Farið bara eitthvað annað!

Hjúkrunarfræðingar eru ósáttir við laun sín og vilja að þau verði leiðrétt, eins og það er kallað, og það tafarlaust!

Meðal ástæða sem gefnar eru upp er skortur á hjúkrunarfræðingum. Það þarf að laða fleiri í störf hjúkrunarfræðinga með hærri launum.

Þess er krafist að laun verði í samræmi við ábyrgð og menntun.

Leiðréttið, tafarlaust!

En hvernig á hið opinbera að bregðast við þessu? Á að hækka þessi laun? Á kostnað hvers? Skattgreiðandans? Kannski er hægt að hækka álagsprósentu tekjuskattsins um einhver prómill og lýsa því yfir að hækkunin renni í vasa hjúkrunarfræðinga. Væru þá ekki allir sáttir? Eða á að fresta launahækkunum lögreglumanna í staðinn? Verða þeir þá ekki ósáttir? Hvað með að auka bara skuldir ríkisins? 

Ríkinu er vandi á höndum því það hefur innan vébanda sinna of mikið af hagsmunum sem stangast á.

Fara hjúkrunarfræðingar þá ekki bara eitthvað annað? Nei, það geta þeir ekki né vilja því stuðningur við ríkiseinokun á vinnu hjúkrunarfræðinga er nánast algjör. Þeir geta þagað eða farið í verkfall. Það er enginn annar vinnustaður í boði. Það er enginn samkeppnisaðili sem nýtir fé sitt betur - eyðir minna í pappírsvinnu og meira í laun og umbun. 

Hjúkrunarfræðingar vinna mikið og eru oft undir ómanneskjulegu álagi, en þeir geta lítið gert. Kröfur þeirra má hundsa, og það verður gert.


mbl.is Leiðrétti launakjör hjúkrunarfræðinga strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Geir Ágústsson flutti til Evrópusambandsríkisins Danmerkur, enda vilja mörlenskir hægriöfgakarlar helst búa í Evrópusambandinu. cool

Og vegna þess að bæði Ísland og Danmörk eru á Evrópska efnahagssvæðinu getur Geir Ágústsson búið og starfað í Danmörku.

Og danska krónan er bundin gengi evrunnar, þannig að Danmörk, Færeyjar og Grænland eru de facto með evruna, rétt eins og Ísland er de facto í Evrópusambandinu með aðild sinni að Evrópska efnahagssvæðinu. cool

Þorsteinn Briem, 21.5.2019 kl. 13:18

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þar að auki eru skattar í Danmörku með þeim hæstu í heiminum en samt vill Geir Ágústsson endilega búa þar. cool

Þorsteinn Briem, 21.5.2019 kl. 13:23

3 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Ef þetta væri nú svona einfalt, en það er það ekki.
Það er viðvarandi skortur á hjúkkum (af báðum kynjum) um alla Vestur Evrópu og líklega eru fáar starfsstéttir sem eiga léttar með að fá störf í sinni grein.

Þórhallur Pálsson, 21.5.2019 kl. 15:43

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ekki hefur ríkisvaldið áhyggjur af kaupum og kjörum bifvélavirkja, lýtalækna, gleraugnasala og hárgreiðslufólks. Ekki fara þessar stéttir heldur í verkfall. Ríkiseinokunin leiðir til átaka.

Varðandi það að velja að búa í Danmörku en ekki Íslandi þá hefur hér verið talið upp ýmislegt sem var ekki hluti af minni ákvarðanatöku. En auðvitað mega menn hafa sinn smekk á því hvað telst aðlaðandi við ríki og hvað telst fráhrindandi. Persónulega held ég að Danir passi sinn stöðugleika og sitt verslunarfrelsi af eigin frumkvæði en ekki annarra.

Geir Ágústsson, 21.5.2019 kl. 18:50

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Þess má geta að Norðulandaríkin hafa á milli sín gert samkomulag þar sem ríkisborgarar annarra Norðurlanda njóta sömu réttinda og eigin ríkisborgarar (fyrir utan formlegheit eins og kosningaréttur til þjóðþingsins). Þetta er óháð EES/ESB og er dæmi um það hvernig ríki geta unnið saman án miðstýringar og þvingana.

Geir Ágústsson, 21.5.2019 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband