100% veggjöld, 0% skattar

Ríkið ætti að afnema með öllu skatta af eldsneyti og bifreiðum og undirbúa samgöngukerfið fyrir 100% veggjöld eða afnotagjöld. Með öðrum orðum: Það kostar bara að keyra á veg þegar maður raunverulega keyrir á veg. Það kostar mann ekki krónu að einhver annar keyri á vegi. Það kostar Austfirðinginn ekkert þegar Vestfirðingurinn keyrir um göngin sín. Það kostar Akureyringinn ekkert þegar Reykjavíkingurinn keyrir til Keflavíkur. Þeir borga sem nota. Aðrir ekki. Að sjálfsögðu.

Næsta skref ætti svo að vera að selja vegakerfið eins hratt og hægt er og koma ríkisvaldinu alveg út úr vegaframkvæmdum og -rekstri. Hinn frjálsi markaður ræður við að búa til flóknar bifreiðar troðfullar af rafeindatækni og vélhlutum. Hann ræður líka við að fletja út malbik og halda því flötu.

Líklega mun samt ekkert af þessu gerast. Þess í stað verður veggjöldunum bara bætt við skattheimtuna. Viltu keyra? Borgaðu meira!

Ríkiseinokun, einhver?


mbl.is Veggjöld verða að vera sanngjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta er ekki svona einfalt Geir. Eigendur Vaðlaheiðarganga ætla sér að innheimta bæði veggjöld og innheimtukostnað , samkvæmt fréttum RÚV í dag.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.12.2018 kl. 18:56

2 identicon

Ef einkaaðilar kaupa vegina, hvar verður samkeppnin?

Hilmar (IP-tala skráð) 11.12.2018 kl. 20:08

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Einkaaðilar eiga fjarskiptanet. Það eru oft fleiri en ein leið til að senda fjarskiptamerki á milli tveggja punkta. Stundum liggja bæði kopar- og ljósleiðaraleiðslur inn á sama stað. Við það bætist svo allt þetta þráðlausa. 

Hvað ef einkaaðili á veginn á milli Selfoss og Hveragerðis. Getur hann ekki bara rukkað offjár? Bílstjórar verða jú lausir við bíla- og eldsneytisskatta og hafa blússandi kaupgetu sem verður mjólkuð í botn, viðspyrnulaust.

Munu aðrir ekki bara sitja hjá með puttann í nefinu og leyfa einum aðila að gerast milljónamæringur á einum vegspotta?

Munu ekki allir lamast og geta varla lyft fingri til að mæta slíkri stöðu?

Samkeppnin mun klikka hér, ekki satt? Ríkiseinokun með blússandi skattheimtu (auk veggjalda) mun ein tryggja að Selfyssingar komist til Hveragerðis?

Geir Ágústsson, 11.12.2018 kl. 21:01

4 identicon

Þetta er svona útópía sem maður hefði búist við af sósíalista.

Ef engin er samkeppnin, þá heitir það einokun.
Ég get ekki séð dýrðina í því að einkaaðili taki við af ríkinu, og verður svo þar að auki ábyrgðarlaus gagnvart þeim sem þurfa að nota.

Ekki nema að síðuhöfundur hafi fengið þá frábæru hugmynd að menn geti bara lagt vegi og stíga eftir hentugleik, svona fyrir samkeppnina.  

Hilmar (IP-tala skráð) 11.12.2018 kl. 21:12

5 identicon

Sú einfalda aðgerð að ljósmynda bílnúmerið og senda svo reikning fyrir akstur eftir Miklubrautinn verður örugglega eyðilögð af stjórnmálelítunni vegna alskyns undaþágna - því allur tími stjórnmálamanna í dag fer í að verja hagsmuni minnihluta hópa og þá fara heildarhagsmunir fjöldans aftar í röðina

Grímur (IP-tala skráð) 11.12.2018 kl. 21:40

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Allt þetta frjálshyggjutal í þér Geir er bara óráðshjal. Enda snýst gagnrýni ykkar frjálshyggjuguttanna aðallega um að útdeila verkefnum ríkisins til einkavina.  Eins og til dæmis þetta rugl í þér með einkavegi! Og þú nefnir fjarskiptanet. Hvaða vit er í tvöföldu eða margföldu fjarskiptaneti með tvöföldun eða margföldun á stofnkostnaði.  Hver borgar þennan kostnað annar en neytandinn? Hvaða samkeppni er fólgin í því að hér séu 5 smásalar á eldsneyti? Hvar er samkeppnin þar?  Ísland er fákeppnis og einokunarmarkaður á öllum sviðum.  Því verður ekki breytt. Breytum aftur í ríkisvæðingu og losum okkur við óþarfa milliliði sem hér vilja mjólka almenning á öllum sviðum mannlífsins. Samgöngur og fjarskipti eru betur sett í höndum hins opinbera heldur en hjá einkavinum með takmarkaða þekkingu. Eins má nefna þau takmörkuðu landgæði sem í boði eru til veglagninga. Hvaða afli geta einkaaðilar beitt ef landeigendur vilja ekki vegi um sitt land? Einkaaðilar hafa engin þau úrræði sem ríkisvaldið hefur.  Svo gerðu okkur greiða og komdu með betri og gagnlegri hugmyndir sem tækar eru til umræðu í stað svona óráðshjalswink

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.12.2018 kl. 00:17

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ef Jóhannes Laxdal ætti erfitt með heyrn, eða sjón, hvert leitaði hann lausna sinna mála? Til hins opinbera staurgeldaliðseinskisúrlausnakerfis eða beint til þrirra sem hafa lausnina? Milliliðalaust og án svo mikils sem viku í bið? Heyrnin fín og og jafnvel augun í glimrandi standi. Allt unnið á eðlilegum forsendum, án afskipta ríkisvaldsins.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 12.12.2018 kl. 01:35

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gott að þú nefndir einmitt þessi dæmi Halldór Egill. Ég lét skipta um augasteina á Landspítalanum og allt fór vel og greiðsluhlutfallið ásættanlegt. Bróðir minn hins vegar leitaði til einkarekins læknafélags og þar var þjónustan og eftirfylgnin með ólíkindum. Ég hygg að flestir velji persónulega þjónustu ríkisrekinnar heilbrigðisþjónustu heldur en að vera meðhöndlaðir eins og fiskur á færibandi einkarekinna gróðapúnga sem nota bene þyggja allar sömu greiðslur frá sjúkratryggingum fyrir sínar aðgerðir eins og t.d Landspítalinn.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.12.2018 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband