Líkan vs. raunveruleiki

Rannsóknir taka of óvænta stefnu. Tökum hér tilvitnun í prófessorinn Finn Pálsson, sem rannsakar jöklabúskap og loftslagsvísindi, og grípum niður í eina af rannsóknum hans:

"If the average climate of 2000-2009 is maintained into the future, the volume of the glacier is projected to be reduced by 30% with respect to the present at the end of this century, and the glacier will almost disappear if the climate warms as suggested by most of the climate change scenarios." 

Skelfilegt, ekki satt? Jöklarnir horfnir fyrir árið 2100!

En svo líður tíminn og athuganir taka við af líkönum. Árið er 2019, og Finnur nokkur Pálsson neyðist til að játa undrun sína:

"It is a fact that it has been colder the last few years. And there was more snowfall in August on the upper part of Langjökull, which is very unusual."

Jöklarnir hafa staðið í stað eða stækkað! Hvað er í gangi? Virka líkönin ekki? Þarf Finnur Pálsson að endurskoða skrif Finns Pálssonar?

En á meðan vísindamenn endurskoða líkönin sín gera stjórnmálamenn ekkert slíkt. Þeir eru á pólitískri vegferð.


mbl.is Þurfum að aðlagast loftslagsaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höfundur ókunnur

Blessaður Geir

Ég er ekki viss um að allir fræðimenn myndu viðurkenna eigin spádómsskekkju og finnst þetta virkilega flott hjá prófessornum. Hvaða líkur eru á því að random prófessor í háskólasamfélaginu myndi gera þetta ? Ég myndi skjóta á 25%. 

(Það sem mér þætti líklegra væri að viðkomandi random prófessor myndi bíða í 5 ár og skoða þá hvort kenningin fær ekki betri stoð í mælingum).

Þ

Höfundur ókunnur, 16.5.2019 kl. 13:56

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er magnað þegar menn benda á það sem stangast á í þeirra eigin trúarbrögðum.

Er til marks um óvenjulega vizku.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.5.2019 kl. 15:21

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.8.2012:

"Íslenskir jöklar verða horfnir eftir 150 til 200 ár verði veðurfar svipað og það hefur verið síðustu tvo áratugi.

Snæfellsjökull hyrfi eftir
um það bil 30 ár, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur.

"Síðustu 17 ár hafa jöklarnir bráðnað með auknum hraða."


Helgi segir að Snæfellsjökull sé aðeins 30 metrar að þykkt að meðaltali en að vísu sé meiri snjór í honum að norðanverðu, allt að 70 metra þykkur.

"Snæfellsjökull rýrnar að meðaltali um 1,3 metra á ári, þannig að það er auðséð að hann þolir ekki slíkt framhald í marga áratugi.

Við missum um það bil einn metra á ári af Vatnajökli, annað eins af Hofsjökli og 1,3 metra af Langjökli en allra mest af jöklunum syðst, Eyjafjallajökli og þessum litlu jöklum sunnanlands. Þar er bráðnunin 1,8 metrar á ári, svipað og meðal mannshæð.

Nú er reiknað með að
það hlýni enn frekar vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa og það gæti orðið tveimur gráðum hlýrra við lok þessarar aldar en nú er," segir Helgi Björnsson jöklafræðingur."

Þorsteinn Briem, 16.5.2019 kl. 18:24

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.1.2014:

"Árið [2013] var hlýtt og hiti var á bilinu 0,4 til 1,0 stigi yfir meðallagi á árunum 1961-1990.

Hlýjast að tiltölu var austanlands en kaldast suðvestanlands."

"Í Reykjavík var árið það 18. í óslitinni röð ára þar sem árshitinn hefur verið yfir meðallagi og það 15. á Akureyri."

Þorsteinn Briem, 16.5.2019 kl. 18:27

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.4.2014:

"Höfn í Hornafirði stendur nú 15 sentímetrum hærra en árið 1997 og ástæðan er minna farg af bráðnandi jökulþekju.

Súrnun sjávar
mun taka yfir sem helsta rannsóknar- og áhyggjuefni vegna hlýnunar jarðar af völdum loftslagsbreytinga og súrnunin er tekin að hafa áhrif á efnahag ríkja."

"Áætlað er að þegar Vatnajökull hefur hopað allur muni land undir honum miðjum rísa um rúma 100 metra og allt að 20 metra við Höfn í Hornafirði.

Fargléttirinn við bráðnun jökulsins mun stórauka eldvirkni
, enda á kvikan þá greiðari leið upp á yfirborðið."

Þorsteinn Briem, 16.5.2019 kl. 18:29

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

línurit

Þorsteinn Briem, 16.5.2019 kl. 18:30

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

línurit - lína hallar niður til hægri

Þorsteinn Briem, 16.5.2019 kl. 18:31

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.5.2013:

"Niðurstöður nýrrar könnunar á þúsundum rannsókna sem gerðar voru á árunum 1991-2011 sýna yfirgnæfandi og vaxandi samstöðu meðal vísindamanna um að mannkynið beri langmesta ábyrgð á hlýnun jarðar.

Rúmlega 97% rannsókna á tímabilinu komust að þessari niðurstöðu."

"Vísindamenn frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada skoðuðu yfir fjögur þúsund vísindarannsóknir sem gerðar höfðu verið 1991-2011, þar sem afstaða var tekin til þess hvort að mannkynið bæri ábyrgð á hnatthlýnun.

Rúmlega tíu þúsund vísindamenn voru skrifaðir fyrir rannsóknunum.

Niðurstöðurnar voru skýrar, yfir 97% sögðu að hnatthlýnun væri af mannavöldum.

Þá fór fjölda þeirra, sem töldu aðrar útskýringar líklegri, fækkandi eftir því sem leið á tímabilið sem var til skoðunar."

Nær allir vísindamenn sammála um orsakir hnatthlýnunar

Þorsteinn Briem, 16.5.2019 kl. 18:35

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vísindavefurinn:

"Vitað var að CO2 er mikilvirk gróðurhúsalofttegund og því þótti ástæða til að fylgjast með styrk þess í lofthjúpnum."

"Frá upphafi iðnbyltingar (um 1750) hefur hlýnað á jörðinni og á síðustu 100 árum er hlýnun við yfirborð rúmlega 0,7°C."

"Á norðurhveli færðist vorbráðnun fram um nærri tvær vikur á tímabilinu 1972 til 2000 og snjór nær nú mestri útbreiðslu í janúar í stað febrúar áður."

"Hörfun jökla frá 19. öld er víðtæk og nær jafnt til fjalljökla á norður- og suðurhveli, sem og í hitabeltinu."

"Hafís á norðurhveli hefur minnkað, sérstaklega sumarísinn í Norður-Íshafi, sem hefur minnkað um 7,4% á áratug."

"Mælingar sýna merkjanlega hlýnun sjávar á tímabilinu 1961 til 2003 og að varmainnihald efstu 700 metra heimshafanna hefur aukist frá miðjum 6. áratug síðustu aldar."

"Aukning á styrk CO2 í lofthjúpnum leiðir til aukinnar upptöku hafsins, sem sýrir hafið og það hefur súrnað um 0,1 pH stig að meðaltali frá upphafi iðnbyltingar."

Þorsteinn Briem, 16.5.2019 kl. 18:36

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.11.2012:

"Út er komin á vegum norræns rannsóknarverkefnis (SVALI, Stability and variations of Arctic Land Ice) skýrsla um breytingar á jöklum við Norður-Atlantshaf og mælingar sem stundaðar eru á jöklunum til þess að fylgjast með þessum breytingum.

Samkvæmt skýrslunni
hafa jöklar við Norður-Atlantshaf hopað og þynnst hratt síðustu árin, eins og raunin er með jökla víðast hvar á jörðinni."

"Við Norður-Atlantshaf og á Norðurskautssvæðinu er umtalsverður hluti jökla á jörðinni og frá þeim falla mörg vatnsföll til Norður-Atlantshafsins og Norðuríshafsins."

Jöklar við Norður-Atlantshaf rýrna hratt - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 16.5.2019 kl. 18:38

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

6.4.2009:

"Koldíoxíð dreifist jafnt um allan lofthjúpinn, sama hvar upptökin eru.

Borkjarnar úr Grænlandsjökli eru með loftbólur sem segja sögu andrúmsloftsins langt aftur í tímann og styrkur koldíoxíðs, sem var um 280 ppm fyrir iðnvæðingu, er nú um 390 ppm."

"Gróðurhúsalofttegundirnar díköfnunarefnisoxíð (N2O) og metan (CH4), eru einnig að aukast af mannavöldum, hið fyrra vegna dreifingar á áburði og framleiðslu saltpéturssýru en hið síðara kemur frá jórturdýrum, sorphaugum, viðarkyndingu, vinnslu jarðgass og kola."

Um gróðurhúsalofttegundirnar - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 16.5.2019 kl. 18:39

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.10.2014:

"Í ljós kom að lónið er um 40 metr­ar að dýpt og jök­ull­inn reynd­ist hafa hopað um 80 metra frá því í fyrra.

Hef­ur hann því alls hopað um 170 metra frá því að mæl­ing­ar hóf­ust árið 2010."

Mæla árlega hop Sólheimajökuls

Þorsteinn Briem, 16.5.2019 kl. 18:45

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

27. apríl síðastliðinn:

"Snæfellsjökull hefur rýrnað mikið undanfarin rúmlega hundrað ár. Árið 1910 var jökullinn 22 ferkílómetrar en nú er flatarmál hans orðið minna en 10 ferkílómetrar.

Á annan í páskum fóru vísindamenn á jökulinn til að meta stöðuna.

Jökulísinn er nú um 30 metra þykkur en hann hefur verið að þynnast um einn til einn og hálfan metra á ári.

"Þannig að ef hlýnunin heldur áfram eins og verið hefur verður ekki mikið eftir af honum um miðja þessa öld," segir Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands."

Þorsteinn Briem, 16.5.2019 kl. 18:56

15 Smámynd: Geir Ágústsson

Stundum er kórinn falskari en einsöngvarinn.

Geir Ágústsson, 16.5.2019 kl. 19:31

16 Smámynd: Geir Ágústsson

NASA er meira að segja komið í heilan hring í sínum útúrsnúningum, farið að tala um að minnkandi sólvirkni sem sé að valda nýju jafnvægi við meint, gríðarleg áhrif CO2:

https://www.nasa.gov/topics/solarsystem/features/solar_variability.html

Þetta er orðið að ansi skrautlegum sirkus.

Geir Ágústsson, 17.5.2019 kl. 13:11

17 identicon

Af hverju er Steini Breim ekki með eigið blogg.

jói (IP-tala skráð) 19.5.2019 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband