Leið til að auka hatur: Fjáraustur úr vösum almennings

Um 13 milljónum íslenskra króna verður varið í norræna rannsókn á umfangi og birtingarmyndum kvenhaturs á netinu.

Þessi fjárútlát munu eins og sér auka við það hatur sem rannsóknin á að fjalla um því hér er verið að dæla fé skattgreiðenda í hugðarefni lítils hóps róttækra femínista sem vantar fræðilegan hjúp utan um eigin heift.

Svona rannsókn væri hæglega hægt að framkvæma í einu lokaverkefni í háskólanámi, skattgreiðendum að kostnaðarlausu (verkefni þyrfti hvort er eð að skrifa og það gæti þá verið um þetta í staðinn fyrir eitthvað annað).

Eða hvenær á að eyða 13 milljónum í að rannsaka umfang og birtingarmyndir karlahaturs á netinu? Ég geri ráð fyrir að þurfa bíða lengi eftir því.

Þegar rannsókn er farin að kynda undir eigin tilgang er hætt við að margir reiðist. 

Stundum er betur heima setið en af stað farið.


mbl.is Keppni í hatri og öfgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega. Einmitt það sem ég var að hugsa.

Stefán (IP-tala skráð) 3.11.2019 kl. 14:03

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Nákvæmlega Geir.

En skyldu þeir sem standa að þessari

rannsókn skilja það..??

Efast um það.

Sigurður Kristján Hjaltested, 3.11.2019 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband