Skuldirnar eru of miklar

Ef marka má Wikipedia nema skuldir íslenska ríkisins um 118% af hinni svokölluðu þjóðarframleiðslu og þetta hlutfall bara hærra í 9 ríkjum í heiminum (þar á meðal Grikklandi, Ítalíu, Portúgal, Japan og Zimbabwe). Meira að segja Írland er einu sæti aftar Íslandi á þessum síður en svo eftirsótta lista. Í Danmörku er hlutfallið um 45%, tæp 39% í Svíþjóð og 30% í Noregi.

Nú er það auðvitað svo að íslenskar vinstristjórnir skilja alltaf eftir sig skuldafjall (enda pólitískt markmið þeirra að þenja úr ríkisvaldið), og ekki eru Sjálfstæðismenn saklausir heldur (og jafnvel verri, því þeir tala um að ríkið eigi að halda að sér höndum en fylgja því svo ekki eftir). Mestu máli skiptir hins vegar að hefja niðurgreiðslu á þessum skuldum (eða ekki!). Það má gera samhliða gríðarlegum skattalækkunum og stórkostlegri lækkun opinberra útgjalda (gjarnan með því að leggja niður stóra afkima ríkisrekstursins) og sölu á eignum og fyrirtækjum hins opinbera. Þannig og bara þannig mun hagkerfið ná andanum á ný. Um leið þarf að leggja niður Seðlabanka Íslands og koma ríkinu úr framleiðslu peninga. Það er mjög mikilvægt. 

Til innblásturs fylgir hér lítil frásögn frá Bandaríkjunum, en þar skall á djúp niðursveifla í hagkerfinu eftir að hægðist á peningaprentun fyrri heimsstyrjaldar, og var sú niðursveifla raunar krappari en sú sem kom seinna og varð að Kreppunni miklu (The Forgotten Depression of 1920):

The economic situation in 1920 was grim. By that year unemployment had jumped from 4 percent to nearly 12 percent, and GNP declined 17 percent. ...

Instead of "fiscal stimulus," Harding cut the government's budget nearly in half between 1920 and 1922. The rest of Harding's approach was equally laissez-faire. Tax rates were slashed for all income groups. The national debt was reduced by one-third.

The Federal Reserve's activity, moreover, was hardly noticeable. ... By the late summer of 1921, signs of recovery were already visible. The following year, unemployment was back down to 6.7 percent and it was only 2.4 percent by 1923. 

Tæpum áratug seinna, eftir peningaprentun í heilan áratug (sem almenningur varð lítið var við því hinn frjálsi markaður náði að lækka verð á framleiðslu sinni meira en sem nam verðbólgunni) skall á önnur niðursveifla, en vægari. Við henni var samt brugðist með allt öðrum hætti og afleiðingin var kreppa í áratug. Hérna er því hægt að fá nokkuð góðan samanburð á tveimur mismunandi leiðum til að eiga við hagkerfi í vandræðum, þar sem ein leið virkar og önnur ekki. 

Sú sem íslensk yfirvöld stunda er dæmi um aðferð sem virkar ekki. 


mbl.is Ríkið greiðir upp Norðurlandalánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Miklar skuldir ríkisins eru óhjákvæmilegar afleiðingar hrunsins. Það þurfti að taka lán til að fjármagna tap seðlabankans, byggja upp nýja banka og til að efla gjaldeyrisvarasjóðinn.

Til að lágmarka lántökuna voru skattar hækkaðir einkum á þá sem helst máttu við því með hátekju- og auðlegðarskatti. Ef það hefði ekki verið gert væru skuldir ríkisins nú mun hærri.

Ríkisstjórn Geirs Haarde gerði þau alvarlegu hagstjórnarmistök að lækka skatta á þenslutíma sem jók á vandann. Rétt hefði verið að hækka þá en þá hefði etv verið svigrúm til að lækka þá þegar kreppti að eins og æskilegt er í samdrætti.

Nú skal haldið áfram á sömu braut. Bjarni Ben hefur boðað skattalækkanir á kjörtímabilinu. "You ain't seen nothing yet". Næsta hrun verður því jafnvel enn verra en 2008 ekki síst vegna mikilla skulda ríkisins.

Greiðslubyrði íslenska ríkisins er mun þyngri en skuldirnar gefa til kynna vegna þess að ríkið greiðir miklu hærri vexti en samanburðarlöndin. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.7.2014 kl. 09:07

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Ásmundur og takk fyrir athugasemdina.

Það er ekki svo að ríkisvaldið fari eitthvað betur með fé almennings en almenningur sjálfur, og færa má rök fyrir hinu gagnstæða (betur fer fólk með eigið fé en annarra, maður ræktar sinn garð betur en annarra, hættan við að tapa eigin eignum veitir aðhald í eyðslu sem er ekki til staðar fyrir þá sem leggja eigur annarra undir, og svo framvegis).

Hverju þurfti að bjarga? Íslenska ríkið bjargaði ekki bönkunum eins og Írar, en skuldar meira en Írland. Íslenska ríkið þarf ekki að standa undir öllum lífeyrisgreiðslum landsins, en skuldar samt sviptað og Ítalía þar sem lífeyrissjóður eru tómir.

Það sem var gert var að æða í allskyns gæluverkefni fyrir hundruð milljóna (landsréttur, ný stjórnarskrá, ESB-umsókn), halda öllu bákninu uppi fyrir lánsfé og herða að atvinnulífinu. Ég held að meira að segja lélegustu kennslubækur í hagfræði mæli ekki með þessari aðferðafræði í niðursveiflu.

Hitt er líklegra að pólitískur ásetningur hafi legið að baki pólitík fráfarandi ríkisstjórnar sem safnaði skuldum, og þeirri núverandi sem bætir enn í skuldafenið (fréttin sem þessi pistill vísar í segir frá því).

Maður nokkur stendur frammi fyrir gjaldþroti. Hann skuldar mikið, en er með áskrift að 10 tímaritum, 100 sjónvarpsstöðvum og þremur farsímum, á fullan bílskúr af dóti og rekur fimm bíla. Hvað á hann að gera? Lækka útgjöld og selja eignir, eða reyna að fá enn eitt kreditkortið?

Geir Ágústsson, 23.7.2014 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband