Kínverjar kunna leikinn

Leiðtogi Kína, Xi Jinping, og forseti Frakklands, Emmanuel Macron, lýstu því yfir í dag að Parísarsáttmálinn sé óafturkræfur og standi en á mánudag hófu Bandaríkin formlegt úrsagnarferli.

Lesist: Bandaríkin eru eina vestræna ríkið sem hefur lesið og skilið Parísarsáttmálann. Hann er innantómt bull.

Lítil tilvitnun:

What you find is they either pledge to do exactly what they were already going to do anyway, or pledged even less than that. China for instance, said we pledged to reach peak emissions by about 2030. Well the United States government had already done a study to guess when Chinese emissions would peak and their guess was about 2030.

Húrra, Kínverjar! Þið lofuðuð engu en getið núna sagt að þið hafið skrifað undir sáttmála!

En höldum þessum skrípaleik áfram ef það lætur einhverjum líða betur. Gallinn er helst sá að það á að sjúga risafjárhæðir úr vösum skattgreiðenda og dæla í vitleysu til að fjármagna skrípaleikinn, og menn eru algjörlega búnir að missa áhugann á raunverulegum vandamálum heimsins eins og mengun og farsóttum, því miður.

En hey, stjórnmálaelítan fær að þeysast um heiminn á einkaþotum og láta taka ljósmyndir af sér fyrir fjölmiðla sem sífellt færri nenna að lesa!


mbl.is Parísarsáttmálinn standi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"stjórnmálaelítan fær að þeysast um heiminn á einkaþotum og láta taka ljósmyndir af sér fyrir fjölmiðla"

Til þess er leikurinn gerður.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.11.2019 kl. 19:43

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Heyr, heyr!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 7.11.2019 kl. 23:46

3 identicon

Leiðtogi Kína, Xi Jinping, og forseti Frakklands, Emmanuel Macron, lýstu því yfir í dag og undirrituðu samkomulag um að Parísarsáttmálinn sé fyrir Frakkland og Kína óafturkræfur og standi en á mánudag hófu Bandaríkin formlegt úrsagnarferli.
Lesist: Geir veit ekkert um Parísarsamkomulagið og samninga Kína og Frakklands.

Ágiskanir Bandarískra möppudýra og gömul plön breytast, en heimskir halda sig við gömul gögn og úreltar upplýsingar.   China CO2 emissions to peak in 2022          https://www.reuters.com/article/us-china-carbon/china-co2-emissions-to-peak-in-2022-ahead-of-schedule-government-researcher-idUSKCN1VQ1K0

Vagn (IP-tala skráð) 8.11.2019 kl. 02:13

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Þannig að Kínverjar hafa "skuldbundið" sig til hvers? 

Geir Ágústsson, 8.11.2019 kl. 04:55

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Annars eru þeir til sem efast um "útreikninga" embættismanna í Kína, sem Reuters fréttastofan gleypir hrátt:

https://edition.cnn.com/2019/09/28/asia/china-coal-plant-inner-mongolia-intl-hnk/index.html

Kannski Kínverjar séu að segja eitt og gera annað? Það væri sosem ekkert nýtt.

Geir Ágústsson, 8.11.2019 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband