Bloggfærslur mánaðarins, maí 2018
Þriðjudagur, 22. maí 2018
Hver ætlar að ala upp börnin?
Eru menn alveg að missa sig í sókninni eftir meiri veraldlegum gæðum?
Ef konur ynnu eins mikið úti og karlar gæti hagvöxtur á Norðurlöndum aukist um 15-30%, segir í nýrri skýrslu frá OECD og Norrænu ráðherranefndinni.
Þetta hljómar hræðilega.
Börn þyrftu að vera á opinberum stofnunum í meira en 8 tíma á dag, jafnvel töluvert meira ef foreldrarnir eru stjórnendur, vinna sjálfstætt, vinna óreglulega yfirvinnu eða eru í vaktavinnu.
Það þyrfti að setja gríðarlega pressu á kvenfólk til að fá það til að sleppa félagslífi sínu og fjölskyldulífi. Karlmenn finna fyrir þessari pressu frá unga aldri og margir höndla hana ekkert voðalega vel - nánast öll sjálfsmorð eru sjálfsmorð karlmanna svo dæmi sé tekið. Hver óskar kvenfólkinu sömu skilyrða?
Ég veit að hagvöxtur er fremsta keppikefli margra en er ekki nóg komið með svona uppslætti?
Af hverju ekki bara að sætta sig við að það eru ekki allir óðir í völd og titla og ofurlaun og vilja frekar félagslíf og lítinn bíl en yfirvinnu og stóran bíl?
Konur auka hagvöxt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 20. maí 2018
Áttu heilaþvegið barn?
Að hugsa um umhverfið og passa það er allt gott og blessað. Hins vegar er bara brotabrot af því sem boðað er sem umhverfisvænt í raun og veru umhverfisvænt.
Dæmigert endurvinnslubatterí eins og Sorpa í Reykjavík sóar til dæmis gríðarlegum auðlindum með starfsemi sinni.
Meint umhverfisvernd getur líka haft alvarlega fylgikvilla. Til dæmis safna fjölnota innkaupapokar í sig matarleifum sem eru gróðrarstía fyrir óhollar bakteríur.
Þegar krakkinn þinn kemur heim úr skólanum með einhvern umhverfisverndarbæklinginn á það að vera tilefni til upplýstrar umræðu en ekki einstefnuheilaþvottar.
Áttu grænt barn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. maí 2018
Sem betur fer enginn ríkisrekstur í ferðaþjónustu
Hagkerfi er alltaf á ferð á flugi. Það er ekki til neitt sem heitir rekstrarmódel sem endist að eilífu. Menn eru alltaf að prófa sig áfram. Sumir tapa, aðrir græða. Þeir sem græða mikið laða að sér samkeppni. Í rekstri sem tapar reyna fjárfestar að losa um fé sitt og koma sér í eitthvað annað og arðbærara.
Opinber rekstur fylgir ekki sömu aðferðafræði. Þar þýðir taprekstur bara enn meira fjáraustur. Stöðnuðu fyrirkomulagi er haldið á lífi.
Nú stefnir í samdrátt í ferðaþjónustunni. Hundruðir einkaaðila munu taka viðeigandi skref til að forðast taprekstur. Þeir sem segja upp fólki gera það fólk aðgengilegt í öðrum iðnaði. Þeir sem selja rekstur losa um fé til að fjárfesta í einhverju öðru.
Sem betur fer er enginn opinber aðili sem er búinn að binda milljónir af fé skattgreiðenda í ferðaþjónusturekstur sem verður haldið á lífi af skattgreiðendum.
Þar sem ríkið stendur í rekstri tapar það fé annarra.
Einkavæðum allt.
Skýr merki kólnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 17. maí 2018
Flestar rollur og hæstu skattarnir
Ekki veit ég hvort það vinni saman að í Reykjavík eru flestar rollur allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og um leið hæstu skattarnir. Tölfræðin segir sjaldan alla söguna ein og sér.
Reykjavík er í auknum mæli orðin barátta úthverfanna við miðbæinn. Þetta er ekki hollt fyrir neinn. Úthverfin ættu að fá að stækka og mynda sína eigin fyrirtækjakjarna. Miðbærinn á ekki að þurfa skipta svona miklu máli og toga svona mikið af fólki til sín.
Fyrirtækin eru að gefast upp á Reykjavík. Höfuðstöðvar þeirra stærstu eru á leið í nágrannasveitarfélögin. Hvenær kemur að íbúunum? Hvenær fækkar kindunum í borginni?
Höfuðborgarsvæðið í tölum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 10. maí 2018
Það skiptir máli að skulda sem minnst
Sum sveitarfélög kvarta nú yfir því að fá lélegar einkunnir því þau skulda mikið. Skuldir eru jú bara eyðsla fortíðar. Mikilvægara sé að líta til þróun skuldastöðu, skattstofna og annars.
Gott og vel, það er alveg hægt að skulda mikið án þess að vera í slæmum málum. Flestir skulda töluverðar fjárhæðir í húsnæði sínu og jafnvel bíl. Það er auðveldlega hægt í hófi.
Skuldastaða skiptir hins vegar máli, og í tilviki opinberra rekstrareininga skiptir skuldastaðan gríðarlegu máli. Það er því rétt að láta skuldastöðuna vega mikið þegar staða sveitarfélaga er metin.
Í náinni framtíð ríður yfir heimsbyggðina fjármálakreppan árið 2008 á sterum. Heilu ríkin munu fara á hausinn. Gjaldmiðlastríð munu kynda undir vopnuð stríð. Vaxtastig fer í himinhæðir. Skattstofnar munu þorna upp. Slæm skuldastaða mun drepa handhafa sína í hvelli.
Það getur vel verið að skuldsettar opinberar einingar geti gengið að mjólkurbeljum sínum vísum. Spurningin er hins vegar: Hvað gerist þegar þær hætta að mjólka í sama mæli?
Samanburður SA sagður villandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 9. maí 2018
Var eitthvað dulið í ráðningarferlinu?
Fyrirtæki: Viltu vinna hér? Þú þarft að ganga með pípuhatt og brosa til allra.
Tilvonandi starfsmaður: Já takk. Eru launin ekki fín?
Fyrirtæki: Jú vissulega
--- Nokkrar vikur líða ---
Fyrirtæki: Velkominn til starfa. Hérna er pípuhatturinn.
Starfsmaður: ÉG KLAGA ÞIG TIL EFLINGAR!
Kjólakrafan kemur að utan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 9. maí 2018
Hlutverk ríkisins?
Menn tala oft um hlutverk ríkisins. Það eigi að styðja þetta og styrkja hitt. Stuðla að þessu og draga úr hinu.
En er það svo?
Er stjórnarskráin ekki það plagg sem lýsir hlutverki ríkisins?
Þar stendur ekkert um að ríkið eigi að stuðla að sátt á vinnumarkaði.
Stjórnmálamenn sem telja að hlutverk ríkisins sé eitthvað annað en það sem stendur í stjórnarskrá eru á hálum ís. Það er stutt stökk frá háfleygum yfirlýsingum og löggjöf sem kaupir atkvæði og til ríkisvaldsaðgerða sem brjóta á fólki með alvarlegum hætti.
Hafi einhver stjórnmálamaður áhuga á að stuðla að einhverju sem er ekki lýst í stjórnarskrá ætti hann að segja starfi sínu lausu og finna sér alvöruvinnu.
Ríkið stuðli að sátt á vinnumarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 8. maí 2018
Litlir smákóngar með litlu stimplana sína
Það að byggja hús og tengja við rafmagn, vatn, skolp og aðra innviði er ekki óþekkt verkefni. Raunar á að vera hægt að byggja hús með öllu tilheyrandi nokkuð fyrirsjáanlega á meðan menn lenda ekki á verðmætum fornleifum í jörðinni eða klöpp þar sem búist var við sandi og leir.
Verktakar hafa yfirleitt ágæta hugmynd um hvað kostar að byggja hús. Verktökum sem gengur vel halda áfram að byggja. Aðrir fara á hausinn. Á Íslandi eru til mörg byggingafélög sem eru góð í því að byggja hús.
Svo virðist sem stærsti óvissuþátturinn sé orðinn sá mannlegi.
Verktakar virðast ekki geta fengið nauðsynleg leyfi fyrirfram. Um þau þarf að sækja jafnóðum og hætta á að lenda í löngum biðtíma. Einhver smákóngurinn á einhverri skrifstofunni frestar því að stimpla plaggið. Það veitir honum sennilega ánægju. Hann bætir við kröfurnar eða sleppir því. Ræsið á að vera hérna en ekki þarna. Teikningarnar eru allt í einu ófullnægjandi. Það á að nota annað efni í einangrun.
Það er alltaf hætta á að lenda á fornleifum í jörðinni eða klöpp. Sú hætta virðist samt vera orðin minni en að lenda á alltof valdamiklum skriffinni í ofvaxinni stjórnsýslu.
Gerir nýju íbúðirnar dýrari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 7. maí 2018
GREYIÐ sveitastjórnarfólkið!
Aukið álag á sveitarstjórnarfólk með fleiri og flóknari verkefnum gæti átt þátt í því að tæp 60% þeirra snúa ekki aftur að loknum kosningum hverju sinni. Eða svo er okkur sagt.
Kannski er þetta ekki rétt skýring. Kannski er rétt skýring sú að flokkarnir sjálfir séu sífellt að henda úti reynslumesta fólkinu sínu í von um að eitthvað annað andlit selji sama boðskap betur.
Sé þetta hins vegar rétt skýring er erfitt að verjast hlátri.
Hver bað sveitarstjórnirnar um að taka að sér öll þessu flóknu og erfiðu verkefni?
Lögin kveða á um sumt en alls ekki allt. Sveitarstjórnir hafa í mörgum tilvikum bara sjálf ákveðið að taka að sér stór og flókin verkefni, oft með því að traðka á einkaaðilum.
Er ekki hægt að skila þessum verkefnum aftur?
Er ekki hægt að úthýsa í mun meiri mæli? Eða lækka skatta og koma sveitarstjórnum hreinlega alveg út úr mörgum af hinum erfiðu og flóknu verkefnum?
Það er hægt en er ekki gert. Af hverju? Jú af því sveitarstjórnarfólk er margt valdagráðugt, og vill skipta sér af miklu meira en það þarf skv. lögum. Besta dæmi er sennilega hið ótakmarkaða vald sveitarfélaga til að skipuleggja svæði eða sleppa því. Með skipulagsvaldinu má loka veitingastöðum, leiguherbergjum og bílaumferð.
Sé einhver áhugi á að nýta krafta sveitarstjórnarmanna á skynsamlegan hátt þarf að fækka verkefnum þess.
Mikil endurnýjun í sveitarstjórnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 6. maí 2018
Ekki fleiri skjái, takk!
Í stöðnun ríkiseinokunarinnar lifir það sem á að deyja út oft alltof lengi.
Grunnskólakennsla er slík risaeðla.
Það eina sem mönnum hefur dottið í hug til að nútímavæða grunnskólakennslu er að setja börnin fyrir framan tölvuskjái. Það er ekki góð leið. Börn hafa aðgang að skjá frá morgni til kvölds - sjónvarp, spjaldtölvur, tölvur og símar eru á hverju strái. Enn einn skjárinn er ekki að fara hjálpa börnum að einbeita sér eða nota samhæfðar hendur og heila.
Börn þurfa næði til að einbeita sér. Þau sem hafa ekki lært að einbeita sér áður en grunnskóla lýkur lenda í vandræðum seinna með að setja sig inn í eitthvað flókið.
Þau þurfa að læra að taka hlé frá kyrrsetu, endurnýja súrefnisbirgðir líkamans með svolítilli hreyfingu og koma sér svo aftur í gang.
Þau þurfa að læra á tölvur en þau þurfa að læra á þær eins og verkfæri, og sem valkost frekar en miðpunkt tilveru þeirra. Tölvur eru frábærar en koma alls ekki í staðinn fyrir allt, t.d. það að geta hripað eitthvað niður á blað.
Þau þurfa að læra að lesa samhangandi texta og skilja hann.
Þau þurfa að læra að hugsa og koma þeim hugsunum frá sér, t.d. á blað.
Í grunnskólanum þurfa þau líka að læra á félagsnet jafnaldra sinna svo þau geti átt leikfélaga utan skólans líka.
Vonandi þýðir nútímavæðing kennslustofunnar ekki bara fleiri skjáir. Það væri skelfilegt.
Hvernig er skólastofa 21. aldar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |