Seljið veginn til rússneskra glæpamanna

Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra, lagði fram erindi, að beiðni foreldra, á fundi byggðaráðs Húnaþings um greiðslu vegna heimakennslu barna. Um er að ræða beiðni frá for­eldr­um barna á Þorgríms­stöðum og í Saur­bæ á Vatns­nesi en ástæða beiðninn­ar er slæmt ástand veg­ar­ins um Vatns­nes, að því  er fram kem­ur íæ um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Hérna hefur hið opinbera gefist upp og enginn getur sagt neitt við því. Ríkiseinokun þarf ekki að bregðast við óskum skjólstæðinga sinna en getur til vara hlustað og sett eitthvað á þriggja ára planið.

Lausnin blasir samt við: Selja veginn til rússneskra glæpamanna.

Að sögn hafa rússneskir smyglarar aflað sér þónokkurar reynslu í því að gera upp vegi til að komast leiðar sinnar. Í Húnaþingi vestra eru margir vegir orðnir nánast ónothæfir og hið opinbera hefur engan sérstakan hvata til að gera neitt í málinu. Rússneskir glæpamenn verða ekki lengi að leysa þetta vandamál.

Er eftir einhverju að bíða?


mbl.is Vilja heimakennslu vegna slæms ástands vegarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú veist það kannski ekki, en um þennan veg fara engir fiskflutningar. Þess vegna er hann ekki á forgangslista vegagerðarinnar.  

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.12.2018 kl. 12:09

2 identicon

Sæll Geir - sem og aðrir gestir, þínir !

Geir og Jóhannes Laxdal: sem aðrir !

Vegagerðin á Hvammstanga - á að hefja nú þegar samningaviðræður við Árna Jón á Rifi (Þorgeirsson, Árnasonar) um útvegun almennilegs ofaníburðar frá Vesturlandi / sem og útvegun Malarhörpu Árna Jóns, til efnisvinnzlu.

Um er að ræða: um cirka 80 km.(af 100 km. Vatsness hringsins), og skyldu svo verktakar senda reikningana PRÍVAT, heim til Sigurðar Inga Jóhannssonar:: delans úr Hrunamannahreppi, sem ÞORIR REYNDAR EKKI, að gefa upp rétt heimilisfang og síma (skv. ja.is), en það er orðið löngu tímabært, að þessi Græðginnar væddi sér- hagsmuna Púki fari að finna til Te vatnsins, miðað við vinnubrögð þessa fífls í vega- og öðrum samgöngu málum til þessa, piltar !!!

Svo má líka - senda nóturnar á Sigurð Inga, á skrifstofu Hrunamanna hrepps á Flúðum, hvaðan koma mætti þeim í Mafíu smurðar lúkur Sigurðar Inga Jóhannssonar !!!

Með beztu kveðjum: sem oftar, af Suðurlandi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.12.2018 kl. 23:46

3 identicon

.... 

Myndaniðurstaða fyrir þorgeir ehf

Aðeins: hluti Bifr. flota, atorkumannsins Árna Jóns Þorgeirssonar, vestan af Rifi.

Svo - Húnvetningar frændur mínir, sem og aðrir landsmenn fái nasasjón af, í stigmönun:: dauðyflaháttar Reykvízkra skriffinna, alþingis og stjórnar ráðs, að nokkru !

Vatnsness vegurinn nyrðra: er einungis partur þeirra vega, sem bíða algjörra umskipta, í landinu !!!

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.12.2018 kl. 01:04

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Óskar Helgi, fornvinur góður.: Í stað langloka er mun einfaldara að segja hlutina bara eins og þeir eru. "Drullist til að vinna vinnuna ykkar, þingmenn og konur!" Það er fleira fólk á þessu landi en bara kringum  Austurvöll, Kvosina og hundrað og einn! Þar búa að mestu meðtakarar, upptakarar og klyfjalausir amlóðar sjálfsprettandi fjármuna, eftir því sem þeir best vita, enda bjálfar flestir og varla á vetur setjandi. Hugsjónagelt drasl í fínum fötum. 

 Eigið gleðileg jól og góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.12.2018 kl. 01:53

5 identicon

Sælir - á ný !

Halldór Egill !

Þakka þér fyrir: skrum- og afdráttarlausa afstöðu þína, gagnvart þessum ömurleika, sem OFUR- launuð fífl stjórnmála- og embættismanna stéttarinnar bjóða landsmönnum upp á.

Það er orðið brogað - þegar samgöngukerfi ýmissa mis- frumstæðra ríkja Afríku t.d., séu á hærra plani, en niðurgrafnir Miðalda troðningarnir (og holóttir) hér uppi á Íslandi fá að dankast, svo áratugunum skiptir.

Vil samt ítreka enn: Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur ekki Marglyttu vitsmuni til að bera, fremur en samráðherrar- og herfur hans, svo sem !!!

Ekki lakari kveðjur - til Suðurlanda sem á aðrar slóðir, Halldór Egill / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.12.2018 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband