Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2019
Mánudagur, 11. nóvember 2019
Loftslagsleiðbeiningar fyrir þá sem vilja eitthvað alvöru
Nú hef ég fylgst svolítið með allskyns umræðu um loftslagsmál undanfarin ár, bæði dægurmálaumræðunni og þeirri vísindalegu, og tel mig núna í stakk búinn til að setja fram hin eina sanna leiðbeiningalista fyrir þá sem vilja tækla loftslágsvánna svokölluðu af fullum þunga.
Nokkrar forsendur áður en lengra er haldið:
- Margt í okkar umhverfi er greinilega talið betra fyrir loftslagið en annað. Umbúðir eiga að vera slæmar, sérstaklega þær úr plasti eða áli. Að ferðast um í vélknúnu ökutæki er slæmt, sem og allur flutningur á vörum og matvælum. Olía er slæm en vindorkan góð. Þetta má sjóða saman í: Engar umbúðir, engir flutningar, engin ferðalög.
- Mjög er talað gegn ýmsum innflutningi. Innlend framleiðsla er loftslagsvænni en innflutt.
- Orkunotkun sem beint eða óbeint notar jarðefnaeldsneyti er slæm. Að vísu talar enginn um notkun kolaorku í einu ríki til að framleiða rafmagn fyrir rafmagnsbíl í öðru en látum það kyrrt liggja. Raforku má að vísu nota þegar hún er framleidd með vatns- eða vindafli. Almennt er orkunotkun samt litin hornauga. Hana þarf því klárlega að minnka.
- Allskyns tilraunir til að auka framleiðslu á matvælum eru slæmar. Áburður er slæmur, genabreytingar á plöntum þarf að stöðva og dýr eiga helst að ráfa um úti náttúrunni og deyja úr elli áður en þau eigi að borða, en helst á samt bara að borða grasafæði sem á helst ekki að vera frá landbúnaðarjörð.
Og þá að leiðbeiningum fyrir loftslagshetjurnar:
Heimiluð fæða: Arfi, gras, villiber, trjágreinar, mold, sjálfdauð dýr, skordýr og sveppir. Allt ber að borða beint af jörðinni án viðkomu í verslanir þar sem umbúðir eru notaðar.
Heimiluð kynding á heimili: Engin.
Heimilaður klæðaburður: Allskyns vefnaður úr grasi og hampi, fóðraður með mosa og ull sem fellur af sjálfdauðum kindum. Skór eru úr rusli eða skinni af dauðum skepnum.
Heimiluð áhöld: Allskyns trog sem margir geta samnýtt við matartíma, fyllt með mosa og grasi og annarri heimilaðri fæðu. Prik og greinar. Grjót.
Engin lyf er heimiluð. Ferðalög fara fram á fæti án notkunar tækja sem beint eða óbeint nota jarðefnaeldsneyti, svo sem hjól (málmur).
Með því að fylgja þessum leiðbeiningum er hægt að minnka losun niður ekki neitt eins og ef manneskjur væru hreinlega ekki á Jörðinni. Fyrir 100 þúsund árum var jú stöðugt veðurfar, Jörðin breytti aldrei út af fræðilegum sporbaug, geimgeislar voru stöðugir, sólin upplifði engar breytingar í yfirborði sínu, skýjafar var óbreytt, eldfjöll höfðu hægt um sig og kjörhitastig ríkti um allan heim á öllum árstímum í öll árin þar til maðurinn kveikti fyrsta eldinn.
Jákvætt tvist á loftslagsmálin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 11. nóvember 2019
Kirsuberjatínsla
Embætti landlæknis tekur undir þá skoðun að vandamál sem tengjast notkun eða ofnotkun ávana- og fíkniefna sé heilbrigðisvandamál en ekki síður félagslegt vandamál.
Gott. Fyrsta rökrétta skrefið er þá að hætta að henda fíklum í grjótið og bjóða þeim upp á meðferð í staðinn.
Næsta skref er að kippa viðskiptum með ólögleg vímuefni og örvandi efni upp á yfirborðið og gera þau lögleg (eins og gildur um koffín, áfengi og tóbak). Þetta á við um framleiðslu, dreifingu, sölu og neyslu.
Embætti landlæknis hefur ekki hagsmuni einstaklinga í huga heldur heilbrigðiskerfisins. Þar vilja menn helst banna, hræða, skattleggja eða gefa út vafasamar ráðleggingar og í skjóli hins fína nafns embættisins er tekið mark á þessu efni.
Það kemur því ekki á óvart að menn mæli gegn fyrirkomulagi Portúgala. Fleiri ungmenni hafa jú byrjað að nota kannabis, er sagt. En hvað hefur dauðsföllum vegna ofskammta fækkað mikið? Hvað er búið að hlífa mörgum ungmennum við dvöl á bak við lás og slá fyrir minniháttar vímuefnavörslu? Hvað hefur lögreglan fengið mikinn tíma til ráðstöfunar til að berjast gegn raunverulegum glæpum? Hvað hefur orðið um neyslu harðari vímuefna? Landlæknisembættið leggur enga áherslu á þessa þætti. Nei, fleiri ungmenni eru byrjuð að nota kannabis! Og hvað með það? Er betra að þeir drekki sig fulla? Hangi í tölvunni allan sólarhringinn?
Landlæknisembættið stundar hér svokallaða kirsuberjatínslu (e. cherry picking) og þarf að passa sig til að dæma sig ekki úr leik í umræðunni.
Ekki einfalt að afglæpavæða neyslu fíkniefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 7. nóvember 2019
Kínverjar kunna leikinn
Leiðtogi Kína, Xi Jinping, og forseti Frakklands, Emmanuel Macron, lýstu því yfir í dag að Parísarsáttmálinn sé óafturkræfur og standi en á mánudag hófu Bandaríkin formlegt úrsagnarferli.
Lesist: Bandaríkin eru eina vestræna ríkið sem hefur lesið og skilið Parísarsáttmálann. Hann er innantómt bull.
What you find is they either pledge to do exactly what they were already going to do anyway, or pledged even less than that. China for instance, said we pledged to reach peak emissions by about 2030. Well the United States government had already done a study to guess when Chinese emissions would peak and their guess was about 2030.
Húrra, Kínverjar! Þið lofuðuð engu en getið núna sagt að þið hafið skrifað undir sáttmála!
En höldum þessum skrípaleik áfram ef það lætur einhverjum líða betur. Gallinn er helst sá að það á að sjúga risafjárhæðir úr vösum skattgreiðenda og dæla í vitleysu til að fjármagna skrípaleikinn, og menn eru algjörlega búnir að missa áhugann á raunverulegum vandamálum heimsins eins og mengun og farsóttum, því miður.
En hey, stjórnmálaelítan fær að þeysast um heiminn á einkaþotum og láta taka ljósmyndir af sér fyrir fjölmiðla sem sífellt færri nenna að lesa!
Parísarsáttmálinn standi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 5. nóvember 2019
Enn einn skatturinn
Kolefnisgjaldið stuðlar að eyðingu regnskóga og dælir erlendum gjaldeyri úr landi og í vitleysu.
Kolefnisgjaldið hjálpar umhverfinu ekki og hvað þá loftslaginu.
Kolefnisgjaldið er einfaldlega ný tegund skattheimtu á grunnauðlind okkar allra: Hagkvæma orku.
Því má hæglega líkja við aflátsbréf kaþólsku kirkjunnar sem voru seld til að byggja glæsihýsi utan um páfa og hans fylgdarlið í Róm.
Nú þegar er búið að koma á kolefnisgjaldinu verður skattheimtan aldrei dregin til baka. Því ímyndum okkur að á morgun yrði Ísland allt í einu kolefnislaust og kolefnisgjaldið hættir að skila fé í ríkissjóð. Hvað gerist þá? Minnkar ríkið eyðsluna? Dregur það úr útgjöldum? Nei. Ríkisvaldið er orðið háð hinni nýju skattheimtu og flytur hana einfaldlega yfir á eitthvað annað. Þegar nýr skattur hefur verið lagður á er næstum því ómögulegt að afnema hann aftur.
Íslendingar létu plata sig (eins og svo margar aðrar þjóðir) og sitja nú uppi með hærri skatta um ókomna tíð án þess að fá eitthvað í staðinn.
Greiddu 10 milljarða í kolefnisgjald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 4. nóvember 2019
Magnað ef rétt reynist
Óhjákvæmilegt er að stefna í átt að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju. Kirkjan getur vel sinnt öllum verkefnum sínum, þar á meðal sáluhjálp og félagslegri þjónustu, óháð ríkinu. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í grein í Morgunblaðinu í dag.
Ég tek undir þessi orð og lýsi um leið yfir aðdáun minni á að hinn ungi ráðherra sé að taka þennan slag, ef svo má kalla. Hér er við ofurefli að etja. Þjóðkirkjan hefur, af einhverjum ástæðum, engan áhuga á eigin sjálfstæði. Ekki frekar en starfsmenn heilbrigðiskerfisins og skólanna hafa áhuga á að skríða úr kæfandi faðmi hins opinbera.
Það er viðbúið að dómsmálaráðherra fái nú yfir sig holskeflu af ásökunum og verði kallaður trúlaus, siðlaus, andlaus og allt þetta. En þá er gott að minnast orða hins franska Bastiat sem sagði:
Socialism, like the ancient ideas from which it springs, confuses the distinction between government and society. As a result of this, every time we object to a thing being done by government, the socialists conclude that we object to its being done at all. We disapprove of state education. Then the socialists say that we are opposed to any education. We object to a state religion. Then the socialists say that we want no religion at all. We object to a state-enforced equality. Then they say that we are against equality. And so on, and so on. It is as if the socialists were to accuse us of not wanting persons to eat because we do not want the state to raise grain.
Og hananú!
Aðskilnaður óhjákvæmilegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 3. nóvember 2019
Leið til að auka hatur: Fjáraustur úr vösum almennings
Um 13 milljónum íslenskra króna verður varið í norræna rannsókn á umfangi og birtingarmyndum kvenhaturs á netinu.
Þessi fjárútlát munu eins og sér auka við það hatur sem rannsóknin á að fjalla um því hér er verið að dæla fé skattgreiðenda í hugðarefni lítils hóps róttækra femínista sem vantar fræðilegan hjúp utan um eigin heift.
Svona rannsókn væri hæglega hægt að framkvæma í einu lokaverkefni í háskólanámi, skattgreiðendum að kostnaðarlausu (verkefni þyrfti hvort er eð að skrifa og það gæti þá verið um þetta í staðinn fyrir eitthvað annað).
Eða hvenær á að eyða 13 milljónum í að rannsaka umfang og birtingarmyndir karlahaturs á netinu? Ég geri ráð fyrir að þurfa bíða lengi eftir því.
Þegar rannsókn er farin að kynda undir eigin tilgang er hætt við að margir reiðist.
Stundum er betur heima setið en af stað farið.
Keppni í hatri og öfgum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 2. nóvember 2019
Þörf á fleiri reiknivélum
Nú er hægt að "reikna út" kolefnisfótspor sitt svokallað og verkfræðistofa leggur nafn sitt við þá leikfimi. En það er ekki nóg.
Það vantar fleiri reiknivélar. Dæmi:
Hvað ertu mikið fífl?
Hvað hatar þú homma og konur mikið?
Hvað hatar þú karlmenn mikið?
Hvað ertu nálægt því að tilheyra auðvaldinu á þröngum vestrænum mælikvaðra?
Hversu mikið hatar þú náttúruna?
Það verður nóg að gera hjá verkfræðistofunum í framtíðinni.
Kynna kolefnisreikni fyrir almenning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 1. nóvember 2019
Haldið fjarfund í staðinn
Spánn hefur boðist til þess að halda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP25, í höfuðborg sinni Madríd. Það var fallega boðið. Svona loftslagsráðstefnur eru góð tekjulind fyrir þá sem halda þær jafnvel þótt það kosti mikið að halda mótmælendum í skefjum, loka götum fyrir almenningi og prenta marga bæklinga í lit.
Loftslagsráðstefnur laða að sér mikinn fjölda fólks sem á sand af seðlum og ferðast um í einkaþotum. Þar er svo fé skattgreiðenda skipt á milli háværra þrýstihópa og allir fara heim glaðir.
Á loftslagsráðstefnum er mikið talað um skaðsemi þess að venjulegt fólk ferðist á milli heimilis og vinnu í bíl eða í frí í flugvélum. Almenningur er auðvitað stóra vandamálið en ekki einkaþotur þotuliðsins. Það segir sig sjálft. En er þotuliðið of fínt til að halda fjarfundi? Það er til mjög háþróaður búnaður til slíkra fundarhalda (dæmi) sem alþjóðleg stórfyrirtæki nota til að spara kostnað við ferðalög.
Ég segi ekki að það sé hægt að hrista hræsnina úr þotuliðinu en má ekki reyna? Má ekki útskýra fyrir einhverjum að öll þessi sóun á fé skattgreiðenda fyrir ímyndað vandamál geti a.m.k. orðið ódýrari fyrir skattgreiðendur? Menn geta haldið alla þá fundi sem menn vilja, skrifað undir innantóm skjöl frá morgni til kvölds og gefið út hræðsluáróður fyrir börn og ungmenni, en geta þá gert það fyrir lægri tilkostnað.
Væri það ekki framför?
Spánverjar bjóðast til að halda COP25 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |