Delta-afbrigðið til bjargar heilbrigðiskerfinu

Myndirnar hér að neðan eru fengnar úr þessu myndbandi um delta-afbrigðið (indverska afbrigðið) svokallaða. Tölurnar eru frá Bretlandi.

Fyrri myndin sýnir hlutfall delta-afbrigðsins af öllum smitum seinustu vikur og mánuði (fjólubláa svæðið). Það er greinilegt að þetta afbrigði smitar meira en önnur og er í dag svo að segja ástæða nánast allra smita. Slæmt, eða hvað?

1

Næsta mynd sýnir spítalainnlagnir.

2 

Næsta mynd sýnir bæði útbreiðslu delta-afbrigðisins og spítalainnlagnir (græn lína) á sömu mynd.

3

Við vitum að flensuveirur og fyrri kórónaveirur stökkbreytast þannig að þær nái sem mestri útbreiðslu en verða um leið kraftminni. Þetta hafa menn vonast til að sjá með nýju veiruna (SARS-CoV-2) og svo virðist vera raunin, sem betur fer. Við getum því fagnað því að delta-afbrigðið er að breiða úr sér og getum þá hent grímunum og bóluefnunum í ruslið, faðmast og knúsast, haldið Þjóðhátíð í Eyjum og opnað landamæri (í von um fleiri delta-afbrigði).


mbl.is Delta-afbrigðið veldur 21% aukningu Covid-smita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband