Hlutverk ríkisins?

Menn tala oft um hlutverk ríkisins. Það eigi að styðja þetta og styrkja hitt. Stuðla að þessu og draga úr hinu.

En er það svo?

Er stjórnarskráin ekki það plagg sem lýsir hlutverki ríkisins?

Þar stendur ekkert um að ríkið eigi að stuðla að sátt á vinnumarkaði. 

Stjórnmálamenn sem telja að hlutverk ríkisins sé eitthvað annað en það sem stendur í stjórnarskrá eru á hálum ís. Það er stutt stökk frá háfleygum yfirlýsingum og löggjöf sem kaupir atkvæði og til ríkisvaldsaðgerða sem brjóta á fólki með alvarlegum hætti. 

Hafi einhver stjórnmálamaður áhuga á að stuðla að einhverju sem er ekki lýst í stjórnarskrá ætti hann að segja starfi sínu lausu og finna sér alvöruvinnu.


mbl.is Ríkið stuðli að sátt á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Fólk er allt of gjarnt á að líta á stjörnvöld sem einhvers konar guð sem getur reddað öllu. Þeir sem eru síðan gott fólk, það eru þeir sem telja að ríkið eigi að leysa öll vandamál og þeir sem telja að ríkið sé ekki besti aðilinn til að leysa hin og þessi vandamál, þeir eru málaðir sem vont fólk, eins og þeir vilja ekki leysa vandamálin. 

Mofi, 9.5.2018 kl. 10:08

2 Smámynd: Geir Ágústsson

“Socialism, like the ancient ideas from which it springs, confuses the distinction between government and society. As a result of this, every time we object to a thing being done by government, the socialists conclude that we object to its being done at all. We disapprove of state education. Then the socialists say that we are opposed to any education. We object to a state religion. Then the socialists say that we want no religion at all. We object to a state-enforced equality. Then they say that we are against equality. And so on, and so on. It is as if the socialists were to accuse us of not wanting persons to eat because we do not want the state to raise grain.” 
― Frédéric BastiatThe Law

Geir Ágústsson, 9.5.2018 kl. 12:38

3 Smámynd: Mofi

Vel orðað og þetta er örugglega aðal boðskapurinn sem þarf að boða til að minnsta kosti þeir sem tilbiðja ríkið að skilja hina hliðina og geta ekki komist upp með þennan áróður að þeir sem tilbiðja ekki ríkið, vilja ekki betra samfélag eða hjálpa fólki.

Mofi, 9.5.2018 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband