Sprautur og meðferðir

Ég man ekki hvar ég las það en á einum stað las ég þá skýringu á samsæriskenningum að munurinn og þeim og hinum heilaga og viðtekna sannleika væri 6-12 mánuðir. 

Þetta rættist alveg rækilega í allri umræðu um uppruna veirunnar sem hefur plagað heiminn í fleiri mánuði núna (ekki endilega vegna alvarleika hennar heldur aðgerða vegna hennar). Eina stundina voru öll ummæli um að veiran hefði fæðst á rannsóknarstofu í Kína þurrkuð út á samfélagsmiðlum, þá næstu að þetta væri sennilega líklegasta skýringin.

Næsta svokallaða samsæriskenning á skotskífunni er sennilega virkni lyfsins ivermectin á veiruna og jafnvel sem forvörn gegn henni. Ýmsir samfélagsmiðlar setja stóra aðvörun á einfaldlega það að minnast á lyfið. Einhverjir hafa séð innlegg sín á samfélagsmiðlum aflífuð. En hvað er þá satt og rétt? Að þetta lyf sé ekkert annað en ormalyf fyrir hesta? Krem á gæludýr? Hvar er hægt að komast að slíku?

Á vefnum Zerohegde.com (skyldulesning daglega að mínu mati) er í boði góð samantekt á rannsóknum sem hafa farið fram á lyfinu í samhengi veiru eða eru í gangi. Sjá hér:

https://www.zerohedge.com/covid-19/never-say-neigh-fda-lists-horse-drug-approved-covid-treatment

Það má vel vera að blaðamenn og rétttrúnaðarprestar samfélagsmiðlanna hafi myndað sér sína skoðun en vísindamenn eru á öðru máli. Þeir hafa margir hverjir séð hér vonarneista sem gæti jafnvel kippt úr sambandi neyðarleyfum sprautuframleiðendanna. Sjáum hvað setur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Geir,

"Einhverjir hafa séð innlegg sín á samfélagsmiðlum aflífuð."

Það er rétt hjá þér að það má ekki benda á þetta Ivermectin lyf á þessum  samfélagsmiðlum. Því að aðalatrið er og hefur verið að koma inn þessum tilraunarbóluefnum án upplýsinga um innihaldsefni, áhættur, aukaverkanir, alvarlegar aukaverkanir og dauðsföll eftir þessar svokölluðu bólusetningar. 
KV.