Hin einkareknu heilbrigðiskerfi (á Íslandi)

Á Íslandi er heilbrigðiskerfið að mestu leyti ríkisrekið (fjármagnað fyrir skattfé og rekið af hinu opinbera). Á því finnast þó veigamiklar undantekningar. Það gleymist oft. Það gleymist oft því þeir afkimar heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem eru höndum einkaaðila eru sjaldnast í fréttum. Í þeim finnast ekki verkföll og frá þeim streyma ekki beiðnir til stjórnmálamanna um að setja meira fé í tækjakaup eða nýjustu tækni. 

Augljósasta dæmið finnst mér vera heilbrigðisþjónusta sjónleiðréttinga. Er einhver skortur á úrvali fyrir þá sem vantar sjónleiðréttingu? Það held ég ekki. Menn geta valið allt frá ódýrum og stöðluðum gleraugum í næsta apóteki (eða Kolaportinu) til fullkomnustu tækni leiseraðgerða. 

Annað dæmi er heilbrigðisþjónusta vöðvahnúta. Menn geta farið í nudd og látið labba á bakinu á sér eða smyrja það með hitakremi eða stinga á sig með nálum. Hérna er úrvalið mikið og verðlagið undir mikilli pressu vegna samkeppni.

Enn eitt dæmið er heilbrigðisþjónusta heyrnaskerðingar. Síðan árið 2003 hafa einstaklingar fengið að borga meira úr eigin vasa fyrir heyrnatæki en áður, og síðan 2006 hafa biðlistar eftir slíkum tækjum ekki verið til staðar. 

Einkarekin heilbrigðisþjónusta finnst vissulega á Íslandi, og hún blómstrar, læknar, flytur inn nýjustu tækni jafnóðum, starfar í bullandi samkeppnisumhverfi, og skilar hagnaði fyrir eigendur hennar.

Ég er einn af þeim heppnu sem hef fyrst og fremst haft þörf fyrir þá er snýr að sjónleiðréttingum og fyrir það er ég mjög þakklátur. Ég óska fleirum þess að geta verslað við veitendur heilbrigðisþjónustu á hinum frjálsa markaði, þeirra vegna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband