Næg er þátttaka karlmanna

Aukin þátttaka drengja og karla og úrbætur í réttarvörslukerfinu eru meðal þeirra atriða sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lagði áherslu á þegar hún kynnti skuldbindingar Íslands í átaksverkefninu Kynslóð jafnréttis á ráðstefnu í París í dag.

En er þátttaka karlmanna ekki alveg næg?

Í skilnaðarmálum enda þeir yfirleitt uppi með meðlagsgreiðslur (jafnvel óháð umgengni) og börn þurfa að þola að upplifa að móðir tálmar umgengni þeirra með föður.

Meðlagsgreiðslurnar eru í himinhæðum, miklu hærri á Íslandi en t.d. Danmörku, og sífellt talað um að bæta í þær.

Slæm kjör einstæðra foreldra, sem koma stundum upp í umræðunni, eru meðaltal rosalega slæmra kjara einstæðra feðra og sæmilegra kjara einstæðra mæðra, enda sópa þær til sín barnabótum og meðlagsgreiðslum og rukka svo pabbann fyrir námskeið, íþróttastarf og fatakaup fyrir börnin.

Margir einstæðir feður sjá sér varla annan kost en að gera sig einhvern veginn að öryrkjum í kerfinu til að sleppa við svíðandi greiðslur til fjármögnunar á lífsstíl barnsmæðra sinna. 

Sjálfsmorð einstæðra feðra eru að mér skilst áberandi meiri en annarra þjóðfélagshópa.

Það er nóg að ásaka á samfélagsmiðlum til að svipta börn föður sínum. Kerfið hefur þann háttinn á að svipta frekar börn föður sínum en að rannsaka sannleiksgildi ásakana.

Svo já, þátttaka feðra er alveg næg, held ég. Hún mætti kannski verða minni. Eða jafnari.


mbl.is Þátttaka drengja og karla mikilvæg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Riddarinn

Því miður þá er þetta ekki nein vittleysa og sorglegt hvað þetta auðséða óréttlæti til umgengni barnana og feðra. Hluttfallsleg skipting meðlags ætti að vera í samræmi við umgengn.

Riddarinn , 1.7.2021 kl. 22:40

2 identicon

Það var lagt frumvarp um þetta mál fyrir 17 árum síðan, en því var að ég held snúið upp í allt annað.   Það er heldur ekki hægt að ræða karlaathvarf og svo básunar forsætisráðherra um jafnrétti í tíma og ótíma en slæm staða einstæðra feðra og ofbeldi sem eiginmenn verða fyrir er algjörlega þagað í hel og eru fjölmiðlar þar fullir þáttakendur í þögninni.  https://www.mbl.is/greinasafn/grein/832592/

Kristinn Sigurjonsson (IP-tala skráð) 1.7.2021 kl. 23:37

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Fjölmiðlum er skítsama en örfáar undantekningar finnast, t.d.

https://stundin.is/frett/borgar-medlag-thratt-fyrir-jafna-busetu-barns/

Geir Ágústsson, 2.7.2021 kl. 08:32

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ísland er það eina af Norðurlöndunum sem ákvarðar meðlag án nokkurs tillits til fjárhagslegar stöðu hlutaðeigandi aðila eða möguleika þeirra til eigin framfærslu og eftir atvikum "umgengisbarna". Hvernig á "umgengnisforeldri" að geta haft eðlilega umgengni við börn sín ef það hefur ekki einu sinni nóg til hnífs og skeiðar fyrir sig sjálft, hvað þá til framfærslu barna á meðan umgengi stendur yfir? Þetta er innbyggði ómöguleikinn í íslenska kerfinu, á meðan engin önnur Norðurlönd krefja fólk um meðlag nema það hafi raunverulega efni á því að teknu tilliti til framfærslu.

Íslenska meðlagið er ekkert annað en barneignaskattur.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.7.2021 kl. 17:48

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Eru yfirvöld ekki einmitt nýlega búin að lýsa yfir áhyggjum af fækkun barneigna? Minnir það. Fyrirsjáanleg áhrif skattheimtu (óbeinar), kannski.

Geir Ágústsson, 3.7.2021 kl. 18:15

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi skattheimta hvetur a.m.k. ekki til barneigna.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.7.2021 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband