Ekki fleiri skjái, takk!

Í stöðnun ríkiseinokunarinnar lifir það sem á að deyja út oft alltof lengi.

Grunnskólakennsla er slík risaeðla. 

Það eina sem mönnum hefur dottið í hug til að nútímavæða grunnskólakennslu er að setja börnin fyrir framan tölvuskjái. Það er ekki góð leið. Börn hafa aðgang að skjá frá morgni til kvölds - sjónvarp, spjaldtölvur, tölvur og símar eru á hverju strái. Enn einn skjárinn er ekki að fara hjálpa börnum að einbeita sér eða nota samhæfðar hendur og heila.

Börn þurfa næði til að einbeita sér. Þau sem hafa ekki lært að einbeita sér áður en grunnskóla lýkur lenda í vandræðum seinna með að setja sig inn í eitthvað flókið.

Þau þurfa að læra að taka hlé frá kyrrsetu, endurnýja súrefnisbirgðir líkamans með svolítilli hreyfingu og koma sér svo aftur í gang.

Þau þurfa að læra á tölvur en þau þurfa að læra á þær eins og verkfæri, og sem valkost frekar en miðpunkt tilveru þeirra. Tölvur eru frábærar en koma alls ekki í staðinn fyrir allt, t.d. það að geta hripað eitthvað niður á blað. 

Þau þurfa að læra að lesa samhangandi texta og skilja hann. 

Þau þurfa að læra að hugsa og koma þeim hugsunum frá sér, t.d. á blað. 

Í grunnskólanum þurfa þau líka að læra á félagsnet jafnaldra sinna svo þau geti átt leikfélaga utan skólans líka. 

Vonandi þýðir nútímavæðing kennslustofunnar ekki bara fleiri skjáir. Það væri skelfilegt.


mbl.is Hvernig er skólastofa 21. aldar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband