Bloggfærslur mánaðarins, maí 2020

Hitastig og jöklar

Hamfarahlýnunin meinta er eitthvað farin að láta bíða eftir sér. Jöklarnir reyna nú að segja veðurfræðingum að taka því rólega en það þarf mikið til þegar bæði fagleg virðing og fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi.

Myndin hér að neðan er tekin úr góðri grein Gunnlaugs H. Jónssonar sem birtist í Fréttablaðinu í febrúar og olli nokkru fjarðafoki (a.m.k. innan Veðurstofu Íslands). Ég er búinn að teikna inn á hana ártöl og tímabil stækkandi/stöðugra (grænt) og minnkandi (svart) jökla úr nýlegri rýni á stærð þeirra. Að vísu er ekkert sagt um tímabilið 1922-1945, en þá var hlýskeið á Íslandi (álíka hlýtt og tímabilið sem við upplifum í dag).

2020-05-06_09-00-56

Með góðum vilja má alveg sjá gott samhengi á milli þróunar á jöklastærðum og meðalhita andrúmsloftsins, sem væri líka mjög rökrétt. Núna er hitastigsferillinn nokkuð flatur og jöklarnir því stöðugir. Tímabilið á undan var tímabil hækkandi hitastigs og þá hörfuðu jöklar. Þar á undan var kalt og jöklar í jafnvægi.

Það sést líka að það er ekkert afbrigðilegt við hitastigsþróunina undanfarin ár samanborið við seinustu 100 ár.

Það sem gæti breytt þessu er minnkandi sólvirkni. Þá geta skotvindar frá heimsskautunum leikið stór svæði grátt í auknum mæli. Samsetning lofthjúpsins hefur hér ekkert að segja.

Hvað sem því líður er gott að fólk fylgist með og láti ekki hræða sig undir pilsfald ríkisvaldsins sem tekur þar vel á móti með kæfandi faðmlagi.


mbl.is Rýrnun jökla lesin af loftmyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Robinson Crusoe fékk ekki flensu

Nú fagna menn því að engin ný kórónuveirusmit hafi greinst og telja að þess vegna megi nú opna ýmislegt í samfélaginu aftur.

Þetta er auðvitað mótsögn. Robinson Crusoe fékk aldrei flensu því hann hitti ekkert fólk. Persóna Tom Hanks í myndinni Castaway fékk hvorki flensu né mislinga því hann var aleinn á eyðieyju. Um leið og hann var dreginn um borð í skip fóru veirur að herja á hann og sennilega fékk hann fljótlega kvef því ónæmiskerfi hans var orðið veikburða vegna skorts á áreiti.

Að það hafi ekki greinst smit er ekki vísbending um að það megi opna samfélagið aftur.

Miklu frekar eru rök fyrir opnun þau að nú eigi fólk loksins að fá að smitast, jafna sig og hrinda þessari veiru út úr samfélaginu.

Auðvitað kostar það mannslíf eins og allar aðrar veirur sem hafa komið og farið eða er búið að þróa bóluefni eða lyf gegn eftir því sem reynsla hleðst upp yfir árin (heimatilbúin kreppa getur líka kostað mannslíf).

Það er engin önnur leið fyrir samfélag til að starfa en að veirur fái að koma og fara og sumar að kenna á lyfjum og öðrum lækningum. 

Robinson Crusoe fékk ekki flensu en hann lifði frumstæðu og erfiðu lífi í einangrun. Lífsstíll hans væri sennilega kallaður vel heppnuð aðgerð af yfirvöldum. Gallinn er bara sá að næsta veira er alltaf tilbúin að láta til skara skríða án þess að menn séu tilbúnir með bóluefni og lyflækningar. Alltaf. Og eins gott að sætta sig við það.


mbl.is Ekkert nýtt smit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðleikar og hagfræði

Atvinnurekandi nokkur ákveður að ráða í tvö störf:

1) Ræstitækni, og býður 200 þús./mánuði

2) Forritara í bakvinnslu á hugbúnaðarkerfi og býður 750 þús./mánuði

Í fyrra starfið fær hann 100 umsóknir, og allir umsækjendur eru þannig séð hæfir á meðan þeir hafa hreint sakarvottorð.

Í seinna starfið fær hann 10 umsóknir og metur 5 umsækjendur hæfa.

Stendur hann ekki frammi fyrir ákveðnu vali? Jú auðvitað.

Tökum annað dæmi: Neytandi nokkur stendur fyrir framan búðarhillur og þarf að ákveðna sig:

1) Box af lífrænt ræktuðum jarðarberjum frá Spáni fyrir 2000 kr./100 gr.

2) Dós af niðursuðutómötum frá óskilgreindu landi fyrir 20 kr./100 gr.

Stendur hann ekki frammi fyrir ákveðnu vali? Jú auðvitað.

Þetta gleymist kannski í allri umræðu um kjarabaráttu. Ég er sennilega niðursuðudós meðal þeirra sem vantar mína menntun og reynslu (þéna nokkurn veginn meðallaun þeirra sem falla að mínum starfsaldri og menntun). Næsti maður er kannski lífrænt ræktuð ferskvara. Hvað get ég gert í því? Annaðhvort ekkert eða ýmislegt - það veltur svolítið á sjálfum mér.

Kjarabarátta er ekki bara spurning um að heimta og fá. Hún snýst líka um að sýna fram á verðmætasköpun fyrir þann sem borgar brúsann.

Kannski hafa veirutímar snúið öllu á haus og varpað hagfræðinni fyrir borð, en ég efast.


mbl.is „Metum störf kvenna að verðleikum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband