Þegar hreinna eldsneyti er gert of dýrt

Kol halda áfram að knýja heiminn.

Fyrir því eru góðar ástæður.

Í fyrsta lagi hafa mörg ríki lagt meiri áherslu á að byggja upp iðnað en vernda loftgæði. Almenningur fær ekki að lögsækja þá sem spúa eitri yfir heimili þeirra og jarðir. Svona hegðuðu vestræn stjórnvöld sér á sínum tíma. 

Í öðru lagi hafa mörg ríki (önnur en þau fyrrnefndu) lagt mikla áherslu á að kæfa iðnað með íþyngjandi álögum á hagkvæmt og tiltölulega hreint eldsneyti.

Iðnaður er því að flýja frá einum hópi ríkja til annars - úr íþyngjandi háskattaumhverfi þar sem hreint og hagkvæmt eldsneyti er gert óþarflega dýrt, og í umhverfi þar sem iðnaður fær að eitra fyrir almenningi.

Þess vegna er kolanotkun að aukast og mun halda áfram að aukast á meðan Vesturlönd eltast við vindmyllur (bókstaflega) en ríki eins og Kína og Indland eltast við iðnaðinn.


mbl.is Kolanotkun jókst á milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband