Enn einn skatturinn

Kolefnisgjaldið stuðlar að eyðingu regnskóga og dælir erlendum gjaldeyri úr landi og í vitleysu. 

Kolefnisgjaldið hjálpar umhverfinu ekki og hvað þá loftslaginu. 

Kolefnisgjaldið er einfaldlega ný tegund skattheimtu á grunnauðlind okkar allra: Hagkvæma orku.

Því má hæglega líkja við aflátsbréf kaþólsku kirkjunnar sem voru seld til að byggja glæsihýsi utan um páfa og hans fylgdarlið í Róm.

Nú þegar er búið að koma á kolefnisgjaldinu verður skattheimtan aldrei dregin til baka. Því ímyndum okkur að á morgun yrði Ísland allt í einu kolefnislaust og kolefnisgjaldið hættir að skila fé í ríkissjóð. Hvað gerist þá? Minnkar ríkið eyðsluna? Dregur það úr útgjöldum? Nei. Ríkisvaldið er orðið háð hinni nýju skattheimtu og flytur hana einfaldlega yfir á eitthvað annað. Þegar nýr skattur hefur verið lagður á er næstum því ómögulegt að afnema hann aftur.

Íslendingar létu plata sig (eins og svo margar aðrar þjóðir) og sitja nú uppi með hærri skatta um ókomna tíð án þess að fá eitthvað í staðinn.


mbl.is Greiddu 10 milljarða í kolefnisgjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nýjasta tískan frá Karnabæ og co er sykurskattur. Það verður spennandi að sjá hvað mönnum dettur í hug næst. Það er frábært þegar stóri bróðir finnur leiðir til að slá tvær flugur í einu höggi þ.e. að stýra hegðun og að afla tekna. Það er borin von að aðrir skattar verði lækkaðir á móti. 

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 5.11.2019 kl. 19:05

2 identicon

Það getur verið athyglisvert stundum að sjá fólk skjóta sjálft sig í fótinn með eigin heimsku.

gunnar (IP-tala skráð) 5.11.2019 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband