Offramboð finnst víðar

Einhvers staðar heyrði ég að yfir 70% af veltu leikfangasöluaðila komi inn fyrir jólin. Það er einn mánuður af tólf. Hina ellefu kemur afgangurinn inn, 30%. 

Kannski er það til merkis um "offramboð" á leikföngum á tímabilinu janúar til nóvember. Hvað gera leikfangasöluaðilar þá? Þeir hægja á innkaupum, fækka starfsfólki, minnka opnunartíma og bjóða kannski neytendum upp á freistandi tilboð. Þeir virðast ekki allir fara á hausinn í janúar og lifna við í desember.

Ætli eitthvað svipað verði ekki uppi á teningnum í hótelbransanum? Herbergjum er lokað, starfsfólki fækkað og úrvalið á barnum skorið niður. Íslendingum standa kannski til boða freistandi tilboð á veturna. Erlendir ferðamenn uppgötva hin hagstæðu hótelverð á veturna og byrja e.t.v. að koma hingað í stað þess að eltast við sólarstrendur.

Það er erfitt að segja til um allt þetta. Hitt er víst: Þeir sem reisa og reka hótel gera það á eigin kostnað og eigin áhættu. Sumir munu blómstra og aðrir fara á hausinn. Það er það fallega við þetta allt saman, og sýnir vel kosti einkaframtaks umfram ríkisrekstur. Einkaframtakið aðlagast aðstæðum, ríkisreksturinn leggur byrðar á saklausa skattgreiðendur.  


mbl.is Óttast offramboð á veturna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband