Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2021

Engin samstaða, nei

„Það sem ég held að sé nokk­ur samstaða um er að miða ekki endi­lega við fjölda grein­inga eða ein­stak­linga með já­kvæð PCR-próf held­ur frek­ar skoða áhrif bólu­setn­ing­anna á inn­lagn­ir á sjúkra­hús og al­var­leg veik­indi,“ seg­ir Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. 

Er samstaða um slíkt?

Á ekki að reka þriðju sprautuna í fólk eða loka skólum og kaffihúsum ef smitin byrja að tikka upp en leiða ekki til mikilla innlagna á sjúkrahús?

Er smittalan ekki lengur miðpunktur alheimsins?

Það væri stórfrétt!

Þá færi nú heimurinn að minna á hefðbundin flensutímabil þar sem viðkvæmir láta bólusetja sig og kannski einhverjir aðrir en afgangur samfélagsins fleytir veirunni á milli sín, nær sér af henni með eða án aðstoðar lækna og áður en hendi er veifað hefur myndast nægt ónæmi í samfélaginu til að bola veirunni frá.

En mun haustið þróast svona þegar árstíðin verður veirunni hagstæðari og fólk heldur sig meira inni við og skiptist á sama loftinu?

Verður ekki talað um enn eina bylgjuna og öllu skellt í lás?

Eða ætla menn að gera það sem lagt var uppi með í upphafi: Að verja viðkvæma, hvetja hnerrandi fólk til að taka sér veikindadaga og fylgjast með álaginu á heilbrigðiskerfið?


Allar þessar góðu fréttir!

Vöknuðu blaðamenn í rosalega góðu skapi í dag? Eða vondu skapi? Ég er að rekast á miklu fleiri jákvæðar fréttir en venjulega!

Risapöndur ekki lengur í útrýmingarhættu segir frétt. Hvernig stendur á þessu? Eru manngerðu loftslagsbreytingarnar ekki að kála pandabjörnum? Batnandi ástand pandastofnsins er ólíðandi. 

Covid-19 hættuminni börnum en talið var segir frétt. Hræðileg frétt! Núna vilja foreldrar síður láta sprauta tilraunaefnum í börn sín og munu síður sætta sig við að þau missi allt félagslíf í næstu bylgju. Skaðleysi veiru á börn er ólíðandi.

Tilfellum fjölgar í Færeyjum100 vísindamenn vara við afléttingu sóttvarnaaðgerða, virkni bóluefna talið [sic] minnka með tímanum og gengur hægt að bólusetja í Austur-Evrópu. Þarna þekki ég blaðamenn! Tilfelli! Smit! Bóluefni! Ekki allar þessar jákvæðu fréttir takk. Maður verður alveg ruglaður í ríminu.


Rosling og fræðsla

Hans Rosling heitinn, sænskur prófessor og frábær fyrirlesari, minnti oft á það hvað fólk veit almennt lítið um ástand heimsins. Í sumum af prófunum sem hann lagði fyrir nemendur sína voru einkunnir lægri en ef apar hefðu giskað handahófskennt á svörin. Ekki er nóg með að margir lifa í heimi úreltra upplýsinga heldur kennum við fólki einfaldlega algjöra vitleysu og boðum aðgerðir gegn vitleysunni sem skila engum neinu. Sem dæmi má nefna áróðurinn gegn plaströrum á Vesturlöndum. einkunnir

Loftslagsvitleysa, veiruvitleysa, útblástursvitleysa, plastvitleysa, bílavitleysa, olíuvitleysa, hagfræðivitleysa. Endalaus vitleysa.

Hans Rosling barðist gegn þessu og afkomendur hans og arftakar berjast enn, t.d. með því halda úti þjónustunni Gapminder sem opnar á auðvelt aðgengi að stórum gagnagrunnum sem fólk getur flett upp í á auðveldan hátt og gert gögnin sjónræn. Þar er boðið upp á próf til að athuga þekkingu á ástandi heimsins og fullyrt að þú munir skora lágt í því.

Svipuð áhersla á fræðslu og goðsagnaaflífun sést hjá HumanProgress.org undir Life in Numbers. Sem handahófskennt dæmi sé ég að síðan ég fæddist hafa tekjur á íbúa í Sri Lanka aukist um 378% og lífslíkur um 14%. Ekki slæmt!

Ertu skarpari en leikskólakrakki? Nei. Þú ert sennilega ekki skarpari en simpansi þegar kemur að því að taka krossapróf. En huggaðu við að það er auðvelt að breyta því: Hættu að trúa fréttamönnum, stjórnmálamönnum og opinberum starfsmönnum þegar þeir eru að reyna mjólka þig um enn einn umhverfisskattinn eða álíka.


mbl.is „Ertu skarpari en leikskólakrakki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær er komið nóg?

Enn er haldið áfram á fullum krafti að bólusetja Íslendinga og talað um að sprauta alveg niður í 12 ára börn, sem er þvert á tilmæli Landlæknis um að fara ekki neðar en 18 ár, með eftirfarandi rökstuðningi (tvenn góð rök):

Þau bóluefni sem eru komnir lengst hafa ekki verið prófuð á börnum og ungmennum. Börn smitast síður en aðrir íbúar. Ekki er mælt með bólusetningu fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára.

223 þús. Íslendingar eru það sem kallast fullbólusettir og 262 þús. hafa fengið a.m.k. einn skammt, eða yfir 70% landsmanna, og sennilega stutt í að það verði fjöldi fullbólusettra.

Samkvæmt danskri rannsókn er talið að mörk hjarðónæmis vegna COVID-19 liggi á bilinu 60-80%. Okkur er sagt að bóluefnin veiti góða vernd og sé það tilfellið þá liggja mörk hjarðónæmis nær 60% en 80%. Séu þau gagnslaust sull þá liggja þau ofar. Svo eftir því sem yfirvöld stefna að stærra hlutfalli bólusettra, þeim mun meira gefa þau til kynna að bóluefnin virki illa.

Er til eitthvað opinbert markmið eða á bara að sprauta og sprauta þar til enginn mætir lengur í stungu?

Annars er stórfurðulegt hvað ásættanleg mörk fylgikvilla og aukaverkefna vegna bóluefna hafa víkkað mikið undanfarið. Árið 2018 skrifaði maður að nafni Þórólfur Guðnason grein þar sem hann meðal annars sagði, með hughreystandi texta (feitletrun mín):

Fá lyf undirgangast eins viðamiklar og strangar rannsóknir hvað öryggi og árangur varðar og bóluefni áður en þau eru tekin í almenna notkun. Áður en bóluefni eru sett á markað eru þau rannsökuð hjá mörg þúsund einstaklingum til að kanna árangur þeirra og öryggi. Þessar rannsóknir geta hins vegar misst af mjög sjaldgæfum aukaverkunum og því er einnig fylgst náið með hugsanlegum aukaverkunum bóluefna eftir að þau hafa verið tekin í almenna notkun. Með þessu móti er hægt að finna mjög sjaldæfar aukaverkanir og endurmeta notkun bóluefnanna. Niðurstöður slíkra rannsókna hafa sýnt að alvarlegar aukaverkanir bóluefna sem notuð eru hjá börnum í almennum bólusetningum eru mjög fátíðar, eða um ein aukaverkun á hverjar 500.000-1.000.000 bólusetningar. Þetta þýðir að á Íslandi má búast við einni alvarlegri aukaverkun á um 40 ára fresti. Fjöldi aukaverkana er þannig óverulegur í samanburði við þann árangur sem sést af bólusetningum.

Hérna erum við Þórólfur sammála: Einn á móti milljón eru frekar litlar líkur á alvarlegri aukaverkun og ávinningurinn af bóluefninu augljóslega stærri en áhættan af aukaverkun. 

En núna er jafnvel talið ásættanlegt að bóluefnin drepi fleiri en veiran sem þau eiga að temja. 

Er ekki komið nóg?


mbl.is Allir velkomnir í Janssen í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er læknastéttin ekki móðguð?

Eitt og eitt smit skýtur upp kollinum og ratar um leið í fyrirsagnir og fréttatíma. Við og við ratar einstaklingur með veiru inn í spítalarúm og því slegið upp sem stórfrétt. Ekkert kemst að nema bóluefni og er þá ýmist rætt um það sem örugga vörn eða ekki - bólusettir geta smitast af afbrigðinu, sjáðu til.

En ekkert er talað um þrekvirki lækna. Dauðsföll vegna veiru og bóluefnis svipað mörg en dauðsföll vegna veiru frosin í tíma. Þökk sé læknum. Er ekki kominn tími til að hrósa læknunum? Þeir virðast kunna sitt fag. Þeir fá samt enga hljóðnema. Þeir eru ekki spurðir hvernig þeir hafa meðhöndlað sjúklinga og náð hinum góða árangri. Engar fálkaorður til þeirra. Þegar starfsfólk Landakots hleypti veiru inn til sjúklinga sinna féllu mun færri en margir óttuðust, enda um fárlasið og háaldrað fólk að ræða.

Núna eru þeir að eiga við mörg hundruð tilfelli af aukaverkunum vegna bóluefna. Þeir þurfa að læra hratt, á nýjar tegundir hjartabilana, truflana á tíðarhringjum kvenna og hvaðeina. Yfirleitt forða þeir fólki frá dauða. Hjá þeim er hafið nýtt veirutímabil: Tímabil aukaverkana. En þeir eru duglegir. Þeir finna úrræði í flestum tilvikum.

Læknar hljóta að vilja fá svolítið af sviðljósinu. Og þeir hljóta að vera þreyttir á því að vera talaðir niður í sífellu með fullyrðingum um að engin meðferð virki eða finnist gegn COVID-19 eftir 18 mánuði af stanslausum rannsóknum. Það hlýtur einfaldlega að vera rangt þegar fjöldi dauðsfalla er skoðaður. 

Læknar, hafið þið ekkert til málanna að leggja?


mbl.is Hætta á smiti minni en samt til staðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólga sem fjármögnunarleið á lúxussnekkjum

Rakst á skondna lýsingu á afleiðingum stjórnlausrar peningaprentunar seðlabanka heimsins og hvernig hún skilar sér hratt og vel í vasa þeirra ríkustu:

Besides activity in the Mediterranean, superyacht sales are "roaring" this year as the Federal Reserve and federal government chose to inflate asset prices, allowing those who own assets, like stocks, bonds, and real estate, such as the wealthy, to rake in records amounts of gains in such a short period. This increased the demand for new superyachts and resulted in the second-hand market becoming absolutely red hot. 

Og af hverju eru verið að prenta alla þessa peninga? Jú, til að fjármagna hallarekstur hins opinbera. Og af hverju er hallarekstur og skatttekjurnar ekki bara látnar duga? Jú, því það er veira á sveimi og búið að drepa mörg hagkerfi í nafni veirunnar og búa til djúpa niðursveiflu sem þarf að borga sig út úr.

Hægrimenn eru stundum gagnrýndir fyrir að boða hallalaus fjárlög og aðhald í opinberum rekstri. Er ekki bara hægt að taka lán? Jú, en enginn á sparnað. Aukum þá bara peningamagn í umferð með einum eða öðrum hætti! Gott og vel, en fleiri peningar að elta sama varning og þjónustu og áður ýtir undir verðhækkanir, og stundum bólumyndum á ýmsum mörkuðum. Og það gagnast þeim ofurríku. Verðbólga er vinur hins ríka. Skuldsetning hins opinbera einnig.


Aldrei að sóa góðu neyðarástandi

Yfirvöld nota gjarnan neyðarástand til að auka völd sín og umsvif varanlega. Það má vel vera að hin varanlegu völd og umsvif séu minni en á hátindi neyðarástandsins en yfirleitt meiri en áður en neyðarástandið skall á.

Á Spáni er nú verið að leggja til löggjöf sem er það loðin í orðalagi og erfitt að túlka að í raun þýðir hún að yfirvöld hafi breytt tímabundnum ráðstöfunum í neyðarástandi (veira!) í eitthvað sem mætti alveg kalla fasisma. Auglýst er eftir fínna og nútímalegra orði en að inntaki er fasismi, skv. orðabókarskilgreiningu, alveg ágæt lýsing.

Á Íslandi hafa svipaðar þreifingar átt sér stað.

Í Danmörku er virk stjórnarandstaða svo kannski lífið komist í gamlar og góðar skorður fljótlega, en sjáum hvað setur.

Neyðarástandið gengur kannski yfir en í millitíðinni er búið að tryggja að völd og umsvif hins opinbera verða aðeins meiri en áður. Svona á á að sjóða frosk. Og gengur bara vel.


Næstur í röðinni?

Við búum í heimi sem virkar annaðhvort þannig að fórnarlömb ofbeldis geta leitað réttar síns með því að hafa samband við þar til gerð yfirvöld, eða ekki.

Ég er í vafa um hvort gildir í dag. 

Hafi manneskja t.d. kýlt mig í augað finnst mér líklegt að ég hefði látið það hafa afleiðingar. Kannski mætt á slysó og hitt lögguna og fengið skjalfest hvað gerðist. Í það minnsta.

En nei, svona virkar kerfið víst ekki. Og það er slæmt, fyrir alla. Það má núna svipta manneskju orðspori og lífsviðurværi í gegnum nafnlausar og jafnvel ævintýralegar frásagnir á samfélagsmiðlum.

Þetta er slæmt, fyrir alla! Bókstaflega alla. Því ef sönnunarbyrðin er afnumin þá getur hver sem er búist við því að hver sem er segi hvað sem er um hvern sem er og ekki bara verið afskrifaður sem slúðurberi heldur gerður að framkvæmda- og dómsvaldi.

Að því sögðu veit ég ekkert um þá sem hafa lent á skotskífunni undanfarið, yfirleitt myndarlegir karlmenn sem hafa notið svolítillar velgengni sem tónlistarmenn. Kannski er allt sem um þá er sagt rétt, kannski sumt, kannski ekkert. Dómstólar ættu að hafa fengið svolitla aðkomu en fá ekki. Það er vandamálið, og ástæða þess að utanaðkomandi hvorki geta né eiga að mynda sér skoðun, hvað þá að dæma, nema sem vangavelta og helst í einrúmi.

Orðið "hreinsanir" hefur í langan tíma verið notað sem dæmi um einhvers konar ofríki og valdmisbeitingu leiðtoga. Reynum að forðast slíkt.


mbl.is Ingó veðurguð sakaður um kynferðisofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næg er þátttaka karlmanna

Aukin þátttaka drengja og karla og úrbætur í réttarvörslukerfinu eru meðal þeirra atriða sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lagði áherslu á þegar hún kynnti skuldbindingar Íslands í átaksverkefninu Kynslóð jafnréttis á ráðstefnu í París í dag.

En er þátttaka karlmanna ekki alveg næg?

Í skilnaðarmálum enda þeir yfirleitt uppi með meðlagsgreiðslur (jafnvel óháð umgengni) og börn þurfa að þola að upplifa að móðir tálmar umgengni þeirra með föður.

Meðlagsgreiðslurnar eru í himinhæðum, miklu hærri á Íslandi en t.d. Danmörku, og sífellt talað um að bæta í þær.

Slæm kjör einstæðra foreldra, sem koma stundum upp í umræðunni, eru meðaltal rosalega slæmra kjara einstæðra feðra og sæmilegra kjara einstæðra mæðra, enda sópa þær til sín barnabótum og meðlagsgreiðslum og rukka svo pabbann fyrir námskeið, íþróttastarf og fatakaup fyrir börnin.

Margir einstæðir feður sjá sér varla annan kost en að gera sig einhvern veginn að öryrkjum í kerfinu til að sleppa við svíðandi greiðslur til fjármögnunar á lífsstíl barnsmæðra sinna. 

Sjálfsmorð einstæðra feðra eru að mér skilst áberandi meiri en annarra þjóðfélagshópa.

Það er nóg að ásaka á samfélagsmiðlum til að svipta börn föður sínum. Kerfið hefur þann háttinn á að svipta frekar börn föður sínum en að rannsaka sannleiksgildi ásakana.

Svo já, þátttaka feðra er alveg næg, held ég. Hún mætti kannski verða minni. Eða jafnari.


mbl.is Þátttaka drengja og karla mikilvæg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband