Loftslagsleiđbeiningar fyrir ţá sem vilja eitthvađ alvöru

Nú hef ég fylgst svolítiđ međ allskyns umrćđu um loftslagsmál undanfarin ár, bćđi dćgurmálaumrćđunni og ţeirri vísindalegu, og tel mig núna í stakk búinn til ađ setja fram hin eina sanna leiđbeiningalista fyrir ţá sem vilja tćkla loftslágsvánna svokölluđu af fullum ţunga.

Nokkrar forsendur áđur en lengra er haldiđ:

  • Margt í okkar umhverfi er greinilega taliđ betra fyrir loftslagiđ en annađ. Umbúđir eiga ađ vera slćmar, sérstaklega ţćr úr plasti eđa áli. Ađ ferđast um í vélknúnu ökutćki er slćmt, sem og allur flutningur á vörum og matvćlum. Olía er slćm en vindorkan góđ. Ţetta má sjóđa saman í: Engar umbúđir, engir flutningar, engin ferđalög.
  • Mjög er talađ gegn ýmsum innflutningi. Innlend framleiđsla er loftslagsvćnni en innflutt.
  • Orkunotkun sem beint eđa óbeint notar jarđefnaeldsneyti er slćm. Ađ vísu talar enginn um notkun kolaorku í einu ríki til ađ framleiđa rafmagn fyrir rafmagnsbíl í öđru en látum ţađ kyrrt liggja. Raforku má ađ vísu nota ţegar hún er framleidd međ vatns- eđa vindafli. Almennt er orkunotkun samt litin hornauga. Hana ţarf ţví klárlega ađ minnka.
  • Allskyns tilraunir til ađ auka framleiđslu á matvćlum eru slćmar. Áburđur er slćmur, genabreytingar á plöntum ţarf ađ stöđva og dýr eiga helst ađ ráfa um úti náttúrunni og deyja úr elli áđur en ţau eigi ađ borđa, en helst á samt bara ađ borđa grasafćđi sem á helst ekki ađ vera frá landbúnađarjörđ.

Og ţá ađ leiđbeiningum fyrir loftslagshetjurnar:

Heimiluđ fćđa: Arfi, gras, villiber, trjágreinar, mold, sjálfdauđ dýr, skordýr og sveppir. Allt ber ađ borđa beint af jörđinni án viđkomu í verslanir ţar sem umbúđir eru notađar.

Heimiluđ kynding á heimili: Engin.

Heimilađur klćđaburđur: Allskyns vefnađur úr grasi og hampi, fóđrađur međ mosa og ull sem fellur af sjálfdauđum kindum. Skór eru úr rusli eđa skinni af dauđum skepnum.

Heimiluđ áhöld: Allskyns trog sem margir geta samnýtt viđ matartíma, fyllt međ mosa og grasi og annarri heimilađri fćđu. Prik og greinar. Grjót.

Engin lyf er heimiluđ. Ferđalög fara fram á fćti án notkunar tćkja sem beint eđa óbeint nota jarđefnaeldsneyti, svo sem hjól (málmur).

Međ ţví ađ fylgja ţessum leiđbeiningum er hćgt ađ minnka losun niđur ekki neitt eins og ef manneskjur vćru hreinlega ekki á Jörđinni. Fyrir 100 ţúsund árum var jú stöđugt veđurfar, Jörđin breytti aldrei út af frćđilegum sporbaug, geimgeislar voru stöđugir, sólin upplifđi engar breytingar í yfirborđi sínu, skýjafar var óbreytt, eldfjöll höfđu hćgt um sig og kjörhitastig ríkti um allan heim á öllum árstímum í öll árin ţar til mađurinn kveikti fyrsta eldinn.

 


mbl.is „Jákvćtt tvist á loftslagsmálin“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ţetta er must see. Vitnisburđur Dr. Don Easterbrook fyrir bandaríska senatinu um loftslagvána 2016.

https://youtu.be/ofXQdl1FDGk

Hann afgreiđir ţetta snyrtilega međ sömu gögnum og loftlagsátrúnađurinn gerir og erfitt ađ sjá ađ hćgt sé ađ hrekja nokkuđ af ţessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2019 kl. 03:53

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Jón Steinar,

Loftslagsumrćđan er löngu hćtt ađ snúast um gögn. Ef gögnin vćru ţađ eina sem menn rćddu ţá vćri umrćđan á svipuđum stađ og umrćđa um verđurfrćđi, eđlisfrćđi, líffrćđi og jafnvel hagfrćđi: Rćkilega djúpt grafin inn í viđeigandi frćđasamfélögum.

Nei, hérna hafa menn hent vísindum og gögnum til hliđar og skilgreint forsendur:
- Allar breytingar í veđurbrigđum eru vegna gjörđa manna
- Allar ađrar breytur sem hafa áhrif á veđurfar eru saklausar, náttúrulegar og ósýnilegar sveiflur
- Sólin, skýjafar, geimgeislar og annađ slíkt er nánast áhrifalaust á loftslag Jarđar
- Koltvísýringur hefur línuleg áhrif á hitastig lofthjúpsins
- Ţeir sem tala um ađ koltvísýringur hafi bara lítil áhrif eđa óbein áhrif eđa jafnvel ađ styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu sé afleiđing hlýnunar frekar en vera ástćđa hans, ţeir eru í "afneitun"
- Öll kúgunartćki kaţólsku kirkjunnar á miđöldum eru góđ og gild (útskúfun, úthrópanir og jafnvel opinberar "aftökur")

Svo Dr. Don Easterbrook getur fjallađ um gögnin eins mikiđ og hann vill. Ţađ er enginn ađ hlusta. 

Geir Ágústsson, 12.11.2019 kl. 07:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband