Allt nema almennar aðgerðir

Til tals hef­ur komið skv. heim­ild­um blaðsins að í tengsl­um við sam­komu­lag í kjara­mál­um verði per­sónu­afslátt­ur­inn hækkaður um til­tekna upp­hæð og mögu­lega yrði einnig gerð sú breyt­ing á skatt­kerf­inu að af­slátt­ur­inn færi stig­lækk­andi eft­ir því sem ofar drægi í tekju­stig­an­um.

Það er gott að ríkisvaldið er tilbúið að gefa aðeins eftir í skattheimtunni svo launþegar fái meira í vasann.

Það er verra að þetta eigi að gera með einhverju flækjustigi í skattkerfinu sem vindur jaðarsköttum og mismunun upp á sig.

Sá sem fær að jafnaði lág laun en á köflum mikla yfirvinnu þarf að sjá á eftir persónuafslætti og þar með ávinningnum af yfirvinnunni að stóru leyti.

Sá sem að jafnaði fær meðalhá laun (að mati yfirvalda) mun alltaf hugsa sig tvisvar um áður en hann tekur að sér meiri vinnu eða aðeins betur launað starf.

Ónefnt er svo tryggingargjaldið sem er stuðlar að því að launatengd gjöld á fyrirtæki eru með þeim hæstu í heimi, og það bitnar fyrst og fremst á launþegum.

En það er sem sagt jákvætt að yfirvöld eru hugsanlega viljug til að lækka skatta. 


mbl.is Persónuafsláttur skoðaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Danmörku er persónuafslátturinn 43.400 krónur danskar á ári eða 855.240 íslenskar Það ætti að duga til að leysa deiluna að ríkið hækki afsláttinn í það sama og  hann er í D.K. því það væri hin mikla leiðrétting fyrir launþega á Íslandi allt annað er tímaeyðsla sem kostar mikla peninganna fyrir alla þ.a.s verðbólgan fer á flug ekki úr landi samt

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 22.4.2015 kl. 07:47

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Um leið mætti gera annað að fordæmi Dana:

- Leggja einn virðisaukaskatt á allt sem er virðisaukaskattskylt (25% í DK, á allt frá barnafötum til baunadósa)

- Lækka gjöld á fyrirtæki

- Gera fleira frádráttarbært frá skatti og afnema um leið eitthvað af bótakerfinu (t.d. geta Danir dregið vaxtagreiðslur vegna námslána og húsnæðislána frá skattstofni - um leið eru húsaleigubætur og annað ekki í boði fyrir nema allralægst launuðu)

- Danir banna ekki í sama mæli einkarekstur, t.d. á mennta- og heilsugæslustofnunum, og gefa þannig þeim sem vilja og geta valmöguleika (á eigin reikning). Þetta þýðir að jafnaði minna álag á hinn opinbera rekstur.

- Skattgreiðslur eiga svo að öðru leyti að duga fyrir því sem ríkisvaldið meira og minna einokar, en ekki vafið í allskyns komugjöld, skráningargjöld og þess háttar

- Og ríkisrekstrinum haldið innan fyrirfram ákveðinna útgjalda með litlu umburðarlyndi fyrir framúrrekstri

- Og auðvitað áfengi í allar búðir og sjoppur og bjórkaupaaldurinn niður í 16 ár

Geir Ágústsson, 22.4.2015 kl. 08:48

3 identicon

Íslendingar þurfa að fara að taka hinar norðurlandaþjóðirnar sér til fyrirmyndar enda eru lífskjör þar miklu betri en hér þrátt fyrir að þær hafi ekki sambærilegar auðlindir og við.

Það er nauðsynlegt að hverfa frá þeirri stefnu að hygla sérstaklega hinum ríku með því að gefa þeim auðlindirnar eða veita þeim langtíma einkarétt á að nýta þær án eðlilegs endurgjalds.

Einnig þarf að hækka skatta á hæstu tekjur og miklar eignir. Það verður ekki gert nema með stighækkandi skattþrepum. Mishár persónuafsláttur hefur mjög lítið að segja í þessu sambandi.

Í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð er hæsta skattþrep 57-62%. Í Noregi 48%. Hér stefnir ríkisstjórnin að því að hæsta skattþrep verði um 40% áður en kjörtímabilinu líkur.

Einnig þarf að halda áfram með auðlegðarskattinn og bæta við hann einu þrepi. Í flestum löndum þarf almenningur að greiða eignarskatt en ekki bara auðmenn. Þannig var það hér lengst af án þess að menn kveinkuðu sér undan því. Rökin gegn auðlegðarskattinum eru því fráleit.

Hér væri um tekjuauka að ræða fyrir ríkið upp á tugi milljarða. Það er óraunhæft að ætlast til að núverandi ríkisstjórn notfæri sér þessa tekjumöguleika en næsta ríkisstjórn verður að gera það.

Núverandi stjórnarandstöðuflokkar þurfa ekki að óttast að tapa atkvæðum með slíkri stefnu enda væri aðeins um að ræða skatt á tekjur einstaklinga vel yfir milljón eða eignir vel yfir hundrað milljónir. Þvert á móti ætti hinn almenni kjósandi að fagna slíkum jafnaðaraðgerðum.

60% hæsta skattþrep er í sögulegu samhengi ekki hátt. Seinni hluta seinni heimstyrjaldar og mörg ár eftir stríð var hæsta skattþrep einstaklinga í Bandaríkjunum um 90%. Eftir það fram til 1980 var það um 70%. Þetta var á þeim árum þegar ameríski draumurinn var enn við lýði og Bandaríkin enn talin fyrirmyndarríki.

Ég tel þó 70-90% of hátt sem hæsta skattþrep við núverandi aðstæður. Hins vegar er ekkert sem mælir gegn 55-60% sem hæsta skattþrepi eins og algengt er ekki bara á norðurlöndum heldur einnig annars staðar í Evrópu.

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.4.2015 kl. 11:04

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér er enn og aftur sú goðsögn borin á borð að Norðurlandaþjóðirnar (og USA áður) dafni og þrífist á gríðarlegri skattheimtu þar sem háar tekjur eru fordæmdar með gríðarlegri skattheimtu. Það þarf samt bara að hugsa einfalda hugsun til að aflífa þessa goðsögn:

Hvernig eiga aðrir en þeir sem skapa verðmætin að tryggja að verðmæti verði sköpuð með því að gera verðmætin upptæk? 

Geir Ágústsson, 22.4.2015 kl. 11:19

5 identicon

Þeir sem lenda í 60% skatti með hluta tekna sinna greiða ekki gríðarlega skatta enda njóta þeir eins og aðrir góðs af skattleysi upp að ákveðnum marki og einnig lægri skattþrepum með stóran hluta tekna sinna.

Velgengni Norðurlandanna, og Bandaríkjanna á þeim tíma þegar hæsta skattþrep var mjög hátt, er engin goðsögn. Þetta eru staðreyndir. Þetta á einnig við um fleiri Evrópulönd.

Það er einnig staðreynd að í aðdraganda hrunanna 1929 og 2008 var hæsta skattþrep í Bandaríkjunum með lægsta móti eða aðeins um og rúmlega 30%. Það kemur ekki á óvart að slíkur ójöfnuður endi að lokum með hruni.

Hátt hæsta skattþrep er sanngirnismál vegna þess að kerfið býður upp á að það sé miklu auðveldara að fyrir hina tekjuháu að auka við tekjur sínar en hina tekjulágu sem þó þurfa meira á því að halda.

Meðan tekjulágir þurfa að leggja sig alla fram um að ná endum saman hafa tekjulháir oft lítið fyrir því að raka til sín meira fé.

Hinir tekjuháu eiga oft ekkert meiri þátt í því að skapa verðmæti en þeir sem bera minna úr býtum. Að minnka tekjumuninn í gegnum skattkerfið á því ekkert skylt við að gera verðmæti upptæk.

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.4.2015 kl. 14:46

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Vá...

Þeir sem lenda í 60% skatti með hluta tekna sinna greiða ekki gríðarlega skatta enda njóta þeir eins og aðrir góðs af skattleysi upp að ákveðnum marki...

...ha?  Hvernig?  Ef þú ert með 60% skattskyldar tekjur, ertu með 60% skattskyldar tekjur.  Allt annað hlýtur að vera svart.

Það er ekki mjög jákvætt að hafa kerfi þar sem allar aukatekjur verða að vera svartar.

Velgengni Norðurlandanna, og Bandaríkjanna á þeim tíma þegar hæsta skattþrep var mjög hátt, er engin goðsögn. Þetta eru staðreyndir. Þetta á einnig við um fleiri Evrópulönd.

Aha... þú meinar stríðsgróðatímabilin?  Þegar þau enduðu breyttist allt.  Eins og verða vill.

Það er einnig staðreynd að í aðdraganda hrunanna 1929 og 2008 var hæsta skattþrep í Bandaríkjunum með lægsta móti eða aðeins um og rúmlega 30%. Það kemur ekki á óvart að slíkur ójöfnuður endi að lokum með hruni.

Hvernig nákvæmlega var það "ójöfnuður?"

Voru allir með lægri laun en $100.000 á ári með 40% skatt?

Hátt hæsta skattþrep er sanngirnismál vegna þess að kerfið býður upp á að það sé miklu auðveldara að fyrir hina tekjuháu að auka við tekjur sínar en hina tekjulágu sem þó þurfa meira á því að halda.

Kjaftæði.

Hér á landi er þetta með flóknasta móti, og kemur niður á fiskiðnaðarfólki, sem er að öllu jöfnu með ansi lág laun, og lækkar ársmeðallaunin *mikið.*

Sem er alveg fullkomlega sanngjarnt, eða hitt þó heldur.

Sanngjarnara (og ódýrara fyrir ríkið) væri að hafa 1, þ.e. *eitt* skattþrep, eða, betra: engan tekjuskatt.  Þannig myndu tekjur þeirr lægst launuðu hækka ískyggilega, og þeir færu að hafa efni á að lifa.

Meðan tekjulágir þurfa að leggja sig alla fram um að ná endum saman hafa tekjulháir oft lítið fyrir því að raka til sín meira fé.

Einmitt.

Hinir tekjuháu eiga oft ekkert meiri þátt í því að skapa verðmæti en þeir sem bera minna úr býtum.

Af hverju ættu þeir þá að borga hærra hlutfall?

Að minnka tekjumuninn í gegnum skattkerfið á því ekkert skylt við að gera verðmæti upptæk.

Það er tilgangslaus flækja, það er það sem það er.  Og kemur niður á fólki sem þú veist greinilega ekkert um.

*Láglaunafólki*

Ásgrímur Hartmannsson, 22.4.2015 kl. 21:01

7 identicon

Ásgrímur Hartmannsson, veistu virkilega ekki hvernig skattkerfið virkar? 

Ef þú ert svo heppinn að hafa tekjur yfir hæsta skattþrepi þá er það aðeins sá hluti þessara tekna sem fer yfir hæsta skattþrep sem greiddur er hámarksskattur af.

Allir sem hafa tekjur, einnig þeir sem eru með hæstu tekjur, njóta skattleysismarka og lægri skattþrepa vegna tekna sem eru undir hæsta skattþrepi. Jafnvel þó að hæsta skattþrep væri 60% greiðir enginn 60% skatt af öllum sínum tekjum.

Að kalla síðustu áratugi stríðsgróðatímabil fyrir norðurlöndin er ótrúlegt bull. Bandaríkin settu á 90% hámarks tekjuskatt á stríðsárunum til að greiða niður miklar skuldir. 70% skattur eftir það fram til 1980 og velferð þeirra ára höfðu auðvitað ekkert með stríðsgróða að gera.

Það er ekkert kjaftæði að margir hinna betur settu geta nánast setið með hendur í skauti og horft á auð sinn vaxa meðan margir hinna verst settu sitja fastir í gildrunni þó að þeir leggi sig alla fram.

Í kapítalísku kerfi verða hinir ríku stöðugt ríkari og hinir fátæku stöðugt fátækari. Það endar með ósköpum ef ekki er gripið í taumana. Stöðugt hærri skattprósenta eftir því sem tekjur aukast er leið sem hefur reynst mjög vel.

Láglaunafólk hagnast á slíkri skattlagningu með því að auknum tekjum ríkisins er ráðstafað til þeirra í formi aukinnar opinberrar þjónustu og jafnvel lægri sköttum og/eða hærri launum.

Það eru ekki bara Norðurlandaþjóðirnar og fleiri Evrópuríki sem í seinni tíð hafa góða reynslu af háum sköttum á hæstu laun. Minnesota hefur tekið upp þessa stefnu með gífurlega góðum árangri fyrir alla.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.4.2015 kl. 15:04

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Þú ert eflaust djúpt sokkinn í algengri villu í vísindunum þar sem venslum tveggja stærða er ruglað saman við orsakasamhengi. Sem umhugsunarefni um slíkt má kíkja hingað:

http://tylervigen.com/

Þú tekur líka svo ótalmargt EKKI inn í reikning þinn og röksemdarfærslu að það læðist að manni sá grunur að heimildarmenn þínir þekki hreinlega ekki til fleira en skattheimtuprósenta, t.d.:

- Starfsemi seðlabanka (þeir geta "prentað" fram tölfræðilegt góðæri sem kemur raunveruleikanum lítið við)

- Allskonar regluverk og annað, sem getur verið opið og fyrirsjáanlegt (Norðurlöndin) eða ógegnsætt og óútreiknanlegt (bandaríska skattkerfið í dag)

- Hvort auðlegð þjóða tengist því e.t.v. frekar hversu opin þau eru fyrir viðskiptum við útlönd (Norðurlöndin, Vestur-Evrópa framan af) en hversu stíft þau hegna fólki fyrir að klifra upp tekjustigann

- Hvort samkvæmisdams ríkisvalds og öflugra fyrirtækja er þéttur, og öllum öðrum til ama, eða hvort almennar leikreglur gilda fyrir alla

- Hvort einhverjar breyttar ástæður, t.d. auðlindauppgötvun eða örar tækniframfarir, séu e.t.v. frekar ástæða auðlegðar en hörð flenging á þeim sem eru tekjuháir og enn ekki flúnir úr landi

- Hvort yfirlýstar skattprósentur leggist í raun á einhvern eða hvort þær séu í raun ekki til nema á blaði (t.d. vegna fjölda möguleika til að draga frá skattstofnum eða koma peningum undan skatti með öðrum hætti)

Ég vona að eitthvað af þessu veki þig til umhugsunar, því eitt er ljóst: Það situr enginn frjáls maður undir því að sjá á eftir þessum himinháu hlutföllum sem þú nefnir og nenna enn að stunda löglega starfsemi. 

Geir Ágústsson, 23.4.2015 kl. 17:26

9 identicon

Það er mjög skýrt orsakasamhengi á milli þess að hafa háan skatt á mjög miklar tekjur og meiri jafnaðar í þjóðfélaginu. Með því að hinir tekjuhæstu greiða meira í sameiginlega sjóði fæst fé til að auka jöfnuð.

Með meiri jöfnuði fær almenningur meira eyðslufé. Fyrirtækin selja meira, hagnaður eykst og ný atvinnutækifæri verða til. Ef sífellt meira fé safnast til hinna best settu fer hins vegar mikið fé úr landi til skattaparadísa. Góð efnahagsleg áhrif meiri jafnaðar með hærri sköttum á hæstu tekjur eru því augljós.

Frádráttarliðir til lækkunar á sköttum skipta engu máli í þessu sambandi enda eiga þeir við óháð skattprósentunni. Því hærra sem hæsta skattþrep er að öðru óbreyttu þeim mun meiri verður hagnaður ríkisins sem nýtist til kjarajafnaðar.

Núverandi stjórn vill afnema hæsta skattþrep sem er um 46% á tekjur yfir 800.000 þannig að það verði um 40% á allar tekjur nema þær lægstu. Nær væri að bæta þrepi við upp á 53% á mánaðartekjur yfir 1.200.000 og seinna enn einu þrepi upp á 60% á mánaðartekjur yfir 1.600.000.

Ef yfirvinna skýrir háar tekjur og menn hafa val um að sleppa henni vegna hárra skatta þá er það í góðu lagi. Mikil vinna kemur gjarnan niður í vanrækslu á fjölskyldunni og/eða heilsubresti.

Með því að hafna yfirvinnu eykst atvinna fyrir aðra. Þannig verður atvinnuleysi minna sem kemur sér vel fyrir ríkissjóð. Dagvinna án mikillar eftirvinnu, eins og algengast er í samanburðarlöndunum, er auk þess eitthvað sem við ættum að stefna að.

Hvers vegna ættu Íslendingar að reyna að komast hjá því að greiða skatta eins og þeir tíðkast í hinum Norðurlöndunum og víðar? Erum við svona miklu óheiðarlegri en aðrar þjóðir?

Nei, það er auðvelt að koma í veg fyrir slík lögbrot með meira eftirliti enda hefur skattrannsóknarstjóri lýst því yfir að því fé sem er varið í skattrannsóknir skili sér margfalt tilbaka og er þá ekki tekið tillit til fælingarmáttarins sem fylgir slíkum aðgerðum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.4.2015 kl. 22:26

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Nú ætla ég ekki í keppni í órökstuddum fullyrðingum en minni aftur á að tölfræðileg fylgni er ekki eitt og hið sama og orsakasamhengi.

Eigðu góðar stundir. 

Geir Ágústsson, 24.4.2015 kl. 10:34

11 identicon

Bentu mér á órökstudda fullyrðingu í skrifum mínum.Þær eru allar rökstuddar.

Það hefur hins vegar lítið borið á mótrökum hjá þér en þeim hef ég einnig svarað með rökum.

Reynsla annarra landa, sem ég ég sæki fyrirmyndir í, eru sterkustu rökin sem erfitt er að mótmæla með mótrökum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.4.2015 kl. 18:49

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Þú rökstyður vel þá afstöðu þína að vilja jafna tekjur sem mest út (pólitísk afstaða sem margir virðast hafa, enda er öfund alveg rosalega vinsæll drifkraftur fyrir marga) en í engu hvernig í ósköpunum það á að leiða til betri lífskjara fyrir almenning. Þú tæklar heldur í engu þá hugsanatilraun að einhvers staðar í fyrirmyndarríkjum þínum séu lífskjör góð þrátt fyrir ríkisafskiptin, en ekki vegna þeirra, enda með sýnilega lítinn áhuga á að skilja á milli tölfræðilegra vensla (séu þau til staðar) og raunverulegs orsakasamhengis.

Geir Ágústsson, 25.4.2015 kl. 09:00

13 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það er mjög skýrt orsakasamhengi á milli þess að hafa háan skatt á mjög miklar tekjur og meiri jafnaðar í þjóðfélaginu. Með því að hinir tekjuhæstu greiða meira í sameiginlega sjóði fæst fé til að auka jöfnuð.

Ásmundur þú vonandi gerir þeir grein fyrir því að þeir tekjuháu greiða nú þegar miklu meira til ríkisins heldur en þeir tekjulágu, það að vilja auka skatta % á þá sem þéna meira er mesta ósanngirni sem hægt er að hugsa sér og verð ég að viðurkenna að mér finnst það bara mjög skítt af fólki sem hugsar svona.

Síðan má ekki gleyma því að því meiri "jöfnuður" sem þú talar um út frá þinni skigreiningu, er í gangi því meira letjandi virkar það á alla, sem gerir í raun allt verra fyrir alla (ef þeir sem þéna mikið geta þénað næstum jafn mikið fyrir 50% af vinnunni þá er engin ástæða til að gera meira, ef þeir sem þéna lítið þurfa ekkert að hafa fyrir því þá er engin ástæða til að hafa fyrir því yfir höfuð).

Halldór Björgvin Jóhannsson, 25.4.2015 kl. 09:58

14 identicon

Lestu betur innlegg mín. Þá hlýturðu að sjá að þú ert að fara með fleipur.

Ég útskýri þar td mjög greinilega hvernig hærri skattar á hæstu tekjur leiða til betri kjara fyrir almenning. Reyndar liggur það í augum uppi enda er tilgangur skatttekna að greiða fyrir sameiginlegan kostnað og millifæra fé á milli tekjuhópa.

Þetta er spurning um betra þjóðfélag þar sem kjörum er skipt á jafnari og sanngjarnari hátt. Hvort einhver öfundist út aðra kemur málinu ekkert við. Persónulega hef ég undan engu að kvarta enda hef ég það mjög gott.

Þau lönd sem eru með hæstu skattprósentu á hæstu laun eru þau lönd þar sem almenningur nýtur mests fjárhagslegs öryggis og bestu kjara. Að gefa í skyn að það sé tilviljun stenst auðvitað enga skoðun.

Brauðmolakenningin er löngu úrelt. Hún átti kannski að einhverju leyti við þegar aðeins auðmenn gátu lagt fé til atvinnusköpunar. Það er löngu liðin tíð. Nú gegna lífeyrissjóðir og aðrir sjóðir sem almenningur fjárfestir í þessu hlutverki að hluta svo að það þarf ekki neinar ráðstafanir til að auka hlut auðmanna.

Þvert á móti hafa auðmenn hagnast allt of mikið undanfarin ár. Það sést best á því gífurlega fé sem þeir hafa komið fyrir í erlendum skattaskjólum. Það er því brýnt að koma í veg fyrir eða draga úr þessu fjárstreymi úr landi meðal annars með því að leggja hærri skatta á auðmenn.

Ég held að margir ef ekki flestir auðmenn séu ekki öfundsverðir. Þeir stjórnast af græðgi sem þeir ráða ekkert við eða hafa ekki vit á að halda í skefjum. Slík græðgi slævir dómgreind þeirra svo að þeir fara mikils á mis í lífinu.

Þeim væri mikill greiði gerður með því að losa þá við græðgina. Fyrsta skrefið á þá átt er að láta þá greiða sanngjarna skatta af tekjum og eignum. Slíkt myndi minnka ójöfnuðinn, þeim og öðrum til góða.

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 11:03

15 identicon

Það er auðvelt að færa rök fyrir því að skattprósentan eigi að fara hækkandi með hækkandi tekjum.

Í fyrsta lagi þarf skattkerfið að vera samtryggingarkerfi. Allir geta orðið örkumla eftir slýs eða sjúkdóm og geta því ekki séð sér farborða. Nánast allir eru sammála um að það komi ekki til greina að vísa mönnum út á guð og gaddinn þegar þannig háttar til.

Í öðru lagi getur kapítalískt kerfi verið mjög óréttlátt. Það er fjarri því að fólki sé umbunað eftir því hvað það leggur sig vel fram. Sumir fá allt of mikið, aðrir of lítið. Til að leiðrétta að hluta þetta ranglæti, sem er innbyggt í kerfið, er nauðsynlegt að hafa stighækkandi skattþrep.

Þetta er ekki bara sanngirnismál. Velfarnaðarkerfið gengur að öðrum kosti ekki upp. Þess vegna hafa velferðarríki þennan hátt á.

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband