Bloggfærslur mánaðarins, maí 2020

Hvað er ríkið sæi um skósölu?

Ímyndum okkur heim þar sem ríkisvaldið sér um að framleiða, dreifa og selja skó - niðurgreidda auðvitað enda má líta á skóeign sem einhvers konar mannréttindi. Hagkvæmnin væri vitaskuld í forgrunni til að sóa ekki verðmætum: Skór væru staðlaðir í útliti, litavali og efnisvali. Háskólamenntaðir skósalar kenndu fólki að aðlagast þessu einsleita vöruúrvali með ýmsu lesefni, fyrirlestrum og sérkennslu eftir þörfum. Fólk hefur vanist þessu fyrirkomulagi og því að hafa ekki um margt að velja. Það sem er í boði er nógu gott fyrir flesta. 

Þó finnast einhverjir sem sætta sig ekki við hið takmarkaða úrval og einsleitni. Þeir borga vissulega sína skatta í skiptum fyrir niðurgreidda skó en velja engu að síður að reiða enn meira fé af hendi til að fá aðgang að meira úrvali og öðrum tegundum skófatnaðar. Inn á milli hinna opinberu skóbúða spretta því "einkareknar" skóbúðir með allskyns furðulega sandala, leðurstígvél og hvaðeina.

Eðli málsins samkvæmt hafa ekki allir efni á bæði sköttunum og álagningu einkareknu skóbúðanna og því er aðsókn í þær búðir að jafnaði frekar dræm. Þó tekst einhverjum að laða til sín viðskiptavini.

En skyndilega verður ríkisvaldinu gert ljóst að ríkisúrvalið hentar ekki öllum. Hvað með þá með skakkar eða mislangar fætur? Þeir geta ekki gengið í skóm ríkisins. Svo eru það íþróttamennirnir - þeir vilja léttari skó sem anda betur. Ónefndir eru svo fjallgöngumenn, fólk sem svitnar mikið á fótunum og þeir sem vilja geta vaðið snjó án þess að frjósa á tánum.

Skýrslur eru skrifaðar og nefndir settar á legg. Málið er rætt í þaula á hinum ýmsu skrifstofum hins opinbera. Hvað á að gera til að mæta þörfum þessara vandræðagemsa sem geta ekki gengið í ríkisskónum?

Úr verður að setja í gang allskyns sérverkefni til að koma til móts við þessa minnihlutahópa sem geta ekki notaða hinu stöðluðu ríkisskó.

Allir sáttir, þar til einhver segir: Af hverju er hið opinbera að sjá um framleiðslu og dreifingu á skóm? Er engin eftirspurn sem kallar á framboð? Geta einkaaðilar ekki bara tekið yfir allan þennan markað?

Og í leiðinni skólastarfið?

Það vilja allir góða skó og góða menntun. Ríkið hefur hér ekkert hlutverk nema að flækjast fyrir.


mbl.is Styrkur fyrir íslenskt samfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimatilbúin fátækt

Við lestur á svolítilli frétt um námuvinnslu í Afganistan rifjast upp fyrir mér nokkuð sem hagfræðingurinn Ludwig von Mises skrifaði á sínum tíma, í bók sinni The Anti-Capitalistic Mentality:

The truth is that the accumulation of capital and its investment in machines, the source of the comparatively greater wealth of the Western peoples, are due exclusively to laissezfaire capitalism ... It is not the fault of the capitalists that the Asiatics and Africans did not adopt those ideologies and policies which would have made the evolution of autochthonous capitalism possible. (bls. 82)

Og síðar:

It is nonsensical to blame capitalism and the capitalistic nations of the West for the plight the backward peoples have brought upon themselves. The remedy indicated is not "justice" but the substitution of sound, i.e., laissez-faire, policies for unsound policies. (bls. 83)

Með öðrum orðum: Uppskriftin að ríkidæmi er þekkt. Það þarf bara að fylgja henni! Þeir sem fylgja henni ekki halda áfram að vera fátækir (nema auðvitað þeir rekist á verðmæti í jörðu, en jafnvel það er engin trygging fyrir ríkidæmi eins og dæmin sanna).

Vestræn ríki hafa í áratugi dælt svimandi fjárhæðum í svokallaða þróunaraðstoð til vanþróaðra ríkja án þess að hnýta á slíkt skuldbindingar um að þiggjendur taki upp kapítalisma, þ.e. verslunarfrelsi og vernd eignarréttarins. Þetta voru og eru risastór mistök.

Kannski er flókið og leiðinlegt að baka kransaköku en ef þú vilt kransaköku þá skaltu fylgja uppskriftinni. Það er ekki flóknara en svo.


Veirur eru ekki eina dánarorsök fólks

Eftir því sem gögnin hrannast upp fer umræðan um viðbrögð við kórónaveirunni smátt og smátt að verða betri. Ekki veitir af.

Fleiri og fleiri benda t.d. á að það er fleira sem drepur fólk en veirur. Fátækt er til dæmis lífshættuleg. Þar sem yfirvöld stuðla að fátækt (sem fellur ágætlega að sumum stjórnmálastefnum), þar er heilsa fólks lakari. 

Andlegir erfiðleikar (t.d. vegna einangrunar, vonleysis eða daprar framtíðarsýnar) eru líka hættulegir. Andleg og líkamleg heilsa er oft samþætt. Stress getur leitt til hjartasjúkdóma, svo dæmi sé tekið.

Sú kreppa sem yfirvöld heimsins eru búin að innleiða er lífshættuleg. 

Það er fleira en veiran sem drepur. Dauðinn er hluti af lífinu. 

Opnum allt strax, verjum þá viðkvæmu og leyfum öðrum að smitast og jafna sig. Það er eina langtímaáætlunin sem gengur upp.


mbl.is Einungis 7,3% Stokkhólms myndað mótefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandi verkalýðsfélaga

Ég hef ekkert á móti verkalýðsfélögum í sjálfu sér. Í gegnum þau geta félagsmenn komið sér saman um að greiða í ýmsa sjóði, styðja við hvern annan og jafnvel ganga sameinaðir að samningaborðum til að ræða þar kaup og kjör.

Verkalýðsfélög eru samt miklu meira - og verra - en þetta. Þau njóta lagaverndar sem ég veit ekki til þess að nein önnur samtök njóti: Réttinn til að beita ofbeldi. Þau geta knésett fyrirtæki, bremsað samfélagið, svipt börn menntun og aldraða umönnun, lokað samgöngum og komið í veg fyrir að fólk geti ferðast.

Hvað er þetta annað en ofbeldi? Orðabókanákvæmar skilgreiningar óskast!

En verkalýðsfélög geta ekki alltaf komist upp með hegðun sína til lengri tíma. Mörg dæmi eru um blómlegar borgir sem eru núna orðnar að hálfgerðum hreysaþyrpingum. Bílaborg Bandaríkjanna, Detroit, er sennilega frægasta dæmið. Þar voru einu sinni framleiddir bestu og um leið hagkvæmustu bílar heims. Verkamennirnir voru vel launaðir og nutu ýmissa fríðinda. Verkalýðsfélögin fengu blóðbragð í munninn og gengu lengra og lengra þar til samkeppnishæfni atvinnurekandans var að engu orðin og vinnustaðnum var lokað.

Nákvæmlega þetta ástand hrjáir núna Icelandair og raunar mörg af hinum rótgrónu flugfélögum. Þau geta einfaldlega ekki sameinað verðhugmyndir væntanlegra viðskiptavina við kröfugerðir verkalýðsfélaganna. 

En hvað gerist þá? Verða flugmenn og flugþjónar að láglaunastétt sem nær ekki að láta enda ná saman? Kannski, ef þessar stéttir verða áfram mannaðar af fullorðnu fólki með húsaleigu eða afborganir. Kannski ekki, ef þessar stéttir verða í staðinn mannaðar af yngra fólki sem er að byggja upp reynslu og þekkingu, eins og gildir um flestar aðrar þjónustustéttir nema þær allrasérhæfðustu (t.d. þjóna á dýrum veitingastöðum). 

Kannski verða til flugmiðar þar sem sérstaklega er beðið um íslenskumælandi flugþjóna og flugmenn og þeir bera þá hærra verð.

Kannski verða til flugmiðar þar sem krafan er sú að í boði séu sviðakjammar og lýsisskeiðar og bera þá hærra verð en kex- og kókmiðarnir.

Eitthvað þarf samt að gefa eftir. Það er á hreinu. Erlend flugfélög mönnuð fólki frá mun fátækari ríkjum geta sinnt flugi til og frá Íslandi, og þetta fólk fylgir nákvæmlega sömu reglum og stöðlum um flugöryggi og annað og Icelandair. 

Verkalýðsfélög geta auðvitað verið góð en þau geta líka verið eiturpilla.


mbl.is Mun beita sér af krafti fyrir björgun Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru fyrstu lögsóknirnar vegna lokana að fæðast?

IMG_20200515_074140438Það er ljóst að nú þegar mesti hamagangurinn vegna kórónavírussins er að ganga yfir að margir séu nú farnir að hugsa: Var brotið á mér? Var ég sviptur lífsviðurværinu án fullnægjandi lagaheimilda? Var mér og mínu fyrirtæki mismunað? 

Einn rekstraraðili í Danmörku hefur fengið svolítið dálkapláss til að ræða hugmyndir sínar um að lögsækja lögregluna. Hann fékk ekki að opna klippistofu sína því hún er inni í verslunarmiðstöð (hálfyfirbyggð, svipað og Mjóddin í Reykjavík). Samkeppnisaðilar hans við göngugötur máttu hins vegar opna. Þetta finnst honum vera mismunun og er að kanna rétt sinn.

Það er viðbúið að fleiri svona mál skjóti upp kollinum. Nú þegar mörg ríki eru smátt og smátt að taka upp sænsku leiðina við veiru-ógn og gögn að hrannast upp sem sýna að veiran er á heildina litið ekki mikið banvænni en skæð inflúensa (kórónaveira með handþvotti og einhverjum fjarlægðarmörkum jafnvel mun vægari en inflúensa án handþvotts og fjarlægðarmarka) þá fer að fjara undan hinum yfirgengilegu aðgerðum sem mörg ríki gripu til.

Danir fóru að vísu aldrei í útgöngubann en þau yfirvöld sem gripu til slíks geta nú bara vonað það besta.

En sjáum hvað setur. Þetta er ekki búið þótt þetta sé að verða búið.


Setjum 1000 milljarða í listsköpun

Margar frumlegar reiknikúnstir finnast innan verndaðs umhverfis hins opinbera. Með því að vera án samkeppni og útreikninga á velgengni í formi hagnaðs og taps er hægt að réttlæta hvað sem er.

Það er hægt að réttlæta að óendanlegt fjáraustur í listsköpun sé í raun góð fjárfesting. Einhverjir fá jú vinnu, skapa eitthvað sem selst í einhverjum mæli og þannig myndast velta, ekki satt?

Það er hægt að réttlæta að vinnudagurinn eigi að vera 10 klst, 6 klst eða jafnvel 2 klst. Fólk fær jú laun, borgar af þeim skatta (þannig séð), eyðir laununum í klósettpappír og ýsuflök í Bónus og þannig myndast velta, ekki satt?

Það er hægt að réttlæta að á leikskóla eigi að vera svo og svo margar fóstrur með háskólapróf í barnapössun, svo og svo margir leiðbeinendur og svo og mikið af yfirbyggingu. Allir fá laun og eyða þeim og þannig myndast velta, ekki satt?

Svona kúnstir geta fyrirtæki í samkeppnisrekstri ekki leyft sér. Þar sést fljótlega á ársskýrslunni hvað gekk vel og hvað ekki. Þetta gildir meira að segja um hálfgerð ríkisfyrirtæki eins og banka í einkaeigu, sem njóta verndar seðlabanka, en ekki að öllu leyti.

Svona kúnstir hafa alltaf og munu alltaf lifa innan verndaðs vinnustaðaumhverfis hins opinbera. Það er þannig séð lítið við því að segja, en auðvitað á að einkavæða allt. 


mbl.is Vilja sex stunda vinnudag hjá ríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveggja metra reglan verður einn metri

Hin svokallaða 2 metra regla er áhugaverð.

Að sögn á 2 metra fjarlægð á milli einstaklinga í samtali að tryggja að engin veira nái að fljúga frá munni til munns. Í flugvélum, kennslustofum og öðrum lokuðum rýmum á 2 metra reglan að verja fólk frá smiti.

Vegna 2 metra reglunnar mega flugfélög ekki selja miðjusætin sín.

Vegna hennar geta kennslustofur ekki rúmað heila bekki.

Hvað gera Danir þá?

Það sem Danir gerðu - bókstaflega - var að helminga 2 metra regluna. Í dag fjarlægðin á milli fólks í skrifstofum og skólastöfum orðinn 1 metri. Þar með er nóg pláss fyrir alla.

Dönsk yfirvöld viðurkenna beint og óbeint að hérna reiknuðu menn afturábak. Til að kennslustofa geti rúmað heilan bekk má ekki vera meira en 1 metri á milli nemenda. Reglan er því orðinn 1 metri.

Það má segja ýmislegt um Dani en eitt mega þeir eiga: Þeir hugsa stundum í lausnum - bókstaflega!

Nú er að bíða eftir að Íslendingar hermi eftir frændum sínum Dönum. Eða er það bara við hæfi þegar norrænar þjóðir gera eitthvað kjánalegt?


Næstu hrunmál?

Djúp kreppa er nú að hefjast og hún er á heimsmælikvarða.

Hún er að stórum hluta á ábyrgð stjórnmálamanna sem völdu að setja álit sérfræðinga ofan í skúffu og beita því sem mætti kalla varfærnissjónarmiðum í staðinn.

Þó finnst mér blasa við að menn fóru einhvern tímann frá óvissutímum og smátt og smátt yfir í tíma þar sem gögn fóru að verða aðgengileg - gögn sem hefði mátt nota til að réttlæta hraðari opnun samfélagsins en voru ekki nýtt. Fyrir vikið fóru fyrirtæki að falla eins og spilaborgir. 

Það kæmi mér því ekkert á óvart ef framundan er hrina dómsmála þar sem fjöldi manna fer nákvæmlega í gegnum upplýsingastreymið seinustu vikur og byggja upp rök fyrir því að hið opinbera hafi, að ósekju, sett hagkerfið á hliðina.

Hér munu stjórnmálamenn ýmissa landa benda hvern á annan til að reyna firra sig ábyrgð. Það mun kannski ganga upp hjá sumum en ekki öðrum.

Þróun mála í Svíþjóð á næstu vikum og mánuðum mun skipta máli hérna. 

Hvað sem því líður þá er fjörið rétt að byrja núna. Vírus kom og fór rétt eins og bankarnir í bankahruninu. Eftirköstin munu vara í mörg ár.


mbl.is Evrópa að vakna til lífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef ekki saknað sígarettu lengi

Sígaretta á frægri mynd af Bubba Morthens var fjarlægð af öllu helsta markaðsefni vegna söngleiksins Níu lífa sem fjallar um ævi Bubba Morthens rétt fyrir frumsýningu í mars eftir að Borgarleikhúsinu bárust kvartanir vegna sígarettunnar.

download

Um leið er ekki hægt að sjá þessa mynd nema hugsa um sígarettuna sem hefur verið fjarlægð. Ég hef ekki saknað sígarettu í langan tíma en geri það núna.

Þegar ég var krakki man ég eftir að hafa upplifað hvernig Lukku-Láki varð reyklaus og fékk sér strá í munn í stað rettunnar. Mér fannst það skrýtið - hafði svo sem aldrei ætlað að hefja reykingar af því að Lukku-Láki var að reykja. 

En næst á dagskrá er auðvitað að fara í gegnum myndefni kvikmyndarinnar Die Hard og setja eitthvað harðgert gras í munninn á Bruce Willis í stað sígarettunnar.

Um leið þarf að hætta að tala um "The Marlboro Man" og í staðinn um "The Carrot Stick Man". 

Það er vandlifað.


mbl.is Breyttu „íkonískri“ mynd af Bubba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimildamynd til að sjá áður en vinstrið lætur fjarlægja hana

Michael Moore hefur nýlega gefið út heimildamynd sem fjallar um hina svokölluðu endurnýjanlegu orkugjafa (sól og vind aðallega).

Sem stendur er hún aðgengileg á Youtube og ég mæli með því að menn horfi á hana áður en ósáttir græningjar ná að láta fjarlægja hana þaðan.

En af hverju ættu græningjar að vera ósáttir við heimildamynd eftir sósíalista/and-kapítalista? 

Hvað er að því að ræða endurnýjanlega orkugjafa í heimildamynd?

Er Michael Moore orðinn frjálshyggjumaður? Loftslagsafneitari? Skottulæknir?

Svona spurningar svara sér sjálfar þegar menn hafa horft á myndina.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband