Bloggfærslur mánaðarins, maí 2019

Þjófur aflar tekna

Ríkisútgjöld eru fjármögnuð með ofbeldi. Sá sem borgar ekki skatta er handtekinn og líkamlega varpað í steininn.

Þegar stjórnmálamaður talar um að afla hinu opinbera tekna er hann að setja lögregluna í stellingar svo hún geti hlaupið af stað ef einhver er ósammála sama stjórnmálamanni um notkun á fé þeirra sem þess afla.

Einkavæðum allt.


mbl.is „Spennutreyjan skorin af“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntun á ekki að vera metin til launa

Að telja að menntun eigi að vera metin til launa, af því bara, er fjarstæða.

Á ég að geta tekið hverja gráðuna á fætur annarri í heimspeki, jarðfræði, landafræði og kynjafræði og heimtað að atvinnuveitandi minn, sem réð verkfræðing, hækki launin mín?

Nei, auðvitað ekki.

Á manneskja í bókabúð að fá launahækkun ef hún krækir sér í doktorsgráðu í kynlífsstellingum simpansa?

Nei, auðvitað ekki.

Menntun getur auðvitað verið rosalega verðmætaskapandi fyrir þá sem nýta sér hana í starfi, en ekki öll menntun fyrir alla, og alls ekki menntun í sjálfu sér. 

Ég er hræddur um að háskólamenntaðir þurfi einfaldlega að einbeita sér að verðmætasköpun frekar en gráðu- og titlatogi ef þeir ætla sér að verðskulda hærri laun.


mbl.is Reiknað með viðræðum í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálamenn í allar stjórnir!

Hugleiddu í augnablik hvaða stjórnmálamann á Alþingi þú fyrirlítur mest.

Ímyndaðu þér svo að blautustu draumar íslenskra sósíalista rætast: Að ríkið eigi öll fyrirtæki eða eigi ráðandi hlut í þeim, til að koma í veg fyrir svokallaða markaðsvæðingu.

Og viti menn - sá stjórnmálamaður sem þú fyrirlítur mest situr í stjórn allra fyrirtækja!

Eða hvers vegna ekki?


mbl.is Ragnar Þór segist „pólitískt viðundur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinar hlýju miðaldir

Loftslag Jarðar er stundum að hlýna og stundum að kólna.

Á Víkingaöldinni ræktuðu menn vín í Englandi og korn á Íslandi og héldu sauðfé á Grænlandi. Síðan kólnaði og Evrópa steyptist inn í kalt og vesælt tímabil. Kannski er sú kólnun búin að gefa eftir í dag. Menn rækta aftur korn á Íslandi og rækta matvæli á Grænlandi.

Á sama tíma eykst styrkleiki koltvísýrings í andrúmsloftinu. Hann er að grænka jörðina, styrkja vöxt plantna og hjálpa mannkyninu að rækta meiri matvæli.

En er sá koltvísýringur að stuðla að meiri hlýnun en ef hans gætti ekki við? Það er ósannað með öllu og spálíkön sem byggja á þeirri forsendu spá engu rétt fyrir.

Þessi áhersla á takmörkun koltvísýringslosunar er að draga athygli frá miklu brýnna málefni, sem er mengun. 95% af öllu því plasti sem rennur til sjávar rennur úr eingöngu tíu stórfljótum í misfátækum ríkjum. Í stað þess að eltast við notkun Evrópubúa á jarðefnaeldsneyti ætti að eyða fé í að stöðva þá mengun. Í Kína reisa menn á hverju ári kolaorkuver sem nota svipað mikið af kolum og meðalstórt Evrópuríki. Í stað þess að skerða lífskjör Vesturlandabúa ætti að selja Kínverjum hagkvæmari tækni, svo sem gastúrbínur sem hleypa ekki sóti út í loftið og ofan í lungu manna og dýra. Um leið mætti kenna Kínverjum að ef fólk fær að verja eigur sínar fyrir ágangi stjórnvalda og iðnaðar þá myndast hvati til að draga úr loftmengun. Þess vegna var Vestur-Þýskaland hreint og Austur-Þýskaland ekki. 

Það þarf ekki að kolefnisjafna eitt né neitt eða ofmeta áhrif snefilefnis í andrúmsloftinu á hitastig Jarðar. Það þarf að berjast gegn mengun.


mbl.is Jöklar hopa en skógar stækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geisp

Borgarstjórar hittast til að ræða hvernig á að eyða annarra manna fé í ímyndað vandamál.

Kannski það sé samt betra en að þeir sinni sínu raunverulega starfi þar sem þeir sóa fé og tíma kjósenda sinna. Það er sennilega ódýrara fyrir skattgreiðendur að hlusta á stjórnmálamann lofa að eyða fé þeirra en að þeir mæti í vinnuna og eyði því í raun og veru.


mbl.is Borgirnar verði endurhannaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markmiðið er óróleiki

Hvernig fær sósíalískur byltingasinni útrás fyrir hugsjónir sínar?

Jú, með því að gerast formaður verkalýðsfélags og espa upp endalaus átök.

Nú er ég stundum spurður að því af hverju ég vel að búa í Danmörku en ekki á Íslandi. Fyrir utan aðgengi að áfengi og mildara veðurfari nefni ég stundum stöðugleika (sem er nokkuð sem Danir taka alvarlega og kemur því ekkert við að danska krónan er laustengd evrunni eða að Danmörk er í Evrópusambandinu). Vissulega fara kennarar, hjúkkur og starfsmenn SAS í verkfall í Danmörku en þá er yfirleitt slegist um hóflegar launahækkanir eða bara eitthvað allt annað eins og vinnutíma. Það er almennur skilningur á því að sá sem ruggar bátnum of mikið hættir á að falla í sjóinn og draga alla með sér, og hverjum er þá greiði gerður?

En sósíalískur byltingasinni hugsar ekki um heildina eða til lengri tíma eða til þess að til að þiggja laun þarf einhver að geta borgað þau.

Karl Marx tókst ekki að sannfæra aðra um ágæti sinna skoðana en ríka fólkið í London. Það tók langan tíma að koma verkalýðnum af þeirri skoðun að verðmætasköpun væri besta leiðin til launahækkana. Eftir að það tókst hefur hins vegar ríkt eilíf togstreita á atvinnumarkaðinum. Því miður.


mbl.is Riftun á kjarasamningi komi til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farið bara eitthvað annað!

Hjúkrunarfræðingar eru ósáttir við laun sín og vilja að þau verði leiðrétt, eins og það er kallað, og það tafarlaust!

Meðal ástæða sem gefnar eru upp er skortur á hjúkrunarfræðingum. Það þarf að laða fleiri í störf hjúkrunarfræðinga með hærri launum.

Þess er krafist að laun verði í samræmi við ábyrgð og menntun.

Leiðréttið, tafarlaust!

En hvernig á hið opinbera að bregðast við þessu? Á að hækka þessi laun? Á kostnað hvers? Skattgreiðandans? Kannski er hægt að hækka álagsprósentu tekjuskattsins um einhver prómill og lýsa því yfir að hækkunin renni í vasa hjúkrunarfræðinga. Væru þá ekki allir sáttir? Eða á að fresta launahækkunum lögreglumanna í staðinn? Verða þeir þá ekki ósáttir? Hvað með að auka bara skuldir ríkisins? 

Ríkinu er vandi á höndum því það hefur innan vébanda sinna of mikið af hagsmunum sem stangast á.

Fara hjúkrunarfræðingar þá ekki bara eitthvað annað? Nei, það geta þeir ekki né vilja því stuðningur við ríkiseinokun á vinnu hjúkrunarfræðinga er nánast algjör. Þeir geta þagað eða farið í verkfall. Það er enginn annar vinnustaður í boði. Það er enginn samkeppnisaðili sem nýtir fé sitt betur - eyðir minna í pappírsvinnu og meira í laun og umbun. 

Hjúkrunarfræðingar vinna mikið og eru oft undir ómanneskjulegu álagi, en þeir geta lítið gert. Kröfur þeirra má hundsa, og það verður gert.


mbl.is Leiðrétti launakjör hjúkrunarfræðinga strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með mengun?

Mannkyninu yrði gerður stór greiði ef við hættum að einblína á losun á ósýnilegum og nánast áhrifalausum snefilefnum og færum aftur að tala um mengun.

Þessi árátta að tala stöðugt um losun á koltvísýringi er að eyðileggja hið annars svo lausnamiðaða hugarfar okkar. Við erum að eltast við flugvélar og bíla á meðan það eru eldfjöllin og náttúran sem ráða ferðinni. Lífskjör fólks eru skert án góðrar ástæðu. Hagkerfin eru neydd út í hið óhagstæða frekar en að framleiða aukin verðmæti fyrir fólk.

Þetta er gamla mannhatrið í nýjum búning.

Nú hef ég að sjálfsögðu ekkert á móti því að fólk sem hatar mannkynið hætti líka að eignast börn, hætti að fljúga og hætti að nota umbúðir. En látið okkur hin í friði!


mbl.is Losun frá flugi og iðnaði eykst áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggið niður siðanefnd Alþingis

Siðanefnd Alþingis er óþarfi. Kjósendur einir eiga að taka afstöðu til þess sem telst siðlegt og hvað ekki (á meðan ákæruvaldið tekur afstöðu til lögbrota). Þeirra á að vera valið en ekki einhverrar nefndar.

Það er þingmanna að bera ábyrgð á orðum sínum. Þeir eiga jú að heita fullorðið fólk.

Um leið og siðanefndin er lögð niður mætti leggja niður ýmislegt annað sem sýgur til sín fé skattgreiðenda en nýtist engum nema örfáum innvígðum djúpt inni í ríkisvaldinu. 


mbl.is Helga Vala vill breyta siðareglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkan vs. raunveruleiki

Rannsóknir taka of óvænta stefnu. Tökum hér tilvitnun í prófessorinn Finn Pálsson, sem rannsakar jöklabúskap og loftslagsvísindi, og grípum niður í eina af rannsóknum hans:

"If the average climate of 2000-2009 is maintained into the future, the volume of the glacier is projected to be reduced by 30% with respect to the present at the end of this century, and the glacier will almost disappear if the climate warms as suggested by most of the climate change scenarios." 

Skelfilegt, ekki satt? Jöklarnir horfnir fyrir árið 2100!

En svo líður tíminn og athuganir taka við af líkönum. Árið er 2019, og Finnur nokkur Pálsson neyðist til að játa undrun sína:

"It is a fact that it has been colder the last few years. And there was more snowfall in August on the upper part of Langjökull, which is very unusual."

Jöklarnir hafa staðið í stað eða stækkað! Hvað er í gangi? Virka líkönin ekki? Þarf Finnur Pálsson að endurskoða skrif Finns Pálssonar?

En á meðan vísindamenn endurskoða líkönin sín gera stjórnmálamenn ekkert slíkt. Þeir eru á pólitískri vegferð.


mbl.is Þurfum að aðlagast loftslagsaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband