Loftslagsleiðbeiningar fyrir þá sem vilja eitthvað alvöru

Nú hef ég fylgst svolítið með allskyns umræðu um loftslagsmál undanfarin ár, bæði dægurmálaumræðunni og þeirri vísindalegu, og tel mig núna í stakk búinn til að setja fram hin eina sanna leiðbeiningalista fyrir þá sem vilja tækla loftslágsvánna svokölluðu af fullum þunga.

Nokkrar forsendur áður en lengra er haldið:

  • Margt í okkar umhverfi er greinilega talið betra fyrir loftslagið en annað. Umbúðir eiga að vera slæmar, sérstaklega þær úr plasti eða áli. Að ferðast um í vélknúnu ökutæki er slæmt, sem og allur flutningur á vörum og matvælum. Olía er slæm en vindorkan góð. Þetta má sjóða saman í: Engar umbúðir, engir flutningar, engin ferðalög.
  • Mjög er talað gegn ýmsum innflutningi. Innlend framleiðsla er loftslagsvænni en innflutt.
  • Orkunotkun sem beint eða óbeint notar jarðefnaeldsneyti er slæm. Að vísu talar enginn um notkun kolaorku í einu ríki til að framleiða rafmagn fyrir rafmagnsbíl í öðru en látum það kyrrt liggja. Raforku má að vísu nota þegar hún er framleidd með vatns- eða vindafli. Almennt er orkunotkun samt litin hornauga. Hana þarf því klárlega að minnka.
  • Allskyns tilraunir til að auka framleiðslu á matvælum eru slæmar. Áburður er slæmur, genabreytingar á plöntum þarf að stöðva og dýr eiga helst að ráfa um úti náttúrunni og deyja úr elli áður en þau eigi að borða, en helst á samt bara að borða grasafæði sem á helst ekki að vera frá landbúnaðarjörð.

Og þá að leiðbeiningum fyrir loftslagshetjurnar:

Heimiluð fæða: Arfi, gras, villiber, trjágreinar, mold, sjálfdauð dýr, skordýr og sveppir. Allt ber að borða beint af jörðinni án viðkomu í verslanir þar sem umbúðir eru notaðar.

Heimiluð kynding á heimili: Engin.

Heimilaður klæðaburður: Allskyns vefnaður úr grasi og hampi, fóðraður með mosa og ull sem fellur af sjálfdauðum kindum. Skór eru úr rusli eða skinni af dauðum skepnum.

Heimiluð áhöld: Allskyns trog sem margir geta samnýtt við matartíma, fyllt með mosa og grasi og annarri heimilaðri fæðu. Prik og greinar. Grjót.

Engin lyf er heimiluð. Ferðalög fara fram á fæti án notkunar tækja sem beint eða óbeint nota jarðefnaeldsneyti, svo sem hjól (málmur).

Með því að fylgja þessum leiðbeiningum er hægt að minnka losun niður ekki neitt eins og ef manneskjur væru hreinlega ekki á Jörðinni. Fyrir 100 þúsund árum var jú stöðugt veðurfar, Jörðin breytti aldrei út af fræðilegum sporbaug, geimgeislar voru stöðugir, sólin upplifði engar breytingar í yfirborði sínu, skýjafar var óbreytt, eldfjöll höfðu hægt um sig og kjörhitastig ríkti um allan heim á öllum árstímum í öll árin þar til maðurinn kveikti fyrsta eldinn.

 


mbl.is „Jákvætt tvist á loftslagsmálin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er must see. Vitnisburður Dr. Don Easterbrook fyrir bandaríska senatinu um loftslagvána 2016.

https://youtu.be/ofXQdl1FDGk

Hann afgreiðir þetta snyrtilega með sömu gögnum og loftlagsátrúnaðurinn gerir og erfitt að sjá að hægt sé að hrekja nokkuð af þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2019 kl. 03:53

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Jón Steinar,

Loftslagsumræðan er löngu hætt að snúast um gögn. Ef gögnin væru það eina sem menn ræddu þá væri umræðan á svipuðum stað og umræða um verðurfræði, eðlisfræði, líffræði og jafnvel hagfræði: Rækilega djúpt grafin inn í viðeigandi fræðasamfélögum.

Nei, hérna hafa menn hent vísindum og gögnum til hliðar og skilgreint forsendur:
- Allar breytingar í veðurbrigðum eru vegna gjörða manna
- Allar aðrar breytur sem hafa áhrif á veðurfar eru saklausar, náttúrulegar og ósýnilegar sveiflur
- Sólin, skýjafar, geimgeislar og annað slíkt er nánast áhrifalaust á loftslag Jarðar
- Koltvísýringur hefur línuleg áhrif á hitastig lofthjúpsins
- Þeir sem tala um að koltvísýringur hafi bara lítil áhrif eða óbein áhrif eða jafnvel að styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu sé afleiðing hlýnunar frekar en vera ástæða hans, þeir eru í "afneitun"
- Öll kúgunartæki kaþólsku kirkjunnar á miðöldum eru góð og gild (útskúfun, úthrópanir og jafnvel opinberar "aftökur")

Svo Dr. Don Easterbrook getur fjallað um gögnin eins mikið og hann vill. Það er enginn að hlusta. 

Geir Ágústsson, 12.11.2019 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband