Næstur í röðinni?

Við búum í heimi sem virkar annaðhvort þannig að fórnarlömb ofbeldis geta leitað réttar síns með því að hafa samband við þar til gerð yfirvöld, eða ekki.

Ég er í vafa um hvort gildir í dag. 

Hafi manneskja t.d. kýlt mig í augað finnst mér líklegt að ég hefði látið það hafa afleiðingar. Kannski mætt á slysó og hitt lögguna og fengið skjalfest hvað gerðist. Í það minnsta.

En nei, svona virkar kerfið víst ekki. Og það er slæmt, fyrir alla. Það má núna svipta manneskju orðspori og lífsviðurværi í gegnum nafnlausar og jafnvel ævintýralegar frásagnir á samfélagsmiðlum.

Þetta er slæmt, fyrir alla! Bókstaflega alla. Því ef sönnunarbyrðin er afnumin þá getur hver sem er búist við því að hver sem er segi hvað sem er um hvern sem er og ekki bara verið afskrifaður sem slúðurberi heldur gerður að framkvæmda- og dómsvaldi.

Að því sögðu veit ég ekkert um þá sem hafa lent á skotskífunni undanfarið, yfirleitt myndarlegir karlmenn sem hafa notið svolítillar velgengni sem tónlistarmenn. Kannski er allt sem um þá er sagt rétt, kannski sumt, kannski ekkert. Dómstólar ættu að hafa fengið svolitla aðkomu en fá ekki. Það er vandamálið, og ástæða þess að utanaðkomandi hvorki geta né eiga að mynda sér skoðun, hvað þá að dæma, nema sem vangavelta og helst í einrúmi.

Orðið "hreinsanir" hefur í langan tíma verið notað sem dæmi um einhvers konar ofríki og valdmisbeitingu leiðtoga. Reynum að forðast slíkt.


mbl.is Ingó veðurguð sakaður um kynferðisofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er hálf ógnvænlegt að menn séu teknir af lífi án dóms og laga fyrir ósannaðan orðrom á samfélagsmiðlum og mannorð þeirra dregið í gegnum svaðið.

Það eru sömu píkurnar sem standa að þessu öllu án þess að vera aðilar að meintum málum. Þetta er áhugamál.  Það er viðeigandi að þessi óskráðu samtök kalli sig "Öfga" og "Aðgerðasinna".

Kannski þurfa þær að finna sér eitthvað að gera og beina huganum að öðru heldur að liggja í fásinni á feisbúkkgrúbbum á meðan þær eru á ríkisframfæri í námi í kvennafræðum.

það má ekki gerast að menn beygi sig undan þessu. Meirihluti landsmanna er á bandi Ingó þar til annað kemur í ljós.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.7.2021 kl. 00:03

2 identicon

Æi góðu bestu. 

Ég get alveg skilið þessa baráttu ykkar þegar í hlut eiga menn sem eru sakaðir um ofbeldi út í bláinn af einni, eða örfáum konum.

En allir sem eru dálítið nær Ingó í aldri en þið vita hvernig hann kemur fram við konur og jafnvel barnungar stelpur. Ég hef sennilega verið við fermingu þegar ég heyrði fyrst sögur af stelpum á mínum aldri sem höfðu lent í honum. Hann – tónlistarmaðurinn á þrítugsaldri – hefði reynt að kyssa þær, draga þær með sér afsíðis og engu skeytt um áhugaleysi þeirra

Þetta hefur verið svokallað opinbert leyndarmál, og það eina sem er nýtt í þessu núna er að greint er frá á opinberum vettvangi og í fjölmiðlum. Konur virðast hafa fengið nóg af því að sjá hann halda uppteknum hætti og koma fram á hátíðum eins og ekkert sé.

Vitaskuld á Ingó rétt á því að vera saklaus fyrir lögum uns sekt er sönnuð. En það á enginn rétt á því að troða upp á vinsælustu útihátíð landsins.

Ég get lofað þér því að ef fjöldi ellilífeyrisþega um allt land myndi t.d. saka Ingó um að brjótast inn á elliheimilið þeirra, stela af þeim veskinu og sparka í þá, þá yrði hann ekki bókaður á margar hátíðir framvegis hvað svo sem beinhörðum sönnunargögnum og réttarhöldum liði.

Gunnar (IP-tala skráð) 4.7.2021 kl. 04:03

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Gunnar,

Athyglisvert. Ég veit ekkert um manninnn (né tónlist hans) en hvernig þegja fórnarlömb hans með góðri samvisku?

Geir Ágústsson, 4.7.2021 kl. 10:59

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað sem Ingo má hafa gert eða ekki, þá hefur hann hvorki verið kærðir né sakaður um neitt. Þetta eru mannesjur sem engan hlut eiga að máli, en hafa einungis orðróm og kjaftasögur sér til fulltyngis. Svona rétt eins og Gunnar hér að ofan.

Ingó er frjáls til að lifa lífi sínu þar til hann verður ákærður og sekt hans sönnuð. Punktur.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.7.2021 kl. 11:37

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Jón Steinar,

Ég hef velt þessu töluvert fyrir mér. Eftir 12 á verður dóttir mín 15 ára og fer að sækja böll og annað. Vil ég ekki vita ef tónlistaratriðið er framkvæmt af fullorðnum manni sem sækir í ungar stelpur? Jú, auðvitað. Jafnvel af afspurn.

En vil ég komast að því 20 árum seinna í gegnum TikTok? Nei. 

Gunnar sem skrifar hér athugasemdir segir að allir hafi í raun vitað lengi að Ingó svokallaður hafi verið að gramsa í ungum stelpum. En treður samt upp. Þar til hann á að stýra brekkusöng, þá verður allt brjálað. 

Er þögn meintra fórnarlamba hans ekki alveg galin? Fékk Ingó þessi frítt spil í mörg ár, þar til hann átti að stýra brekkusöng? Hafði enginn áhuga á því að kæra, benda á, vara við og forða ungum stelpum frá návist hans á skemmtunum fyrr en hann var á háu sviði fyrir framan sennilega eins fullorðinn hóp áhorfenda og hugsast getur?

Er fólk gjörsamlega búið að missa trú sín aá framkvæmda- og dómsvaldinu þar sem þrátt fyrir allt er gerð krafa um sannanir, og algjörlega komið á band samfélagsmiðla þar sem ekkert þarf að sanna?

Geir Ágústsson, 4.7.2021 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband