Menntun á ekki að vera metin til launa

Að telja að menntun eigi að vera metin til launa, af því bara, er fjarstæða.

Á ég að geta tekið hverja gráðuna á fætur annarri í heimspeki, jarðfræði, landafræði og kynjafræði og heimtað að atvinnuveitandi minn, sem réð verkfræðing, hækki launin mín?

Nei, auðvitað ekki.

Á manneskja í bókabúð að fá launahækkun ef hún krækir sér í doktorsgráðu í kynlífsstellingum simpansa?

Nei, auðvitað ekki.

Menntun getur auðvitað verið rosalega verðmætaskapandi fyrir þá sem nýta sér hana í starfi, en ekki öll menntun fyrir alla, og alls ekki menntun í sjálfu sér. 

Ég er hræddur um að háskólamenntaðir þurfi einfaldlega að einbeita sér að verðmætasköpun frekar en gráðu- og titlatogi ef þeir ætla sér að verðskulda hærri laun.


mbl.is Reiknað með viðræðum í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það sem þarna er átt við, held ég, er að lengd náms, og þar með stytting starfsævi, þurfi að endurspeglast í launum. Sá sem þarf að læra í 10 ár undir eitthvert starf þarf að hafa hærri laun en sá sem sleppir því til að ævitekjur verði þær sömu. Þetta skiptir máli vegna þess að ef þarna er ekki samhengi sækist fólk einfaldlega ekki í þau störf sem krefjast lengri skólagöngu. Þetta gerðist til dæmis þegar kennaranám var lengt upp í fimm ár - fólk hætti einfaldlega að sækja í námið.

Þetta snýst ekki um réttlæti heldur snýst þetta um einfalda hagfræði.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.5.2019 kl. 11:38

2 identicon

Ef vinnuveitandi þinn krefðist þess að þú hefðir einnig gráður í heimspeki, jarðfræði, landafræði og kynjafræði þá er eðlilegt að hann borgi meira en vesæl verkfræðingalaun. Um það snúast samningarnir, að taxtar séu í einhverju samræmi við menntunarkröfuna sem gerð er.

Vagn (IP-tala skráð) 27.5.2019 kl. 12:03

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Oft má slá af menntunarkröfum án þess að rýra störf. Ef það yrði gert hættir þá þessi umræða?

Eða eru hagsmunastéttir kannski sjálfar að heimta lengingu náms til að nota svo í kjarabaráttu, með notkun sömu orðræðu og hér er borin á borð?

Geir Ágústsson, 27.5.2019 kl. 12:47

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Stóra spurningin hlýtur að vera; hefur viðkomandi menntun sem hæfir starfinu?  Ekkert fyrirtæki á almennum markaði er tilbúið að greiða sjálfkrafa hærri laun fyrir aukagráður í öðrum fögum en þeim sem starfið krefst. Gæti verið að þessum menntunarkröfum sé beint að hinu opinbera, sem virðist ekki hafa sömu kröfur um hagsýni í rekstri?

Kolbrún Hilmars, 27.5.2019 kl. 12:50

5 identicon

Og þá er lika ágætt að sparka náminu upp á háskólastigið,gera því hærra undir höfði um leið og menntaiðnaðurinn blæs út. Merkilegt hvað það er oft mikið atvinnuleysi hjá háskólamenntuðu fólki.Flinkir og duglegir iðnaðarmenn hafa oft meira að gera,hærri tekjur sem og að þeir komast fyrr út á vinnumarkaðinn án námslánaklafa. Hvað hefur þetta litla land að gera með 7 háskóla? Svar: EKKERT.

Steinþór Jónsson (IP-tala skráð) 27.5.2019 kl. 12:51

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er væntanlega ekki hægt að koma í veg fyrir að menn geri auknar menntunarkröfur til að rökstyðja síðan launahækkanir. Það kemur þeim vel sem hafa þegar lokið náminu, en síður þeim sem eiga eftir að fara í það.

Það má oft slá af menntunarkröfum. En umræðan hættir ekki svo lengi sem mismikillar skólagöngu er krafist fyrir mismunandi störf. Fyrir því er bara einföld hagfræðileg ástæða.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.5.2019 kl. 14:00

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Á mínum vinnustað veit ég um mann með BS og hærri laun en ég með minn MS, og um annan með PhD með lægri laun en ég. Það spilar einfaldlega margt saman og óþarfi að væla yfir því.

Geir Ágústsson, 27.5.2019 kl. 14:57

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þannig er þetta líka á frjálsa markaðnum. Það er hjá ríkinu sem fólk er njörvað niður í samninga þar sem lengd skólagöngu hefur áhrif á launakjörin.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.5.2019 kl. 16:22

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Nákvæmlega, og það leiðir að næstu hugsun: Af hverju erum við með fyrirkomulag sem verðlaunar fyrir eitthvað ANNAÐ en verðmætasköpun? 

Af hverju fær t.d. slökkviliðsmaður launahækkun við það eitt að klára nokkra íslenskuáfanga og verða þar með iðnstúdent en enga fyrir að halda sér í toppformi og geta tekið að sér mest krefjandi verkefnin? 

Af hverju fær konan yfir sextugt enga launahækkun eftir ausandi hrós frá stórum viðskiptavini, með þeim orðum forstjórans að hann hefði viljað gefa hana en kæmist ekki hærra í launataxtanum?

Bæði eru raunveruleg dæmi og bæði eru dæmi um afbrigðilega hvata og heimatilbúnar hindranir.

Geir Ágústsson, 27.5.2019 kl. 19:02

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hugsaðu bara um fyrirtæki almennt Geir. Veltu fyrir þér öllum frammistöðumælingunum sem snúast nákvæmlega um að verðlauna fremur fyrirhöfn en verðmætasköpun. Dæmin sem þú nefnir eru sannarlega engin einsdæmi. En þau eru dæmi um hvað gerist þegar hvatarnir eru afbrigðilegir, eins og þeir eru mjög oft, og kerfið hefur tekið völdin. Í stóra samhenginu snýst þetta um muninn á "global optima" og "local optima" eins og Goldratt orðaði það. Kjarasamningar opinberra starfsmanna eru einn af toppunum á þeim risavaxna ísjaka.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.5.2019 kl. 20:12

11 identicon

Atvinnufyrirtæki þarf að huga að framleiðninni og sá sem skapar fyrirtækinu mestar tekjur ætti að fá hæstu launin óháð menntun. En það er mun auðveldara að búa til launatöflur út frá menntun og gráðum þó svo að reynt hafi verið að búa til starfsþróunarviðtöl og eitthvað svoleiðis. Síðan getur það líka verið erfitt að koma auga á framleiðnina og sumir eru ótrúlega g´ðir í að benda á eigin ágæti með glærum og tengslanetum. Þess vegna endar hagnaðurinn oftast hjá spjátrungnum og þegar þarf að spar þá er skúringarkonan látin fara.

Svo eru það nú verktakarnir sem selja stjórnendunum fallegu PowerPoint myndirnar og Excelskjölin með lækkun launakostnaðar en verktakarnir skrifa svo endalausa reikninga fyrir öll "auka" viðvik líkt og allir bankarnir gera 

Almenn verðskrá - gildir frá 1. maí 2019

https://www.arionbanki.is/themes/arionbanki/arionbanki/documents/05_Bankinn/Fleira/Vextir-og-verdskra/Verdskra/verdskra_01052019.pdf

Grímur (IP-tala skráð) 27.5.2019 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband