Þegar sumir geta lifað á kostnað annarra

Tekjulægstu 18% fjölskyldna og einstaklinga greiddu engan skatt á árinu 2013. Tekjuhæsta tíund allra fjölskyldna hér á landi var á hinn bóginn með 32,8% heildartekna allra einstaklinga í landinu á sama ári og greiddu þessar fjölskyldur 44,7% samanlagðra skatta.

Þetta kemur vonandi engum á óvart. Það kemur mér á óvart að hlutfall þeirra sem greiða enga skatta sé ekki enn hærra.

Í blaðinu sem vísað er í segir:

Íslendingar búa við stighækkandi skatt. Hvort sem litið er til krónutölu eða tiltölu greiða tekjulágir lægri skatta en þeir sem hafa meira umleikis.

Er skrýtið að margir með góðar tekjur velji að búa ekki á Íslandi?

Þetta dugir samt ekki mörgum. Margir vilja seilast enn dýpra í vasa þeirra sem afla mikilla verðmæta með vinnu sinni. Þetta leiðir til hærri jaðarskatta, minni hvata til að bæta við sig verðmætaskapandi þjálfun og meiri hvata til að heimta meira úr vösum annarra. Þetta er hugarástand afbrýðisemi og öfundar. Þetta er hugarfar þess sem labbar á milli húsa til að gægjast inn um gluggana og hneykslast þar á þeim sem eiga fallega hluti skuldlausa.

Nú greiða 18% þeirra tekjulægstu engan nettóskatt. Hvað þarf þetta hlutfall að verða hátt til að fullnægja sósíalistunum? Hversu lengi halda þeir að þeir tekjuháu láti mjólka sig áður en þeir hverfa inn í hið óskattlagða hagkerfi eða flýi einfaldlega land?


mbl.is 18% greiddu ekki skatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er skrýtið að margir með góðar tekjur velji að búa í Sviss?

En Svisslendingar búa við stighækkandi skatt, auk þess eru fjármagnstekjur skattlagðar eins og tekjur af vinnu.

Þá gildir að fara varlega í ályktun um tengsl á milli verðmætis vinnu og launa. Þar er nú víða pottur brotinn eins og þú veist. Og í hvaða vasa eru menn að seilast á skerinu, Geir? Kannski í vasa ræstingakvenna Fjölbrautaskóla Vesturlands, sem fengu uppsagnarbréf fyrir nokkrum dögum eða í vasa þeirra útlendinga sem við starfinu taka á lægstu launum hjá ræstingafyrirtæki.

Meiri réttsýni og sanngirni, Geir! Kveðja frá Sviss.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 10:21

2 Smámynd: Jack Daniel's

Það er djúpt seilst í vasa öryrkja og aldraðara sem eru langt undir framfærslumörkum í þessu landi og þegar fólk þarf að borga fjórðun tekna sinna í skatt af allra lægstu launum ofan á allt annað, þá er anskoti langt seilst.

Jack Daniel's, 25.4.2015 kl. 10:33

3 identicon

ESB er skrefi á eftir USA enn sem komið er.  Þar reiða menn sig á þræla í fangelsum.  Hvernig getur ódýrt vinnuafl keppt við þræla án réttinda?  Þegar við bætist hvatinn til að glæpavæða skrílinn?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 10:40

4 identicon

Sæll.

Þessar tölur koma mér ekki á óvart og mér finnst þær í raunar í lægra lagi. Ríkasta 1% í USA greiðir 37% allra skatta þar, ríkuustu 5% í USA greiða 59% allra skatta þar. Þar í landi þarf því ekki mikið pólitískt hugrekki til þess að mæla fyrir skattahækkunum á þá ríku enda fer það mjög í taugarnar á mörgum að vita til þess að einhverjir skuli vera ríkir. Raunar byggja heilu stjórnmálaflokkarnir á stefnu öfundar. Það er svolítið merkilegt þegar sumum líður vel vitandi til þess að þeir eru að svína á öðrum.

@ES: Það er fyrir löngu búið að sýna fram á það að vinnuafl þræla er óhagkvæmt og eru fyrir því ýmsar ástæður sem þú hefur greinilega aldrei heyrt um :-(

@HK: Ég hef átt orðastað við menn sem telur að það sé beint samband á milli velmegunar landa og skattprósentu þar, sá vildi meina að því hærri sem skattarnir væru því mun meiri velmegun. Ert þú á þeirri skoðun?

Af hverju eru ekki bein tengsl á milli verðmætis vinnu og launa? Er vinna stjórnarformanns sem fær 10 milljón evrur á ári ekki 10 milljón evra virði? Er vinna skúringakonu sem fær 600 evrur á mánuði ekki þeirra launa virði? Liggja mörgin í upphæð launa?

Þú talar um meiri réttsýni og meiri sanngirni. Hvaða mælikvarða ætlar þú að nota? Er það sanngjarnt að hirða milljónir á ári frá venjulegu fólki í formi skatta svo opinberir starfsmenn geti farið í ferðir á dagpeningum? Er það réttsýnt?

Er það sanngjarnt að hirða stóran hluta launa venjulegs fólks svo hið opinbera geti sóað þeim fjármunum í gæluverkefni sem engu skila? Af hverju eiga t.d. skattgreiðendur að standa undir listamannalaunum? Eru listamann göfugari stétt en sauðsvartur almúginn sem þarf að vinna til að hafa í sig á á?

Er það svona sanngirnir og réttsýni sem þú hefur í huga?

Helgi (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 11:34

5 identicon

http://www.huffingtonpost.com/anita-sinha/orange-is-the-new-black-prison-labor_b_3743927.html

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 13:05

6 identicon

Það er gott að vera aumingi á Íslandi, og enginn hvati til að ná eitthvað lengra en það. Berjumst áfram fyrir góðri framfærslu og fjölgun aumingja.

Frammari T (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 14:30

7 identicon

Farðu í framboð Frammari.  Þú átt heima á þingi með þínum líkum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 15:03

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Þessir 18% tekjulegstu borguðu víst skatt.

Þeir borguðu bara ekki tekjuskatt, enda annaðhvort ekki með neinar tekjur, eða allt svart.

Annars voru þeir rukkaðir um söluskatt, allskyns tolla og innflutningsgjöld, útsvar og ég veit ekki hvað og hvað.

Sem er ekkert nauðsynlega víst að þeir hafi allir haft efni á... en hey: svona er kerfið.

Allir sem búa á íslandi, sem hafast ekki beinlínis við á götunni og borða rottur og trjábörk, þeir borga skatta.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.4.2015 kl. 15:43

9 identicon

Framboð? Það er of mikil fyrirhöfn og skilar mér litlu, ég gæti þá eins menntað mig vilji ég fyrirhöfn án afraksturs. Og ég veit að það er óþarfi Elín meðan þú berst af krafti fyrir bættum kjörum mínum, góðri framfærslu og fjölgun aumingja.

Frammari T (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 15:54

10 identicon

Lífeyrisréttindi þingmanna og ráðherra eru tryggð óháð afkomu lífeyrissjóðsins.  Skattgreiðendur borga mismuninn.  Þingmenn og ráðherrar blóðmjólka landsmenn.  Er það ekki sósíalismi andskotans?    

http://www.althingi.is/lagas/124/1965046.html

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 16:29

11 identicon

Hei Elín, ég er á ágætis launum til dauðadags þó ég geri ekkert. Ég meira að segja gæti lækkað í tekjum fari ég að vinna. Er það sósíalismi andskotans eða þarft þú að öfunda mig af kjörunum til að svo sé?

Frammari T (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 16:37

12 identicon

Hversu lengi halda þingmenn út?  Svona ofsóttir af þeim tekjulægstu eins og þeir eru?  Hvar geta þeir sótt um hæli?  Í helvíti?

http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/04/25/petur-blondal-vill-ad-stettir-sem-fara-i-verkfall-verdi-gerdar-botaskyldar-vegna-tjons-sem-thaer-valda/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 17:06

13 identicon

"Hálfsannleikur oftast er óhrekjandi lygi." Þessi orð Stephans G. virðast vera einkunnarorð Moggans í ritstjórn Mórans. Allir borga virðisaukaskatt.

Nonni (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 18:17

14 Smámynd: Starbuck

Geir er í ruglinu eins og oft áður, heldur að það sé beint samband milli launa og verðmætasköpunar.  Þetta samband er örugglega frekar á hinn veginn að þeir skapa mestu verðmætin eru almennt á lægstu laununum. Fiskvinnslufólk sem skapar mikil verðmæti er á skítalaunum á meðan það eru margir sem eru á háum launum í ýmsum stjórnunarstörfum sem mættu alveg missa sig án þess að það kæmi niður á verðmætasköpun.  Að sjálfsögðu ætti að hækka lægstu launin veglega og þá myndu hinir lægstlaunuðu borga meira í skatta.

Skiping gæðanna er óréttlát og það óréttlæti fer stöðugt vaxandi.  það er tær barnaskapur að halda að allir sem berjast gegn þessu og vilja fá réttlátan skerf af kökunni séu bara öfundsjúkir.

Starbuck, 25.4.2015 kl. 18:40

15 identicon

Skiping gæðanna er óréttlát og það óréttlæti fer stöðugt vaxandi með hverri hækkun launa umfram framleiðsluaukningu.

Þeir sem enga áhættu taka, leggja ekkert til og taka engar ákvarðanir vilja æ stærri skerf af ávinningi þeirra sem búa til störfin og halda fyrirtækjunum gangandi.

það er tær barnaskapur að halda að allir sem vilja fá "réttlátan" skerf af kökunni séu ekki bara öfundsjúkir. Sækið sjálf ykkar "réttláta" skerf og veðsetjið heimili ykkar og ættingja svo þið getið skapað störf og hagnast. Hættið að heimta gjafir frá þeim sem þorðu.

Davíð12 (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 18:59

16 Smámynd: Starbuck

Ég er hræddur um að þú sért verulega veruleikafirrtur Davíð12, eins og þínir skoðanabræður og -systur.  Eða ertu kannski í fyrstu setningunni að vísa í miklar hækkanir stjórnarmanna í fyrirtækjum og annars hátekjufólks sem hefur verið að hækka í launum umfram aðra? 

Hvernig getur þér dottið í hug að fólkið sem vinnur við það að skapa verðmætin leggi ekkert til?  Ertu svona einfaldur?  Þú talar eins og verðmætin geti bara orðið til af sjálfu sér og það sé bara af einskærri góðvild og miskunnsemi sem atvinnurekendur ráða fólk í vinnu.

Það er miklu algengara að fólk í atvinnurekstri taki enga ábyrgð á gjörðum sínum heldur en að það missi allt sitt. Það má t.d. alveg segja að kennitöluflakk sé þjóðaríþrótt Íslendinga.  Ég veit líka ekki betur en ég sé að borga með sköttunum mínum fyrir afglöp og glæpi bankamanna og braskara fyrir hrun, og verði líklega að gera það næstu áratugina.  Á meðan eru flestir þessara vesalingar margfalt betur staddir fjárhagslega en flest heiðarlegt vinnandi fólk og margir þeirra geyma peningana í skattaskjólum svo ekki sé hægt að nota þá til að hreinsa upp skítinn eftir þá sjálfa eða halda grunnstoðum þjóðfélagsins gangandi.  Margt heiðarlegt fólk í fullri vinnu hefur misst heimili sín og allan sinn sparnað út af þessum vitleysingum - lagleg gjöf það! 

Starbuck, 26.4.2015 kl. 02:33

17 identicon

Starbuck, hún er lífseig sú heimskulega mýta, þjóðsaga þeirra sem engu þora, sjálfshól sauðanna, að fólkið sem selur vinnustundir sínar skapi verðmætin. Það er ekki fólkið sem skapar verðmætin. Það er bara einn liður í verðmætasköpuninni, eins og flökunarvél eða lyftari, lyklaborð eða rafmagn, bréfaklemma. Ekkert merkilegri eða verðmætari og hafa sama rétt á hlutdeild í arðinum af framleiðslunni. Kostnaðarliður hjá þeim sem raunverulega skapa verðmætin og einir eiga rétt á verðmætunum sem sköpuð eru. Og það breytist ekki þó þú sért óánægður með einhverja atvinnurekendur og ákvarðanir stjórnvalda í atvinnu- fjármála- og skattamálum.

Davíð12 (IP-tala skráð) 26.4.2015 kl. 04:21

18 Smámynd: Geir Ágústsson

Auðvitað er til fólk sem fær of mikið í laun miðað við framlag þeirra til verðmætasköpunar fyrirtækja. Slíkt er hins vegar einkamál hvers og eins fyrirtækis - hvort það er að eyða of miklu í laun - og einnig fyrirbæri sem "leiðréttir" sig, annaðhvort með því að fyrirtækið fari á hausinn eða viðkomandi er rekinn eða lækkaður í launum. Fyrirtæki í samkeppnisrekstri hafa ekki efni á að borga of mikið í neitt.

Fyrirtæki sem ríkisvaldið verndar fyrir samkeppni búa vissulega við annan veruleika. Dæmi eru bankarnir, RÚV og opinber rekstur víðsverar. Hérna hefur verðlag launa verið að hluta eða öllu leyti tekið úr sambandi við markaðinn og laun geta því orðið nokkuð handahófskennt án þess að það bitni á fyrirtækinu/stofnuninni. Ríkiseinokun eða miklar hamlanir af hálfu hins opinbera (t.d. miklar kröfur sem þarf til að setja á fót fjármálastofnun) ýta undir misræmi milli verðmætasköpunar starfsmanna og launakjara þeirra. Þetta mættu klappstýrur ríkisvaldsins gjarnan hafa í huga. 

Og svo má ekki gleyma því í allri umræðu um laun, og eins og Davíð12 kemur inn á, þá fá launþegar borgað áður en búið er að greiða fyrir afurð þeirra. Maður sem vinnur í álveri er t.d. að vinna að framleiðslu efnis sem fer í umbúðir, og þarf að senda annað og svo þarf að framleiða innihaldið og koma því í verslun og þá fyrst kemur neytandinn og greiðir fyrir vöruna - jafnvel mörgum mánuðum eftir að launþeginn hefur fengið sín laun greidd. Þessi "biðtími" milli launakostnaðar og tímans sem salan fer fram kostar peninga. Launþeginn fær greitt strax og tekur enga áhættu á því að lokaafurðin seljist eða ekki..

Og það er líka rétt að lágtekjufólk sem fær meira í bætur of skattaafslátt en það greiðir í tekjuskatt borgar vissulega VSK og annað slíkt, enda vilja klappstýrur ríkisvaldsins aldrei afnema neina skatta þótt þeir bitni á láglaunafólki. En eftir stendur að hátekjufólk stendur undir meira og minna öllum ríkisrekstrinum og lágtekjufólk getur þegið meira en það greiðir fyrir. 

Geir Ágústsson, 26.4.2015 kl. 08:49

19 identicon

Hvað stór prósenta þeirra sem ekki greiða tekjuskatt gefa upp ásig hlægileg laun og hirða peninginn í arðgreiðslum?
Lengi vel voru sömu aðilar á aumingjabótum frá ríkinu, en sem betur fer hafa þær verið aflagðar.
Skattakerfið nær ekki jafnvægi fyrr en fjármagnshagnaður fer í flokk með hefðbundnum launum.

pallipilot (IP-tala skráð) 26.4.2015 kl. 10:26

20 Smámynd: Starbuck

Davíð12 hún er lífseig sú heimskulega mýta, þjóðsaga gráðugu áhættufíklanna, sjálfshól sauðanna, að fólkið sem stýrir fyrirtækjunum skapi verðmætin. Það eru ekki stjórnendurnir sem skapar verðmætin. Þeir eru bara einn liður í verðmætasköpuninni, eins og flökunarvél eða lyftari, lyklaborð eða rafmagn, bréfaklemma. Ekkert merkilegri eða verðmætari og hafa sama rétt á hlutdeild í arðinum af framleiðslunni. Þetta breytist ekkert þó þú sért haldinn þeirri firru (sem jaðrar við algera brjálsemi) að stjórnendur og eigendur fyrirtækja séu þeir einu sem skapa verðmæti og eigi einir rétt á þeim verðmætum sem sköpuð eru.  Kannski rétt að benda þér líka á þá sérstöku staðreynd að launafólk í landinu á stóran hluta af mörgum stærstu fyrirtækjunum, í gegnum lífeyrissjóðina, þó það hafi að vísu ekkert um stjórn þeirra að segja.

Geir, ég er engin sérstök klappstýra ríkisvaldsins, ég tel bara að það hafi mikilvægu hlutverki að gegna eins og flestir aðrir en öfgasinnaðir nýfrjálshyggjumenn og anarkistar.  Það að borga óbeint fyrir suma hluti gegnum skattkerfi frekar en að borga beint fyrir allt tel ég að sé hagkvæmt og gott fyrir alla.  Ég er í prinsippinu andvígur þessum kratisma sem hér ríkir og og gengur út á að skapa jöfnuð í gegnum skattkerfið. Ef það á að breyta þessu þarf hins vegar að auka tekjujöfnuð verulega með öðrum leiðum.   Ég styð margar frelsispælingar anarkista og sumra annarra frjálshyggjumanna. Ég hef hins vegar óbeit á nýfrjálshyggju sem fókuserar aðallega á peningafrelsi.  Óheft frelsi peninganna leiðir alltaf á endanum til mikils frelsis fyrir fáa en ánauðar fjöldans vegna þess að peningarnir, verðmætin, landsvæðin og auðlindirnar færast í sívaxandi mæli til þeirra sem eiga mest fyrir.    

Starbuck, 26.4.2015 kl. 11:55

21 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Arður er ekki skattfrjáls.  Arður er greiddur af afgangi rekstrartekna sem hafa verið skattlagðar um 20%.  Síðan eru greidd 20% í skatt af arðinum.
Hlutfall sem ekki er fjarri miðstigs-skattlagningu launa, þ.e. 39,74%.

Kolbrún Hilmars, 26.4.2015 kl. 13:09

22 identicon

Þú ert alveg út á þekju Geir.
Maður hefur sjaldan heyrt jafn mikla steypu og heimsku en þetta.

Hvað heldur þú t.d. að margir af þessum 18% séu í hlutastarfi, námsmenn, o.s.frv.

Að reyna búa til svona tölur í miðri launabaráttu, og segja að þetta kerfi hygli þeim lægra settur. Þvílíkur brandari.

Maður með 300 þús á mánuði greiðir um 27% af tekjum í skatta, á meðan maður með milljón greiðir um 33% af tekjum í skatta.

Það er allur munurinn.

Bandaríkin hafa meiri jöfnunarskattkerfi en þetta.
Þú lifir á annarri plánetu. Til hamingju með það!!

Arnar H. (IP-tala skráð) 26.4.2015 kl. 15:05

23 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Afsakaðu Arnar H. en útreikningur þinn er ekki réttur.  Samkvæmt tekjuskattslögunum er hann svona:
300 þúsund kr maðurinn greiðir 20,3% í tekjuskatt/útsvar, kr.60.998.
en sá með milljónina greiðir 43% í tekjuskatt/útsvar, kr.429.589.


Kolbrún Hilmars, 26.4.2015 kl. 15:53

24 identicon

Arnar H, eitthvað þarf að endurskoða skólagöngu þína fyrst þú ert svona slakur í reikningi. Hvað voru skattpeningar okkar hinna eiginlega að fara í fyrst þetta er afraksturinn?

Á heimasíðu RSK má finna að skattprósenta allt að 309.140kr er 37,3% sem þýðir að reiknuð staðgreiðsla er 111.900kr. Frá henni dregst persónuafsláttur sem er 50.902kr svo að viðkomandi greiðir 60.998kr eða rétt um 20,3% af laununum sínum.

Maðurinn með milljón á mánuði greiðir 115.309kr í lægsta skattþrepi, 209.535kr í öðru skattþrepi og 75.647kr í efsta skattþrepi, samtals 349.589kr eftir að persónuafslátturinn hefur verið dreginn frá eða 34,96%, námundað í 35%.

Réttar prósentur eru því 20% og 35% en ekki 27% og 33%. M.ö.o. þá greiðir maðurinn með milljónina 75% hærri tekjuskatt hlutfallslega.

Hver er réttlætingin fyrir þessu? Er hugmyndin sú að menn séu minna verðir launa sinna eftir því sem þeim er borgað meira? Eða sér fólk ofsjónum yfir einhverjum sem þeim finnst vera að fá of mikið í sinn vasa og ákveður að refsa öllum? Teldist það þá ekki mismunun eftir efnahag og er þá brot á 65. grein stjórnarskrár?

Eða er okkur sama svo fremi sem við fáum meira og meira í okkar vasa með ofbeldi fjöldans á bak við okkur?

Hefur engum dottið í hug að e.t.v. fengjum við betra og jafnara samfélag með minna ofbeldi og minni sjálftöku?

Guðbjartur Nilsson (IP-tala skráð) 26.4.2015 kl. 15:57

25 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk Guðbjartur, það misfórust hjá mér 80 þúsund í hraðútreikningi tekjuskatta milljónamannsins - sem skiptir máli í samhenginu.
En tjah - verra væri það ef ég hefði haft vald til þess að rukka náungann!

Kolbrún Hilmars, 26.4.2015 kl. 16:24

26 identicon

Guðbjartur,
Málið er að munurinn er sáralítill.

Ef við hækkum þetta í 350þús á móti 850 þúsund. Þá er munurinn orðinn sáralítill, örfá prósent.

Hinn með 400 þús getur lagt fyrir kannski 20 þús á mánuði, á meðan sá með 850 þús, getur lagt léttilega 10-20 falt það til hliðar á mánuði. Síðan er auðvelt að ávaxta það á nokkrum árum. Kaupa sér eignir sem margfaldast í verði o.s.frv.

 Fyrir utan það að hver segir að fólk í ákv. stöðum eigi að fá 2-3 falt hærra kaup, bara vegna þess að það er í þeim og þeim atvinnugeira, en störfin oft svipuð.

Málið er að það er lítill sem engin jöfnuður í skattakerfinu, og með hreinum ólíkindum að lágar meðaltekjur upp á 350 þús, eru í raun bara örlítið minna skattlagðar en tekjur upp á 800-900 þús.

Jafnvel Bandaríkin hafa meiri jöfnuð í sínu skattakerfi. Tékkaðu á því!

Kolbrún,
  Fyndið að þú skulir segja skekkju þína ekki skipta máli, en á sama tíma ertu að laga skekkju. Já, þetta er skrýtinn heimur sem við lifum í..;-)





Arnar H. (IP-tala skráð) 26.4.2015 kl. 17:11

27 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Arnar H.  Ég skrifaði að reikningsvilla mín SKIPTI máli.  Og þakkaði þeim sem leiðrétti.
Heimurinn er sennilega eins skrýtinn og hann er vegna þess að of fáir nenna að LESA neitt lengur.

Kolbrún Hilmars, 26.4.2015 kl. 17:40

28 identicon

Arnar H: 75% hærri skattprósenta er sáralítið!? 470% hærri skattar fyrir 230% hærri laun er sáralítið!? Ertu að trolla?

Eða geturðu ekki játað upp á þig mistökin eins og Kolbrún gerir (vinsamlegast lærðu af henni) og ferð því í að tala um óréttlætið í því að manneskja með hærri tekjur geti lagt meira fyrir.

Þér dettur ekki í hug að viðkomandi hefur lagt á sig margra ára nám eða mikla yfirvinnu og gríðarlegt vinnuálag til að öðlast launin sín? Þér dettur ekki í hug að viðkomandi hafi byrjað á lágum launum og unnið sig upp með því að skila góðu starfi fyrir atvinnurekandan sinn? Nei, ætli slíkt fólk sé nokkuð til í þínum huga þó það sé frekar reglan en undantekningin í raunveruleikanum.

Það ætti ekki að vera eignatilfærsla í skattkerfinu. Og hún fer í fleiri áttir, t.d. í vasa hers af embættismönnum sem hafa fullkomið starfsöryggi, há laun, lítið vinnuálag, víðtæk fríðindi og yfirburðar eftirlaunakjör.

Við ættum að leita eftir réttlátu þjóðfélagi, ekki jöfnuði. Við áttum okkur á því að jöfnuður er ógerlegur í öllum öðrum hlutum og við ættum að vera búin að átta okkur á því að það er ekkert gáfulegra að reyna að jafna fjárhagsstöðu fólks frekar en aðra hluti. Slíkur fasismi gefur ekkert gott af sér.

Guðbjartur Nilsson (IP-tala skráð) 26.4.2015 kl. 17:56

29 identicon

Guðbjartur,

Hvað skilurðu ekki í tölunum. Það er rosalega LÍTILL jöfnuður í þessu skattkerfi.

Síðan kallar þú það fasisma?? ;-)  svo talarðu um "að trolla". Þú ert algjörlega út á þekju.

Það er engin "eignatilfærsla" í kerfinu. Margt sem ríkið gerir, varðandi kaup á þjónustu og fleira, kemur einmitt fólki með háar tekjur oft vel.

Ákveðnir atvinnuvegir eru í einokun eða hafa fengið verðmæti gefins eða fyrir mjjög vægt gjald.

Þetta er raunveruleikinn sem er á þessu landi.

Auk þess sem það hefur sjaldan eða aldrei verið jafn erfitt að lifa á launum, en þú barlómar þér yfir nokkrum prósentum. Vá, hvað menn eru veruleikafyrrtir.

Ríkið gefur eignafólki 150 milljarða, á sama tíma og fólk getur ómögulega látið enda ná saman á þessum húsnæðismarkaði.

Jafnvel Bandaríkin með meiri jöfnuð í sínu tekjuskattskerfi.

Þvilíka blindu hefur maður aldrei séð áður.
Ógeðfellt!

Arnar H. (IP-tala skráð) 26.4.2015 kl. 18:11

30 Smámynd: Geir Ágústsson

Eftir stendur að það eru þeir tekjuháu sem halda uppi ríkisrekstrinum. Nánar tiltekið borga 20% tekjuhæstu um 70% allra tekjuskatta, og eyða eflaust meira í hluti sem bera tolla, VSK og annað eins. Þeir sem tala um að mjólka þá ríku til að borga undir aðra geta því unað sáttir við sitt.

Að laun sumra dugi ekki fyrir nauðsynjum - er það ekki bara allt önnur umræða? 

Geir Ágústsson, 26.4.2015 kl. 18:58

31 identicon

Geir,
Að sjálfsögðu kemur það málinu við. Málið er að í dag er fólk að borga 20-25% skatt á sama tíma og endar ná varla saman.

Fyrir 20 árum gastu leigt þér íbúð, og átt fyrir nauðsynjum án þess að borga krónu í skatt, þó að ég hafi verið of ungur þá. Það er einfaldlega staðreynd.

Þessi umræða er út í hött í dag, á meðan staðan er svona.

Vandamálið er að staða fólks af mörgum ástæðum er svo mjög ólik. Laun eru svo breytileg á milli fyrirtækja, stétta, rekstrarformi, fákeppni vs. samkeppni o.fl. Það er ekki hægt að bera þetta saman.

T.d. í dag er mjög mikið af fólki sem finnur sér ekki starf í samræmi við menntun.

Einnig að þú talar um tekjujöfnun. Það er meiri tekjujöfnun í bandaríska skattkerfinu, og það kallar ekki allt ömmu sína!
Þessi umræða er fullkomlega út í hróa.
Vandamál samfélagins og óréttlæti eru allt annars staðar en þarna.

Arnar H. (IP-tala skráð) 26.4.2015 kl. 21:19

32 identicon

 Arnar H, ég kalla hlutina bara réttum nöfnum. Fasismi er fasismi þó hann sé ekki jafn svæsinn og þú vilt hafa hann. Þú mátt alveg benda á hluti sem eru rangir en þú getur ekki réttlætt óréttlæti með öðru óréttlæti. Ríkið ætti að endurskoða innkaup sín og nýta sér samkeppni á markaði, atvinnuvegir ættu ekki að hafa einokunarstöðu sem er varin af ríkinu. En rétta aðferðin er að leiðrétta vandan þar sem hann er ekki reyna að leiðrétta hann í gegnum skattkerfið, það eykur bara óréttlætið.

En berum Íslenska kerfið saman við það þýska sem stendur okkur mun nær og þar sem fólk hefur svipuð meðallaun og á Íslandi.

Skattleysismörk:
Ísland: 136.500kr
Þýskaland: 103.000kr

Skatthlutfall við 200.000kr:
Ísland: 12%
Þýskaland: 12%

Skatthlutfall við 500.000kr:
Ísland: 28%
Þýskaland: 27,5%

Skatthlutfall við 1.000.000kr
Ísland: 35%
Þýskaland: 36,5%

Skatthlutfall við 3.000.000kr
Ísland: 42,5%
Þýskaland: 40%

Við erum með lítilega prógressívara skattkerfi en Þýskaland semsagt þó það fari eftir því hvar menn lýta á dæmið. 

Ég ætla ekki í svipaðar æfingar með Bandaríska kerfið þar sem það er mjög illsambærilegt með Federal Tax, Personal Income Tax, Payroll Tax, engin skattleysismörk en endurgjöf í formi Food Stamps og önnur félagsúrræði á móti fyrir lágtekjufólk. Ennfremur erum við ekki færir um að drýgja skattstofninn með peningaprentun á kostnað Kínverja eins og Bandaríkin gera og höfum því ekki efni á sama kerfi og þeir.

Ég er forvitinn, hvernig færðu það út að ríkið "gefi" eignafólki 150 milljarða? Mig grunar að þú sért ekki að nota réttu orðin. Lækkun á sköttum í átt að jafnri skattlagningu getur í eðli sínu ekki verið gjöf. Það er afrétting eða leiðrétting.

Guðbjartur Nilsson (IP-tala skráð) 26.4.2015 kl. 22:40

33 identicon

Guðbjartur,

Ég er einfaldlega að vísa í lækkun á húsnæðisskuldum.
Það er ekkert annað gjöf.

Ég skil ekki þetta óréttlæti sem þú talar um. T.d. eru mikill kostnaður að eiga börn, og það getur einfaldlega verið stefna stjórnvalda að stuðla að því að fólk eignist börn, og þeir sem eiga ekki börn geta tæplega kallað það óréttlæti ef hluti af skatttekjum þeirra fer í að halda þjóðinni gangandi...;-)  Auk þess sem stuðningur við barnafjölskyldur er mjög lítill á Íslandi, og barnabætur mjög tekjutengdar, og einstæðir foreldrar réttlausir gagnvart kerfinu.
Það er nóg af fasisma í landinu, en hæpið að kalla skattastefnu sem viðgengst í nánast öllum löndum, slíkt.

Það getur vel verið að hæðsta skattþrepið sé frekar hátt á Íslandi. Hins vegar er það líka staðreynd að fólk með lágar meðaltekjur er með mjög háa skattbyrði sögulega séð.

Hér er linkur í bandarískt skattkerfi. Menn tala um skattkerfið þarna sem mjög hagstætt hátekjufólki, en það er varla rétt.
http://en.wikipedia.org/wiki/Income_tax_in_the_United_States

Þetta er ekkert flóknara en þýska skattkerfið. Jú, það er federal kerfi þar og local, ekki ósvipað varðandi útsvar hérna. Líklega eilítið meira svigrúm þar.

Arnar H. (IP-tala skráð) 26.4.2015 kl. 23:04

34 identicon

Ok, þú sérð ofsjónum yfir því að meðalfjölskyldunum sem þú þykist verja sé gefin til baka hluti af falinni skattbyrði verðbólgunnar með beinum hætti en telur rétt að styrkja barnafjölskyldur í kegnum bótakerfi. Hvar hef ég þig eiginlega? Það er í lagi að gefa fjölskyldum pening en það er ekki í lagi að gefa fjölskyldum pening. Sérðu ekki hvað þú ert órökréttur í afstöðu þinni?

Já, það má halda því fram að börn séu jákvæð fyrir samfélagið en það fylgir því ekki endilega að við eigum að niðurgreiða barneignir. Það er líka mikill kostnaður að eiga togara en togari kemur þjóðfélaginu vel, svo að ríkið á þá að niðurgreiða togara með sömu rökum? Það er fasismi og já hann viðgengst víða og gjarnan er prógressívt skattkerfi partur af því. Þar er harðduglegt fólk skattlagt og völdum aðilum gefið til baka til ákveðinna fyrirtækja í formi alls konar styrkja, verkefna og vöru og þjónustukaupa.

Stór ástæða fyrir því að hafa skattkerfið flókið og prógressívt er að halda þorra fólks góðu og í þeirri trú að það sé að fá meira úr kerfinu en það lætur í það og fyrir suma er það satt. Þannig fá stjórnvöld að halda fasismanum gangandi og fá menn eins og þigg til að verja athæfið sem gerir það kleyft og jafnvel tala fyrir meiru af því sama. Þetta er geðveiki! En fyrir þessu fellurðu jafnvel þó þú sért fær um að sjá vandamálin þá er ómögulegt að fá þig til að stíga fyrsta skrefið í að snúa þessu við. Heldurðu virkilega að ríkið hætti að þjóna sér og sínum á kostnað skattborgara á meðan það getur deilt og drottnað með prógressívu skattkerfi?

Vildum við ekki heldur hafa frjálst hagkerfi þar sem janfrétti ríkir milli fólks og við getum verlaunað vel unnin störf í þágu þjóðar með viðskiptum okkar án íhlutunar stóra bróðurs?

Guðbjartur Nilsson (IP-tala skráð) 27.4.2015 kl. 00:04

35 identicon

Guðbjartur,

Þú ert að einfalda hlutina mjög mikið. Skattkerfið  er mjög einfalt í raun.

Um þetta snýst málið.

Eina ástæðan fyrir því að ákveðnir aðilar geta grætt á fiskimiðinum er fyrst og fremst sú að útlendingar vilja kaupa aflann, og að erlend tækni hefur gert okkur kleift að ná í þessi verðmæti á mjög ódýran hátt.

Samt viltu "ríkisstyrkja" togara??, eða notar það sem svipað dæmi og að eiga börn, og aðkoma ríkisins að því.

Málið er eifaldlega að það er mjög erfitt í dag að reka heimili. Húsnæði, samgöngur o.s.frv. er mjög dýrt, og varla "arðbært" í sjálfu sér. Togarinn hefur ekkert verðgildi í sjálfu sér, nema það sé til samfélag til að kaupa vörurnar.

Vandamál kerfisins er fyrst og fremst það að ríkið er orðinn allt of stór "player" í samfélagsgerðinni, og einkaðilar eru þar að hagnast að stórum hluta líka o.s.frv.

Ef við tökum t.d. húsnæðismarkaðinn þá er þetta allt meira og minna brask, og einkaaðilar sem hafa þetta í vasanum.

Verðmæti eru gefinn hægri vinstri.

Þarna eru vandamálin, óréttlætið og ójöfnuðurinn. Byrjaðu að taka á því.

Síðan getum við tekið umræðu um að einkageirinn getur auðvellega látið heildina taka tapið o.s.frv.

Hvernig geturðu síðan fullyrt að öll störf sem séu vel borguð séu í "þágu þjóðar". Þetta eru allt vangaveltur.

Arnar H. (IP-tala skráð) 27.4.2015 kl. 15:34

36 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skattkerfið er EKKI mjög einfalt í raun.  Jón og Gunnar hafa sömu árstekjur, sem ætla mætti að væri skattlagðar að jöfnu. 
En í raun ekki, því Jón greiðir til ríkissjóðs það sem reikna má með, en Gunnar fær endurgreitt úr ríkissjóði því honum eru ívilnaðar barnabætur, vaxtabætur og e.t.v. eitthvað fleira.
Þetta kalla ég ekki einfalt skattkerfi!

Kolbrún Hilmars, 27.4.2015 kl. 15:55

37 identicon

Kolbrún,

Æi greyið Jón. Af hverju hjálpar þú ekki karlræflinum í staðinn fyrir að nota hann í þetta litla sæta dæmi þitt.

Þú kvartar undan því að þessi aðili fá eitthvað brotabrot af sköttunum til baka, sem NB er líklega búið að lækka mikið vegna tekna. Síðan er "pointið" hjá þér að það svíður svo mikið að borga þennan skatt.

Væntalega borgar þessi aðili margfalt til baka í t.d. virðisaukaskatt vegna barnanna sinna, eða kaupir þjónustu, o.s.frv.

Ef þessi fídus væri ekki þá væri engin til að kaupa vörur og þjónust í þessari útópíu sem þú ert að reyna búa til.

Haltu þig frekar á jörðinni, og sjáðu raunverulega vandamálin.

Tvöfalt húsnæðikerfi. Fullt af fólki með lágmarkskostnað vegna húsnæðis einungis vegna þess að það fæddist á ákv. tíma. Endurgjöf ríkisstjórnar til húsnæðiseigenda.

Endalaus fákeppni, einokun, og gjafir til útvaldra. Neiii, þetta fellur ekki saman við útópíuna.

Það er nákvæmlega ekkert óréttlátt við svona skattkerfi, og það helsta er að það er allt of há skattbyrði á lágar meðaltekjur. Nokkuð augljóst.

Svo mörg vandamál í samfélaginu. Nei, en reynt að væla út að hugmyndafræðin að baki skattkerfinu sé vandamálið!!

Talandi um smjörklípur!!


Arnar H. (IP-tala skráð) 27.4.2015 kl. 17:07

38 Smámynd: Geir Ágústsson

Arnar H.

Þú hrærir svolítil mörgu saman í eina spaghettihrúgu. Þú talar um skatta og bætur í sömu efnisgrein og útgerð og fiskimið. Það laðar að sér svör sem þú átt svo erfitt með að skilja, en sparar ekki stóru orðin á þá sem benda þér á þín eigin orð.

En gott og vel.

Það er eitt að skattkerfið leggist mjög ójafnt á Íslendinga og bótakerfið þeim mun ójafnar. Eftir stendur að 70% af tekjuskattinum er greiddur af þeim 20% launahæstu, og eflaust megnið af VSK og tollum og öðru sem ber skatt (enda eyða efnaðir eðli málsins samkvæmt meira en aðrir).

Það er annað að á Íslandi sé fiskveiðistjórnunarkerfi sem skilar ríkissjóði skatttekjum, ólíkt flestum fiskveiðistjórnarkerfum heims. Þetta öfunda margir, en gerðu ekki þegar endurteknar gengisfellingar þurfti til að "bjarga" útgerðinni. En það er umræða sem þú dregur hér fram og hrærir saman við fyrrnefnt, og ert svo hissa á viðbrögðunum. 

Það væri hins vegar fróðlegt að fá frá þér litlar hugleiðingar, aðskildar eins og þú hefur tök á, sem fjalla um:

1) Skoðanir þínar á skatta- og bótakerfinu. (Mér sýnist þú hér styðja nokkurn veginn núverandi fyrirkomulag á Íslandi.)

2) Skoðanir þínar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. (Mér sýnist þú hér vera nokkuð ósáttur við núverandi fyrirkomulag.)

3) Almennt skoðanir þínar á að ríkisvaldið niðurgreiða suma en mjólki aðra, og hvaða skilyrði þú hefur fyrir því að ríkisvaldið mismuni.

Fyrirfram þakkir.

Geir Ágústsson, 27.4.2015 kl. 19:01

39 identicon

Geir,

Til að byrja með þá á allt sem þú sagðir í fyrstu málsgreininni um þá sem eru viðmælendur mínir. Soldið skugglegt, þannig að þú hlýtur að hafa veirð að gera að gamni þínu.

Þetta með að 20% greiða 70% af tekjuskatti. Bara leikur að tölum. Þú gætir sagt að 1% greiði 30%. M.ö.o. þú færð þetta mikla ósamræmi vegna gífurlegra tekna örfáa einstaklinga, sem eru í flestum tilfellum ekki tilkomnar vegna gríðarlegrar vinnu.


Ekki byrja þessa þvælu að "aðrar þjóðir öfunda okkur af fiskveiði. ble ble ble. Þetta er orðið þreytt og súrt. Bara bull.
Málið er að útvegurinn skiptir okkur öllu. Hjá öðru þjóðum er þetta ávallt algjör aukabúgrein sem skiptir litlu sem engu máli, og þau ríki deila auðlindinni með öðrum þjóðum, og flotinn er margfalt stærri.

Flestar þjóðir þar sem þetta skiptir máli hafa staðið sig margfalt betur að byggja stofnana upp, og þar á þjóðin auðlindina, en ekki einhverjir peningagrísir.

Að einu sinni var stunduð offjárfesting í greininni, þ.e. massív byggðastefna, og þess vegna bar útvegurinn sig ekki, kemur þessu fiskveiðistjórnunarkerfi bara alls ekkert við!

1) Ég er búinn að tíunda skoðanir mínar á þessu kerfi. Þætti vænt um að þú læsir úr því, og svaraðir sjálfur á móti, í staðinn fyrir að spyrja og spyrja út í loftið.

2) Sjá áður. Helstu gallarnir við þetta kerfi eru náttúrulega gríðarleg byggðarröskun, mjög slæm uppbygging stofna. Þetta allt í lögsögu sem Íslendingar sitja einir að, eru í raun ótrúlega lélegur árangur.
 Síðan bætist ofan á hræðileg pólitík varðandi stjórnun á verðmætum, og ríkisstyrkja bæði beinn og óbeinna til byggða landsins, þá er ekki hægt að kalla þetta fiskveiðistjórnunarkerfi annað en stórslys.

3) Þú verður að skýra þetta betur út, annars er ég búinn að svara þessu ítarlega. Kannski þú gætir svarað á móti. Kannski kominn tími á það.

Samt betra að sleppa því, óþarfi að þvinga menn í að gera hluti sem þeir vilja ekki.


Arnar H. (IP-tala skráð) 27.4.2015 kl. 21:21

40 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Arnar,

Ég reyni að gera grein fyrir skoðunum mínum á þessari síðu jafnóðum þegar ég finn innblásturinn. 

Takk fyrir innlegg þín.

Geir Ágústsson, 28.4.2015 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband