Robinson Crusoe fékk ekki flensu

Nú fagna menn því að engin ný kórónuveirusmit hafi greinst og telja að þess vegna megi nú opna ýmislegt í samfélaginu aftur.

Þetta er auðvitað mótsögn. Robinson Crusoe fékk aldrei flensu því hann hitti ekkert fólk. Persóna Tom Hanks í myndinni Castaway fékk hvorki flensu né mislinga því hann var aleinn á eyðieyju. Um leið og hann var dreginn um borð í skip fóru veirur að herja á hann og sennilega fékk hann fljótlega kvef því ónæmiskerfi hans var orðið veikburða vegna skorts á áreiti.

Að það hafi ekki greinst smit er ekki vísbending um að það megi opna samfélagið aftur.

Miklu frekar eru rök fyrir opnun þau að nú eigi fólk loksins að fá að smitast, jafna sig og hrinda þessari veiru út úr samfélaginu.

Auðvitað kostar það mannslíf eins og allar aðrar veirur sem hafa komið og farið eða er búið að þróa bóluefni eða lyf gegn eftir því sem reynsla hleðst upp yfir árin (heimatilbúin kreppa getur líka kostað mannslíf).

Það er engin önnur leið fyrir samfélag til að starfa en að veirur fái að koma og fara og sumar að kenna á lyfjum og öðrum lækningum. 

Robinson Crusoe fékk ekki flensu en hann lifði frumstæðu og erfiðu lífi í einangrun. Lífsstíll hans væri sennilega kallaður vel heppnuð aðgerð af yfirvöldum. Gallinn er bara sá að næsta veira er alltaf tilbúin að láta til skara skríða án þess að menn séu tilbúnir með bóluefni og lyflækningar. Alltaf. Og eins gott að sætta sig við það.


mbl.is Ekkert nýtt smit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Robinson Krúsó var draumur lýðheilsufræðingsins.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.5.2020 kl. 16:44

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þér er sagt, að bera "grímu" ... vegna þess að, hvað ... veiran getur blásið úr nösinni á Jóni, hinum megin í bænum og í nefið á þér?

Í alvöru? eigum við öll að flytja á eitthvert eyðisker ... vegna þess að Fauci, datt í hug að fóstra ævintýri í Wuhan, með að splæsa S-próteini i veirur úr leðurblökum og þessi sami maður á að segja okkur hvernig heilsu okkar er best gætt? eða aðrir, slíkir "heilsusérfræðingar" í Evrópu, svo sem frakklandi sem byggði stofnunina?

Þetta er eins og að horfa á B glæpamynd, þar sem glæpamaðurinn skítur fórnarlambið og sakar það síðan fyrir að haf neitt sig til ódæðisins.  Og allir þjást af Stockholm syndrome, þar sem þeir hneigja sig fyrir þessum "heilsusérfræðingum", sem segja "nei, nei ... þetta kom ekkert út úr labbinu þar sem við vorum að labba með akkúrat þessa veiru ... ekki möguleiki ... þetta kemur út úr afturendanum á einhverjum óhreinum kínverja, sem át leðurblökusúpu, sem hann keypti á markaði sem selur engar leðurblökur".

Auðvitað eigum við að hlusta á þessa kalla, þegar þeir segja okkur að flytja út á einhverja eyju og búa þar einir. Þeir bjuggu jú til veiruna sjálfir, og vissu fyrir hversu hættuleg hún var ... nei, hvaða bull er þetta í mér ... hvernig dettur mér í hug að "the three stooges" þarna í sjónvarpinu standi á bak við þetta ... nei nei, þetta kemur úr afturendanum á einhverjum óhreinum kínverja, sem rak við ... að sjálfsögðu.

Og þetta, að sjálfsögðu berst manna á milli eins og eldur í sinu ... sjáum við best á Íslandi, þar komi nokkrir úr skíðaferðalagi og allir sýktust.  Þetta vissu "the three stooges", fyrir ... enda bjuggu ... ah, ég gleymi mér ... þetta var aldrei gert af mannavöldum ... bara einstök tilviljun, að akkúrat sama veira hafa plásið út ...

Núna fá "the three stooges", sína 15 mínútur í "vísinda útvarpinu". En þessir "conspiracy theorists", sem halda því fram að furðu stormarnir í kringum Wuhan á þessu tímabili, ásamt því að veiran lifði góðu lífi í vatninu þar ... að veiran hafi borist upp til skýja og rignt niður og snjóað annars staðar ... uss, þetta eru engin vísindi. Stormar hafa aldrei dregið upp froska og fiska upp í skýjin og rignt niður annars staðar í veröldinni ... svona sögur eru bara tröllasögur ... "the three stooges" vita betur ... Robinson Crusoe er lausnin ... flytjum til tunglsins, þar erum við hópin og þurfum aldrei að sjá lifandi mann aftur.

Örn Einar Hansen, 4.5.2020 kl. 20:07

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Nú hefur þríeykið svokallaða - framkvæmdavald Íslendinga - fækkað fundum sínum um helming. Það er nú eitthvað.

Á venjulegu ári búa menn til bóluefni gegn því sem menn telja að verði ríkjandi afbrigði inflúensuveirunnar. Margir eldri og að öðru leyti viðkvæmir fyrir flensu þiggja þessa bólusetningu (á mínum vinnustað voru margir gráir hausar í röð á haustmánuðum). En flestir "taka sénsinn" eins og það yrði líklega kallað í dag - láta ekki bólusetja sig og fá annaðhvort ekki flensuna eða fá hana og jafna sig og sumir fá hana (eða annað afbrigði, sem var ekki bólusett fyrir) og deyja af hennar völdum. 

Hvernig dó Siggi gamli?
Hann fékk flensu.
Já, hann var auðvitað orðinn svo gamall.

Algeng orðaskipti á venjulegri tímum en þykir vera hneyksli á herðum forsætisráðherra í dag.

Hvað ætla menn að gera ef og þegar COVID-20 kemur?

Nú hafa menn safnað gögnum og framkvæmt stífar rannsóknir um allan heim í 2-3 mánuði. Læknasamfélagið hlýtur að sjá fram á að það þurfi eitthvað að breytast. Kripluð hagkerfi þýða sjálfkrafa minni fjárveitingar í heilbrigðisþjónustu og aðrir sjúkdómar - krabbamein og hjartasjúkdómar - sitja á hakanum og munu taka sinn toll seinna.

Nú fyrir utan að sum ríki eru að ná mörkum hjarðónæmis (nægjanlega mikið útbreiðsla mótefna í blóði fólks til að hægja töluvert á útbreiðslu veirunnar til hinna sem eru eftir) á meðan Ísland er frekar aftarlega á merinni hér, þökk sé Róbinsón Krúsó-aðferðafræðinni: Að gera alla að eylandi.

Geir Ágústsson, 5.5.2020 kl. 06:39

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Önnur hlið á svona sótthreinsun þjóðar er að bóluefni verða ekki fullreynd nema smit sé til staðar í samfélaginu. Og það er ekki endilega sjálfsagt að 3ja heims þjóðir kæri sig endalaust um að vera tilraunadýr. "Mislukkuð" bóluefni skilja eftir slæmar minningar.

Ragnhildur Kolka, 5.5.2020 kl. 08:02

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er það ekki stórmerkilegt, að í heimi þar sem 60 milljón manns deyja árlega, meðal annars af sjúkdómum, slysum og elli, skuli pest sem samkvæmt nýjustu gögnum frá Þýskalandi veldur dauða 3-4 af hverjum 1000 sem fá hana, setja samfélagið svo kirfilega á hliðina að nú sé talað um að til frambúðar verði fólk almennt að vera í lágmark tveggja metra fjarlægð hvert frá öðru og flugfarþegar verði framvegis ávallt að ganga með grímur?

Þorsteinn Siglaugsson, 5.5.2020 kl. 10:06

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Ég held að við séum á krossgötum sem færast sífellt nær:

- Læknar eru að prófa lyf - ný og gömul - og komast að því hvað virkar best á hvaða "tegund" sjúklings, þannig að lífslíkur aldraðs sykursjúklings verði jafnvel þokkalegar

- Fólk er að fá upp í kok og fer í auknum mæli að sýna af sér "borgaralega óhlýðni" sem verður engin leið að sekta sig eða fangelsa út úr

- Dánartíðni á par við flensu fyrir flesta nema 70+ ára verður sýnilegri fleirum og fólk verður viljugra að "taka sénsinn" (rétt eins og flestir gera með því að sleppa bólusetningu á flensu)

- Svíar og fleiri fara að mælast með hjarðónæmi og flakka um frjálsir sem fuglinn sem mun gera þá sem eiga inni fleiri bylgjur vegna yfirgengilegra takmarkana græna af öfund

- Fyrirtæki fara líka að rífa kjaft í auknum mæli og sætta sig ekki við að vera gerð gjaldþrota eða kæfandi skuldsett til að halda sér á lífi (verða í raun lifandi dauð með skuldaklafa um hálsinn um ókomin ár)

- Það munu koma fram fleiri og fleiri stjórnmálamenn sem sjá tækifæri hérna og æsa upp andspyrnu við lokanir og fjöldagjaldþrot

Svo nei, ég tel litlar líkur á að almenningur víðast hvar gefi meira en sumarið til að opna á svo gott sem allt, jafnvel íþróttaviðburði og útihátíðir. Fólk verður orðið hundþreytt á því að láta áhættufælna "sérfræðinga" ríkisins ráðskast með samfélagið.

Geir Ágústsson, 5.5.2020 kl. 10:15

7 Smámynd: Örn Einar Hansen

Eitt sem þú gleimir, Geir. Er að við munum að öllum líkindum sjá breitingar, innan Kína ... ég efast (eða vona, frekar) að kínversk alþýði vakni upp við þessa martröð.

Örn Einar Hansen, 5.5.2020 kl. 11:33

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú stefna ýmsir að því að hefja málarekstur gegn Kína. Forsendan er að þeir hafi beitt blekkingum. En hvað ef fyrirtæki hefja málarekstur gegn eigin ríkisstjórnum? Hverjar væru forsendurnar? Þær gætu til dæmis verið að ákvarðanir sem teknar hafi verið hafi ekki grundvallast á raunverulegum vísindalegum rökum (bara tímaspursmál hvenær það verður almennt viðurkennt) og gengið gegn meðalhófi.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.5.2020 kl. 14:19

9 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þorsteinn, ég vona svo sannarlega að fyrirtæki lögsæki þessa "þykistu" sérfræðing. CCP laug ... og, er það eitthvað nýtt? CCP lamdi fólk og lokaði það inni, lét það drepast drottni sínum innan lás og slá á eigin heimilum ... og, Íslenskum ráðamönnum finnst þessi hegðun eitthvað til að herma þetta eftir?

Full ástæða til að sækja þá til saka ...

Örn Einar Hansen, 5.5.2020 kl. 19:11

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það var maður að nafni Neil Ferguson sem var með ogeðslegar og óraunhæfar kenningar um dánartíðni Wuhan Kínversku Fjölmiðla vírusnum.

Fjölmiðlar fóru að lepja þessar kenningar í sorpritin sín eins morgunblaðið, RÚV, Mew York Times svo eitthvað sé nefnt.

Mér skilst af fréttum að þessi falsspámaður, sé atvinnulaus núna og kominn tími til.

Sennilega verð ég lokaður frá því að setja inn athugasemdir fyrir að kalla moggan sorprit eins og New York Times, en það hefur verið lokað á mig að blogga á fréttir fyrir löngu siðan af því að ég sagði sannleikan um núverandi utanríkisráðherra.

Tjaningarfrelsi er mjög mikilvægt og mogginn lokar ekkert á að ég komi minum skoðunum á framfæri.

Kveðja frá Montgomery Texas

Jóhann Kristinsson, 6.5.2020 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband