Bloggfærslur mánaðarins, desember 2018

Seljið veginn til rússneskra glæpamanna

Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra, lagði fram erindi, að beiðni foreldra, á fundi byggðaráðs Húnaþings um greiðslu vegna heimakennslu barna. Um er að ræða beiðni frá for­eldr­um barna á Þorgríms­stöðum og í Saur­bæ á Vatns­nesi en ástæða beiðninn­ar er slæmt ástand veg­ar­ins um Vatns­nes, að því  er fram kem­ur íæ um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Hérna hefur hið opinbera gefist upp og enginn getur sagt neitt við því. Ríkiseinokun þarf ekki að bregðast við óskum skjólstæðinga sinna en getur til vara hlustað og sett eitthvað á þriggja ára planið.

Lausnin blasir samt við: Selja veginn til rússneskra glæpamanna.

Að sögn hafa rússneskir smyglarar aflað sér þónokkurar reynslu í því að gera upp vegi til að komast leiðar sinnar. Í Húnaþingi vestra eru margir vegir orðnir nánast ónothæfir og hið opinbera hefur engan sérstakan hvata til að gera neitt í málinu. Rússneskir glæpamenn verða ekki lengi að leysa þetta vandamál.

Er eftir einhverju að bíða?


mbl.is Vilja heimakennslu vegna slæms ástands vegarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100% veggjöld, 0% skattar

Ríkið ætti að afnema með öllu skatta af eldsneyti og bifreiðum og undirbúa samgöngukerfið fyrir 100% veggjöld eða afnotagjöld. Með öðrum orðum: Það kostar bara að keyra á veg þegar maður raunverulega keyrir á veg. Það kostar mann ekki krónu að einhver annar keyri á vegi. Það kostar Austfirðinginn ekkert þegar Vestfirðingurinn keyrir um göngin sín. Það kostar Akureyringinn ekkert þegar Reykjavíkingurinn keyrir til Keflavíkur. Þeir borga sem nota. Aðrir ekki. Að sjálfsögðu.

Næsta skref ætti svo að vera að selja vegakerfið eins hratt og hægt er og koma ríkisvaldinu alveg út úr vegaframkvæmdum og -rekstri. Hinn frjálsi markaður ræður við að búa til flóknar bifreiðar troðfullar af rafeindatækni og vélhlutum. Hann ræður líka við að fletja út malbik og halda því flötu.

Líklega mun samt ekkert af þessu gerast. Þess í stað verður veggjöldunum bara bætt við skattheimtuna. Viltu keyra? Borgaðu meira!

Ríkiseinokun, einhver?


mbl.is Veggjöld verða að vera sanngjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar hreinna eldsneyti er gert of dýrt

Kol halda áfram að knýja heiminn.

Fyrir því eru góðar ástæður.

Í fyrsta lagi hafa mörg ríki lagt meiri áherslu á að byggja upp iðnað en vernda loftgæði. Almenningur fær ekki að lögsækja þá sem spúa eitri yfir heimili þeirra og jarðir. Svona hegðuðu vestræn stjórnvöld sér á sínum tíma. 

Í öðru lagi hafa mörg ríki (önnur en þau fyrrnefndu) lagt mikla áherslu á að kæfa iðnað með íþyngjandi álögum á hagkvæmt og tiltölulega hreint eldsneyti.

Iðnaður er því að flýja frá einum hópi ríkja til annars - úr íþyngjandi háskattaumhverfi þar sem hreint og hagkvæmt eldsneyti er gert óþarflega dýrt, og í umhverfi þar sem iðnaður fær að eitra fyrir almenningi.

Þess vegna er kolanotkun að aukast og mun halda áfram að aukast á meðan Vesturlönd eltast við vindmyllur (bókstaflega) en ríki eins og Kína og Indland eltast við iðnaðinn.


mbl.is Kolanotkun jókst á milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innflytjendur eru ekki bara innflytjendur

Í allri umræðu um innflytjendur þarf að fara mjög varlega í alhæfingar en auðvitað má lýsa hlutum í grófum dráttum án þess að drukkna í tölfræði. 

Innflytjendur eru ekki bara innflytjendur. Innflytjendur hafa upprunaland, trú, ásetning og viðhorf við landsins sem þeir flytja til.

Flestir innflytjendur eru sennilega í leit að tækifærum í lífinu. Þeir vilja finna vinnu, aðlagast að einhverju leyti menningu, siðum og tungumáli heimamanna og standa á eigin fótum. 

Aðrir innflytjendur eru bara að leita að ölmusa. Þeim er ekkert sérstaklega vel við menningu, siði og trúarbrögð heimamanna. Þeim er svo sem alveg sama um tungumálið. Sumir fyrirlíta meira að segja heimamenn þótt þeir taki glaðir við peningum þeirra.

Sumir innflytjendur koma frá mjög ólíkum menningarheimum. Á meðan við kennum börnum okkar að forðast líkamleg átök á skólalóðinni nema í sjálfsvörn er sumum börnum kennt að berja frá sér að fyrra bragði og gera árás áður en varnirnar verða of sterkar. Á meðan við tölum um jafnrétti og virðingu tala aðrir um að konur eigi að vera undirlægjur karlmanna og eigi helst ekki að geta sótt nám.

Innflytjendur frá sumum menningarheimum eru marktækt ofbeldishneigðari en almenningur almennt og fremja hlutfallslega miklu fleiri ofbeldisglæpi og nauðganir en aðrir. Tölfræðin getur verið mjög sláandi. 

Pólskur innflytjandi er í engu sambærilegur við innflytjanda frá afrísku múslímaríki. Að hafa það í huga skiptir máli.


mbl.is 23% Suðurnesjabúa eru innflytjendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er rétti andinn!

Loksins birtist hvítur hrafn á himni!

Lagt er til að leggja niður einhvern afkima hins opinbera og koma lögbundnum verkefnum hans annað en láta annars afganginn eftir einkaaðilum, hafi þeir áhuga.

Ekki er talað um að hagræða, skera niður, endurraða skipuriti eða neitt slíkt.

Nei, það er talað um að leggja niður.

Mikið er þetta frískandi!

Það þarf miklu, miklu meira af svona framtaki.

Það er kannski hægt að færa einhver veik rök fyrir því að hið opinbera eigi að svipta okkur sjálfræði, fjárræði og ákvarðanavaldi yfir einhverjum takmörkuðum sviðum, tímabundið. 

En að það brenni fé í framkvæmdir, áhætturekstur, einokunarrekstur og þess háttar verður ekki réttlætanlegt betur en menn reyndu að réttlæta þrælahald á sínum tíma, eða reyna að réttlæta starfsemi mafíusamtaka.

Gott mál, fröken borgarfulltrúi!


mbl.is Vill leggja niður skrifstofuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband