Kynjakvóta er þörf

Af þeim 224 sem tóku inn­töku­prófið komust 49 inn í lækn­is­fræðina, þar af 31 kona og 18 karl­ar. Um 78% fengu því ekki inn­göngu.

Hérna er augljóslega um grófa mismunun að ræða. Á að láta inntökupróf eitt skera úr um hver kemst inn í læknisfræði og hver ekki? Það er hneyksli!

Karlmenn eiga augljóslega á brattann að sækja hérna. Þeir eru einfaldlega ekki jafnsterkir í bóknámi og konur. Inntökuprófin mæla ekki þætti eins og líkamlegan styrk og þol til að halda í sér þvagi. Hvoru tveggja eru mjög mikilvægir þættir í starfi lækna: Þeir þurfa að vera á hlaupum langa vinnudaga og drekka mikið kaffi. 

Kynjakvóta þarf að leiða í inntökupróf HÍ í læknisfræði. Réttlætinu verður annars aldrei fullnægt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband