Að fagna alræðisríki

Veggspjöld sem áttu að fagna 70 ára af­mæli kín­verska alþýðulýðveld­is­ins og kín­verskri menn­ingu voru fjarlægðar af veggjum Háskóla Íslands eftir kvartanir frá nemendum.

Það var leitt. 

Þarna ákvað einhver að fagna stofnun alræðisríkis og eftir kvartanir var því hætt.

Auðvitað ætti að fá að fagna hverju sem er. Í þessu tilviki fékkst leyfi til að fagna stofnun alræðisríkis en svo var það leyfi dregið til baka. Þar með lauk þeirri umræðu. Umræðan hefði kannski borið fleiri ávexti en kvartanirnar. Kannski hefðu einhverjir byrjað að hugleiða fyrir alvöru hvað kommúnismi þýðir fyrir þá sem lenda undir oki hans. Núna eru minni líkur á því. Núna er athyglin öll komin á meinta skoðanakúgun.

Það ætti auðvitað að mega fagna stofnun alræðisríkis, hvort sem ríkið heitir Kína, Þýskaland nasismans, Sovétríkin eða Norður-Kórea. Þeir sem standa að slíkum fögnuði þurfa þá að svara fyrir þann fagnað. Er sá fögnuður innblásinn af aðdáun á hugmyndafræðinni? Eða bara af sögulegum ástæðum sem einskonar minnisvarði um samfélag manna sem var hlekkjað? Þeir sem fagna stofnun alræðisríkis eiga að fá að svara slíkum spurningum í opinni umræðu. Ef Háskóli Íslands vill nota veggi sína til slíks þá er það bara hans mál. Kannski er sá háskóli á villigötum með því að hýsa fögnuði á alræðisríkjum (með notkun á almannafé og allt það) en hann er að minnsta kosti að veita opinni umræðu vettvang. Og hefði boðið nasista velkomna næst til að gæta jafnræðis.

Það er alltof lítið gert af því að fagna alræðisríkjum, útrýmingar- og vinnubúðum, þjóðhreinsunum og þrælahaldi. Ef þeir sem vilja fagna slíku fá engan vettvang til að fagna þessum hlutum þá er engin leið að gagnrýna boðskap þeirra í opinberri umræðu. Þeir loka sig inni í lokuðum hópum og efla hvern annan í aðdáun sinni á óskapnaðinum. Það er ekki hægt að kæfa sýkingu sem er aldrei afhjúpuð fyrir sýklalyfjum.

Upp með veggspjöldin!


mbl.is „Enginn glæpur, held ég“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óheftur "fögnuður" eins og þú kallar eftir er eins og að opna einangrun og hleypa smitandi einstaklingum út í samfélagið. Það er ekki hægt að kæfa sýki sem er aldrei markvisst einangruð. Sjúkdómar hverfa ekki ef smitberar fá frjálsir að fagna sinni pest, fjölga sér og dreifa. Og þeir einu sem kalla eftir því eru sjálfir smitandi pestarsjúklingar sem ættu að vera í strangri einangrun með sínar ranghugmyndir um frelsi til að valda ómældum skaða.

Vagn (IP-tala skráð) 12.11.2019 kl. 21:01

2 identicon

Kínversk kommúnista áróðurspjöld finnst mér  fyndin ,minna   á myndskreytingar í trúboðsritum.(Aðventistar,Vottar og fl.)

Hörður (IP-tala skráð) 12.11.2019 kl. 21:24

3 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Island er lyðræðisriki að nafinu til með eitt stærsta bankahrun sem um getur i veraldar sogunni..!!!

Kina erþ nu ekki !

Lárus Ingi Guðmundsson, 13.11.2019 kl. 01:31

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Merkilegt perspektíf hjá Geir, algert raritet!

En Vagn athyglisverður! Geir aldeilis lentur í kínversku súpunni!

Og Hörður mælir einmitt það sem við allir vissum (og hlæjum að aftur).

Jón Valur Jensson, 13.11.2019 kl. 05:09

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Hver er niðurstaðan ef mönnum er bannað að fagna stofnun alræðisríkja? Hætta þeir að gleðjast yfir slíkum ríkjum? Hætta þeir að tala um þau við vini, kunningja, vinnufélaga, Facebook-vini og fjölskyldu? Túlka þeir bannið þannig að málstaður þeirra hljóti að vera rangur og beri að jarða aftast í hauskúpunni með öðrum ranghugmyndum?

Nei, ekkert af þessu. Þeir finna einfaldlega aðrar leiðir til að fagna, t.d. með því að raða í kringum sig öðrum sem fagna og magna þannig upp fögnuðinn í þeim lokaða og sífellt róttækari hópi.

Allt þetta þarf að afhjúpa fyrir opinberri umræðu þar sem öllum sjónarmiðum er otað saman og þau vegin og metin.

Að vísu er ég ekkert sérstaklega ánægður með að Háskóli Íslands - opinber stofnun rekin fyrir skattfé - sé notuð til að hýsa fögnuð á einum málstað umfram annan. Eitt er að stuðla að opinni umræðu þar sem menn mætast og ræða málin, en annað er að skreyta veggina með ákveðinni tegund fögnuðar án þess að hafa á dagskránni að veita annars konar fögnuði rými.

En að rífa niður veggspjöld er ekki að fara lækna fögnuðarhneigðir neins.

Geir Ágústsson, 13.11.2019 kl. 07:39

6 identicon

Vagn, ég myndi frekar segja að þeir "sýktu" eru nú þegar úti í samfélaginu að sýkja aðra, þú veist ekki af þeim til að koma sýklalyfjunum að, fyrr en viðkomandi fá að koma fram.

Hvað á að banna næst? boðskap samtaka 78? Trúarbrögð? Vísindalega áfanga?

Háskólar eiga að vera vettvangur þar sem á að vera hægt að ræða hvað sem er. Þar á ekki að finnast skoðanakúgun.

Halldór (IP-tala skráð) 13.11.2019 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband