Aldrei að sóa góðu neyðarástandi

Yfirvöld nota gjarnan neyðarástand til að auka völd sín og umsvif varanlega. Það má vel vera að hin varanlegu völd og umsvif séu minni en á hátindi neyðarástandsins en yfirleitt meiri en áður en neyðarástandið skall á.

Á Spáni er nú verið að leggja til löggjöf sem er það loðin í orðalagi og erfitt að túlka að í raun þýðir hún að yfirvöld hafi breytt tímabundnum ráðstöfunum í neyðarástandi (veira!) í eitthvað sem mætti alveg kalla fasisma. Auglýst er eftir fínna og nútímalegra orði en að inntaki er fasismi, skv. orðabókarskilgreiningu, alveg ágæt lýsing.

Á Íslandi hafa svipaðar þreifingar átt sér stað.

Í Danmörku er virk stjórnarandstaða svo kannski lífið komist í gamlar og góðar skorður fljótlega, en sjáum hvað setur.

Neyðarástandið gengur kannski yfir en í millitíðinni er búið að tryggja að völd og umsvif hins opinbera verða aðeins meiri en áður. Svona á á að sjóða frosk. Og gengur bara vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Eina von okkar er að næst taki vinstristjórn við, helst með Fjögurra blaða Smárann innanborðs. Kannski tekst þá einhverjum að sparka í Sjálfstæðisflokkinn svo hann kippist í það minnsta við.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.7.2021 kl. 21:18

2 identicon

Það mætti eins segja að ef völdin sem þjóðfélagið veitir ríkinu nægi ekki til að afstýra neyðarástandi þá séu völd ríkisins ófullnægjandi, vilji þjóðfélagið afstýra neyðarástandi. Og skapist neyðarástand vegna ófullnægjandi valda stjórnvalda verður þjóðfélagið að sjá til þess að það gerist ekki aftur eða sætta sig við að neyðarástand skapist aftur og aftur og aftur.

Vagn (IP-tala skráð) 4.7.2021 kl. 22:26

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta minnir mig á svolítil skrif frá 1932:

The Fascist conception of the State is all embracing; outside of it no human or spiritual values can exist, much less have value. Thus understood, Fascism, is totalitarian, and the Fascist State — a synthesis and a unit inclusive of all values — interprets, develops, and potentates the whole life of a people.

Geir Ágústsson, 5.7.2021 kl. 10:04

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Á Íslandi er búið að afnema allar sóttvarnareglur innanlands.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2021 kl. 15:39

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Fyrir ári síðan var nánast það sama uppi á tengingnum. Að vísu fjöldatakmarkanir en bara einföld skimun við landamærin. Síðan var öllu snúið á haus korter í Þjóðhátíð í Eyjum. Sjáum hvað setur. Nú eru yfirvöld víða byrjuð að tala niður vörn bóluefnanna og þrástaglast á delta-afbrigðum (sem smita meira en veikja minna, að því er manni sýnist á gögnum um spítalainnlagnir). Ekki er öll nótt úti enn. Ekki er langt síðan menn gerðu tilraunir til að lauma allskyns valdheimildum inn í uppfærð sóttvarnarlög, og sennilega tókst það að einhverju leyti.

Geir Ágústsson, 5.7.2021 kl. 15:53

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það tókst að lauma inn heimild til að kveða á um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi í vissum tilvikum, en sem betur fer fáu öðru frásagnarverðu.

Grímuskylda var til dæmis ekki þar á meðal.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2021 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband