Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014
Mánudagur, 28. júlí 2014
Baráttan er gegn markaðshagkerfinu, ekki menguninni
Ákveðinn misskilningur er ríkjandi hvað varðar hina svokölluðu umhverfisverndarhreyfingu.
Sumir telja að hún berjist fyrir hreinna umhverfi, ósnertri náttúru og minni mengun. Það er rétt, en segir ekki alla söguna. (Kaffihús sem búa til snobbkaffi, fundarherbergi vinstrimanna og tölvur sem hýsa heimasíður umhverfisverndarsinna mega nota rafmagn og gefa frá sér hita enda er það mengun af réttum ástæðum að mati sumra.)
Sumir telja að hún berjist gegn samkvæmisdansi ríkisvalds og fjármagnseigenda sem fái leyfi til að menga úr hófi fram án skaðabóta. Það er í sumum tilvikum rétt, en segir ekki alla söguna. (Samkvæmisdans ríkisvalds og hagsmunaaðila má eiga sér stað ef réttir stjórnmálamenn eru með völdin og rétt hagsmunasamtök geta nýtt ríkisvaldið til að þvinga sínum áhugamálum á aðra.)
Sumir telja að hún berjist gegn verksmiðjum hvers konar sem taka upp mikið rými og krefjast mikillar orku sem aftur krefst mikilla auðlinda að framleiða. Það er rétt að hluta til en segir ekki alla söguna. (Verksmiðjur sem framleiða boli fyrir umhverfisverndarhreyfinguna mega standa óáreittar, og líka þær sem hið opinbera á og rekur með bullandi tapi á kostnað skattgreiðenda.)
Umhverfisverndarhreyfingin, eins og hún birtist okkur oftast, er á móti frjálsu markaðshagkerfi eins og það leggur sig. Hver einasta ástæða er talin upp til að berjast gegn sem flestum framkvæmdum. Mannkynið á helst ekki að framleiða neitt, nota neina orku og borða neinn mat. Mannkynið á helst að skreppa saman í nokkur þorp á víð og dreif um plánetuna og lifa á grasi og laufblöðum og kannski stöku hræi sem fellur til.
Eða eins og einn sagði (tilvitnun héðan):
If I were reincarnated, I would wish to be returned to earth as a killer virus to lower human population levels.
Einnig:
Until such time as Homo sapiens should decide to rejoin nature, some of us can only hope for the right virus to come along.
Svo þar höfum við það.
Fyrirhuguð verksmiðja á Grundartanga mun kannski ekki menga neitt og jafnvel framleiða sólskin, fiðrildi og fuglasöng með hliðarafurðir, en það mun ekki skipta suma neinu máli. Verksmiðja er að rísa, fyrir fé einkaaðila, til að framleiða hluti sem verða væntanlega seldir með hagnaði, og nýta til þess raforku sem þarf að framleiða með notkun uppistöðulóna og rafmagnslína.
Það, út af fyrir sig, verður næg ástæða fyrir suma til að leggjast gegn henni.
Nánast mengunarlaus framleiðsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 24. júlí 2014
Offramboð finnst víðar
Einhvers staðar heyrði ég að yfir 70% af veltu leikfangasöluaðila komi inn fyrir jólin. Það er einn mánuður af tólf. Hina ellefu kemur afgangurinn inn, 30%.
Kannski er það til merkis um "offramboð" á leikföngum á tímabilinu janúar til nóvember. Hvað gera leikfangasöluaðilar þá? Þeir hægja á innkaupum, fækka starfsfólki, minnka opnunartíma og bjóða kannski neytendum upp á freistandi tilboð. Þeir virðast ekki allir fara á hausinn í janúar og lifna við í desember.
Ætli eitthvað svipað verði ekki uppi á teningnum í hótelbransanum? Herbergjum er lokað, starfsfólki fækkað og úrvalið á barnum skorið niður. Íslendingum standa kannski til boða freistandi tilboð á veturna. Erlendir ferðamenn uppgötva hin hagstæðu hótelverð á veturna og byrja e.t.v. að koma hingað í stað þess að eltast við sólarstrendur.
Það er erfitt að segja til um allt þetta. Hitt er víst: Þeir sem reisa og reka hótel gera það á eigin kostnað og eigin áhættu. Sumir munu blómstra og aðrir fara á hausinn. Það er það fallega við þetta allt saman, og sýnir vel kosti einkaframtaks umfram ríkisrekstur. Einkaframtakið aðlagast aðstæðum, ríkisreksturinn leggur byrðar á saklausa skattgreiðendur.
Óttast offramboð á veturna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 23. júlí 2014
Skuldirnar eru of miklar
Ef marka má Wikipedia nema skuldir íslenska ríkisins um 118% af hinni svokölluðu þjóðarframleiðslu og þetta hlutfall bara hærra í 9 ríkjum í heiminum (þar á meðal Grikklandi, Ítalíu, Portúgal, Japan og Zimbabwe). Meira að segja Írland er einu sæti aftar Íslandi á þessum síður en svo eftirsótta lista. Í Danmörku er hlutfallið um 45%, tæp 39% í Svíþjóð og 30% í Noregi.
Nú er það auðvitað svo að íslenskar vinstristjórnir skilja alltaf eftir sig skuldafjall (enda pólitískt markmið þeirra að þenja úr ríkisvaldið), og ekki eru Sjálfstæðismenn saklausir heldur (og jafnvel verri, því þeir tala um að ríkið eigi að halda að sér höndum en fylgja því svo ekki eftir). Mestu máli skiptir hins vegar að hefja niðurgreiðslu á þessum skuldum (eða ekki!). Það má gera samhliða gríðarlegum skattalækkunum og stórkostlegri lækkun opinberra útgjalda (gjarnan með því að leggja niður stóra afkima ríkisrekstursins) og sölu á eignum og fyrirtækjum hins opinbera. Þannig og bara þannig mun hagkerfið ná andanum á ný. Um leið þarf að leggja niður Seðlabanka Íslands og koma ríkinu úr framleiðslu peninga. Það er mjög mikilvægt.
Til innblásturs fylgir hér lítil frásögn frá Bandaríkjunum, en þar skall á djúp niðursveifla í hagkerfinu eftir að hægðist á peningaprentun fyrri heimsstyrjaldar, og var sú niðursveifla raunar krappari en sú sem kom seinna og varð að Kreppunni miklu (The Forgotten Depression of 1920):
The economic situation in 1920 was grim. By that year unemployment had jumped from 4 percent to nearly 12 percent, and GNP declined 17 percent. ...
Instead of "fiscal stimulus," Harding cut the government's budget nearly in half between 1920 and 1922. The rest of Harding's approach was equally laissez-faire. Tax rates were slashed for all income groups. The national debt was reduced by one-third.
The Federal Reserve's activity, moreover, was hardly noticeable. ... By the late summer of 1921, signs of recovery were already visible. The following year, unemployment was back down to 6.7 percent and it was only 2.4 percent by 1923.
Tæpum áratug seinna, eftir peningaprentun í heilan áratug (sem almenningur varð lítið var við því hinn frjálsi markaður náði að lækka verð á framleiðslu sinni meira en sem nam verðbólgunni) skall á önnur niðursveifla, en vægari. Við henni var samt brugðist með allt öðrum hætti og afleiðingin var kreppa í áratug. Hérna er því hægt að fá nokkuð góðan samanburð á tveimur mismunandi leiðum til að eiga við hagkerfi í vandræðum, þar sem ein leið virkar og önnur ekki.
Sú sem íslensk yfirvöld stunda er dæmi um aðferð sem virkar ekki.
Ríkið greiðir upp Norðurlandalánin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 18. júlí 2014
Bólan blásin upp á ný
Nú er blásið sem aldrei fyrr í nýja bólu á Íslandi. Fasteignaverð er á rjúkandi uppleið, enda vill enginn hafa íslenskar krónur í reiðufé. Rolex-úr seljast eins og heitar lummur til eldri borgara sem vilja koma ævisparnaði sínum úr íslenskum krónum. Hús eru byggð fyrir lánsfé enda sitja þrotabú og aðrir lánveitendur á tómu húsnæði til að halda uppi virði eignasafna sinna, og því virðist sem eftirspurn sé eftir nýbyggingum. Skuldir hins opinbera og almennings eru í himinhæðum. Hagfræðingar tala um að "einkaneysla" þurfi að aukast, enda skilja Excel-skjöl þeirra ekki heilbrigða skynsemi.
En hvernig á að verja sig fyrir því þegar þessi bóla springur?
Í fyrsta lagi er gott að skulda lítið. Verðbólguskotið sem kemur næst verður stórt og mikið og á eftir að þenja út verðtryggð lán eða vexti á óverðtryggðum lánum á breytilegum vöxtum.
Í öðru lagi er gott að leita leiða til að koma öllum sparnaði úr íslenskum krónum, og jafnvel reyna að afla sér einhverra tekna í erlendum gjaldeyri sem fer beint undir koddann eða í bankahólf.
Í þriðja lagi á að koma sér úr öllu sem heitir ríkisskuldabréf og hlutabréf. Ríkisskuldabréf veita falskt öryggi, og hlutabréfaverðið er of hátt og bara hátt af því fjárfestar eru að koma sér úr reiðufé og veðja á að það hækki hraðar en verðbólgan.
Í fjórða lagi á að nýta allar glufur í kerfinu til að ná í fé sitt úr lífeyrissjóðunum. Þar er því engan veginn óhætt. Því fé á svo að koma í reiðufé í erlendum gjaldeyri eða verðmæti sem er auðvelt að koma í verð (góðmálmar, listaverk eftir alþjóðlega þekkta listamenn, osfrv.).
Í fimmta lagi að vera raunsær og átta sig á að góðæri er ekki framundan heldur bóla. Skattar eru himinháir, sem og skuldir hins opinbera, og ekkert stefnir í að það sé að fara lagast. Íslenska krónan er á gjörgæslu og deyr um leið og rafmagnið er tekið af öndunarvélinni. Verðlag á fasteignum, hlutabréfum og eignasöfnum banka og lífeyrissjóða er of hátt og mikið til haldið uppi af verðbólgunni, sem mun fara vaxandi.
Í sjötta lagi er svo gott að afla sér frekari verðmætaskapandi þjálfunar og búa sig undir að vera á vinnumarkaðinum til dauðadags. Taktu námskeið eða æfðu þig í einhverju sem þú telur að sé alltaf eftirspurn eftir (pípulögnum, gólfslípun, ráðgjafarstarfsemi sem er hægt að veita útlendingum, nýju forriti, eða hvað sem hentar hverjum og einum).
Og fleiri verða þau orð ekki.
Skortur á starfsfólki úti á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 16. júlí 2014
Er opið í Bandaríki Norður-Ameríku?
Svo virðist sem frekari innlimun í Bandaríki Evrópu sé ekki á dagskrá á næstunni. Það var nú verr og miður. Hvernig geta Íslendingar þá losnað við fullveldi sitt? Ætli Bandaríkin Norður-Ameríku taki við umsóknarbeiðnum? Þar bráðvantar skattgreiðendur til að fjármagna sívaxandi skuldafjall og ört stækkandi ríkisrekstur (sama vandamál og ESB glímir við). Íslendingar framleiða þrátt fyrir allt nokkuð af raunverulegum verðmætum.
Ef þær dyr eru líka lokaðar má alltaf prófa Kína eða jafnvel bjóða Norðmönnum að taka við fullveldi Íslands.
Ef allt þrýtur má kannski bara lýsa því yfir að fullveldi Íslands sé falt hæstbjóðanda (söluandvirðið rennur í afborganir af Hörpu, greiðslu Icesave-innistæða, jarðgöng í gegnum mið-hálendið og rekstur sendiráðs Íslands í Nýju Delhí, Indlandi). Hver veit, kannski kemur einhver ríkur Rússi til landsins!
Ekki gefast upp, Árni Páll Árnason!
Vonbrigði fyrir hluta þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 14. júlí 2014
Forsætisráðherra með hagfræðigráðu úr morgunkornskassa
En er hægt að ráðst í boðaðar skattalækkanir þegar slík teikn eru um þenslu? Fjármálaráðherra boðaði meiri skattalækkanir á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í apríl. Við erum rétt að byrja. Skattar munu lækka frekar eins og maðurinn sagði: You ain't seen nothing yet! sagði hann þá. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, fagnaði þessu, svigrúm væri til staðar í ríkissjóði og skattalækkanir hefðu jákvæð áhrif á hagvöxt. Menn hljóta auðvitað að fara hægar í sakirnar varðandi slíka hluti þegar það eru þenslumerki, heldur en þegar þarf innspýtingu í hagkerfið.
Fimmtudagur, 10. júlí 2014
Könnun Neytendastofu: Sóun á tíma og fé
Könnun Neytendastofu á vínmálum, sem eiga að vera löggild eins og sjússamælar og vínskammtarar eða sérmerkt glös, á 91 veitingahúsi á landinu nýverið. Af þeim veitingastöðum sem kannaðir voru reyndist enginn í lagi.
Þegar ég les svona fréttir veit ég með algjörri vissu að íslensk yfirvöld sóa gríðarlegu fé í tilgangslausar kannanir og svokallað eftirlit sem á að uppfylla kröfur tilgangslausrar löggjafar.
Segjum sem svo að veitingastaður bjóði upp á hálfan lítir af bjór á krana á 1000 krónur. Glösin eru hins vegar of lítil, og taka bara 400 ml. Viðskiptavinirnir drekka úr glasinu í góðri trú eða þar til einn viðskiptavinur tekur sig til og mælir innihald glassins. Hann bendir eigandanum á þetta misræmi.
Eigandi veitingastaðarins getur hafa verið óaðvitandi af þessu misræmi í verðskrá og stærð glasa sinna og breytir orðalagi verðskráarinnar (núna fást 400 ml á 1000 krónur, nema hann lækki verðið um 20%) eða skiptir út glösunum.
Eigandi veitingastaðarins gæti líka haldið áfram að láta eins og ekkert sé. Viðskiptavinurinn sér að það er raunin og lætur alla vita af misræminu og viðskiptavinir flýja til keppinauta sem taka glaðir við þeim.
Viðskiptavinurinn gæti verið eigandi annars veitingastaðar og notar uppgötvun sína til að laða að sér viðskiptavini á kostnað orðspors hins ónákvæma eiganda. (Í raun er eitt virkasta eftirlitið á frjálsum markaði það frá keppinautum í leit að viðskiptavinum.)
Hvað sem öllu líður mun allt hugsanlegt ranglæti verða leiðrétt og það án þess að einn einasti eftirlitsmaður hins opinbera komi að málinu.
Eða á ríkið kannski að reka eftirlit með því að fatahreinsanir nái í raun og veru öllum blettum af hvítum skyrtum?
Eða á ríkið kannski að reka eftirlit með því að allir 200 gramma hamborgarar vegi í raun það við afhendingu til viðskiptavina?
Eða á ríkið kannski að reka eftirlit með því að laxáreigandi mokveiði ekki hvern einasta sporð úr ánni sinni?
Eða eigum við kannski að leyfa fólki að bera ábyrgð á eigum sínum, fylgjast sjálft með viðskiptum sínum og stunda virkt aðhald á alla sem selja vöru og þjónustu án þeirrar fölsku trúar á að allt sem sé í ólagi hljóti að vera bannað af yfirvöldum?
Vínmál hvergi í lagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 5. júlí 2014
Kynjakvóta er þörf
Af þeim 224 sem tóku inntökuprófið komust 49 inn í læknisfræðina, þar af 31 kona og 18 karlar. Um 78% fengu því ekki inngöngu.
Hérna er augljóslega um grófa mismunun að ræða. Á að láta inntökupróf eitt skera úr um hver kemst inn í læknisfræði og hver ekki? Það er hneyksli!
Karlmenn eiga augljóslega á brattann að sækja hérna. Þeir eru einfaldlega ekki jafnsterkir í bóknámi og konur. Inntökuprófin mæla ekki þætti eins og líkamlegan styrk og þol til að halda í sér þvagi. Hvoru tveggja eru mjög mikilvægir þættir í starfi lækna: Þeir þurfa að vera á hlaupum langa vinnudaga og drekka mikið kaffi.
Kynjakvóta þarf að leiða í inntökupróf HÍ í læknisfræði. Réttlætinu verður annars aldrei fullnægt.