Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2015
Miðvikudagur, 29. apríl 2015
Óumflýjanleg afleiðing umsvifamikils ríkisvalds
Sumir hafa bent á að mikið skrifræði ríki á Íslandi. Opinberar stofnanir eru margar, og í þeim starfa heilu deildirnar af opinberum starfsmönnum sem hafa eftirlit, eyðublöð og reglugerðir á könnu sinni.
Margir benda með réttu á að þetta sé hamlandi, truflandi og beinlínis til að kæfa margan reksturinn í fæðingu.
Margir benda líka með réttu á að þetta bákn kostar sitt og það fé verður ekki nýtt í annað en að fjármagna pappírsframleiðslu og laun möppudýra.
Fáir komast hins vegar að kjarna málsins, sem er sá að ríkisvaldið er einfaldlega gríðarlega umsvifamikið og afskiptasamt og kemur allt við, og því verður ríkisvaldið hreinlega að útdeila flestum verkefnum hins opinbera úr höndum kjörinna fulltrúa og í hendur þeirra ókjörnu (embættismannanna).
Fáir ná að klára þá hugsun að til að minnka skrifræðið, eftirlitið og pappírsframleiðsluna sé ekki nóg að hagræða og sameina opinberar stofnanir. Það þarf að minnka umsvif hins opinbera þannig að því komi miklu fleira af starfsemi í samfélaginu ekkert við.
Umsvifamikið ríkisvald kallar á stórfelldan rekstur embættis- og eftirlitsmanna. Lítið og magurt ríkisvald þarf ekkert slíkt. Slíkt ríkisvald hefur fátt á sinni könnu og þarf ekki að moka embættismönnum á sama hátt undir lýðræðislega kjörnu fulltrúana til að létta þeim lífið.
En gott og vel - höldum áfram að gagnrýna eftirlits- og umsýsluiðnaðinn án þess að hafa hugmynd um lækninguna. Þeir eru víst fleiri en opinberir embættismenn sem sóa tíma sínum og fé og tíma annarra.
Eru 4 stjórnvaldsfyrirmæli á dag ráðlagður dagskammtur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. apríl 2015
Ríkisstjórninni tekst að berjast fyrir eigin stefnumáli
Loksins virðist ríkisstjórninni, í krafti þingmeirihluta, hafa tekist að koma eigin stefnumáli alla leið í höfn. Ekki er hægt að segja það um mörg önnur af stefnumálum hennar. Þetta virðist samt ætla að hafast.
Í flestum öðrum málum virðist ríkisstjórnin bara hafa tekið upp stefnumál fráfarandi ríkisstjórnar og keyrt áfram á þeim. Það er alveg mögnuð frammistaða, eða frammistöðuleysi réttara sagt. Samt virðist hún ekki geta staðið af sér árásir þingminnihlutans og vinstrifjölmiðlanna. Hún virðist ekki geta beðist afsökunar nægilega hratt til að friða vinstrimennina og sannfæra þá um að stefnumálum vinstrimanna sé alveg ágætlega borgið hjá núverandi ríkisstjórn.
Með þessu áframhaldi er sennilega lítil hætta á að núverandi ríkisstjórnarflokkar haldi þingmeirihluta sínum eftir næstu kosningar. Til hvers að kjósa Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk til að berjast fyrir stefnumálum Samfylkingar og VG þegar Samfylkingin og VG segjast ætla að gera það sama? Spyr sá sem ekki veit.
Málinu lokið af hálfu ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 26. apríl 2015
Ríkisvaldið sem goðsögn
"Government is the great fiction through which everybody endeavors to live at the expense of everybody else."
- Frédéric Bastiat (1801-1850): Government
Laugardagur, 25. apríl 2015
Þegar sumir geta lifað á kostnað annarra
Tekjulægstu 18% fjölskyldna og einstaklinga greiddu engan skatt á árinu 2013. Tekjuhæsta tíund allra fjölskyldna hér á landi var á hinn bóginn með 32,8% heildartekna allra einstaklinga í landinu á sama ári og greiddu þessar fjölskyldur 44,7% samanlagðra skatta.
Þetta kemur vonandi engum á óvart. Það kemur mér á óvart að hlutfall þeirra sem greiða enga skatta sé ekki enn hærra.
Í blaðinu sem vísað er í segir:
Íslendingar búa við stighækkandi skatt. Hvort sem litið er til krónutölu eða tiltölu greiða tekjulágir lægri skatta en þeir sem hafa meira umleikis.
Er skrýtið að margir með góðar tekjur velji að búa ekki á Íslandi?
Þetta dugir samt ekki mörgum. Margir vilja seilast enn dýpra í vasa þeirra sem afla mikilla verðmæta með vinnu sinni. Þetta leiðir til hærri jaðarskatta, minni hvata til að bæta við sig verðmætaskapandi þjálfun og meiri hvata til að heimta meira úr vösum annarra. Þetta er hugarástand afbrýðisemi og öfundar. Þetta er hugarfar þess sem labbar á milli húsa til að gægjast inn um gluggana og hneykslast þar á þeim sem eiga fallega hluti skuldlausa.
Nú greiða 18% þeirra tekjulægstu engan nettóskatt. Hvað þarf þetta hlutfall að verða hátt til að fullnægja sósíalistunum? Hversu lengi halda þeir að þeir tekjuháu láti mjólka sig áður en þeir hverfa inn í hið óskattlagða hagkerfi eða flýi einfaldlega land?
18% greiddu ekki skatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)
Miðvikudagur, 22. apríl 2015
Allt nema almennar aðgerðir
Til tals hefur komið skv. heimildum blaðsins að í tengslum við samkomulag í kjaramálum verði persónuafslátturinn hækkaður um tiltekna upphæð og mögulega yrði einnig gerð sú breyting á skattkerfinu að afslátturinn færi stiglækkandi eftir því sem ofar drægi í tekjustiganum.
Það er gott að ríkisvaldið er tilbúið að gefa aðeins eftir í skattheimtunni svo launþegar fái meira í vasann.
Það er verra að þetta eigi að gera með einhverju flækjustigi í skattkerfinu sem vindur jaðarsköttum og mismunun upp á sig.
Sá sem fær að jafnaði lág laun en á köflum mikla yfirvinnu þarf að sjá á eftir persónuafslætti og þar með ávinningnum af yfirvinnunni að stóru leyti.
Sá sem að jafnaði fær meðalhá laun (að mati yfirvalda) mun alltaf hugsa sig tvisvar um áður en hann tekur að sér meiri vinnu eða aðeins betur launað starf.
Ónefnt er svo tryggingargjaldið sem er stuðlar að því að launatengd gjöld á fyrirtæki eru með þeim hæstu í heimi, og það bitnar fyrst og fremst á launþegum.
En það er sem sagt jákvætt að yfirvöld eru hugsanlega viljug til að lækka skatta.
Persónuafsláttur skoðaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 21. apríl 2015
Sorglegt ef satt er
Nú þarf enginn að láta það koma sér á óvart að opinberir starfsmenn sem fara með fé annarra eiga það til að semja verr en þeir sem leggja eigin eigur undir í viðskiptum. Þetta er svipuð hneigð og á við börn á leikskóla sem vita að þau eru að leika með leikföng í eigu annarra, sem verða líklega endurnýjuð fyrir þau ef þau skemmast (og versta afleiðingin eru einhverjar svolitlar skammir ef eyðileggingin var áberandi vísvitandi).
Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að Seðlabanki Íslands hafi selt frá sér miklar eignir á verði sem einkaaðilar geta nú selt til annarra og grætt stórfé.
Að upphæðirnar séu svona háar er hins vegar önnur og verri saga. Hérna er barnið á leikskólanum byrjað að traðka fast og ítrekað á dótinu og líklega með þann ásetning að koma sökinni yfir á aðra. Ég sé t.d. fyrir mér að Seðlabanki Íslands svari fyrir sig með því að benda á að aðrir voru stjórnendur bankans þegar eignir voru teknar að veði og það hafi ekki tekist að koma þeim í verð með öðrum hætti en að stofna til brunaútsölu og fá eitthvað smáræði fyrir þær.
Kommúnistinn í Seðlabankanum kann hið pólitíska spil, en nú er e.t.v. von um að fleiri sjái í gegnum hann en áður.
Óþarft tap Seðlabankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 20. apríl 2015
Jón Gnarr og stjórnmálin
Jón Gnarr skrifar í pistli í Fréttablaðinu:
Ég trúi á einstaklinginn og frelsi hans og rétt til að haga lífi sínu að eigin vilja og án afskipta annarra, svo framarlega sem hann er ekki að skaða sjálfan sig eða aðra. Það er mín grundvallarskoðun.
Það á sem sagt að banna einstaklingum að skaða sjálfan sig.
Er þá ekki hægt að banna allt? (Og þá meina ég ALLT!)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 19. apríl 2015
Gott framtak, en ekki nóg
Ég dáist að þeim sem leggja mikið á sig til að skapa öðrum svigrúm til að lifa og dafna og ná markmiðum sínum í lífinu. Þetta má gera með ýmsum hætti. Algengast er að menn reyni að vinna innan þeirra ramma sem yfirvöld á hverjum stað hafa skapað fólki. Í sumum ríkjum er nokkurn veginn málfrelsi þar sem menn geta boðað hugmyndir sínar án þess að vera handteknir. Annars staðar má varla segja neitt né gera og þá er auðvitað erfiðara að boða hugmyndir sínar og oft nauðsynlegt að grípa til ólöglegra aðferða (gefa út nafnlaust lesefni og dreifa um göturnar, halda leynifundi osfrv.).
Nú hefur fundist lítill blettur á landakorti Evrópu sem enginn virðist gera tilkall til. Gott og vel. Segjum sem svo að það takist að stofna lítið fríríki. Um leið og það fer að dafna munu hættur steðja að því. Hið hefðbundna mun reyna að kæfa hið óhefðbundna. Sá stóri og sterki reynir að traðka á nýjabruminu. Og þegar búið er að innlima hvern einasta skika plánetunnar inn í eitthvert umráðasvæði ríkisvalds verður ekki rými fyrir fleiri tilraunir með fríríki.
Þeir sem vilja meira frelsi synda nú með straumnum og láta hann bera sig hvert sem hann vill. Á þessu eru samt undantekningar. Um víða veröld eru til hreyfingar sem berjast fyrir sjálfstæði frá ríkisvaldi sem þær kæra sig ekki um að tilheyra. Stundum njóta slíkar hreyfingar samúðar, t.d. aðskilnaðarhreyfing Tíbeta sem vill ekki tilheyra Kína lengur. En stundum er samúðin ekki til staðar.
Mér þætti alveg sjálfsagt ef aðskilnaður frá einhverju ríkisvaldi hlyti meiri almennan stuðning. Af hverju þarf eitthvað ríki að vera nákvæmlega af þeirri stærð sem það er í dag? Af því yfirvöld þar eiga rétt á völdunum, eða hvað? Af því breytingar leiða til óvissu í framtíðinni? Af því menn sem hafa gjörólíka hagsmuni verða bara að læra að búa undir sama þaki?
Ég segi: Vilji Vestmannaeyjar, Akureyri eða Vestfirðir kljúfa sig frá miðstjórninni í Reykjavík þá á það að vera sjálfsagt mál, gefið að fyrir slíku sé vilji. Vilji Árbæjarhverfi Reykjavíkur kljúfa sig frá Reykjavík á það heldur ekki að vera neitt stórmál.
Sum trúarbrögð banna hjónaskilnaði og þvinga raunar oft konuna upp á karlinn. Engin leið er að skipta um skoðun eða prófa annars konar pörun. Að mörgu leyti gilda sömu lögmál í "hjónaböndum" einstaklinga og hópa sem búa innan sömu landamæra í dag. Þar er þvingað hjónaband á ferðinni. Kannski eru aðilar þess sáttir, en séu þeir ósáttir eru þeir samt neyddir til að búa saman.
Heimur aðskilnaðar frá borði og sæng er heimur friðsældar, þar sem allir geta spreytt sig á annars konar sambúð eða fjarbúð um leið og við reynum öll að vinna saman í samfélagi ríkjanna.
Stofnaði Frjálsland í einskismannslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 18. apríl 2015
Þegar vínber uxu á Nýfundnalandi
Þegar Leifur Eiríksson og föruneyti komu á strendur Nýfundnalands á sínum tíma sáu þeir vínber vaxa þar náttúrulega og kölluðu landið (eða löndin) Vínland. Hitastig var hátt og notalegt og menning víkinga blómstraði á þessum norðlægu slóðum með kornrækt víða á Íslandi og sauðfjárrækt á Grænlandi.
Verst að bandarískir veðurfræðingar voru ekki með hitastigsgögn frá árinu 1000 við hendina þegar þeir komust að þeirri niðurstöðu að árið 2015 væri það heitasta nokkurn tímann.
Aldrei verið hlýrra á jörðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 15. apríl 2015
Rífið plásturinn af
Hvað segir fullorðið fólk við börn sem vilja ekki láta taka af sér plástur því límið rífur í húðina?
Fullorðna fólkið segir að það sé best að kippa plástrinum bara af og ljúka óþægindunum af.
Sama viðhorf hefði fyrir löngu geta losað Íslendinga við gjaldeyrishöftin. Mér er í fersku minni þegar Seðlabanki Íslands fór af fastgengisstefnu fljótlega eftir árið 2000. Ég var í námi erlendis. Íslenska krónan tók skell. Lífsstíll minn snarhækkaði í verði. Síðan liðu nokkrir mánuðir og þá var allt að mestu leyti gengið til baka.
Stærsti skaðinn við höftin er einfaldlega tilvist haftanna. Þau skapa óvissu og það þýðir áhætta sem kostar alltaf mikið, annaðhvort í beinum fjárhæðum eða töpuðum tækifærum. Að höftin fari - einhvern veginn - er það mikilvægasta.
Svo burt með þau!
Blönduð leið við afnám hafta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |