur þurfa að selja og til að selja þarf að dansa eftir meginstefinu. Veiran er vandamálið, ekki aðgerðirnar gegn henni. Veðursfarsbreytingar eru vandamálið, ekki fátæktin sem gerir fólki ókleift að bregðast við þeim.
Þá það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 26. september 2021
Sprautur og meðferðir
Ég man ekki hvar ég las það en á einum stað las ég þá skýringu á samsæriskenningum að munurinn og þeim og hinum heilaga og viðtekna sannleika væri 6-12 mánuðir.
Þetta rættist alveg rækilega í allri umræðu um uppruna veirunnar sem hefur plagað heiminn í fleiri mánuði núna (ekki endilega vegna alvarleika hennar heldur aðgerða vegna hennar). Eina stundina voru öll ummæli um að veiran hefði fæðst á rannsóknarstofu í Kína þurrkuð út á samfélagsmiðlum, þá næstu að þetta væri sennilega líklegasta skýringin.
Næsta svokallaða samsæriskenning á skotskífunni er sennilega virkni lyfsins ivermectin á veiruna og jafnvel sem forvörn gegn henni. Ýmsir samfélagsmiðlar setja stóra aðvörun á einfaldlega það að minnast á lyfið. Einhverjir hafa séð innlegg sín á samfélagsmiðlum aflífuð. En hvað er þá satt og rétt? Að þetta lyf sé ekkert annað en ormalyf fyrir hesta? Krem á gæludýr? Hvar er hægt að komast að slíku?
Á vefnum Zerohegde.com (skyldulesning daglega að mínu mati) er í boði góð samantekt á rannsóknum sem hafa farið fram á lyfinu í samhengi veiru eða eru í gangi. Sjá hér:
https://www.zerohedge.com/covid-19/never-say-neigh-fda-lists-horse-drug-approved-covid-treatment
Það má vel vera að blaðamenn og rétttrúnaðarprestar samfélagsmiðlanna hafi myndað sér sína skoðun en vísindamenn eru á öðru máli. Þeir hafa margir hverjir séð hér vonarneista sem gæti jafnvel kippt úr sambandi neyðarleyfum sprautuframleiðendanna. Sjáum hvað setur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 26. september 2021
Doktorinn góði
Viktor Orri Valgarðsson, doktor í stjórnmálafræði, segir:
Ríkisstjórnin græddi á því hvernig þau meðhöndluðu faraldurinn, að mati Viktors, og ánægjufylgið virðist hafa runnið að mestu til Framsóknar. Fólk sem er sátt við stjórnina eins og hún er en vildi síður kjósa Sjálfstæðislokkinn eða Vinstri græn, kaus þá Framsókn.
Þetta var frumleg skýring!
Faraldurinn var varla nefndur á nafn í kosningabaráttunni. Enginn flokkur reyndi að bendla sig við það hvernig tekið var á honum. Vaxandi gagnrýni á sóttvarnaraðgerðir virkaði eins og flugufæla fyrir stjórnmálamenn. Þeir urðu afstöðulausir með öllu.
En samkvæmt doktor í stjórnmálafræði græddi Framsókn á meðhöndlun ríkisstjórnarinnar á faraldrinum. Sú meðhöndlun snérist vel á minnst aðallega um að heilbrigðisráðherra einhvers annars flokks breytti minnisblöðum í reglugerðir.
Já, þetta var frumleg skýring.
Virðist sem Framsókn hafi étið Miðflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 26. september 2021
Óbreytt en samt ekki
Þá er búið að telja upp úr kjörkössunum eftir kosningar og margar niðurstöður á borðinu:
- Ríkisstjórnin í heild sinni heldur velli en með breyttu atkvæðavægi stjórnarflokkanna: Búið að draga svolítið úr henni vinstritennurnar og gera breiðari um miðjuna
- Enginn flokkur fyrir utan ríkisstjórnarflokkana með meira en 10% fylgi og 5 þingmenn
- D og B þurfa bara 2 þingmenn í viðbót til að mynda meirihlutastjórn og hafa þannig séð úr nægu að velja ef þeir vilja losna við VG
- Daðrið við B er væntanlega byrjað frá vinstri og hægri og gull og grænir skógar í boði
Ekki sama dramatíkin og leit út fyrir á tímabili en sjáum hvað setur.
Eðlilegt að stjórnarflokkarnir ræði saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 25. september 2021
Gæti skipt meira máli ef fjölbreytnin væri meiri
Það skiptir máli að mæta á kjörstað eða svo er alltaf sagt fyrir allar kosningar. En skiptir það máli? Kannski. Fyrir hvern og einn skiptir það auðvitað engu máli (eitt atkvæði breytir engu) en safnast þegar saman kemur og það allt.
Í skemmtilegasta pistli kosningabaráttunnar (og kannski ársins), Andlegir öreigar allra vinstriflokka sameinist, fer Sverrir Stormsker yfir landslag stjórnmála á Íslandi í dag. Nokkur gullkorn:
Á flokksþingi fyrir 5 árum voru þeir þjóðhollu eðalhægrimenn, Gústaf Níelsson og Jón Magnússon hrl., baulaðir niður af sviðinu fyrir að tala fyrir aðgæslu og heilbrigðri íhaldssemi í útlendingamálum, og fyrir stuttu var hægrimönnunum Brynjari Níelssyni og Arnari Þór Jónssyni sparkað niður stigann og Sigríði Á. Andersen dúndrað út um gluggann. Hægrimennska er einfaldlega ekki lengur liðin í Sjálfstæðisflokknum. Brynjar greyið hefur ekki undan við að samþykkja alls kyns kommúnistadellufrumvörp og kyngja ælum í gríð og erg. Hann er ekki aðeins mesti fýlupokinn á þingi að eigin sögn heldur er hann orðinn stærsti ælupokinn.
Að mínu mati er Sjálfstæðisflokkurinn engu að síður skásti vinstriflokkurinn því þar á bæ eru menn upp til hópa meðvirkir vinstrimennskunni frekar en sturlaðir vinstrivitleysingar. ...
Ástæðan fyrir öllum þessa fjölda flokka er ekki málefnaágreiningur heldur sú að allir Íslendingar vilja vera kóngar. Ef það kemur upp minnsta misklíð í flokki þá stofnar fúli froskurinn nýjan flokk utanum sjálfan sig þar sem hann getur verið kóngur í ríki sínu. ...
Ég býst við að Bjarni Ben myndi viðurkenna það fúslega að hann hafi beygt sig undir ægivald snargeðveiks tíðarandans og breytt flokknum í femínískan krataflokk pólitískrar rétthugsunar. ...
Grunnurinn í trúarbrögðum vinstrimanna er að peningar vaxi á trjánum og þessvegna er þeim líklega svona umhugað um grænu málefnin og trjárækt.
Erfitt er þó að sjá hvernig þeir ætla að fjámagna alla þessa góðmennsku sína og björgun heimsins því vaxtaskilyrði trjáa eru ekki svo góð á köldum Klakanum. ...
Menn þurfa ekki að vera sammála Sverri Stormsker til að hafa gaman af skrifum hans þori ég að fullyrða. Kannski menn geti hreinlega orðið sammála honum með því að lesa skrif hans því allt í einu lítur út fyrir að ríkisstjórnin gæti jafnvel haldið velli, í kjölfar pistilsins. Sjáum hvað setur.
Minn punktur hér er sá að það gæti skipt meira máli að kjósa ef flokkarnir væru ekki svona einsleitir flestir. Ég fagna valkosti lengst til vinstri - hreinræktaður sósíalismi. En hvað er í boði á hinum endanum? Hvenær breytist miðjan í hægri? Er Sjálfstæðisflokkurinn raunverulegur valkostur til hægri eða enn einn miðjuflokkurinn?
Vissulega er ekki hægt að treysta ríkissjóði fyrir öðrum en Sjálfstæðismanni og vissulega er von á aðhaldi í ríkisrekstri og skattalækkunum eingöngu raunhæf með Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn, en þetta eru allt að því smámunir. Hægriflokkur væri að tala fyrir sölu ríkiseigna, fækkun reglugerða, afnámi heilu skattanna, miklu meira útboð á þjónustu og miklu meira svigrúm til að prófa mismunandi rekstrarform á því sem er í dag miðstýrt með harðri hendi úr ráðuneytum.
Hægriflokkur talaði líka fyrir því að koma í veg fyrir að ókjörið embættismannakerfi fái hreinlega stjórnartauma landsins í hendurnar til að framfylgja mjög þröngu markmiði einhvers embættis. Hér er ég að tala um sóttvarnir. En hér þegja allir flokkar nema Ábyrg framtíð sem býður fram í Reykjavík Norður.
Og svo margt annað.
Það gæti skipt meira máli að kjósa.
Skiptir máli að mæta á kjörstað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 24. september 2021
Orkukreppan breiðir úr sér
Evrópubúar þjást nú af gasskorti og sá skortur á sér margar ástæður og jafnvel að breiða úr sér á heimsvísu eins og hér er rakið.
Í Danmörku er stærsta gasvinnslusvæðið, Tyra, í stórri endurnýjun og opnar ekki fyrr en á næsta ári eða jafnvel seinna. Danir þurfa því að flytja inn mun meira af gasi en í venjulegu árferði.
Í Hollandi eru menn smátt og smátt að loka hinu risastóra Groeningen-gasvinnslusvæði vegna ótta við jarðskjálfta.
Í Noregi kom í fyrra upp eldur í risastórri gasvinnslustöð sem breytir gasi í fljótandi gas (LNG). Hún opnar sennilega ekki fyrr en á næsta ári.
Græna orkan veitir litla aðstoð. Óvenjulítið hefur blásið í Evrópu í ár og í Noregi vantar vatn í uppistöðulónin.
Samhliða öllu þessu hefur fjárfesting í nýjum olíu- og gasvinnslusvæðum ekki verið mjög fjörug, bæði vegna lágs olíuverðs en einnig grænna heimsendaspádóma og þrýstings á að hreinlega hætta að leita að olíu og gasi og treysta á veðrið til að framleiða orkuna.
Sem betur fer styttist í að Rússar opni hina risavöxnu (en umdeildu) Nord Stream 2 gasleiðslu, og sem betur fer er hægt að bæta aðeins í raforkuframleiðsluna með vannýttum kolaorkuverum, t.d. í Þýskalandi, gefið auðvitað að það finnist kol og skip til að flytja þau.
Fer ekki að koma tími til að hleypa borpöllunum á Drekasvæðið?
Áhyggjur af matarskorti vegna orkukreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 23. september 2021
Veirufrétt og yfirvegun
Það er hægt að fjalla um smit, veiru og spítalainnlagnir og jafnvel aukningu á öllu þessu án þess að berja í stríðstrommurnar. Tökum dæmi úr dönskum fjölmiðli (í lauslegri þýðingu):
Sýkingin er stöðug og undir stjórn þessa stundina, segir prófessor í klínískri örverufræði við háskólann í Suður-Danmörku, Hans Jørn Kolmos.
En hann býst við að sjá aukningu á sýkingu í haust þar sem sýkingin mun berast sérstaklega á milli barna. Þau geta smitað aldraðra, og hér ætti fókusinn að vera, segir prófessorinn.
Ef við hugsum nú um að samfélagið sé í eðlilegum farvegi og fólk byrjað að lifa eins og áður þá muntu náttúrulega sjá fleiri smit. Og við getum séð að þar sem smitin eru í gangi núna er meðal yngri aldurshópa.
Hér munum við fyrst og fremst sjá útbreiðslu sýkingarinnar og eitthvað mun berast í aldraða og veikburða. Við sjáum þetta í formi sýkinga sem brjótast í gegn, þar sem fólk sem hefur í raun verið bólusett getur líka orðið lasið.
Við munum sjá þessa þróun með haustinu og hún mun flýta sér þegar við verðum æ meira innandyra, segir Hans Jørn Kolmos.
Þannig að þó að sýkingin gæti byrjað að breiðast hraðar út á næstu mánuðum, þá er núverandi ástand góður upphafspunktur, að sögn.
Hér er varað við aukningu smita með versnandi veðri og meiri inniveru en enginn að tala um að senda börnin heim og drepa menntun þeirra og félagslíf. Enginn að leggja til að banna tónleika og loka veitingastöðum.
Enginn hræðsluáróður, engin skelfing, enginn ótti.
Þetta er hægt.
Fimmtudagur, 23. september 2021
En hvað með sprauturnar?
Enn og aftur ætla svokallaðar sóttvarnarreglur að standa í vegi fyrir því að fólk geti átt eðlilegt líf og gert eðlilega hluti, eins og að mæta á kosningavöku. En bíddu nú við, má gefa áfengi fram á rauða nótt? Einhver nagar sig í handabökin núna. Með undanþágu sem var ætluð fyrir brúðkaup og afmæli geta nú farið fram kosningavökur, jafnvel allt að því með eðlilegu fyrirkomulagi. Fólk getur stundað venjulegan viðburð eins og venjulegt fólk! Ótrúlegt!
Allir hljóta nú að sjá hvað regluverkið er orðið fáránlegt. Ætli veira geri upp á milli fólks eftir því hvort það borgaði fyrir bjórinn sinn eða fékk hann gefins?
Ætli hún stoppi við dyrnar og lesi hvað margir séu inni í húsi áður en hún lætur til skara skríða? Virðir hún fjöldatakmarkanir eins og hlýðinn múgurinn?
Veirunni virðist vera alveg sama um þessar sprautur og smitar og sýkir alla, sprautaða og ósprautaða (mögulega draga sprautur úr alvarlegum veikindum fyrir áhættuhópa en jafnvel það er umdeilt).
Veirunni er alveg skítsama um grímurnar og smeygir sér í gegnum þær og kringum þær. Skítugar grímur stuðla líka að því að við öndum allskonar ógeði að okkur, ekki bara veirum.
Veiran hlær sig máttlausa á hverjum degi yfir því að læknum er bannað að nota vel rannsökuð og ódýr lyf til að slá á verstu veikindin í kjölfar smits.
Hún hlær einnig að því að allt í einu má ekki tala um að styrkja ónæmiskerfi sitt með fæðubótarefnum, hreyfingu og svefni. Slíku tali er mætt með háði og spotti.
Nú er að vona að stjórnmálaflokkarnir geymi smávegis af auglýsingafé sínu fyrir kosningavökur og að fólk geti drukkið ókeypis veigar langt fram á nótt og flakki jafnvel á milli kosningavaka og öldurhúsa, knúsi og kyssist, faðmist og fagni. Þeir sem létu draga sig í Laugardalshöllina (mörg hundruð manns í einu inni í sal, en veiran beið fyrir utan) hljóta að telja sig eiga eðlilegt líf skilið. Eða hvað?
Einungis fríar veigar fljóta eftir miðnætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |